Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 23 dar- /!• / L oljos framtíðarhlutverk stöðvarinnar skv. lögum þessum og I tengslum við heilsugæslustarf í Reykjavík. Skipulag þessa efnis skal koma til framkvæmdar frá 1. janúar 1992.“ Reykvíkingar vilja halda heilsuverndarstöðinni Sem heimilislæknir í Reykjavík hef ég samskipti við mikinn §ölda fólks og tel mig þekkja borgarbúa nógu vel til þess, að fullyrða, að Reykvíkingar vilja halda sinni heilsuverndarstöð, enda eiga þeir hana og hafa notið þjónustu hennar um áratugaskeið. Þeir vilja ekki, að framtíð heilsuverndarstöðvar- innar sé komin undir geðþótta- ákvörðunum stjórnmálamanna. Hafa menn t.d. hugleitt þann mögu- leika, að hinn skattglaði og skurðlipri fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins yrði næsti heilbrigðis- ráðherra. Honum væri trúandi til þess, að skera niður þjónustu heilsuverndarstöðvarinnar til að geta varið þeim Ijármunum í óþarfa ríkisstyrki til dagblaða og fjölda- ráðninga misnauðsynlegra upplýs- ingafulltrúa upp um alla stigaganga ráðuneytanna. Það er frumskylda siðmenntaðs þjóðfélags að sjá vel fyrir sjúkum og særðum. Okkur sjálfstæðis- mönnum er vel ljóst að unnt er að spara í heilbrigðiskerfinu án þess að skera niður þjónustu. Það verður best gert með því að nýta vel þá aðstöðu, sem er fyrir hendi, nýta yfirburði einstaklingsframtaks um- fram ríkisrekstur, þar sem því verð- ur við komið og rífa ekki niður þá starfsemi, sem er vel rekin og vin- sæl af þegnunum, til þess eins að byggja hana aftur upp með marg- földum tilkostnaði. Ólafur F. Magnússon „Hér er ekki um neinn misskilning að ræða, en síðan kemur í ljós að túlkun ráðherrans er öðruvísi en orðalag frumvarpsins að hans eigin sögn. I sjónvarps- viðtali 1. maí sl. viður- kennir hann þó, að líklega þurfi að breyta orðalagi eitthvað. Orðalagsbreytingin tekur því miður ekki af allan vafa um framtíð heilsuverndarstöðvar- innar.“ Við sjálfstæðismenn í borginni munum hér eftir sem hingað til standa vörð um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í þágu allra borgarbúa. Höfundur er læknir í Reykja vík ogskipar 17. sætið á borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. X Jón Baldvin Hannibalsson eftir fund framkvæmdasljórnar EB: Orðalag’ tíllögfunnar viðtmandi JON Baldvm Hanmbalsson utanrikisráðherra segir að orðalag kaflans uni sjávarútveg, í tillögu framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins til ráðherranefndar EB um umboð til formlegra samningaviðræðna við EFTA, sé viðunandi og haldi opnum þeim möguleika að í samningunum verði tekið sérstakt tillit til íslands Framkvæmdastjórn EB afgreiddi- í gær tillögur til ráðherranefndar EB um umboð til formlegra samninga við EFTA um svokallað Evrópskt efnahagssvæði. Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra sagði við Morgunblaðið að búið væri að bíða lengi eftir þessu umboði sem nú hefði verið veitt í þriðju atrennu. Hann sagðist ekki vera búinn að fá allan texta tillögunnar í hendur, sem hefði eitthvað verið breytt frá upphafleg- um drögum framkvæmdastjórnar- innar, en kaflinn um sjávarútvegs- mál væri svohljóðandi: Að þ'ví er varðar sjávarútveg, er mikilvægt, með tilliti til þess hversu viðkvæmur þessi geiri er innan Evrópubanda- lagsins, að EB sækist eftir lausn í fullu jafnvægi, sem gæti gert kleift að tryggja á viðunandi hátt bæði fiskveiðihagsmuni Evrópubandalags- ins, einkum að því er varðar aðgang að sjávarauðlindum EFTA-landa, og viðskiptahagsmuni samningsaðila þess. „Það er okkar niat að þetta orða- lag sé viðunandi. Ég veit að uppi voru tillögur um að hafa þetta orða- lag mun harðara, en þetta túlkum við á þá leið, að orðalagið haldi opn- um þeim möguleika að taka sérstakt tillit til viðskiptahagsmuna samn- ingsaðila, í þessu tilviki sérstöðu ís- lands,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að málið, og þar með texti samningsumboðsins, færi nú til' umræðu í utanríkismálanefnd Evr- ópubandalagsþingsins og ef þar tæk- ist ekki samkomulag yrði málinu vísað til umræðu í þinginu sjálfu 14.-18. maí. „Þar hafa verið uppi mjög gagnrýnar raddir, sem hafa haft ýmsar ranghugmyndir um stöðu EFTA. Þetta þýðir að enn brýnna er en ella áð upplýsa menn þar vand- lega um stöðu málsins, til að draga úr hættu á því, að á þinginu komi fram frekari breytingartillögur. En það er ljóst, samkvæmt þessu, að umboð ráðherraráðsins verður ekki veitt fyrr en í fyrsta lagi 18.-19. ” júni. Hins vegar heyri ég, eftir fund ráðherraráðsins sem var beint í kjöl- far framkvæmdastjórnarfundarins, að pólitískur vilji til þess að hefja þessa samninga án frekari undan- dráttar hafi fremur vaxið en hitt. Afinælistónleikar Guðmundar GUÐMUNDUR Jónsson óperusöngvari lieldur afmælistónleika í Gamla bíói annað kvöld, fímmtudagskvöldið 10 mai, en þann dag heldur Guð- mundur upp á 70 ára aftnæli sitt. Tónleikarnir hcljast kl. 20.30. Undir- leikari á tónleikunum er Ólafúr Vignir Albertsson píanóleikari. „Tónleikarnir leggjast bara vel í mig, ég er bjartsýnn maður að eðlis- fari og hef verið ákaflega heppinn á mínum söngferli," sagði Guðmundur. I mars á þessu ári voru liðin 47 ár frá því Guðmundur fyrst steig á svið í Gamla bíói „Það var mitt fyrsta alvöruhlutverk," segir hann, „ég var þá unglingur, ekki orðinn 23 ára. Þarna söng ég í Árstíðunum eftir Haydn með þeim Daníel Þorkelssyni og Guðrúnu Ágústsdóttur, en Róbert A. Ottósson stjórnaði.“ Efnisskráin á afmælistónleikum Guðmundar verður fjölbreytt, flutt verða verk eftir Haydn, Shubert, aríur eftir Mozart, Verdi og Wagner, fjögur létt amerísk lög og fimm lög eftir íslenska höfunda, þá Karl Run- ólfsson, Árna Thorsteinsson, Jón Þórarinsson og Sveinbjörn Svein- björnsson. Guðmundur lærði í Danmörku þar sem hann var um tveggja ára skeið og einnig var hann við nám í Banda- ríkjunum í tvö ár. „Síðan var ég I endurhæfingu í Vín í eitt ár seinna," sagði Guðmundur. Hann sagði að aldrei hefði komið til greina að flytj- ast búferlum til útlanda og setjast þar að. „Ég var kominn með fjöl- skyldu og vildi heldur vera heima." Guðmundur sagði að eftirminni- legir atburðir væru vissulega margir á löngum ferli, en vildi þó ekki nefna einn öðrum fremur. „Ég hef verið ákaflega heppinn og sjálfsagt hefur enginn sungið fleiri hlutverk í Þjóð- leikhúsinu en ég. Fyrsta hlutverkið var í Rigoletto og síðasta stóra hlut- verk mitt var í Silkitrommunni." Hann hefur sungið í Þjóðleikhúsinu, með Sinfóníuhljómsveitinni, Leikfé- lagi Akureyrar, Reykjavíkur og fleir- um. „Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef komið fram, en ætli hlut- Guðmundur Jónsson óperu- söngvari fagnar 70 ára afmæli. verkin séu ekki á milli 70-80 og ég man að veturinn 1944-45 söng ég 16 sinnum í Gamla bíói.“ rninga- veiða skiptaréttar, sem send var saksókn- ara í maí 1986, sé þessu marki brennd. Einhliða rannsókn hafi þá farið fram þar sem skiptaráðendum, bústjórum og einkum tilkvöddum endurskoðanda hefði sést yfir að kanna málið með þá meginreglu íslensks réttar að leiðarljósi að kanna jöfnum höndum þau atriði sem leitt gætu til sýknu og sektar. Að feng- inni skýrslu skiptaréttar og að lítt könnuðu máli hefði þáverandi rann- sóknarlögreglustjóri hneppt nokkra forystumenn Hafskips í gæsluvarð- hald án nokkurs undirbúnings og hefðu þær aðferðir tafið og flækt málið á ýmsan hátt. Jón Magnúson rakti síðan þá at- burðarás sem orðið hefði til þess að skipaður var sérstakur ríkissaksókn- ari til að fara með málið og ítrekaði áður framkomnar athugasemdir við fyrri og síðari rannsókn málsins, einkum það að rannsóknarlögregla hefði ekki sinnt því að afla þeirra gagna sem ákæruvaldið óskaði eftir. I stað þess að endursenda lögregl- unni málið þegar gögn hennar bár- ust hefði saksóknari látið sig hafa það að gefa út ákærur á grundvelli hinnar takmörkuðu og ófullkomnu rannsóknar, þar sem fjölmargir þætt- ir sem hann hafði beðið um rannsókn á hefðu alls ekki verið kannaðir. Lögmaðurinn kvaðst telja líklegt að ríkissaksóknari hefði ekki upgötvað hvers kyns var fyrr en ákæran hafði verið útgefin. Þá gagnrýndi lögmað- urinn enn það að endurskoðendur sérstaks saksóknara hefðu ekki kannað sjálfstætt frumgögn málsins, eins og þeim hefði verið falið, heldur aðeins skýrslu þess kollega þeirra sem fyrr hefði komið að málinu. Þrátt fyrir ýmsa fyrirvara í skýrslu endurskoðendanna hafi saksóknari tekið niðurstöður þeirra gangrýnis- laust og ákært á grundvelli þeirra án þess að skeyta um fyrii-varana. Þá sagði hann að vegna þeirrar óreiðu sem komist hefði á vörslu skjala í upphafi málsins hefði ekki undir rekstri málsins tekist að bæta úr skorti á fjölda nauðsynlegra gagna. Hann gagnrýndi að aðeins hefðu verið rannsökuð þau atriði í milliuppgjöri og ársreikningum Haf- skips sem leitt hefðu getað til lækk- unar á eiginfjárstöðu en ekki einnig þau sem hækkað hefðu getað eigið fé. 200 rangar ályktanir Jón Magnússon rakti að Ragnar Kjartansson, umbjóðandi sinn, hefði eins og aðrir þeir sem sættu ákærum í málinu, legið undir ámæli almenn- ings, þurft að þola svívirðingar og skens í fjölmiðlum en hefði brugðist við með því að gera það sem í hans valdi stóð til að hreinsa hendur sínar. Hann sagði að ekki aðeins hefðu hinir ákærðu þurft að líða fyrir ítrek- uð mistök opinberra starfsmanna sem að rannsókn málsins hafi komið, aðallega á fyrstu stigum þess heldur einnig umfjöllun fjölmiðla, einkum Helgarpóstsins sem í 55 tölublöðum hefði varið 85 efnissíðum undir mál- efni Hafskips og í þeirri uiúfjöllun væri að finna 200 hrekjanlegar lygar og rangar ályktanir. Helgarpósturinn hafi sjálfur orðið gjaldþrota þegar ný tækifæri til að velta sér upp úr ógæfu annarra hafi látið á sér standa. Það sé til marks um fárán- leika hlutanna að þáverandi ritstjóri Helgarpóstsins sem borið hafi höfuð- ábyrgð á þessari umfjöllun skuli nú sitja í siðanefnd Blaðamannafélags íslands. Jón Magnússon rakti umsvif Haf- skips, starfsmannafjölda og veltu og gerði grein fyrir starfsskipulagi þess samkvæmt skipuriti. Það sýndi glöggt að reksturinn hefði verið svo víðfeðmur og umfangsmikill og starfsmönnum sem hefðu sannað sig hefði verið falið mikið vald og ábyrgð. Hveijum manni hlyti að vera ljóst að stjórnarformaður slíks félags hefði ekki möguleika eða aðstöðu til að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Þá vék hann að því að stjórn félagsins hefði verið sérstaklega virk í starfi og upplýsingamiðlun til stjórnarmanna til fyrirmyndar. Sjálf- sagt hefði engan órað fyrir því á þeim tíma sern Hafskipsmenn hefðu gengið fram í þeim málum að ná fram aukinni virkni í stjórninni og fá umræður um möguleika og horfur í rekstri félagsins að allt það pappírs- flóð og þau vönduðu vinnubrögð kveiktu hugmyndir um tvöfalda skýrslugerð hjá félaginu og leiddu til ákæru og færðu ákæruvaldinu skjöl í hendur sem það rangtúlki. Stjórnarmönnum hafi verið og hafi mátt vera ljóst að rekstur félagsins var erfiður og áhættusamur og brugðið gat til beggja vona. Stjórnin hafi jafnan rætt uppgjör og ársreikn- inga og uppgjörsforsendur og önnur grundvallaratriði. Bókhald fyrirtæk- isins hafi verið í afar góðu lagi, þar til hafist var handa um Atlantshafs- siglingarnar, það staðfestu jafnvel rannsóknarendurskoðendui- en þá hefðu mál farið úr böndum vegna aukins álags á starfsfólk, skorts á stjórnun og lélegra vinnubragða á skrifstofu Hafskips í Bandaríkjunum. Átelja mætti Hafskipsmenn fyrir þetta en þau mistök sem orðið hefðu eða kynnu að hafa orðið í bókhalds- málum og við uppgjör og ársreikn- inga væru samkvæmt skilgreiningu skipurits og framburði aðalbókara og endurskoðanda á ábyrgð aðalbók- ara félagsins. Það hafi ekki verið verkefni Ragnars Kjartanssonar að fást um eða hafa afskipti af einstök- um bókhaldsfærslum; það hafi ekki verið verkefni eða verksvið hans. Auk þess hafi hann á þeim tírna haft tak- markaða þekkingu á bókhaldsmál- um. Jón Magnússon sagði að árið 1985 hefði öll starfsemi Hafskips verið í eðlilegum farvegi og ekki væri hægt að benda á með nokkrum hætti að einhver undirbúningur gjaldþrots hafi verið á ferðinni af hálfu stjórn- enda fyrirtækisins seinni hluta árs 1985 eða fyrr. Fram til þess síðasta hafi menn haldið að möguleiki væri á að koma félaginu á réttan kjöl og stóra spurningin hafi verið hvort Hafskip hafi í raun verið gjaldþrota á vetrarmánuðum 1985. Lögmaður- inn leiddi líkur að því að svo hefði ekki verið, rakti niðurstöður úthlut- unar úr þrotabúi félagsins, þau áhrif sem gjaldþrot og skyndisala hefðu haft á verðmæti eigna þess og meint mistök við bústjórn sem kostað hefðu þrotabúið á annað hundrað milljónir króna. Það blasi við að afar óráðlegt hafi verið af stærstu lánardrottnum Hafskips að knýja félagið í gjald- þrot. Sé skýrsla skiptaráðenda skoð- uð og borin saman við það sem fjall- að sé um í þessu dómsmáli komi í ljós hve mikið Hafskipsmál hafi skroppið saman frá vormánuðum 1986 til þessa dags. Að loknum hinum ítarlegu aðfara- orðum sínum vék lögmaðurinn að einstökum ákæruliðum og fyrst að þeim kafla ákærunnar þar sem Ragnari er ásamt Björgólfi Guð- mundssyni, Páli Braga Kristjónssyni og Helga Magnússyni gefið að sök að hafa rangfært reikningsskil fé- lagsins með því að útbúa efnislega röng hókhaldsgögn, fresta gjald- færslum og gæta ekki viðurkenndra reikningsskilaaðferða í því skyni að villa um fyrir stjórn Hafskips og til að tryggja félaginu áfram fyrir- greiðslu hjá Utvegsbanka Islands og og fyrir að fá bankastjórn til að veita félaginu fjárhagslega fyrirgreiðslu og valda bankanum tjóni, eða hættu á tjóni, með því að vekja eða styrkja rangar hugmyndir bankastjóranna um raunverulegan efnahag og rekstrarhorfur félagsins. Lögmaður- inn sagði að hvergi í gögnum máls- ins væri að finna neitt, hvorki gögn né vitnisburð sem styddi að hinir ákærðu hafi í sameiningu rangfært reikningsskil, þvert á móti liggi fyrir gögn og framburðir sem sýni ótvír- ætt að ekki hafi verið um samantek- in ráð þéssara aðila að ræða um það með hvaða hætti skyldi staðið að reikningsskilum að öðru leyti en því sem ákveðið hafði verið af stjórn félagsins og fært af aðalfundarkjörn- um endurskoðanda. Skjöl sýni að reynt hafi verið að nálgast hlutina sem allra best og raunhæfast. Ekki hafi verið reynt að hafa rangt við eða blekkja enda slíkt útilokað nema með beinum atbeina aðalbókara fé- lagsins. Jón Magnússon sagði að ekkert væri að finna í ákæru um hvaða gögn skjólstæðingur sinn hefði rangfært, eða hvernig hann hafi að því staðið. Jón sagði að samkvæmt ákæru hefðu stjórnarménn félagsins verið blekktir en enginn þeirra hefði borið, þrátt fyrir að hafa kynnt sér öll gögn og málavexti, að þeir hefðu verið beittir blekkingum. Engu að síður segi sérstakur saksóknari að þeir hafi verið blekktir. Stjórnar- mennirnir sjálfir. kvarti hins vegar helst yfir því að upplýsingastreymi hafi verið of mikið. Bankaleg sjónarmið réðu Lögmaðurinn hóf þessu næst að reifa ákæru um að Ragnar hafi ásamt öðrum beitt rangfærslum og blekkingum til að tryggja lánstraust félagsins og fyrirgreiðslu hjá Útvegs- bankanum. Hið rétta væri að bankinn hefði ávallt vitað hver staðan var og hefði á þeim tíma sem í ákæru grein- ir ekki lánað fyrirtækinu nema sem nam auknum tryggingum frá félag- inu og tæplega það. Tryggingastað- an hefði verið betri við gjaldþrot en‘ við upphaf þess tíma sem í ákæru greinir að blekkingar hafi hafist. Bankinn hafi ávallt þekkt raunveru- lega stöðu félagsins en ákvörðun um að bregða ekki fæti fyrir reksturinn hefði byggst á bankalegum sjónar- miðum þar sem hagsmunir hans hefðu verið í því fólgnir að félagið stöðvaðist ekki og skip þess yrðir kyrrsett vegna þess að þá hefðu verð- mæti glatast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.