Morgunblaðið - 09.05.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
6
Fuglarnir lík-
lega skotnir
LÍKLEGT er talið að fuglarnir,
sem fundust dauðir í fjörunni
innan við Krossanes í fyrradag,
hafí verið skotnir. Eins og greint
var frá í blaðinu í gær barst tals-
verð froða út í víkina um klóak-
lögn, en enn er óljóst hvar ferð
hennar um klóakkerfið hófst. /
Rétt er að benda á að ranghermt
var í gær að froðan og fuglarnir
hefðu verið í Bótinni. Um er að
ræða Krossanesvík, og beðist vel-
virðingar á þeirri ónákvæmi sem
gætti í fréttinni.
Grenilundur:
Viðlagatrygg-
ing metur ijón
< vegna flóðsins
MATSMAÐUR á vegum Viðlaga-
tryggingar skoðaði um helgina
aðstæður og mat tjón í húsunum
við Grenilund sem vatn flæddi
inn í í síðustu viku.
Niðurstöður eru þó enn ekki
fengnar, og þó Viðlagatrygging
hafí sent mann á staðinn hefur enn
ekki verið tekin afstaða til þess
hvort hún er bótaskyld eður ei.
Niðurstöður matsmannsins verða
lagðar fyrir stjóm Viðlagatrygging-
ar og hún ákveður hvort tjónið í
Grenilundi flokkast undir hennar
verksvið.
íbúar íbúðanna tíu við Grenilund,
sem urðu fyrir tjóni, hafa sent
bæjaryfírvöldum bréf þar sem þeir
lýsa allri ábyrgð á hendur bænum
og krefjast svara í vikunni um við-
brögð yfírvalda. „Við bíðum eftir
því hvort þeir forráðamenn bæjarins
lýsi ábyrgð á hendur sér eða við
verðum að beita málshöfðun. Við
lítum svo á að tjónið hafí orðið af
mannavöldum. Vatninu var ræst
.. Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hreiðar bóndi Sigfússon á Ytra Hóli II í Ongulsstaðarhreppi, til hægri, ásamt dóttursyni sínum, Kristni Pálssyni, með tvö lambanna.
Sauðburður víða kominn nokkuð vel á veg
SAUÐBURÐUR i Eyjafírði er sums staðar kominn nokkuð vel á
veg, að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðunautar hjá Búnaðarsambandi
EyjaQarðar. „Sauðburðurinn er venjulega svolítið bundinn eftir
svæðum. Hann hefst oftast strax upp úr mánaðamótum apríl-maí
inni í firði en upp úr miðjum maí út með firðinum,“ sagði Ólafúr
í gær.
Hjá Hreiðari Sigfússyni bónda
á Ytra Hóli II í Öngulsstaða-
hreppi innan Akureyrar voru um
100 lömb fædd í gær, um helm-
ingur þess sem hann á von á.
Snjó hefur alla jafna að mestu
tekið upp þegar sauðburður hefst,
en svo er ekki nú. Nánast hvergi
sér á dökkan díl þannig að fé
Hreiðars og annarra bænda á
svæðinu er enn allt á húsum.
Hreiðar er með um 120 fullorðnar
ær. „Eg er með svolítið hólf við
húsið, þar sem ég leyfi þeim að
sleikja sólina meðan hún er á
lofti. Ef þeir fá gott hey finnst
þeim í lagi að vera inni, en auðvit-
að eru þær alltaf óánægðar að
vera í þrengslum,“ sagði hann.
Þess má geta að % hlutar þeirra
kinda sem þegar eru bornar á
Ytra Hóli II í vor eru tvílembdar.
Hreiðar sagði hlutfallið yfírleitt
hafa verið þannig hjá sér, stund-
um m.a.s. ívið betra.
Álafoss hf.:
Uppgjör 40 milljóna skuldar
var samþykkt í bæjarsljórn
af bæjarstarfsmönnum. Við vissum
auðvitað af vatninu, en það er ekki
okkar að ræsa því burtu,“ sagði
Haukur Adólfsson, einn íbúanna við
Grenilund, við Morgunblaðið.
Drengurinn
sem drukkn-
aðií Glerá
LITLI drengurinn sem
drukknaði í Glerá í síðustu
viku hét Hartmann Her-
mannsson.
Hartmann var til heimilis að
Háteigi við Akureyri. Hann var
sjö ára, fæddur þann 21. júlí
árið 1982.
NOKKUR umræða varð á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær vegna
uppgjörs á bæjargjaldaskuld Álafoss hf. Bæjarráð hafði samþykkt
uPPgjör skuldarinnar, sem nemur um 40 milljónum króna, á. iúndi
3. maí, og svo fór reyndar að bæjarstjórn samþykkti það einnig í
gær, með tíu atkvæðum gegn atkvæði Heimis Ingimarssonar, Alþýðu-
bandalagi, sem sat hjá.
Björn Jósef Amviðarson, Sjálf-
stæðisflokki, hóf umræðuna og
sagði, í framhaldi af frétt í Morgun-
blaðinu á föstudaginn — degi eftir
samþykkt bæjarráðs — um að hluti
aðalskrifstofu Álafoss hf. yrði flutt-
ur í Mosfellsbæ í sumar, að TThis-
legt benti til þess að menn gætu
óttast að fleira færi á eftir. Hann
gagntýndi að ríkis- og samvinnufyr-
irtæki væru að flyta störf af lands-
byggðinni og forráðamenn fyrirtæk-
isins notuðu það sem ástæðu að á
Akureyri fengjust ekki hæfir starfs-
menn í ákveðnar stjórnunarstöður.
Þórarinn E. Sveinsson, Fram-
sóknarflokki, sagði umræðuna um
Álafoss og reyndar atvinnuástand
hér nyrðra í heild þannig að ekki
TÓNLISTARSKÓLINN
Á AKUREYRI
Tónlistarkennarar
Tvo píanókennara, fiðlukennara, básúnu-
kennara og trompetkennara vantar til
starfa næsta vetur.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í
síma 96-21788.
væri skrýtið þó fólk flykktist ekki
að sunnan þar sem hægt væri að
velja um atvinnu. „Ég get þó upp-
lýst að það hefur verið tekin ákvörð-
un urn að fjárfesta verulega í tækja-
búnaði til að byggja upp sérhæfða
vinnslu hér fyrir norðan, þannig að
ef ullariðnaðurinn verður áfram í
landinu get ég fullvissað Björn Jó-
sef um að aðeins verður um fáein
stjórnunarstörf að ræða, sem flytj-
ast suður.“
Fram kom í máli Ulfhildar Rögn-
valdsdóttur, Framsóknarflokki, að
nýlega hefði verið íjölgað um 20
störf sérhæfðs iðnverkafólks hjá
Álafossi. Rétt væri að hafa það í
huga, þegar rætt væri um að fiytja
ætti fáeina stjómendur af svæðinu.
Heimir Ingimarsson lagði til að
afgreiðslu málsins yrði frestað þar
til frekari upplýsingar hefðu borist
frá forráðamönnum Álafoss um
flutning umræddra stjórnenda, en í
Degi í gær þvertekur einn stjórnar-
manna fyrirtækisins fyrir að til
standi að flutningurinn sé á dag-
skrá. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf-
stæðisflokki, forseti bæjarstjórnar,
lagði hins vegar til að tillögu Heim-
is yrði vísað frá og var það gert.
„Það hlýtur að vekja áhyggjur hjá
bæjarbúum að ekki skuli vera hægt
að manna stjórnunarstöður hér,“
sagði Sigurður J., en sagðist á eng-
an hátt geta tengt uppgjör bæjar-
gjaldaskuldarinnar „skipulagsbreyt-
ingum í rekstri fyrirtækisins, heldur
er það þáttur í fjárhagslegri endur-
skipulagningu þess. Það er ástæðu-
laust að tengja þetta tvennt sam-
an,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson.
DNG selur færavindur til Saudi Arabíu:
Spurning hvort sjálfvirkni
nær að ryðja sér til rúms
— segir markaðsstjóri fyrirtækisins um frekari sölu
FYRIRTÆKIÐ DNG á Akureyri hefur selt nokkrar færavindur
til Saudi Arabíu. „Við erum nýbúnir að afgreiða pöntun en vitum
lítið um framhaldið. En ef samstarfsaðilum okkar tekst það sem
þeir ætla sér gæti orðið um talsverða sölu að ræða,“ sagði Reyn-
ir B. Eiríksson, markaðsstjóri fyrirtækisins, við Morgunblaðið.
Það er fyrirtækið Suzuki Saudia
sem DNG hefur verið í samstarfi
við. Sjávarútvegsdeild er ein
margra deilda innan fyrirtækisins,
og er verkefni hennar að gera veið-
ar landsmanna betur úr garði, en
veiðar Saudi Araba eru frekar van-
þróaðar að sögn Reynis.
Framkvæmdastjóri sjávarút-
vegsdeildar Suzuki sótti DNG heim
á dögunum. Kvað hann mikinn
fjölda smábáta gerðan út í Saudi
Árabíu, og eru handfæraveiðar
talsvert stundaðar. Taldi fram-
kvæmdastjórinn góðar líkur á að
hægt yrði að selja vindur frá DNG
í talsverðum mæli, en vindur fyrir-
tækisins eru þær einu sem komnar
eru inn á markaðinn í landinu.
„Spurningin nú er sú hvernig okk-
ur gengur að ná fótfestu þarna,“
sagði Reynir. „Við erum að bjóða
eitthvað nýtt. Heimamenn eru að
veiða fisk sem heldur sig á kóral-
rifjum og því er erfitt að veiða á
annað en handfæri; erfitt að leggja
línu eða net. Handfærið gefur best-
an árangur, og vindan okkar er
auðvitað ekkert annað en sjálfvirkt
handfæri. Spurningin er því hvort
sjálfvirknin nær að ryðja sér til
rúms þarna niður frá,“ sagði Reyn-