Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAI 1990
13
Morgunblaðið/Sverrir
Kór Lang-holtskirkju og Kammersveit undir stjórn Jóns Stefánssonar.
H-inoll messan
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Það dýrðarinnar glæsiverk sem
H-moll messan er var flutt með mikl-
um glæsibrag í Langholtskirkju sl.
sunnudag, undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar. Flytjendur voru kór Lang-
holtskirkju, Kammersveit undir for-
ustu Júlíönu Elínar Kjartansdóttur
og einsöngvararnir Olöf Kolbrún
Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir,
Magnús Baldvinsson og galdra-
söngvarinn Yaacov Zamir.
Kór Langholtskirkju söng mjög
vel, jafnvel þar sem hraðinn var nær
of mikill. í kyrie-kaflanum var inn-
koma kórsins sérkennileg og má
deila um hvort rétt sé að kljúfa orð
með þögn, eins og gert var í
„Ky-rie“. Ef þetta á að hafa verið
tíðkað gæti verið athugandi til sam-
ræmis, að farið væri með allar „pun-
keringar", bæði í hljóðfærum og
söngröddum á sama hátt. Þrátt fyr-
ir þessa „sérvisku“ stjórnandans var
kyrie-kaflinn glæsilega sunginn.
Christie eleison-kaflinn var sunginn
af Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttir og
Signýju Sæmundsdóttur en þessi
kafli er undurfagur samleikur fiðlu-
raddar, tveggja söngradda og „cont-
inue“ undirleiks. Fiðluröddin (I. og
II. fiðla) hefði mátt vera nokkuð
veikari, eins og stendur í radd-
skránni, undir söngnum, því ekki var
laust við að söngurinn kafnaði á ein-
staka stað.
Gloria-kaflinn var glæsilega sung-
inn en skiptin úr % í 4/i(C), yfir í Et
in terra voru nokkuð snögg, allt að
því óvænt. Arian Laudamus te var
sungin af Signýju Sæmundsdóttur,
en fiðlueinleikurinn var mjög vel
útfærður af konsertmeistaranum
Júlíönu E. Kjartansdóttur. Signý
söng aríuna vel en ekki var gerður
nægilega mikill greinarmunur á
FASTEIGNASALAN
Höfum fjársterkan kaupanda að
stóru einb. í vesturborginni. Lóð
eða sökklar koma til greina.
Okkur bráðvantar 2ja og 3ja
herb. í 3. í Vesturbæ.
Erum með tryggan kaupanda að
4ra herb. íb. i Vesturbæ.
Laugavegur: Glæsil.
rúmg. 2ja herb. ib. i nýju husi.
Hlutdeild í risi. Ib. fylgir sérstæði
í bílskýli. Laus strax.
Álfheimar: Mjög rúmg. 3ja
herb. íb. á jarðhæfi. Talsvert
áhv. Verð 5,5 millj'.
Seltjarnarnes — sér-
hæð: Falleg sérhæð i tvib.
ásamt risi. Alls ca 170 fm auk
30 fm bílsk. Bein sala eða skipti
á 3ja herb. íb. á Seltjnesi eða í
Vesturbæ.
HF.ÍMIR DAVIDSOX, sölustjóri.
KRISTJÁN V. KRISTJÁNSSON, vidsk.fr.
styrk í undirleik söngsins og þegar
strengjasveitin lék ein, þannig nokk-
uð skyggði það á ágætan söng
Signýjar.
Kórinn söng Gratias agimus tibi
af glæsibrag. Tvísöngurinn Domini
Deus var vel sunginn af Ólöfu Kol-
brúnu og Zamir, sem þar var í hlut-
verki tenors. Bernard Wilkinson lék
flautueinleikinn frábærlega vel en
aftur var strengjaundirleikurinn of
sterkur. Þá má deila um hvort hrað-
inn hafi ekki verið broti of mikili,
þannig að sérkennileg „ornament“
og leikur með hraðar nótur á
áhersluliðum hafi misst þá sveiflu
er fylgir slíkum hrynvíxlunum (Syn-
kópum) sem Bach var snillingur í
að útfæra. Qui tollis söng kórinn
mjög vel og alt-arían Qui sedes ad
dextram Patris var einn af hápunkt-
um tónleikanna, bæði frábær óbóein-
leikur Kristjáns Þ. Stephensens og
undurfagur söngurinn hjá Yaacov
Zamir.
Bassa-arían, Qoniam tu solus san,-
ctus, var þokkalega sungin af Magn-
úsi Baldvinssyni en þar átti Joseph
Ognibene frábærlega vel útfærðan
horneinleik. Niðurlag Gloria, Cum
Sancto Spititu var ævintýralega
hraður en glæsilega fluttur, þar
glampaði á dýrðarinnar bjartan tón
trompetsins, hjá Lárusi Sveinssyni.
Upphafskafli Trúaijátningarinnar
hefst á' tveimur áhrifamiklum kór-
um, þar sem Credo, hljómaði nærri
því eins og „Crido“ og má vera af
söngfræðilegum ástæðum en „e“
getur verið erfitt í söng. Þar á eftir
sungu Ólöf Kolbrún og Zamir dúett-
inn Et in unum Dominum. í þessum
kafla er hraðinn tilgreindur að vera
Andante og vera má að undirritaður
sé inum of vanur hægari flutningi
til að þykja fara vel á að flytja hann
svo léttilega, sem hér var raunin á.
Hvað sem því liður var söngur Óla-
far og Zamirs mjög góður.
Et in carnatus est er sérkennileg
tónsmíð er var fallega sungin af
kórnum. Passakalian, Crusifixus,
var góð en þó vantaði þann alvöru-
þunga, sem hæfir textanum, en veikt
niðurlag kaflans hljómaði mjög fal-
lega. Upprisukórinn er fagnaðar-
söngur en var nokkuð órólegur sak-
ir mikils hraða, sem einkum kom
niður á skýrleika kórsins, sérstak-
lega vegna skrautlegs ritháttar af
hendi Bachs.
Bassa-arían, Et in spiritum, var
sungin vel af Magnúsi Baldvinssyni
en víða liggur þessi aría mjög hátt.
Þarna naut falleg rödd hans sín mun
betur en í fyrri aríunni. Skírnar-fúg-
an og upprisukórinn eru niðurlag
trúaijátningarinnar og þar fóru flytj-
endur á kostum.
Síðustu kaflarnir eru aðallega
kórþættir og var Osanna-kórinn
(átta raddir) frábærlega vel sunginn.
Benedictus er fyrir tenor, sem Zam-
ir söng vel en það var í næstsíðasta
kafla verksins, alt-aríunni Agnus
dei, að Jaacov Zamir söng undur-
samlega vel. Aðeins miklir listamenn
eiga slík augnablik, þar sem allir
skynja mikilleik fegurðarinnar, rétt
eins og snertir af hendi eilífðarinnar
eða finni andblæinn af viðvist Guðs.
Verkinu lauk með tignarlegri frið-
arbæn og þrátt fyrir að Jón Stefáns-
son hafi oft valið meiri hraða en
undirritaður telur hæfa þessari
meistarasmíð, þá er það staðreynd,
að hann hefur unnið mikinn listræn-
an sigur með flutningi H-moll mes-
sunnar eftir Bach.
NYKOMIN
SENDING
■
ÓÐISNGÖTU 2. S. 1 3577.
UMHVERFIS-
OG ATVINNUMÁL
Júiíus Sólnes umhverfisráðherra boðar til
fundar um umhverfis- og atvinnumál á
Þórshöfn fimmtudaginn 10. maí næstkomandi
í Þórsveri kl. 17.00.
Fundarstjóri verður Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri.
Fundarefni: Ástand og viðhorf í umhverfis- og atvinnumálum.
íbúar Þórshafnar og nágrennis eru hvattir til að koma á
fundinn og tjá hug sinn í þessum málum.
OPINN FUNDUR
Breyttar aðstœður...
Ný utanríkisstefna?
í tilefni þess, að fimmtíu ár eru liðin frá því að íslendingar tóku stjórn utanríkismála í
eigin hendur og þeirra vatnaskila í alþjóðamálum, sem nú eru, gangast utanríkismála-
nefndir Sjálfstæðisflokksins, Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallar fyrir
opnum fundi þar sem fjallað verður um nýjar áherslur í utanríkisstefnu íslands.
Ráðstefnan verður haldin í Hótel Sögu,
laugardaginn 12. maí og hefst klukkan 10.00 árdegis.
Setning:
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Stofnun utanríkisþjónustunnar og mótun íslenskrar utanríkisstefnu:
Pétur Thorsteinsson, fyrrverandi sendiherra.
Island og EB. Er aöild íslands komin á dagskrá?:
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður og Olafur Davíðsson,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda.
Ný viöhorf í varnar- og öryggismálum — Framtíö NATO
Arnór Sigurjónsson, sendiráðunautur.
♦
P
Umhverfismál:
Dr. Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður
Geislavarna ríkisins.
Alþjóöleg viöskiptasamvinna:
Belinda Theriault, framkvæmdastjóri SUS.
Umræöur:
Ráðstefnustjóri verður Hreinn Loftsson, formaður
Utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins.
Fundurínn er opinn
öllum áhugamönnum
um utanríkismál.
Þátttökugjald er kr. 1.000 en kr. 500
fyrir námsmenn. Innifalinn er léttur
hádegisverður, en ráðstefnunni lýkur
eigi síðar en kl. 14.00.
■
Utmiríltismálanefndir Sjálfstœðisflokksins,
Sambands uttgra sjdjfstϚismanna og Heimdattar.