Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAl 1990 17 KÓPAVOGUR Atvinnumálaráðstefna 9. maí í Hamraborg 1 kl. 20.30 Frummælendur Dr. Gunnar Birgisson, form. Verktakasambandsins, Einar Oddur Kristjónsson, formaður VSÍ, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, Guðni Stefónsson, bæjarfulltrúi. Fundarstjóri: Amór Pólsson, framkvæmdastjóri. Allir velkomnir. Mætum öll. Sjálfstæðisflokkurinn I Kópavogi. Borgarslgóri ekki uppi á réttum tíma eftir Guðrúnu * Agústsdóttur Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sunnudaginn 29. apríl sl. fjallaði m.a. um fullyrðingar borgarstjórans í Reykjavík um dagvistarmál. En í sjónvarpsþætti á Stöð 2 fyrir nokkru sagði hann að skv. könnun Félagsvísindastofnunar væru óskir og þarfir foreldra þær að börnum þeirra væri boðið upp á 5-6 st. leik- skólapláss og að næsta haust verði „leikskólapláss fyrir alla“. Þetta er auðvitað rangt og sorglegt að borg- arstjórinn í Reykjavík skuli ekki þekkja betur þennan mikilvæga málaflokk sem hann hefur stjórn á ásamt okkur hinum sem sitjum sem kjörnir fulltrúar í borgarstjórn. Bið- listar eftir dagheimilis- og leik- skólaplássum tala sínu máli en á þeim voru í des. sl. 1.812 börn. í könnun Félagsvísindastofnunar kemur fram að foreldrar telja 4-5 tíma vistun hæfilega langan að- skilnað barna frá foreldrum sínum. Þeir voru að hugsa um hvað væri börnunum fyrir bestu — en ekki um sínar þarfir. En þær eru eins og við flest vitum, mun lengri dvöl fyrir barnið. Einstæðir foreldrar skáru sig ekki úr í þessari könnun, en ljóst er að hlutavinna einnar fyrirvinnu dugir ekki til framfærslu heimilis. Höfundur Reykjavíkurbréfsins segir svo að þessum fullyrðingum Davíðs Oddsonar hafi ekki verið mótmælt af minnihlutaflokkunum í borgarstjórn, svo boltinn liggi hjá þeim. Víkverji Áður en mér gafst tóm til að taka upp boltann var annar aðili svo elskulegur að gera það og svar- aði borgarstjóra nákvæmlega eins og ég hefði viljað gera. Þessi aðili er Víkverji Morgunblaðsins og greinin birtist laugardaginn 5. maí á bls. 39. Þar er vitnað í ræðu Baldurs Kristjánssonar sálfræðings sem hann hélt á ráðstefnu hjá ný- stofnuðum samtökum um velferð barna. „Beindi hann sjónum manna að því að þrátt fyrir að aldrei hafí jafnmörg börn á íslandi haft það jafn gott í efnislegu tilliti, þá sé það orðið alvarlegt vandamál hversu þau séu afskipt, gangi sjálfala.“ Víkjveiji heldur áfram: „Einhverjir kynnu að halda því fram að lausnin á þessum vanda felist í því að kon- ur sinni heimili og börnum í stað þess að fara út á vinnumarkað. Þeir sem boða slíka lausn eru senni- lega ekki uppi á réttum tíma. At- vinnuþátttaka kvenna er bæði nauðsynlegt þjóðarbúinu og fjöl- skyldunum sjálfum ... Þeim mæðr- um fjölgar sífellt sem afla sér starfs- og sérfræðimenntunar sem augljóslega leiðir til almennari at- vinnuþátttöku þeirra og lengri vinnutíma en nú er. í menntun þeirra liggur einnig lykillinn að jafnrétti kynjanna. Til að þetta geti gerst þarf að auka framboð á heils- dags dagvistunarrými fyrir for- skólabörn og opna það kerfi öðrum en einstæðum foreldrum og öðrum forgangshópum.“ Og áfram er vitn- að í Víkverja: „Islenskt dagvistar- kerfi er einhæft; val foreldra er nánast einskorðað við dagvistun hálfan daginn á leikskóla og þá ekki fyrr en barnið er orðið 2ja ára. Sjálfsagt telja ráðamenn það best fyrir börn að vera aðeins hálf- an daginn á dagvistarheimili, en raunveruleikinn er hins vegar sá, að eftirspurnin eftir heils dags vist- un er hrópandi. Lausnin felst í því að fram að tveggja ára aldri eru börnin allan daginn hjá dagmömmu og síðan hálfan daginn á móti Ieik- skóla eftir 2ja ára aldurinn. Afleið- ingin er að börnin eru á sífelldu flakki milli heimilis, leikskóla og dagmömmu. Víkveiji fullyrðir að ekkert barn hafí gott af slíku og stjórnmálamönnum væri nær að snúa sér að lausn vandans fremur „Áður en mér gafst tóm til að taka upp boltann var annar aðili svo elskulegur að gera það og svaraði borgarstjóra nákvæmlega eins og ég hefði viljað gera.“ en fela hann.“ Hér lýkur tilvitnun í Víkveija en ég hvet fólk til að ná sér í blaðið og lesa greinina í heild. Það er ljóst á þessari grein að Víkveiji getur ekki stutt Sjálfstæð- isflokkinn í næstu kosningum. Það geri ég ekki heldur. Víkveiji hefur gert sér grein fyrir því að Davíð Oddsson er ekki uppi á réttum Guðrún Ágústsdóttir tíma. Vonandi sjá fleiri aðilar en Víkveiji að Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn er ekki í takt við tím-' ann og fylgist ekki með því hvernig fólk lifir í þessari borg. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið. COMPAQ hefur lækkaó öll verð um helming! Dæmi um verö: Gerð Áður m/vsk Nú m/vsk C-Laptop SLT 40MB hd 519,463,- 286.836,- C-Portable III 40MB hd 546,804,- 305,896,- C-Deskpro 286e, 40MB hd, lMBm, VGA-lit 417,448,- 218,974,- C-Deskpro 386s, 40MB hd, 2MBm, VGA-lit 467,646,- 250,975,- C-Deskpro 386/20e, 40MB hd, 4MBm, VGA-lit 577,231,- 322,743,- C-Deskpro 386/25e, 60MB hd, 4MBm, VGA-lit 727,827,- 435,454,- C-Deskpro 386/33,320MB hd, 4MBm, VGA-lit 1.521,141,- 830,296,- C-Deskpro 486/25, 320MB hd, 4MBm, VGA-lit 1.838,466,- 1.118,310,- Nú geta allir tölvu! . ‘BumtnmTTO, Uni v'æ&M&bmsi ■ . 1 ktSli ARMULA1,108 REYKJAVIK, SIMI82555.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.