Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 fclk í fréttum Hópmynd af keppendum, kennurum og módelum. Fremstar eru sigurvegarinn Anna Dóra Unnsteinsdótt- ir ásamt módeli sínu. FÖRÐUN Kvendjöfiill tryggði sigurinn Fyrir skömmu fór fram keppni á milli Hjallaskóla annars vegar og Kópavogsskóla hins vegar í hugmynda- förðun. Spratt sú hugmynd upp í kjölfarið á kennslu í almennri snyrtingu og meðferð hárs í Hjallaskóla í vetur og námskeiðs í snyrtingu sem haldið var fyrir nemendur í 7. 8. og 9. bekk Kópavogsskóla. Keppendur voru fimm talsins, þrjár stúlkur úr Hjallaskóla mættu til leiks og tvær úr Kópavogsskóla. Sigurvegari í keppninni varð Anna Dóra Unnsteinsdóttir úr Kópavogsskóla og nefndi hún módel sitt „kven- djöful". í öðru sæti varð Ingibjörg Helgadóttir úr Hjallaskóla með módel sitt, „konung dýranna". „Náttúru- barn“ eftir Ólöfu Eiríksdóttur úr Hjallaskóla hafnaði í þriðja sæti. Það var til mikils að vinna fyrir stúlkurnar, því í verðlaun voru Domell-snyrtivörur að upphæð 20.000 krónur. Írskt kvöld fimmtudag, föstudag og laugardag I Danshúsinu i Glæsibæ Midasala alla daga i Ölveri, simi 686220. AFANGI A afinælisdegí Húsavíkur Húsavíkurbær átti fertugsafmæli á dögunum eins og komið hefur fram í fréttum og var margt um dýrðir þar nyrðra í tilefni afmæl- isins. Hér fylgja nokkrar myndir sem segja nokkra sögu um stemmn- inguna sem myndaðist, en við þetta hátíðlega tækifæri kom fram rík samheldni Húsvíkinga þar sem þeir þjöppuðu sér saman og lögðust allir á eitt til að gera afmælið hið glæsilegasta'. Sem dæmi má nefna, að um 1.000 manns tóku þátt í hátíðarhöldunum. Meðal annarra heiðr- uðu frú Vigdís Finnbogadóttir forseti og Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra Húsvíkinga með nærveru sinni og tóku báðar til máls. Mikið fjölmenni var í íþróttahúsinu er sérstök hátíðardagskrá fór þar fram. VERÐLAUN Tvö skot - einn bíll Amyndinni hér að ofan tekur Anna María Sveinsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik frá Keflavík, við Nissan Micra bifreið sem hún fékk fyrir að hitta í körfu úr tveimur skotum frá miðju. Það gerði hún í í leikhléi í leik IBK og KR í úrslitakeppninni, en þar fengu áhorfendur tækifæri til að vinna sér inn bíl með þessum hætti. Anna María var þó sú eina sem náði að hitta úr tveimur af þremur skotum frá miðjum velli. Við sögðum frá þessu afreki hennar í blaðinu á sunnudaginn en þá fylgdi röng mynd greininni. Sigþór Bragason (til hægri), sölumaður hjá Ingvari Helgasyni, afhendir Önnu Maríu lyklana að bifreiðinni og vænan blómvönd en Kolbeinn Pálsson, formaður Körfu- knattleikssambands íslands, fylgist með. í baksýn er nýi bíllinn sem hún fékk fyrir skotin tvö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.