Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
25
Húsnæðismál Alþingis:
Ekkert hentugt hús-
næði í nágrenninu
- segir Guðrún Helgadóttir
FORSETI samcinaðs Alþingis, Guðrún Helgadóttir, segist ánægð
með fyrirhugaðar framkvæmdir á lóð Alþingis. Hún segir jafn-
framt að enn ríki vandræðaástand í húsnæðismálum þingsins og
ekkert hentugt húsnæði virðist vera í boði í nágrenni Alþingishúss-
ins, eftir að Reykjavíkurborg festi kaup á Hótel Borg.
Guðrún sagðist vera ánægð með
að nú væri verið að hefjast handa
um að koma svæðinu hjá Alþingis-
Heimsækir ál-
ver í Karólínu
í FRÉTT blaðsins í gær um ferð
Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráð-
herra, til Bandaríkjanna varð mein-
leg villa. í fréttinni sagði að ráðher-
rann færi til álvers Alumax í Mount
Holly í S-Kaliforníu, en hið rétta
er að þetta álver er í Karólínu-fylki
og heimsækir Jón Sigurðsson það
í dag. Á morgun er ferðinni heitið
til viðræðna við Paul Drack, aðal-
forstjóra Alumax, í Atlanta.
Leiðrétting
í frétt frá Stykkishólmi í Morg-
unblaðinu í gær, um vígslu nýrrar
kirkju, láðist að geta þess að Daði
Þór Einarsson, skólastjóri tónlistar-
skólans í Stykkishóimi, spilaði á
trompet ásamt Sæbirni Jónssyni.
Morgunblaðið biður hlutaðeigandi
velvirðingar.
húsinu í lag, en það hefði ekki
verið til sóma. Hins vegar væri
enn vandræðaástand í húsnæðis-
málum þingsins. Ekki yrði á næst-
unni ráðist í byggingu nýs húss á
Alþingisreitnum enda væru ýmsar
menningarstofnanir í meiri hús-
næðisvandræðum en þingið og
hefði bygging Þjóðarbókhlöðunnar
til dæmis dregist úr hófi.
Hún nefndi einnig, að bygging
ráðhússins við Tjörnina hefði þau
áhrif, að dregið hefði úr kjarki
manna til að reisa stórhýsi á borð
við nýbyggingu Alþingis þar í ná-
grenninu. Hefðu í því sambandi
komið upp hugmyndir um að
byggja smærra hús á lóð Alþingis,
en áður var áformað, en þau mál
væru nú öll í athugun.
Guðrún sagði að vonir hennar
hefðu staðið til þess, að leysa
mætti húsnæðisvandræði þingsins
með kaupum á Hótel Borg, sem
að hennar mati hefði hentað afar
vel fyrir starfsemi þess. Þær vonir
hefðu nú brugðist og hún sæi ekk-
ert annað hentugt húsnæði í ná-
grenninu. „Auðvitað væri athug-
andi,“ sagði Guðrún, „að borgar-
stjóri seldi þinginu Hótel Borg í
júní!“
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
8. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 62,00 52,00 58,36 12,192 711.514
Þorskur (ósl.) 60,00 34,00 58,40 12,240 714.869
Þorskur (stór) 66,00 66,00 66,00 2,229 147.114
Þorskur (smár) 30,00 30,00 30,00 0,707 21.195
Ýsa 65,00 39,00 59,35 4,742 281.426
Ýsa (ósl.) 50,00 43,00 48,35 0,340 16.440
Karfi 20,00 20,00 20,00 2,929 58.580
Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,260 5.200
Ufsi (smár) 10,00 10,00 10,00 0,576 5.760
Steinbítur 30,00 20,00 20,82 0,378 7.870
Steinbítur(ósl-) 15,00 15,00 15,00 0,090 1.350
Langa 27,00 27,00 27,00 0,160 4.320
Lúða 250,00 150,00 183,26 0,214 39.125
Koli 37,00 27,00 28,50 0,518 14.751
Hrogn 64,00 64,00 64,00 0,039 2.464
Samtals 53,99 37,637 2.032.223
í dag verður meðal annars selt úr Snæfara og Náttfara.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 79,00 48,00 62,48 54,141 3.382.610
Þorskur(óst) 67,00 38,00 57,80 11,216 648.298
Ýsa 88,00 30,00 58,24 37,050 2.157.895
Ýsa (ósl.) 69,00 33,00 51,30 6,156 315.801
Ufsi 35,00 28,00 34,62 7,779 269.306
Steinbítur 30,00 29,00 29,29 6,234 182.577
Langa 33,00 23,00 27,14 0,881 23.913
Lúða 320,00 100,00 195,83 1,016 198.965
Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,464 11.600
Rauðmagi 140,00 140,00 140,00 0,029 4.060
Skata 145,00 145,00 145,00 0,018 2.610
Samtals 54,06 151,220 8.175.548
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 97,50 20,00 49,28 87,949 4.334.089
Ýsa 74,00 16,00 59,17 58,218 3.444.842
Karfi 23,00 15,00 21,52 7,011 150.879
Ufsi 25,00 10,00 19,36 10,816 209.390
Steinbítur 46,50 10,00 16,24 4,682 76.020
Hlýri+steinb. 10,00 10,00 10,00 0,208 2.080
Hlýri 10,00 10,00 10,00 0,034 340
Langa 32,00 19,00 23,64 0,611 14.443
Lúða 208,00 158,00 184,60 0,647 119.347
Skarkoli 39,00 25,00 35,80 0,582 20.836
Sólkoli 41,00 41,00 41,00 0,039 1.599
Koli 25,00 25,00 25,00 0,020 500
Keila 5,00 5,00 5,00 0,166 830
Skata 38,00 38,00 38,00 0,033 1.254
Skötuselur 202,00 60,00 116,92 0,479 56.004
Undirmál 8,00 8,00 8,00 1,721 13.768
Samtals 48,76 173,215 8.446.221
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
VESTUR-ÞÝSKALAND 8. maí.
Hæstaverð Lægsta verð
(kr.) (kr.)
Þorskur 87,04 76,16
Ýsa 136,36 58,02
Ufsi 87,04 86,31
Karfi 134,18 52,22
Karlakórinn Þrestir í Hafiiarfirði heldur söngskemmtanir miðvikudags-, fimmtudags-, og fostudags-
kvöld.
Víðistaðakirkja:
Þrjár skemmtanir Þrasta
KARLAKÓR-
INN Þrestir í
Haftiarfirði
heldur sínar
árlegu söng-
skemmtanir
fyrir styrktar-
félaga og aðra
velunnara
Sigurður S.
Stcingrímsson.
kórsins í Víðistaðakirkju í
Hafiiarfirði næstu þrjú kvöld.
Tónleikarnir verða í kvöld,
fimmtudagskvöld og föstudags-
kvöld og hefjast öll kvöldin
klukkan 20.30.
Á efnisskránni eru bæði inn-
lend og erlend lög.
Söngstjóri karlakórsins Þrasta
er Kjartan Siguijónsson og und-
irleikari Bjarni Þór Jónatansson.
Á tónleikunum kemur einnig
fram einsöngvarinn Sigurður S.
Steingrímsson.
Aðgöngumiðar að tónleikun-
um verða seldir við innganginn.
Úr nýjustu mynd Háskólabíós,
■ HAFIN er sýning á kvikmynd-
inni „Við erum engir englar" í
Háskólabíói. í aðalhlutverkum eru
Robert De Niro og Sean Penn.
Leikstjóri er Neil Jordan. Ned og
Jim eru þrælkunarfangar sem bíða
aftöku.' Þegar þeir eru neyddir til
að horfa upp á aftöku félaga síns
er hinn dauðadæmdi með byssu og
þeir brjóta sér leið út úr fangelsinu.
Ned og Jim eru hlekkjaðir saman,
kaldir og hraktir, þegar eldri kona
á gömlum bílskrjóð býður þeim far
og tekur þá fyrir presta vegna
fangaklæðanna sem villa gömlu
konunni sýn. Hún keyrir þá í klaust-
ur sem er skammt undan og ábót-
inn er einmitt að btða eftir tveimur
fremstu fræðimönnum kirkjunnar
sem væntanlegir eru. Tírrti krafta-
verkanna er því enn ekki liðinn.
■ 50 ÁR eru liðin frá því að Bret-
ar hernámu ísland. Þessir atburðir
mörkuðu að mörgu leyti þau þátta-
skil í lífi þjóðarinnar. Víða sjást enn
minjar í umhverfinu eftir þau mann-
virki, sem herinn byggði og í
Reykjavík eru þær hvað greinileg-
astar á Oskjulilíðarsvæðinu. Til
þess að minnast þessara atburða
gangast Árbæjarsafn, Náttúru-
verndarfélag Suðvesturlands og
Norræna húsið r sameiningu fyrir
gönguferð um Öskjuhlíðarsvæðið
þennan dag. Herminjar verða skoð-
aðar undir leiðsögn Friðþórs Ey-
dal, upplýsingafulltrúa varnarliðs-
ins. Safnast verður saman kl. 17.15
fyrir framan Kcilusalinn við Flug-
vallarveg. í lokin verður farið að
Norræna húsinu þar sem skoðuð
Leiðrétting
í frétt í Morgunblaðinu í gær um
kostnað sjúklinga vegna læknis-
hjálpar, féllu niður tvö orð sem
breyttu merkingu fréttar. Máls-
greinin á að vera svohljóðandi:
Breytingin hefur í för með sér að
aðrir en elli- og örorkulífeyrisþegar
skulu aldrei greiða meira en kr.
12.000 á hveiju almanaksári, þegar
leitað er til sérfræðinga eða vegna
rannsókna og röntgengreiningar.
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
,Við erum engir englar".
verður ljósmyndasýningin Hernám
og stríðsár, sem þar stendur yfir.
Kaffiveitingar verða fyrir þátttak-
endur í kaffistofu hússins. I Árbæj-
arsafni mun einnig verða sýning
um hernámsárin í sumar og verður
hún opnuð í júní.
Ný bók Sílo „Reynsla undir leið-
sögn“.
■ ARGENTÍNSKI rithöfundur-
inn og hugsuðurinn Mario Luis
Rodrigez Cobos, öðru nafni Sílo,
er væntanlegur til landsins í tilefni
af útgáfu bókar hans „Reynsla
undir leiðsögn“. Útgefandi bókar-
innar er Bókaútgáfan Hildur.
Hann áritar bókina í Kringlunni
fimmtudaginn 10. maí á milli kl.
16 og 18. Um kvöldið heldur Sílo
fyrirlestur í Norræna húsinu kl.
20.30. Þetta er önnur bókin- sem
Bókaútgáfan Hildur gefur út eftir
Sílo. Fyrri bókin, „Gerum jörðina
mennska", kom út á síðasta ári
og kom höfundurinn einnig þá til
landsins.
■ FÉLA GSMÁLASTOFNUN >
Garðabæjar hefur fengið Jón Guð-
bergsson ráðgjafa Vímulausrar
æsku, til ráðuneytis um vímuefna-
neyslu æskufólks og verður hann^
til viðtals dagana 10. og 11. maí á
skrifstofu félagsmálastjóra að
Kirkjulundi milli kl. 16.30 og
17.30. í frétt frá Foreldrasamtökum
Vímulausrar æsku í Garðabæ segir
að samtökin hafi lagt áherslu á að
efla þjónustu stna við foreldra,
meðal annars með sérstökum for-
eldrasíma. ■*.
(Úr rréliatilkynningu)
M JÖRGEN Ole Bærenholt,
landfræðingur við Roskilde Uni-
versitetscenter í Danmörku, held-
ur fyrirlestur í Skólabæ við Suður-
götu 20 í kvöld, miðvikudag, klukk-
an 20.30. Félag landfræðinga
gengst fyrir fundinum. í fyrirlestri
sínum fjallar Bærenholt um orsakir
dreifðrar byggðar, lífsform og auð-
lindastjórnun í sjávarþorpum við
Norður-Atlantshaf. Hann kynnir
hugmyndir um lífsform og svæða-
þróun á íslandi og Færeyjum og
kemur inn á sömu atriði hvað varð-
ar Grænland og Norður Noreg.
Bærenholt varpar fram spurningum *
um hvaða hlutverki atvinnan gegni
í fiskverkunarverksmiðjunni, skipu-
lagi fjölskyldunnar og opinberri
velferðarstefnu og hver séu hin
staðbundnu menningartengsl.
■ BÍÓHöLLIN sýnir um þessar
mundir kvikmyndina „Gauragang-
ur í löggunni". í aðalhlutverkum
eru Anthony Edwards og Penelope
Ann Miller. Leikstjóri er Richard
Benjamin. Alex Curran er sam-
viskusamur lögreglumaður í Fílad-
elfíu. Dag einn stöðvar hann bíl á
ofsahraða og krefur bílstjórann um
ökuskírteini. En sá er vellríkur son-
ur lögreglumanns og gefur styrkt- •
arsjóði lögreglumanna himinháar
upphæðir árlega. í framhaldi af
þessu er Alex sendur í annað hverfi
þar sem svokallaðir „vandræðalög-
reglumenn" eiga athvarf. Hann
reynir að gera sitt besta þar, en
flækist í dularfullt mál er varðar
bílþjófnaði og á aldeilis eftir að
vinda upp á sig.