Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990
Er verið að lengja skóladaginn?
Það hefiir lengi verið álit bæði foreldra o g skólamanna að
lengja beri skóladaginn, ekki síst hjá yngstu börnunum
efitir Guðrúnu Zoega
Kennslustundir á viku
Sjö og átta ára börn fá nú aðeins
22 kennslustundir á viku í skólanum.
Þar sem hver kennslustund er fjör-
utíu mínútur, jafngildir þetta því að
þau fái kennslu í tæplega þrjár
klukkustundir á dag. Sex ára börn,
en þau hafa hingað til ekki verið
skólaskyld, eru enn skemur í skólan-
um, en til kennslu þeirra er varið
einni kennslustund á viku á hvert
bam. Þetta þýðir að í 18 barna bekk
fá bömin 18 kennslustundir á viku
eða um 2 'A á dag. í fámennari bekkj-
um, og þá sérstaklega úti á landi,
er skólatíminn enn styttri. Eftir því
sem bömin verða eldri lengist dag-
legur skólatími þeirra eins og fram
kemur í töflu 1, en það er þó ekki
fyrr en við tíu ára aldur áð skólatími
fer yfir fjórar klukkustundir á dag
og em frímínútur þá taldar með.
Tafla 1. Viðmiðunarstundaskrá
1. bekkur 22 stundir á viku
2. bekkur 22 stundir á viku
3. bekkur 26 stundir á viku
4. bekkur 29 stundir á viku
5. bekkur 32 stundir á viku
6. bekkur 34 stundir á viku
7. bekkur 35 stundir á viku
8. bekkur 35 stundir á viku
9. bekkur 31-35 stundir á viku
Menntamálaráðherra hefur ný-
lega sent bréf til allra skólastjóra
landsins, þar sem fram kemur að
kennslustundum sex, sjö og átta
barna verði fjölgað, þannig að þau
fái 23 kennslustundir á viku næsta
vetur. Fyrir sex ára börn er þetta
þó nokkur viðbót við það sem verið
hefur, og er það vissulega spor í
rétta átt. Viðmiðunarstundaskrá sjö
og átta ára barna breytist, þannig
að þau fá nú 23 stundir á viku í
stað 22 eins og í núgildandi viðmið-
unarstundaskrá. Enda þótt hér sé
ekki um mikla breytingu að ræða
frá því sem verið hefur, virðist þetta
þó a.m.k. vera hænufet í rétta átt.
Eða hvað? Skoðum það aðeins nán-
ar.
Menntamálaráðherra
styttir skóladaginn
í fyrravor ákvað menntamálaráð-
herra — í sparnaðarskyni - að stytta
skólatímann. Þetta var gert - ekki
með því að stytta viðmiðunarstunda-
skrá - heldur „með því að færa sund-
kennslu inn í viðmiðunarstunda-
skrá“, einsog það er orðað í bréfi
ráðherra til fræðslustjóra og skóla-
stjóra gmnnskóla landsins fyrir réttu
ári. Til sundkennslu er varið sem
svarar einni kennslustund á viku á
bekk og hefur það komið til viðbótar
við svokallaða viðmiðunarstunda-
skrá. Orðalagið „með því að færa
sundkennslu inn í viðmiðunarstunda-
skrá“ þýðir á mæltu máli, að kennslu-
vika allra nemenda í 1.-9. bekk
gmnnskóla var stytt um eina
kennslustund. Nú er verið að skila
þessum tímum aftur til yngstu barn-
anna, en enn er hlutur 9-16 ára barna
óbættur.
Lenging daglegrar
skóladvalar
Til að koma til móts við óskir for-
eldra og vegna hins stutta skóladags
hafa flestir skólar borgarinnar boðið
upp á þá þjónustu, að yngstu börnin
fái að dvelja í skólanum utan daglegs
kennslutíma. Þau era þá í umsjá
kennara eða annars starfsmanns
skólans. Hér er um að ræða tíma
áður en kennsla hefst á morgnana,
hádegið og eftir að kennslu lýkur á
daginn og er hvert tímabil 1-1 'A
klukkustund. Þessi starfsemi byijaði
í Foldaskóla, þegar hann tók til
starfa haustið 1985. Síðan hefur
þeim skólum fjölgað ár frá ári, sem
tekið hafa þessa starfsemi upp og
nær hún nú til svo til allra skóla
borgarinnar. Fýrir þetta greiða for-
eldrar 60 kr. á klukkustund og er
lágmarksgjald 1.200 kr. á mánuði.
Þessar greiðslur nægja þó ekki fyrir
kostnaði og greiðir borgin það sem
á vantar. Þessi þjónusta hefur mælst
mjög vel fyrir hjá foreldram, en hins
vegar ber fyrst og fremst að líta á
hana sem neyðarúrræði, meðan
skólatíminn er eins stuttur og raun
ber vitni.
Einsetinn skóli
Einsetinn skóli er hugtak sem oft
er nefnt og almennur vilji er fyrir
að komið verði á. Margir leyfa sér
þó að spyija, hvort það sé skynsam-
leg nýting á skólahúsnæði að nota
það aðeins í þijár klukkustundir á
Guðrún Zoega
„Orðalagið „með því að
færa sundkennslu inn í
viðmiðunarstundaskrá“
þýðir á mæltu máli, að
kennsluvika allra nem-
enda í 1.-9. bekk grunn-
skóla var stytt um eina
kennslustund.“
Í kvold
Brelðholtsbúar
1 kvöla
Nýr Vettvangur
Bjórtiöllinni
GerðulDergi 1 Breiðliolti KL. 2100
BÆtgnlieiður
Ólína
Bjarni
Bundarstjóri: Ragnlieiður Davíðsdóttir
Ávörp: Ólína Þorvarðardóttir og Bjarni P. Magnússon
Skemmtikraftar: RIó tríó
Fjölmennum og kynnumst viðhorfum hins nýja afls
í Reykjavík. H-hstinn — Hitt framboðið
J
dag. Auk þess hefur einsetning við
núverandi aðstæður það í för með
sér að ekki væri hægt að tryggja
kennuram fulla kennslu. Þyrftu þá
enn fleiri kennarar en nú að vinna
í hlutastarfi. Það er því verið að
byija á öfugum enda að ætla fyrst
að einsetja skólana, þar sem lenging
skóladagsins er forsenda fyrir því
að skóli verði einsetinn. Hvort
tveggja eru þó æskileg markmið, sem
stefna ber að. Eðlilegt er að lenging
skóladagsins komi fyrst eða a.m.k.
samhliða einsetningu fynr yngstu
aldursflokkana.
Samfelldur skóladagur
Eitt af kosningaloforðum Sjálf-
stæðisflokksins fyrir síðustu borgar-
stjórnarkosningar var, að „stefnt
skyldi að samfelldum skóladegi í sem
flestum skólum borgarinnar“. Mikið
hefur áunnist í þessu efni, og hafa
stjórnendur skólánna lagt sig fram
um að bæta stundatöflugerð með
góðum árangri. (Sjá töflu 2.)
Þessi bætta samfelldni hefur þó
verið nokkuð á kostnað reglulegs
skóladags, þ.e. nokkuð er um það
að skóladagar séu mislangir og að
skólinn byiji á mismunandi tíma.
Þetta þarf að lagfæra og hefur verið
rætt um að halda námskeið í stunda-
töflugerð á vegum skólamálaráðs.
Það er flókið verk að búa til góðar
stundaskrár í stórum skólum, þar
sem taka þarf tillit til margvíslegra
aðstæðna og ólíkra sjónarmiða, svo
sem fjölda bekkja, skólahúsnæðis og
þar með nýtingar sérkennslustofa,
vinnutíma kennara o.fl.
Tafla 2. Samfelldur skóladagur
hjá nemendum í grunnskólum
Reykjavíkur
1984-85 1986-87 1989-90
Samfelldur skólad. 36,8% 69,5% 80,3%
1 aukaferð áviku 20,8% 6,8% 16,0%
2 aukaferðir á viku 32,5% 10,2% 3,7%
3 aukaferðir á viku 8,3% 11,8%
4 aukaferðir á viku 1,6% 1,7%
100,07. 100,0% 100,0%
Niðurlag
Hér hefur eingöngu verið fjallað
um hið ytra skipulag skólans, en
ekkert um það starf sem unnið er í
skólunum. Um það verður ekki rætt
hér enda er það efni í margar aðrar
greinar. Öll þessi atriði sem drepið
hefur verið á hér á undan skipta þó
máli fyrir hið innra starf í skólunum,
og þau eru meðal þess sem þarf til
að skólastarfið verði árangursríkt.
Iíöfundur er verkfræðingur og á
sæti í Skólamáiaráði og
Fræðsluráði Reykjnvíkur. Hún
skipnr 9. sæti á
borgarstjórnnrlistn
Sjálfstæðisflokksins.