Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake . Hnitur •^21. mars - 19. apríl) Þú verður að breyta afstöðu þinni til langtíma-fjárhagsöryggis. Reyndu að mæta maka þínum á miðri leið þegar þið gerið framtíð- aráætlun. Naut (20. apríl - 20. maí) Samningur sem þú hefur gert kemur nú til endurakoðunar. Rómantískt tilfinningasamband fær meiri dýpt. Vertu með fjöl- skyldunni í dag, en hyggðu jafn- framt að ákveðnum persónuleg- um málum. ---------------------------- Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú ert einstaklega drífandi í dag og afkastar miklu. Þú endui-skoð- ar sum markmiða þinna núna. Taktu frumkvæðið í þínar hendur og hafðu samband við fólk. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú skipuleggur skemmtiferð. Það er komið að tímamótum hjá þér í rómantísku sambandi. Barnið þitt þarfnast sérstakrar athygli af þinni hálfu í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Pú kemur röð og reglu á heima fyrir og gerir fleiri jákvæðar breytingar þar. Þú skilur sjónar- mið náins ættingja í ákveðnu sámeiginlegu hagsmunamáli ykkar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Bættu kunnáttu þína og hæfni. Hjón vinna saman sem einn mað- ur í dag og njóta þess að vera saman í næði. Vini þínum hættir til að ýkja svolítið. "'VÖg (23. sept. - 22. október) Því fyrr sem þú hefst handa þeim mun betur stendur þú að vígi í samkeppninni. Þú ákveður að ráðast í meiri háttar kaup. Það er mikilvægt að hjón vinni saman núna. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Iþróttir, áreynsla og ævintýri höfða til þín núna. Lífslöngun þín opnar þér allar dyr. Taktu frum- kvæðið í rómantíkinni. Skipu- leggðu útivistarferð. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) ■^Það er kominn tími til að sinna þeim verkefnum sem þú hefur ýtt á undqji þér lengi. Morgun- stund gefur gull í mund. Þú slak- ar fremur á þegar fram á daginn kemur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu vini þína ganga fyrir í dag. Þú eil að hugsa um að ganga í eitthveit félag núna. Njóttu þess að vera í félagsskap annars fólks, en mundu jafnframt að skilja ástvini þína ekki út undan. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Það eru tímamót hjá þér í starf- ^ inu. Nú fer dæmið að ganga upp og hlutirnir að falla í skorður. Þú verður með mörg járn í eldin- um í dag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Nú er tilvalið að fara í ferðalag, en ýmsar breytingar geta orðið á þeirri dagskrá sem gerð verður í upphafi. Ráð sem þú gefur í dag kemur að góðu haldi. AFMÆLISBARNIÐ hefur áhuga á opinberum málum og iaðast því oft að stjórnmálastarfsemi. Það 'verður að hafa gát á hneigð sinni tíl hentistefnu. Það kann breyt- ingum vel, jafnvel þótt þær séu stundum síður en svo til bóta. Það ætti að gera sína eigin hæfi- leika að hornsteini velgengni sinnar, en láta sér ekki lynda að berast fyrir veðri og vindum. Jitj'úrnusþána á að lesa scm dœgradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK TMERE ARE TOO MANV CHARACTERS INTHI5 BOOK,ANP TOO MUCH 601N6 ON..I CAN'TKEEP TRACK OFTHEM ALL... 3-ZO 30K \ y í I LIKE A BOOK / UUHERE THEKE'5 \ / ONLY ONE CHARACTEK ( ANP N0THIN6 / HAPPENSTOHIM../ ^SB Það eru of margar sögupersónur í þessari bók, og of Mér finnst það vera góðar bækur þar sem að- mikið að gerast... ég get ekki hent reiður á þeim eins er ein sögupersóna og ekkert gerist hjá henni. öllum. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er ekki amalegt að taka upp falleg spil eins og þessi, á hættu gegn utan: Norður ♦ ÁK10 V- ♦ Á10852 + ÁDG97 En sagnir taka heldur óþægi- lega stefnu þegar makker opnar á einu hjarta og næsti maður stekkur í þrjá spaða. Eða hvað skal gera? Þú ert svo lánsamur að spila dobl til úttektar í þessari stöðu, en ert þó ekki sérlega hrifinn af þeim valkosti. Líklegasta svar makkers er nefnilega fjögur hjörtu. Aðrar sagnir sem koma til greina eru þijú grönd (sem er undirmelding aldarinnar, en getur lukkast vel), fjögur lauf eða fjórir tíglar, eða jafnvel fjór- ir spaðar. Síðastnefnda sögnin hljómar þó eins og samþykkt á hjartanu svo þú kastar henni fyrst frá þér. En hvað með að segja fjóra tígla og stökkva næst í sex lauf? Sæmileg hug- mynd, en hefur þann ókost að leggja meiri áherslu á tígullitinn. Nú jæja, þú doblar og kastar boltanum yfir til makkers. Og setur hann í viðkvæma stöðu: Norður ♦ ÁK10 V- ♦ Á10852 ♦ ÁDG97 Suður ♦ D6 V Á98532 ♦ K7 ♦ K108 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 3 spaðar Dobl Pass ? Doblið hefur tilhneigingu til að neita hjartastuðningi, svo það er mjög hæpið að .segja fjögur hjörtu. Þrjú grönd er of mikil áhætta, svo neyðarúrræðið er íjögur lauf. Þar með ættu sex lauf að vera auðmeldanleg, en leiðin í alslemmuna er ekki sjálf- ljós. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Tyrklandi í apríl kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Gennadi Kuzm- in (2.495), Sovétríkjunum, og Attila Groszpeter (2.545), Ung- verjalandi. 22. Rd4! - De7 (Það er óskemmtilegt að þurfa að hleypa hvíta riddaranum beint upp á f5, en eftir 22. - exd4, 23. Rxd4 myndi það kosta svart drottinguna að losna úr mátnetinu.) 23. Rf5 - De6, 24. Hfl - d5, (24. - Hg8 er einfaldlega svarað með 25. Hf3 og næst 26. Hh3.) 25. Rg7! - De7, 26. Bc5! - Dxc5, 27. Rh5 og svartur gafst upp, því hvítur hótar bæði 28. Df6+ og 28. Rf6. Kuzmin sigraði óvænt á mótinu, hlaut 7 v. af 9 mögulegum, en næst komu þau Maja Chiburdan- idze, Novikov og Rashkovsky, Sovétr., og Kudrin, Bandaríkjun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.