Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAI 1990 (KOSTA RÍKU Hvíthöf ðaapar.Þeir eru taldir greindustu apar Mið-Ameríku og afla gjaldeyris fyrir Kosta Ríku með því að draga að ferðamenn. ígúana-eöla. Girnilegt hráefni í hamborgara? og nýjan skóg til að vega á móti beitilandi sem hefur gengið sér til húðar. Meðalmaður í Kosta Ríku étur minna nautakjöt en meðalheimilis- köttur í Bandaríkjunum. Kjötið fer til Evrópu, en einkum þó til Banda- ríkjanna, þar sem það er hakkað í hamborgara og gæludýrafóður. Vaxandi áhugi á málefnum regn- skóganna og vaxandi áhrif um- hverfisverndarmanna hafa meðal annara leitt McDonalds til að lýsa því yfir að fyrirtækið kaupi ekki nautakjöt sem komi af ruddu regn- skógalandi. Það kann að vera rétt og satt í Bandaríkjunum, en það er erfitt að ímynda sér hvernig hin- ir fjölmörgu McDonalds-staðir í höfuðborginni San José fá sitt hrá- efni á vistfræðilega syndlausan hátt. Ein hugmyndin sem upp hefur komið í Kosta Ríku er að rækta ígúana-eðlur til manneldis í skógin- um, en það myndi skila sér i tvöfalt meira kjöti af landareiningu en nautgriparæktin. Eðlukjöt var talið lostæti af innfæddum en neysla á því hefur mjög dalað með vaxandi Vciuiég- un og vestrænum áhrifum. Þessi hugmynd er því varla raunhæf nema smekkur manna breytist. Eða myndi fólk flykkjast á Tomma ef hann byði upp á eðluborgara? Hvernig óstjórn eyðileggur umhverfið Ástæðan fyrir því að Kosta Ríka er skrefi á undan flestum þjóðum í umhverfismálum er sú að efnahag- ur og stjórnarfar er með öðrum og betri hætti en í nágrannaríkjunum. Landið á sér 100 ára lýðræðishefð sem er einsdæmi í Rómönsku- Ameríku. Herinn var leytur upp eftir stutt borgarastríð árið 1948. Það hefur varla stefnt öryggi þjóð- arinnar í voða, enda hafa herir í Mið-Ameríku fyrst og fremst verið samtök áhugamanna um fjölda- morð og pyntingar á samlöndum sínum. Þjóðarframleiðsla Kosta Ríku er svipuð og íslands, en henni er skipt niður á milli þriggja milljóna manna. Samt sem áður eru lífskjör þrefalt eða fjórfalt betri en í ná- grannaríkjunum Nikaragúa og Hondúras, og þeim er jafnar skipt en í öllum öðrum löndum Mið-Amer- íku. Landsmenn lifa 12-14 árum lengur en nágrannarnir í norðri, til 74 ára að meðaltali. Níu af hvetjum tíu eru læsir. Sum vandamál lands- ins eru reyndar „velmegunarvanda- mál“, eins og bensínstybban og umferðaröngþveitið í San José bera vitni um. Bílafloti landsmanna hef- ur stækkað ört undanfarin ár og umferðarslysatíðni er sögð vera sú þriðja mesta í heimi. Árangur Kosta Ríku-búa sést best á því að bera hann saman við nágrannana. Óstjórn er nefnilega umhverfisvandamál, eins og meng- unarmartraðimar í Austur-Evrópu sýna glöggt. Það er enginn skortur á óstjóm í Mið- og Suður-Ameríku. í Guatemala, þar sem 2% þjóðar- innar eiga 70% landsins, er ásókn landlausra smábænda í regnskóg- inn á góðri leið með að eyðileggja hann. Sandínistar í Nikaragúa léttu mikið á þrýstingnum á skógana þegar þeir skiptu upp 10 þúsund ferkílómetra landeignum Somoza heitins einræðisherra; en þeir stefndu þeim ávinningi svo í voða með áætlun um að „þróa“ stijál- byggða Atlantshafsströndina, þar sem stærstu regnskóga norðan Amasón-svæðisins er að finna. Hryllingssaga fi-á Brasilíu Amasón-svæðið er besta dæmið um hvers fáfræði og óstjórn era megnug ef þau leggjast á eitt. Rík- isstjórn Brasilíu ákvað á sínum tíma að „temja“ og rækta upp þessa gíf- urlegu víðáttu, sem er stærri en Vestur-Evrópa. Öllum þeim sem hjuggu niður skóg var heitið skatta- frádrætti fyrir það þjóðþrifaverk að færa út landamæri siðmenning- arinnar. Fyrirtæki og stórbændur hafa síðan höggvið og brennt í stórum stíl, og það borgar sig ekki einu sinni að hirða verðmæt harðviðartré í kapphlaupinu við að ryðja landið á sem skemmstum tíma. Indíánar á svæðinu hafa stráfallið úr sjúk- dómum og fyrir byssukúlum í því sem verða að kallast þjóðarmorð. Nautgripum er beitt á landið, en sá búskapur stendur oft ekki undir sér, enda tilgangurinn með skógar- eyðingunni fyrst og fremst sá að fá skattafslátt á oft óskylda starf- semi. Það sorglegasta við þetta allt saman er að einungis 4% Amasón- svæðisins eru talin geta staðið und- ir hefðbundinni akuryrkju og bú- fjárrækt. Nú era Brasilíubúar að vakna upp við þann vonda draum að vera að breyta gifurlegum flæm- um af stórkostlegasta vistkerfi jarð- ar í eyðimörk — á kostnað skatt- borgaranna. Eg spyr Chris Wille hvort Kosta Ríku-búar líti á baráttu erlendra umhverfisverndarmanna fyrir verndun regnskóganna sem íhlutun í sín mál. Hann segir að þeir hafi alltaf verið opnir fyrir utanaðkom- andi áhrifum og séu sjálfir í farar- broddi í baráttunni, öfugt við til dæmis Brasilíumenn, sem hefðu oft bragðist þveröfugt við tilmælum umheimsins. Hann og kona hans settu upp fréttamiðlun um málefni regnskógarins fyrir hálfu ári, „vegna þess að það var enginn í fullu starfi við að miðla upplýsing- um um þetta stærsta umhverfisslys sögunnar“. Kosta Ríka varð fyrir valinu frekar en til dæmis Brasilía, þar sem landið er miðstöð fyrir regnskógarannsóknir og tilraunir til að bjarga skógunum; staður þar sem hægt er að finna vandann og vonina í hnotskurn. Náttúruhamfarir af mannavöldum Það er engin ástæða til bjartsýni um framtíð regnskóga heimsins. Landsvæði á stærð við ísland er „hreinsað" hverja sex mánuði eða svo, þrátt fyrir að skógareyðingin eigi stóran þátt í jafn ólíkum og alvarlegum vandamálum og þurrk- unum í Afríku og flóðum í Bangla- desh. Tugir dýra- og jurtategunda deyja út dag hvern. Það 'má segja með réttu að vel- ferð mannkynsins sé varla stefnt í voða þó að plöntum og pöddum fækki nokkuð frá því sem nú er. Hins vegar má benda á að stór og vaxandi hluti lyfja er unninn úr hitabeltisplöntum, og ekki er ólík- legt að í regnskóginum finnist lækning gegn sjúkdómi eins og krabbameini og eyðni, þar sem ein- ungis lítið brot af jurtaríki þeirra hefur verið rannsakað. Regnskóg- urinn er ótæmandi „genabanki“ fyrir líftæknibyltingu framtíðarinn- ar. Fáfræði, fátækt og óstjórn leggj- ast hins vegar á eitt við að eyði- leggja þessa auðlind. Kannski er eina von okkar að framsýnt fólk eins og Kosta Ríku-búar varðveiti leifarnar af frumskóginum, þannig að við eigum að minnsta kosti græðlinga fyrir hið langa og erfiða verkefni að klæða jörðina eftir ham- farir mannsins, eins og eftir ísaldar- jöklana forðum. Þakrennur úr stáli og plasti BLIKKSMIÐJAN TÆKNIDF.ILD Ojtfk SMIÐSHÖFÐA 9*112 REYKJAVÍK • PÓSTHÓLF 4066 • SÍMI 685699 Er komið að því að setja þakrennur á húsið eða endurnýja þær gömlu? I* Lindab Pakrennur eru sænsk gæðavara og annálaðar fyrir: • endingu (sjá mynd) • hversu auðveldar þær eru í uppsetningu • fallegt útlit og fjölbreytt litaval • ótrúlega hagstætt verð • sameina kosti stál- og plastrenna en sneiða hjá göllum beggja. Sumarhús í Danmörku Til leigu tvö yndisleg 6 manna sumarhús við fallega strönd á Fjóni. Hvort um sig er í fallegum garði og liggja garðarn- ir saman. Húsunum fylgir allt, s.s. sængurföt, sjónvarp, útvarp, sími, hjól og allt i eldhúsi. íslenskumælandi hjón sjá um húsin og aðstoða. Leigan er kr. 14.800-29.800 á viku (fer eftir á hvaða tíma). Einnig getur bíll fylgt fyrir kr. 1.900 á dag. Ótakmarkaður akstur. Upplýsingar í síma 91-17678 kl. 17-21 næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.