Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 C 17 Nemendur í sjálf- boðavinnu við að koma skólahús- næði sjávarútvegs- deildarinnar í stand fyrir haust- ið. m « i ' j. * »*• VXi Nokknr nemenda Haskóians á Akureyri í sjálf- boðavinnu til þess að fá kennsluhúsnæði fyrir haustið. Frá vinstri: lngveldur Jóhannsdóttir frá Akureyri, Vignir Jónsson frá Akureyri, Agúst Guðmundsson frá Akureyri, Gunnlaugur Sighvatsson frá Sauðárkróki og Jón Hermann Óskarsson frá Húsavík. Unnið Háskólans á Akureyri því fæðingin var erfið. „Það sem snýr að sjávar- útvegsdeildinni byijaði um áramót- in síðustu með miklum herkjum og þá lá við að þremur vikum síðar yrði hætt við allt saman, því það er ætlast til að þetta fari í gang á broti af því fjármagni sem hefði þurft í raun og veru miðað við al- vöru háskólanám," sagði Jón Þórð- arson forstöðumaður sjávarútvegs- deildar í samtali við Morgunblaðið þar sem hann var að vinna hörðum höndum og kófsveittur í fokheldu leiguhúsnæði sjávarútvegsdeildar- innar.“ „Það sem mest liggur á,“ sagði Jón, „er að koma upp aðstöðu fyrir raungreinakennsluna, efna- fræði og örverufræði og matvæla- fræði sem á að vera við Glerárgötu í húsi KEA sem lánar það endur- gjaldslaust til þriggja ára. Fjárveit- ingin til húsnæðisins var aðeins 10 milljónir króna og 20 milljónir í innréttingar og tæki í allan skólann. Ef menn ætlast til þess að þetta verði alvöru háskóli verður hann að fá möguleika til þess að þróast. Það er kraftur í starfsliðinu og nem- endúm. í dag, til dæmis, hafa nem- endur úr sjávarútvegsdeildinni unn- ið hér við múrbrot og niðurrif síðan 7,30 í morgun. Við ætlum okkur að komast hér inn í sumar, í júní eða júlí, og það hefst_ ekki nema að hafa allar klær úti. í dag er það þetta, á morgun að ná í hæfa starfs- krafta á þeim launum sem eru boði og það er ekkert grín. Það er alls konar svindl og svínarí í kring um þetta en menn vilja ekki viður- kenna það þótt þeir viti allt um málið. Þeir sem við vildum helst fá að háskólanum eru starfandi úti á almeiina vinnumarkaðinum með þrefalt hærri laun en við getum boðið samkvæmt kerfinu. Það er nefnilega höfuðatriði að þessi skóli er líka til þess að kenna mönnum að vinna, ekki bara til að telja pödd- ur í Mývatni, svo maður stríði nú líffræðingunum aðeins. Obbinn af þessu fólki er að vinna launalaust til þess að fá .aðstöðu í haust sem við fáum ekki fjárveitingu fyrir. Við eí'um strax farnir að- fá fjölda umsókna fyrir haustið og finnum að það er mikill áhugi á náminu. A spjalli í hálfköruðu húsnæði sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Jón Hermann Óskarsson í sjávarútvegsdeild, Jón Þórðarson forstöðumaður deild- arinnar og Halldór Blöndal alþingismaður. höfum, til dæmis fyrir þá sem kenna raungreinar í okkar fögum. Það er margt sem er í farvatninu og ég yrði ekki hissa á því þótt fjölgun nemenda á næstu fimm árum verði úr 80 í 250-300 fyrir utan þá sem, sækja sérstök námskeið. Háskólinn þarf að byggja yfir sig, það er eng- in spurning. Sjávarútvegsdeildin er í leiguhúsnæði og það þarf að taka frá land hvort sem það er í nám- unda við okkar hús eða sunnan við Eyrarland. Allt mælir með því að þessi svæði verði lögð undir skóla hér á Akureyri og reyndar er búið að gera það, því menn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Þolum ekki mörg mögur Hr Qárhagslega „í Háskólanum á Akureyri eru 3 deildir, heilbrigðisdeild með hjúkr- unarbraut, rekstrardeild, sem er tvískipt í rekstrarbraut og iðn- rekstrarbraut; og sjávarútvegs- deild,“ sagði Olafur Búi Gunnlaugs- son skrifstofustjóri í samtali við Morgunblaðið. Háskólinn tók til starfa 5. sept. 1987 með hjúkrunar- deild, sem er því á þriðja ári, og eru 20 á fyrsta ári en 12-15 á öðru og þriðja ári. Rekstrardeildin er á öðru ári með um 20 á hvoru ári og sjávarútvegsdeildin er á fyrsta ári með 12 stúdenta, en segja má að sú deild hafi verið byggð upp frá rótum, því enginn grunnur var fyr- ir henni í skólakerfinu hér á landi. Þá er í skólanum töluverður hópur nemenda sem eru ekki á brautum, , en viðloðandi til dæmis hjúkrunar- fræði og fleira. Þá er stór liður í starfi skólans að bjóða upp á fyrir- lestra fyrir almennning. 1 heild eru um 80 nemendur í Háskólanum auk lausagöngufólks. Einn forstöðu- maður er í hverri deild og nokkrir lektorar sem kenna. Dagleg stjórn skólans er síðan í höndum rektors, skrifstofustjóra og tveggja manna sem skipta á milli sín stöðu fulltrúa. Það er lagt kapp á hagnýta vinnu hér og til dæmis hefur bókasafns- fræðingurinn, Sigrún Magnúsdótt- ir, reynt að hafa bókasafnið sér- hæft inn á þær brautir sem við höfum hér. Fyrir skömmu var hún til dæmis að afla upplýsinga í gegn um gagnabanka um mamings- vinnslu fyrir aðila úr sjávarplássi og um grásleppuhrogn fyrir þing- menn og þannig er ýmislegt á könn- unni. Félagsstofnun stúdenta hefur a tölvur ! SJavarútvegsdeiJdini]i. byggt upp garð hér, Útstein, en hina kröftugu stjórn Útsteins skipa menn úr atvinnulífinu, fra sveitarfé- laginu og nemendum. I Útsteini eru leigð út 22 herbergi og íbúðir. Þá erum við með gjafa- og rann- sóknarsjóði. Fyrirtækin í bænum hafa gefið mikið til bóka- og gagna- kaupa. Einnig er við skólann rann- sóknasjóður , en með honum er áætlað að fjármagna að hluta rann- sóknir sem tengjast þeirri starfsemi sem fer fram á brautunum. í sumar fáum við yfirráð yfir öllu húsinu sem við eru í auk húsnæðisins sem KEA hefur lánað okkur.tvær hæðir þar sem byggingarvörudeildin var. Með þessu ættum við að hafa hús- næði sem dugar okkur til 1992-94 að minnsta kosti, að óbreyttum deildafjölda, en húsnæðismálin og stofnbúnaðurinn eru dýrasti þáttur- inn í rekstri skólans. Varðandi al- mennan rekstur hefur okkur frá upphafi tekist að halda okkur innan ramma fjárlaga þótt það hafi verið fjandi erfitt. En hvað varðar inn- réttingar, tæki, húsbúnað og annan stofnbúnað þá er þetta knappt. Ef við sitjum upþi með mörg mögur ár verður rosalega erfitt að koma þessum skóla ærlega á legg.“ Háskólinn á Akureyri verður að fá möguleika til þess að þróast Það er stundum sagt til sjós að það sem bytji andskotanum verr í upphafi gangi þeim mun betur þeg- ar til lengdar lætur ef menn láta ekki deigan síga og vonandi á það eftir að rætast á sjávarútvegsdeild Við vonumst því til þess að geta fyrr en seinna boðið upp á góða aðstöðu og góða starfsmenn, en það eru vissulega mörg ljón á veginum vegna fjárskorts. Það hefur líka verið gott að eiga góða að í þessu starfi og má þar nefna þá Sigmund rektor Háskóla íslands og Þórólf prófessor Þórlindsson, ofurmenn, sem hafa verið mjög jákvæðir í okkar garð á sama tíma og við höfum orðið varir við mikinn fjand- skap frá ótrúlegustu aðilum innan Háskóla íslands." Það drundi í hömrum og sleggj- um þegar við hurfum á braut, en Háskólinn á Akureyri býr við menn sem ætla að halda sínu striki í gegn um þykkt og þunnt. Það verður ugglaust pus til að byija með, en þeir fiska sem róa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.