Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MIIMiVlllMGAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 Sigríður H. Sigurðardóttir vestur á Patreksfjörð, en þar stund- uðu þau kennslu við barna- og ungl- ingaskólann til 1959. Árin 1959-71 áttu þau Sissa og Bjössi heima á Stokkseyri, í Grindavík 1971-79 og síðan í Reykjavík. Alls staðar þar sem þau áttu heima fékkst Sissa við kennslu ásamt húsmóðurstörfunum og reyndist farsæll og góður kennari. Hún iét sér annt um nemendur sína, náði vel til þeirra og eignaðist traust þeirra og vináttu. í kennarastarfinu var hún ávallt leitandi, fylgdist vel með nýjungum og hafði glögga dómgreind um það hvað við átti á hveijum tíma. Sissa var alltaf viðbúin að rétta þeim hönd, sem höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni. Það var kannski m.a. þess vegna sem síðasti starfsvett- vangur hennar í skóla var einmitt í Öskjuhlíðarskóla. Þar var verk að vinna, henni vel að skapi. Það var líka oftast svo í þeim skólum þar sem Sissa kenndi, að í hennar hlut kom að kenna erfiðustu bekkjunum. Menn vissu það af reynslunni að þannig var þessum bömum best borgið og einnig það að Sissa var fús til starfans. Hún, bar sérstaka umhyggju fyrir þess- um nemendum og vildi svo fegin verða þeim að liði. Og það gerði hún svo sannarlega. Réttlæti, jöfnuður og félags- hyggja voru Sissu í blóð borin. Hún þoldi ekki ranglætið í þjóðfélaginu og misréttið. Hún skipaði sér í sveit- ir þeirra sem breyta vildu samfélag- inu og bæta aðstöðu þeirra sem verst voru settir. Jafnaðarstefnan setti mark sitt á lífsviðhorf hennar og gerðir. Fynd- ist henni menn eða flokkar hvika frá stefnunni til réttlætis og jafnað- ar, þá átti hún ekki lengur samleið með þeim. Hugsjónin var hafin yfir flokka og menn. Þannig var hún Sissa. Það var þess vegna eðlilegt og sjálfsagt, að menn leituðu til Sissu að taka að sér ýmis trúnaðarstörf. Hún var t.d. hreppsnefndarmaður á Stokkseyri 1966-70. Einnig lét Sissa að sér kveða í ýmsum félags- málum og var m.a. formaður Kven- félags Stokkseyrar 1966-67. Sissa hafði næma tilfinningu fyr- ir íslensku máli, var skýr og rökvís í hugsun og einbeitt og ákveðin í málflutningi. Þessir eiginleikar nýttust henni vel bæði í kennslu og á félagslegum vettvangi. Sissa varð að hætta kennslu árið 1982 vegna vanheilsu. Síðan hefur hún háð baráttu við veikindi sín, stundum verið þungt haldin en ver- ið sæmilega hress á milli. Hún bar þessi veikindi sín með mikilli hug- prýði og þeir sem í kring um hana voru gleymdu því oft á tíðum að þarna var sjúklingur á ferð. Það átti sinn þátt í því að kallið var óvænt þegar það kom. Hvar sem Sissa kom var eins og allt lifnaði við. Gamansemin og góðvildin fylltu andrúmsloftið. Þetta fylgdi henni alla tíð. Þetta fundum við æskufélagar hennar. Þetta fann fólkið sem var með henni, hvort heldur á sjúkrahúsi, í Hveragerði eða hjá Sjálfsbjörgu. Oft var gripið í spil. Þá var glatt á hjalla og Sissa hrókur alls fagnað- ar. Þess vegna var hún aufúsugest- ur, sem hafði einstakt lag á að skapa í kring um sig andrúmsloft ljúfmennsku og lífsgleði. Það var hinn 2. október 1954, sem þau Sigríður og Friðbjörn gift- ust. Hjónabandið færði þeim bæði gæfu og gleði. Þau eignuðust fjögur börn, þtjár dætur og einn son. Og barnabörnin voru orðin 9, þegar dauða Sigríðar bar að höndum. ■Og auðvitað var það sama sagan sem fyldi Sissu þar sem annars staðar. Glettnin, hlýjan, umhyggjan einkenndu samskiptin við þau. Bæði börn hennar og barnabörn fundu að þau skiptu hana miklu máli. Orð þeirra og gerðir, viðhorf þeirra og lífsgengi voru ávallt und- ir vökulu og viðkvæmu móður- eða ömmuauga. Barnabörnin sóttu ástúð og yl til ömmu sinnar, sem alltaf var tilbúin að gefa hið besta af sjálfri sér. Þannig var hún Sissa, heil í verki, sönn í athöfn og orði. Fyrir það erum við þakklát. Við bekkjarfélagarnir hennar Sissu í Kennaraskólanum þökkum henni samfylgdina nú að leiðarlok- um. Þökk, góðar óskir og fyrirbæn- ir fylgja henni áleiðis yfir móðuna miklu. Friðbirni, börnunum, tengda- börnunum, barnabörnunum og aldr- aðri móður sendum við hjartahlýjar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd bekkjarsystkina þeirra Sigríðar og Friðbjarnar í Kennaraskólanum og Ásthildar konu minnar, Hörður Zóphaníasson Á morgun verður til grafar borin Sigríður Sigurðardóttir. Hefur hún verið sjúk um langa hríð, en þrátt fyrir það bar hún oftast höfuðið hátt og þannig kjósum við ölí að minnast hennar. Ég kynntist Sissu, eins og við ávallt kölluðum hana, þegar þau Friðbjörn keyptu ásamt foreldrum mínum og nokkrum öðrum skóla- mönnum stóran sumarbústað við Þingvallavatn. Þar dvöldust á hvéiju sumri saman tvær til fjórar fjölskyldur með fullt hús barna og gesta og þá var oft líf í tuskunum. Nýjar kynslóðir komu til sögunn- ar en einhvern veginn var Sissa samt alltaf einn af þessu föstu punktum tilverunnar í Bakkaseli. Ekki ætla ég hér að rekja ættir Sissu, til þess munu aðrir færari en ég. Mér fínnst frekar við hæfi að draga upp mynd af henni þar sem hún stendur eða situr frá morgni til kvölds með veiðistöngina sína í bátnum okkar á vatninu og leggur snörur sínar fyrir sællegar bleikjur. Líklega munu margar þeirra hrósa happi yfir því að Sissa á ekki framar eftir að freista þeirra með litfögrum spúnum og alls kon- ar pijáli sem heillar þess konar skepnur. Sama hvernig viðraði var Sissa komin út í býtið og hún fór ekki í land nema svona rétt til að næra sig eða hvílast þegar kraftar voru á þrotum. Við veiðiskapinn eins og svo oft annars naut Sissa aðstoðar eigin- mannsins Friðbjarnar og þar eins og svo oft annars voru þau ekki alltaf jafn sammála um hvaða leiðir væri best að fara. Oftast kom þó í ljós, þótt síðar væri, að bæði höfðu á sína vísu haft rétt fyrir sér. Sissa var aldeilis ekki einsömul í þessum veiðiferðum sínum. Síðustu árin fylgdi henni eins og skugginn lítill hnokki sem hún tók sérstöku ástfóstri við. Kannski var það ekki síst vegna þess að þau áttu það bæði sameiginlegt að þurfa að hafa farið til Lundúna í hjartaað- gerð. Sissu var þar að auki einkar lagið að umgangast börn, enda fyr- irtaks kennari, og börnin eru líka fljót að finna hvort fólk stendur á sama um þau eða ekki. Mér er það ljúft að skila hinstu kveðju frá Átla Þór til Sissu á báti, eins og hann kallaði hana um langa hríð. ' Síðastliðið sumar dvaldist Sissa uppfrá, en við fundum öll að mikið var af henni drengið, þótt ekki léti hún sitt eftir liggja við veiðiskap- inn. Samt átti enginn von á öðru en því að næsta sumar myndum við fylgja henni út á vatnið. En örlögin flýr enginn og við munum nú fylgja henni aðra leið. Við erum þess samt fullviss að nú í sumar, þegar Friðbjöm kemur uppeftir með sitt fólk, muni Sissa einhvers staðar fylgjast með veiði- mennskunni, vorkenna okkur þegar við missum þann stóra og gleðjast með okkur þegar væn bleikja lendir í háfnum. Fjölskylda mín þakkar vináttu og samfylgd og óskar Sissu alls hins besta á þeim stigum sem hún nú gengur. Við vottum flölskyldu hennar okkar dýpstu samúð, um leið og við vitum að minningin um Sissu mun ætíð lifa með okkur öllum. Matthías Kristiansen „Þegar þú ert sogmædd, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Ur Spá- manninum.) Þessi orð koma í huga okkar núna, þegar við óviðbúin stöndum frammi fyrir því að kveðja systur okkar, hana Sissu. Vegna vanheilsu seinni ára hefur hún eflaust verið viðbúnari kallinu en við hin, sem eftir stöndum, sorg- mædd og svarafá. í hugum okkar, sem þetta skrif- um, var hún Sissa meir en bara systir. Þegar hún og Bjössi höfðu nýlok- ið kennaranámi, fluttu þau vestur til Patreksijarðar, og hófu þar sinn kennsluferil. Þá þegar áttum við athvarf hjá þeim, þegar við ungar að aldri bjuggum hjá þeim til lengri tíma. Þetta voru okkur öllum góð ár, ár gleði og mótunar í þroska okkar og menntun. Við kynntumst þeim þarna sem fósturforeldrum, kennurum og ekki síst sem félögum. Þá var setið á kvöldin, spilað, farið í leiki, samdar stökur og auðvitað kveðist á. Þarna lærðum við að menntun og efling hugans er ekki síður ánægjuleg afþreying en nauðsyn. Þetta er veganesti sem við höfum búið að og verðum ævinlega þakk- látar fyrir. Sissa var vel gefin og sérstök kona. Hún lagði metnað sinn í að skila aðeins af sér vel unnu verki, þar sem hin smæstu atriði voru úthugsuð. Til marks um þetta er, að þegar heilsa hennar bilaði, þá dró hún sig í hlé frá vinnu, frekar en að ganga til verks af skertum krafti. Upp frá þessu þurfti hún æði oft að dvelja til lengri eða skemmri tíma á sjúkrastofnunum. Þar nutu marg- ir félagsskapar hennar og umönn- unar. Eðli hennar var að hlúa að þeim sem minna máttu sín í þjóðfé- laginu eða áttu erfitt af einhveijum sökum. Þar sem annars staðar reyndist hún tryggur vinur og eiga örugglega margir henni gott að gjalda. Áhugamálin átti hún mörg, en einna hæst bar áhugi hennar á brids. Þar var hún enginn viðvang- ingur heldur mjög fær keppniskona. Þessi áhugamáli deildi hún m.a. með móður okkar, en þær hafa átt margar ánægjulegar spilastundir saman, bæði til gamans og í keppni. Móðir okkar á því um sárt að binda núna, hún sem sér á bak dóttur og góðum félaga. Fyrir henn- ar hönd og okkar systkinanna send- um við Bjössa, börnunum og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi þau öðlast styrk á sorgarstundu. Þó Sissa okkar hafi kvatt í bili, þá viljum við enn gera orð spá- mannsins að okkar þar sem hann segir: „Skyldi skilnaðarstundin verða dagur sam- fundanna?" Sjana og Matta Blómastofa Fnðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík, Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Ástkær eiginkona t mín og móðir, EYGLÓ VIKTORSDÓTTIR söngkona, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 14. maí kl. 15.00. Aðalsteinn Guðlaugsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRA SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR, Hraunbæ 12, Reykjavfk, sem andaðist í Borgarspítalanum 2. maí, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.30. Hallgrímur Kristjánsson, Hörður Hallgrímsson, Óddný Guðmundsdóttir, Kristján Hallgrfmsson, Steinhildur Sigurðardóttir, Herdfs Hallgrfmsdóttir, Guðni Pálsson, Svava Hallgrímsdóttir, Magnús Vilhjálmsson og barnabörn. t Elskuleg eiginkona, dóttir, móðlr, tengdamóðir og amma, KRISTJANA RAGNARSDÓTTIR, Klyfjaseli 5, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.30. Stefán Guðmundsson, Sveinbjörn Stefánsson, Arnþór Stefánsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, Anna J. Stefánsdóttir, Erna D. Stefánsdóttir, Guðmundur B. Stefánsson, Stefán H. Stefánsson, Hans H. Stefánsson, Hólmfríður Stefánsdóttir, Hrafnhiidur Stefónsdóttir, Lúðvík Guðmundsson og barnabörn. Anna M. Guðmuncísdóttir, Ásta B. Eðvarðsdóttir, Bertha Biering, Ólafur Pálsson, Pétur Pétursson, Nanna Björg Benediktsdóttir, Salvör Guðmundsdóttir, Alda Ægisdóttir, Viðar Norðfjörð, t Eiginmaður minn, RICHARD E. PATTERSON fyrrverandi flugstjóri hjá Pan Am, Damariscotta, Maine, lést fimmtudaginn 26. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram. Stefanía Guðmundsdóttir Patterson. t Móðir okkar, ÁRDÍS SIGURÐARDÓTTIR frá Sunnuhvoli, Bárðardal, sem andaðist 5. maí sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Sigrún Gunnlaugsdóttir, Jón Aðalsteinn Gunnlaugsson, Herdís Gunnlaugsdóttir. LEGSTEINAR GRANÍT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — simi 681960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.