Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 C 27 Flugstöð rústuð íjóla- ösinni „EF VIÐ erum heppnir hrellum við flugfarþega jafn mikið og „Jaws“ hrelldi sundfólk,“ segir handritshöfundurinn Steven de Souza um þá framhaldsmynd sem margir bíða með hvað mestri óþreyju eftir í sumar, „Die Hard 2“. Hún segir frá frekari ævintýrum Bruce Willis í baráttunni við óþjóða- lýð þessa heims en í þetta sinn gerist myndin á al- þjóðaflugvellinum í Los Angelcs og þeir sem sáu fyrri myndina geta auð- veldlega imyndað sér hvað verður um flug- stöðvarbygginguna. Leikstjóri er Renny Harl- in, þekktur fyrir aðra framhaldsmynd, Mar- tröðin á Álmstræti 4. ííT-'S. Það eru aftur komin jól og Willis hyggst taka á móti konu sinni og barni á flugvellinum þegar hann sér í sjónvarpinu að von er á S-Amerískum eiturlyfja- barón til landsins í fylgd lögreglunnar og um leið sér hann fremsta liðsmann glæpakóngsins á flugvell- inum. Willis ákveður að rannsaka málið og kemst að því að heil sveit óþokka er búin að koma sér fyrir á flugvellinum til að fría Bruce Willis I Die Hard 2: „Bijálæði að gera ekki fram- hald.“ dópgreifann úr höndum lögreglunnar. Það er ótrúleg líkamleg áreynsla fyrir leikarana að vera í myndinni því þeir beijast til síðasta mynd- ramma inní, oná, undir og utaná flugstöðinni en það er ékki síður gerð krafa til framleiðendanna að standa sig í stykkinu og gera framhaldsmynd sem má ekki vera síðri en frum- myndin. „Þú verður að gefa áhorfendum það sem þeir eiga von á en þú vilt líka gefa þeim meira,“ segir hinn fínnskættaði Harlin. Það var aldrei hugmynd- in að gera seríu úr „Die Hard“ en þegar myndin sló í gegn tóku menn að hugsa alvarlega um framhaldið. „Um síðir kemstu að því að það væri bijálæði að gera ekki framhald," segir einn framleiðandinn, Larry Gordon. Framleiðendurnir, Gordon, Joel Silver og Charles Gordon, komust yfir skáldsöguna „58 mínútur" eftir Walter Wa- ger um árás skæruliða á flugstöð en fátt eitt var notað úr bókinni nema það. „Þetta var dæmigert axar- morð á bókmenntum hér í Hollywood,“ segir hand- ritshöfundurinn De Souza. Bruce Willis fékk fimm milljónir fyrir fyrri mynd- ina en þær eru víst komnar uppí sjö núna. Myndin á að kosta 40. milljónir og verður frumsýnd vestra í júní. Bíóhöllin/Bíóborgin tekur hana væntanlega til sýninga fljótlega eftir það. ■ ÍSLENSKA kvikmynd- in Magnús eftir Þráin Bert- elsson hefur gert það mjög gott í miðasölunni en hún var frumsýnd 11. ágústsl. og var enn til sýnis í apríl um helgar í Stjörnubíói. Þráinn vinnur nú að því að koma myndinni í dreifingu erlendis. ■ JIM Sheridan, höfundur Vinstri fótarins, vinnur nú við gerð myndarinnar „The Field" með Richard Harris, John Hurt og Tom Ber- enger í aðalhiutverkum. Einnig leikur í henni Brenda Fricker sem hreppti Oskar- inn fyrir bestan leik í auka- hlutverki í Vinstri fætinum. ■ STEVEN de Souza vinnur að handriti Schwarz- enegger-myndar sem á að heita „Critic’s Choice" og segir frá kvikmyndaleikara sem hundelturer af lögregl- unni um alla Evrópu í sam- floti við kvikmyndagagnrýn- anda sem þolir ekki myndirn- ar hans. Tveir þumlar upp! Jón Tryggvason leikstjóri; hyggst kvikmynda úti á rúmsjó. SPEIMIUUSAGA AF SJÓIMUM Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfundur vinnur nú að því vestur í Los Angeles að skrifa handrit eftir hugmynd Jóns Tryggvasonar leikstjóra að bíómynd sem Jón hyggst kvikmynda næsta sumar og heitir Júpíter. Þetta er sterk saga sem manni finnst að þurfi nauðsynlega fyrir íslenska sögu og menningu að gera mynd úr. Hún gerist um borð í íslensku fískiskipi en slíkt hefur ekki verið notað áður liér á landi, sem er mjög skrítið í raun og veru því sjó- sóknin er aðalatvinnuvegur- Havarí í Havana Hvernig lýst ykkur á „Casablanca" með Ro- bert Redford? Nei, ekki það. Þið getið þá kannski sæst á „Havana“, nýjasta sam- starfsverkefni Redfords og uppáhaldsleikstjóra hans, Sidney Pollacks (Jörð í Afríku). í „Havana“ leikur stór- stjarnan rótlausan mann sem ástfanginn verður af Lenu Olin, sem gift er uppreisnar- manninum Raul Julia. Ha- vana er að falla í hendurnar á stóra vindlinum og upp- lausnin er alger í gamla spill- ingarbæli Batista. Handrit myndarinnar var gert 1978 og í fyrstu var talað um Jane Fonda og Jack Nicholson í aðalhlutverkin. Síðan hefur margt breyst og allir elst um 12 ár nema Redford. KVIKMYNDIR Hvemig hefur Lynch-þáttunum veriö tekiö? Af„Twin Peaks“-æði BANDARÍSKU vikuritin Time og Newsweek fara yfir- leitt gætilegar í upphrópanir en mörg önnur blöð vestra, en hið fyrrnefnda lét frá sér fara að fyrstu sjónvarpsþætt- ir David Lynch, „Twin Peaks", sem hann gerir m.a. í samvinnu við Siguijón Sighvatsson í Los Angeles, séu „einskonar kraftaverk" og „frumlegustu þættir sem gerð- ir hafa verið fyrir bandarískt sjónvarp". Newsweek seg- ir: „Twin Peaks“-æði þýtur nú um landið og lýsir því svo hvernig varla rætt er um annað en þættina manna á meðal og hvernig enginn þyki maður með mönnum nema hann liafi séð þá og liafi á rciðuin hönduin lieilu setningarnar úr þeim. Það hlaut að koma eitt- hvað alveg sérstakt út úr því þegar einn frumleg- asti leikstjóri Bandaríkjanna, höfundúr „Eraserhead" og „Blátt flau- el“, snéri sér að sjón- varpi, sem í Banda- ríkjunum er langt í frá þekkt fyrir frum- leika held- eftir Arnald Indriðoson ur þvert á móti lifir á formúl- um. Lynch hefur næmt auga fyrir hinu súrrealíska í lævi blöndnu andrúmslofti úr- kynjunar og ofbeldis í afar sérstæðum, hálfkómískum stíl sem fyrirfram var talið að bandarískt sjónvarp ætti erfitt með að sætta sig við. Annað hefur komið á daginn. Svipuð en mun víðtækari hreyfing aðdáenda hefur myndast um þættina og Lynch hefur áður tekist að skapa í kringum myndir Leikstjórinn, David Lynch. sínar. „Twin Peaks“ er talsvert öðruvísi en áhorfendur hins hefðbundna sjónvarpsefnis eins og Staupasteins eða Dallas eða Morðgátu eiga að venjast. Það eru sakamála- þættir um morð sem framin eru í litlum bæ úti á landi og það er t.d. ekki greint frá hver morðinginn er í þeim sjö þáttum sem gerðir hafa verið (hann er tilgreindur í tveggja tíma myndbandaútg- áfu sem dreift hefur verið „Twin Peaks"; slá í gegn í formúlusjónvarpinu vestra. um Evrópu og fæst á leigun- um hér) svo ef ABC-sjón- varpsstöðin gerir ekki nýjan samning við Lynch um fleiri þætti fá áhorfendur aldrei að vita hver morðinginn er. Leikarar, persónur og samtöl í þáttunum eru mjög tengd gömlum bíómyndum og sjón- varpsþáttum, t.d. leika í þeim Richard Beymer og Russ Tamblyn sem ekki hafa sést síðaní „West Side Story“ og áhorfendur taka upp undar- legar setningar eins og „Það er fiskur í kaffisíunni" og staglast á þeim eins og við á „okkar fjallabíl", kleinu- hringir eru„draumur lög- reglumannsins" og kirsu- beijabökur eru í miklu uppá- haldi, helmingur persónanna sér sýnir og söguþráðurinn er jafn flókinn og í rússnesk- um heimsbókmenntum og persónurnar næstum jafn margar. Spurningin er víst ekki hver gerði hvað hvenær heldur miklu frekar: Um hvað í fjáranum var eiginlega síðasti þáttur? Siguijón Sighvatsson hef- ur skýrt frá því áður hér á kvikmyndasíðu hvernig fyrir- tæki hans, Propaganda Films í Los Angeles, gerðist sam- starfsaðili við gerð þáttanna og hann /íefndi það einnig að hópur íslendinga ætti eft- ir að koma fram í þeim. Manni sýnist það einkar vel við hæfi. Stöð 2 hefur keypt þættina til sýninga. inn,“ sagði Jón Tryggvason í stuttu símaspjalli. Hann kvaðst hafa fengið hugmyndina fyrir um fimm árum en bað Sveinbjörn að skrifa handritið fyrir um ári. Þeir hafa áður unnið saman við gerð spennupiyndarlnnar Foxtrot. Jón og Sveinbjörn hafa þegar fengið 2,4 millj- ónir í undirbúningsstyrk úr Kvikmyndasjóði en Jón seg- ist vonast til að fá fram- leiðslustyrk næsta vetur. Júpíter gerist um borð í fiskiskipi með sama nafni (engin tengsl við hinn raun- verulega Júpíter) á siglingu milli Islands og Danmerkur en um borð gerast ýmsir skemmtilegir og miður skemmtilegir hlutir, eins og Jón orðaði það. Myndin ger- ist að langmestu leyti um 'r borð í þröngum, dimmum vistaverum skipsins einangr- uðu í vondum veðrum úti á ballarhafi. Hann hyggst kvikmynda úti á rúmsjó en sjálfur hefur Jón reynslu af sjómennsku, bytjaði á sjó sextán ára og stundaði sjómennsku í þijú ár þar til hann hóf kvik- myndanám í New York. IBIO Islenskir kvikmynda- gerðarmenn eru hundóánægðir með hið nýja frumvarp mennta- málaráðherra um Kvik- myndastofnun I stað kvik- myndasjóðs eins og mátt hefur lesa i Morgunblað- inu að undanförnu. Telja kvikmyndagerðannenn að með frumvarpinu sé enn verið að skera niður fram- lög til kvikmyndagerðar i landinu i stað þess að auka þau svo ekki sé grundvöll- ur nema undir eina ís- lenska bíómynd á ári i framtíðinni. Á sama tima blasir við ótrúlegur yfirhellingur af erlendu sjónvarpsefni með sameiningu Stöðvar 2 og Sýnar, fjöldi erlendra bió mynda í kvikmyndahúsun um í Reykjavik er kominn uppi næstum 50 um helg- ar, myndbandaleigur bjóða uppá þúsundir er- lendra mynda á hveiju götuhorni og gervihnatta- sjónvarp ryður sér æ meira til rúms með enda- lausu flæði af erlendu efni. Gegn þessu stendur ein íslensk btómynd á ári. Er það ekki draumur? —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.