Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENINIINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 eftir Vernharð Linnet Dauði Dexters Gordons kom engum á óvart sem I til þekkti — miklu heldur I að hann skyldi ná 67 ára aldri því hann lifði hratt og gekk ótrauður um gleðinnar dyr. Dexter er einn af helstu meisturum djasssögunnar. Maðurinn sem brú- aði bilið milli Lesters Youngs og Johns Coltranes — fyrsti stórbíbópparinn sem blés í tenór- saxafón. Hann fæddist á vestur- strönd Bandaríkjanna og dó þar einnig, en helstu frægðarverk sín vann hann annars staðar — í New York, París og Kaupmannahöfn. Hann hóf feril sinn með Lionel Hampton og hann blés i stórsveitum Fletchers Hendersons og Louis Armstrongs. Þar var sveiflan villt en Dexter fannst hún enn villtari er hann kom í stórsveit söngvarans Billies Eckstines. „Það hefur aldrei verið tryllt rosalegar en í þessu bandi. Þar voru allir í sjöunda himni. Þetta var hópur sem lék saman af því að hann fékk að leika það sem hann vildi leika!“ Þarna voru Charlie Parker, Dizzy Gill- espie, Miles Davis og Art Blakey svo þeir frægustu séu nefndir og þegar Dexter blés með Gene Amm- ons, Blowin the Blues Away, tryllt- ist allt og Johnny Griffin, sem þá var í gaggó, eyddi öllum löngufrímínútunum og ölium sent- unum sínum í glymskrattann á kaffístofunni og hlustaði á verkið aftur og aftur. Ég gleymi aldrei þegar ég hlust- aði á Dexter fyrst. Það var í ágúst 1967 í gamla góða Jazzhus Mont- martre í Store Regegade 19, þarna stóð hann á sviðinu — Long Tall Dex — og með honum Kenny Drew, Tootie Heath og unglingspiltur sem ég kynntist ágætlega þetta kvöld: Niels-Henning 0rsted Pedersen. Svo kom annar negri með tenór- saxafón, sá var jafn smár og Dext- 'er var hár — Johnny Griffin! Og þarna mættust stálin stinn og ten- órbardagi framá nótt — einsog hjá Dexter og Jug forðum eða Dex og Wardell Gray. Ekki ónýtt að lenda á slíku kvöldi í fyrsta sinn sem stig- ið var inní erlendan djassklúbb. í hjartastað Dexter var búinn að vinna mörg frægðarverk þegar hann fluttist til Danmerkur en þar var hann meira og minna frá 1962 til 1982 — ef ekki í holdinu þá í anda. Þegar Dexter kom fyrst til að spila í Jazz- hus Montmartre 1962 voru tveir íslenskir námsmenn staddir þar — Jón Kaldal og Leifur Gíslason. — Hvernig var að stíga fyrstu sporin með Dexter Gordon? Jón segir: „Það var í október 1962 að við Leifur hlustuðum á hann fyrst á Montmar- tre. Hann var nýlega kominn til Evrópu og við þekktum hvorki haus né sporð á honum. Við skrifuðum til Matthíasar Matthíassonar, sem var mikill djassgeggjari og hann skrifaði til baka m.a.: „Það sem ég get sagt þér um þennan hasarkar! þinn, hann Dexter Gordon, er að hann hefur leikið með Lionel Hamp- ton í þtjú ár og síðan með Louis gamla Armstrong, Billie Eckstine og Charlie Parker. Svo þetta virðist vera ansi góður náungi." Leifur bætir við. „Við höfðum haft spurnir af Montmartre og fund- um klúbbinn og þegar við komum þar inn heyrum við yndislega tón- list. Þar stendur saxafónleikari og Morgunblaðið Sigurgeir Jónasson blæs með ryþmasveit. Og hann stakk okkur í hjarta- stað strax! Eftir þetta var Montmartre okkar staður og við mættum þar reglu- lega til að fá lífsfyllingu." Matthías var í stýri- mannaskólanum veturinn sem hann skrifaði bréfið, en fór að sigla með Gullfossi sumarið eftir og um leið og til Hafnar var komið var stormað uppí Store Regegade og hver var þá að blása annar en Dexter og hálfsmánaðar- lega hlustaði Matthías á vininn og fékk aldrei nóg: „Hann byijaði yfirleitt að spila um klukkan níu og blés til eitt og ef hann var í miklu stuði stóð sólóin fram- undir tvö.“ En heyrðist Dexter mikið á íslandi um þessar mundir? „Nei,“ segir Matthí' as. Ég heyrði fyrst í honum hér heima í djassþætti hjá Jóni Múla um 1974 og var yfir mig án- ægður og hrifinn að hann skyldi vera kominn í gamla góða útvarpið okkar. Fyrsta Dext- er-platan sem ég náði í var Go, Blue Note- skífan frá 1962, og Cheese Cakes varð uppáhaldssöng- urinn minn.“ Jón Múli sagðist hafa þekkt dálítið til Dexters fyrir 1950 en fyrst er hann fékk skífu hans með Karen Krog hafi hann hrifist af blæstrinum og það var sú skífa, Some Other Spring, sem Matthías heyrði í Ríkisútvarpinu. Eru engir píanistar hér? Þarna í Kaupmannahöfn varð til fyrsti vísirinn að Hinu íslenska Dexter-vinafélági, en nokkru norðar dvaldi' íslenskur píanisti um þessar mundir. Sá var Guðmundur Ingólfs- son, er farið hafði til Noregs að spila með Sigrúnu Jónsdóttur söng- konu. „Þegar því samspili lauk,“ segir Guðmundur, „hélt ég til Osló með alla vasa fulla af peningum og fékk herbergi á Hótel Atlantic í Ankersgötu og varð fastagestur á Metropol djassklúbbnum í sömu götu og svaf þar trúlega jafn mikið og á hótelinu. Þá var það eitt mánu- dagskvöld að ég varð fyrir þessum skemmtilegu ósköpum sem ég botna ekkert í enn þann dag í dag. Ég er staddur á Metropol og sit að sjálf- sögðu við barinn að ræða við þjón- inn sem var orðinn góðvinur minn. Ég ætlaði að hlusta á kvartett Dexters Gordons þarna um kvöld- ið, én hann var þá nýkominn til Evrópu frá Bandaríkjunum. Allt í einu æðir svartur maður inná barinn, allölvaður, og hrópar til barþjónsins: Éru engir píanistar hér?“ „Jújú,‘ svarar barþjóninn og bendir á mig. „Komdu," segir þá meistarinn og var ekkert að kynna sig heldur dró mig af barn- um uppá svið. Píanisti hans, bandar- ískur, hafði skyndilega veikst og verið fluttur á Dexter Gordon heillaði margan Islendinginn þegar hann lék hér og þambaði Svartadauða árið 1978

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.