Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 C 25 til ég heyrði Dexter aftur. Það var líka í Montmartre og kappinn dálít- ið óstöðugur á fótunum en spann gullþræði sveiflunnar af miklu ör- yggi. Ég var í borginni við sundið í ár og Dexter alltaf á næstu grös- um. Eitt sinn heimsótti skáldið Olaf- ur Ormsson mig og konu mína. Þegar meistarinn dó orti hann: Ég sá þig á vörubílspallinum/ég sá þig standa fremst á pallinum og sumar- ið var heitt./Þú óstöðugur með sax- afóninn og ekkert varð eins á eftir. Hvað var maðurinn að gera á vörubílspalli? Kann einhver að spyija en eins og Ólafur sagði eitt sinn í Jazzspjalli á Rás 2: „Einn dag í Kaupmannahöfn er allt í einu kom- inn vörubíll og fyrir framan hann situr mannfjöldinn. Hvaða snillingur er þama á ferð? Er þetta kannski Ellington? Er þetta kannski Basie? Nei, þetta var hinn guðdómlegi sax- afónsnillingur Dexter Gordon og með honum Ole Koch Hansen, Bent Jædig og þrír kassar af bjór og Dexter drekkur hvern bjórinn á fætur öðrum og við bíðum eftir inn- blæstrinum og hann kom og það var stórkostlegt." Jú, Dexter var að leika fyrir Kaupmannahafnarbúa á vegum borgarinnar og fór um helstu torg á færanlegu sviði sem dregið var af trukki. Ég sagði Dexter að hér skammt ¥rá sæti íslenskt skáld sem hann þyrfti að heilsa upp á. Dex hló hátt og mikið og sagði: „Ég er ekki gangfær núna en Bent getur vel gengið. Bent Jædig þú ert am- bassador minn. Farðu og heilsaðu upp á skáldið." Og svo varð. Dexter Gordon á íslandi Þegar Dexter Gordon dó var þess getið í öllum helstu fréttatímum al- vöru útvarps- og sjónvarpsstöðva — líka á íslandi. En eitt virtust ungu fréttamennirnir ekki vita. Dexter Gordon hélt mikla tónleika í Há- skólabíói á vegum Jazzvakningar í október 1978. Þá var hann fluttur til Bandaríkjanna og orðinn stjarna — að vísu ekki stjórstjarna — það varð hann eftir að hafa leikið í kvik- myndinni Round Midnight — og það var stórkostlegt er áheyrendur stóðu upp í lok tónleikanna og hylltu meistarann vel og lengi. Hann kom hingað snemma morguns og við Jazzvakningar-félagarnir biðum lengi eftir að hann kæmi út úr flug- vélinni. Loks birtist hann eftir að allir aðrir voru farnir frá borði með tveimur föngulegum flugfreyjum. Hann talaði bara dönskuna sína við mig og Sigurjón félaga minn, enda höfðum við báðir búið í Danaveldi. Það var ekki auðvelt að skilja hann en hafðist þó. „Hvar eru blaðamenn- irnir? Hvar eru ljósmyndararnir?“ spurði Dexter og hló. „Þeir væru hér eins og mý á mykjuskán ef Frank Sinatra væri að koma. Þetta er virðing pressunnar fyrir listinni!“ Svo vildi hann sjá hveri, en við gát- um bara sýnt honum heita lækinn sem rann í Öskjuhlíð. Hann var ánægður með það og dagurinn leið í miklum fögnuði og blaðamennirnir komu og ljósmyndararnir og meira að segja sjónvarpið og ég lofaði að kaupa handa honum flösku af Svarta dauða. En áður en tónleik- arnir byrjuðu faldi ég hana og hann fór tvisvar út af sviðinu í píanósóló að leita — í hléi fékk hann flöskuna og þá hló Dexter: „Hahahaha, Black death, sorte dod, jee.“ og drakk nið- ur að miða. Svo byijuðu tónleikarn- ir að nýju og hann blés ópusinn sinn Antabus. Dexter er ógleymanlegur öllum sem heyrðu hann og sáu og þó brennivínið komi oft við sögu í þess- ari grein -var hann oft edrú og þá blés hann best. En hann var einn af þeim örfáu sem gat náð í hæðir listrænnar túlkunnar þó vínandi rynni í æðum. Þegar Dexter kom til Evrópu varð hann undrandi á þeirri virðingu sem list hans var sýnd. Slíku átti hann ekki að venjast í Bandaríkjun- um og honum féllu evrópskir lifnað- arhættir vel. Ég sá Dexter síðast 1987, þá var hann orðinn fársjúkur, en blés samt. Hann kom í'ram nokkrum sinnum 1988 en ekki eftir það. Hér hef ég rakið fáein minning- arbrot mín og vina minna, en hver á sína sögu um Dexter — í það minnsta hver sem hlustar á góðan djass. LEIKLIST /Fyrir hvem erleikhúsib? Öðmvm leiklist sjúkrahús og þarna lék ég um kvöld- ið með Dexter, Teije Venaas á bassa og Ole Jacob Hansen á trommur. Ég hef sjaldan leikið með drukknari tenórsaxafónleikara en þetta mánudagskvöld og ég kunni hvorki haus né sporð á því sem leik- ið var en meistarinn heyrði minnst af því. Eftir þetta djamm þakkaði ég kærlega fyrir mig og sagði Dext- er númerið á hótelherberginu mínu og að hann gæti haft samband við mig um hádegi ef hann vantaði pían- ista. Klukkan níu næsta morgun er bankað á dyr hjá mér og þar er Dexter mættur, strokinn og fínn og einsog nýkominn af Sogni. Hann sagði mér að mæta á æfingu klukk- an tvö og ég spilaði með honum þessa viku og það var aldeilis maka- laust. Þetta var heill háskóli í djass- músík fyrir mig.“ Þjóðhetja í Köben Sá Evrópubúi sem mest og best hefur unnið með Dexter er Niels- Henning. Hann var aðeins sextán ára þegar samvinna þeirra hófst. Eitt sinn spurði ég Niels hvernig hefði verið að leika með Dexter: „Flestir einleikarar sem ég spilaði með á Montmartre á þessum árum voru aðeins í tvær vikur og þegar við vorum farnir að ná vel saman voru þeir farnir. Dexter bjó meira ogminna í Kaupmannahöfn og 1962 var hann ráðinn til að leika á Montmartre í heila þijá mánuði. Slíkt var óheyrt. Þetta gerðist ár eftir ár og þegar maður lítur til baka er það ótrúlegt að sami maður- inn hafi fyllt Montmatre þijá mán- uði í röð ár eftir ár. En það var heitt í kolunum í Kaupmannahafn- ardjassinum í þá daga og Dexter varð að lokum hálfgerð þjóðhetja. Dexter kallaði mig alltaf stjúpson sinn og sagðist hafa kennt mér allt! Ég sagði auðvitað þegar hann heyrði að hann hefði ekki kennt mér rassgat, en að sjálfsögðu kenndi hann mér mikið — hann kenndi okkur öllum mjög mikið — ekki bara þegar vel gekk heldur einnig þegar illa gekk. Ég kynntist öllum hliðum á Dexter og oft hafði ég meira gagn af því þegar hann skammaði mig en þegar hann hrósaði mér. Stundum var hann heldur illa fyrirkallaður en oft- ast blés hann eins engill. l’ryggvi Ólafs- son listmálari hefur búið í Kaupmanna- höfn í áratugi og hann hefur hlustað á Dexter oftar en flestir ef ekki allir aðrir ís- lendingar. „Dexter hefur magnað- asta brenni- vínsskrokk sem ég hef séð og þó að hann gæti varla staðið spilaði hann eins og draum- ur — það var alveg makalaust hvernig hann gat og tóná- herslurnar eins og hann leit oft út. En hann var nú ekki alltaf fullur. Hann bjó um tíma rétt hjá mér og þá hitti ég hann oft þegar hann var að kaupa í matinn eins og hver annar borgarbúi blá- edrú. Það var alveg svakalega gam- an að hlusta á liann Dexter. Hann var svo sjarmerandi grófur en um leið svo óskaplega fínn. Krassandi djassleikari Dexter Gordon.“ Á vörubílspalli Frá því að ég heimsótti Jazzhus Montmartre 1967 liðu sex ár þar NÝIR leikhópar spretta upp ár- lega með háleit markmið um að sýna „öðruvísi" og nýstárleg verk eftir höfunda, íslenska eða erlenda, sem erfiðlega hefur gengið að koma á framfæri. Hóp- arnir samanstanda gjarnan af yngstu kynslóð leikara og Ieik- stjóra, sem hafa ekki haft greiðan aðgang að hinum leikhúsunum. Með þessu móti skapa þau sér atvinnutækifæri, en líka grund- völl til að stunda sína listgrein frjáls og óháð. eftir Hlín Agnars- dóttur Flestir eiga hóparnir sameigin- legan viljann til að beita öðru- vísi vinnubrögðum en tíðkast innan „stofnana" — leikhúsanna — bæði hvað varðar leikstíl og túlkun, rekstur og stjórn. Ekki þarf að tíunda hér hús- næðisvanda þess- ara leikhópa, yfir- leitt sýna þeir við frekar frumstæðar aðstæður í kjöllur- um og háaloftum (sem mörgum finnst voða sjarmerandi og viðeig- andi). Húsnæðið rúmaroftast innan við 100 manns í sæti og við það skapast meiri nálægð við áhorfend- ur en í stærri leikhúsum, sviðsetn- ing og leikur verður áleitnari. Þetta, ásamt frumlegu verkefnavali, er það sem gerir sýningarnar „öðru- vísi“ og forvitnilegri fyrir þann áhorfendahóp, sem sækir þessar sýningar. Eins og fram kom í síðasta pistli, hjá einum aðstandenda litlu leik- hópanna, þá hefur aðsókn verið með versta móti upp á síðkastið, ekki aðeins hjá þessum tiltekna leik- hópi, heldur í öll leikhús í höfuð- borginni, a.m.k. frá frá áramótum. í Skeifunni 3c, þar sem flestir litlu hópanna hafa haft aðstöðu, rúmast 67 manns í sæti. Sjaldnast er þó leikið þar fyrir fullu húsi, stundum fer aðsóknin jafnvel niður fyrir 30 manns. Aðeins einu sinni hefur tek- ist að fylla húsið á hverri sýningu — en það var á „Sjúk í ást“ eftir Sam Shepard, sem sýnt var 32 sinn- um af leikhópnum „Annað svið“ sl. haust. Þrátt fyrir mikla fjölmiðla- umijöllun, stanslausar auglýsingar og kynningar (sem ásamt húsaleig- unni er stærsti útgjaldaliður leik- hópanna), svo ekki sé minnst á góða dóma gagnrýnenda — þá koma áhorfendur ekki, a.m.k. ekki nógu margir til þess að viðkomandi sýningar standi undir sér fjárhags- iega. Margir hópanna ramba því á barmi gjaldþrots og meðlimir þeirra verða fyrir persónulegu eignatapi. Það eru margar skýringar á lofti hjá leikhúsfólki varðandi minnkandi leikhúsaðsókn. Ein er þessi um sam- keppnina við aðra miðla eins og bíó, sjónvörp, myndbönd. Onnur er almennt peningaleysi í þjóðfélaginu, þ.e. fólk hefur ekki efni á að fara í ieikhús (eða ver því litla sem af- gangs er í aðra skemmtun). Enn önnur er kenningin um að ekki hafi verið lögð nægileg rækt við að ala yngri kynslóðir upp við leik- hússókn. Eitt er víst: íslenskt leik- hús er í alvarlegri kreppu í dag, það nær ekki til áhorfenda í bili. Sama kreppan blasir við öllum. Þessari staðreynd verða litlu leik- hóparnir jafnt sem stóru leikhúsin að kyngja. Sýningar hjá Borgai’leik- húsi og Þjóðleikhúsi hafa verið felldar niður vegna lélegrar aðsókn- ar seinni hluta vetrar. Borgarleik- húsið opnaði með pomp og prakt sl. haust með alíslenska dagskrá, leikrit sem aldrei áður höfðu séð dagsins ljós. Leikfélagsmenn voru bjartsýnir á góða aðsókn og héldu að fólk myndi streyma í leikhúsið, ef ekki vegna góðra sýninga, þá a.m.k. fyrir forvitni sakir. Þjóðleik- húsið hefur goldið fyrir afar nei- kvæða og þreytandi umræðu um endurbætur og viðgerðir, þar sem minnihluti listamanna hefur reynt að tefja og þæfa framkvæmdir og> ijúfa samstöðu. Upp er runninn tími, þar sem spyija verður hvort og hvernig leik- húsið, (lítið eða stórt, fijálst eða ríkisrekið, tilrauna eða hefðbundið); ætlar sér að ná til áhorfenda? I markaðs- og auglýsingaþjóðfélagi nútímans verður að „drösla" fólki í leikhús — allt of fáir fara að eig- in frumkvæði — leikhús höfðar ekki til almennings á sama hátt og áður. Um leið vakna ýmsar samvisku- spurningar um verkefnaval og til- gang leiklistarinnar, sem allt þenkj- andi leikhúsfólk hlýtur að svara, ef ekki innan eigin hóps, þá hver fyrir sjálfan sig; fyrir hvern er ver- ið að leika? Getur verið að leikhúsið í dag sé orðið svo sjálfliverft og leiðinlegt, að það hafi hreinlega gleymt mikilvægasta þætti sínum, áhorfendum og um leið áhorfendur leikhúsinu? Litlu leikhóparnir — samanstanda gjarnan af yngstu kynslóð leikara og leikstjóra, sem hafa ekki haft greiðan að- gang að hinum leik- húsunum. Með þessu móti skapa þau sér atvinnutækifæri, en líka grundvöll til að stunda sína listgrein fijáls og óháð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.