Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 KEIIJUSUUMORDIN f ROSTR RÍKU Ósnortinn regnskógur. Úr þokuskóginum í Monteverde. regnskógaijaðrinum. árangur, einfaldlega vegna þess að, þjóðgarðarnir verði arðbærari en nautakjötið. U mhverfísferðamennska Kosta Ríka er í fararbroddi í því sem nefna mætti umhverfísferða- mennsku. Ferðamannaiðnaðurinn er nú önnur eða þriðja helsta tekju- lind landsins og margir spá því að hann verði innan skamms arðbær- ari en kaffi, sem er helsta útflutn- ingsvaran. íbúar norðurhvels sem hafa vaxandi áhuga á eyðingu regn- skóganna koma til landsins til að skoða þessi undur áður en það er um seinan — og kannski að liggja á strönd í leiðinni. Manuel Antonio-þjóðgarðurinn er gott dæmi um hvernig náttúru- vernd og ferðamannaiðnaður geta farið vel saman. Þar er hægt að synda í ylvolgu Kyrrahafinu í skjóli fyrir úthafsöldunni og liggja á hvít- um sandi undir pálmatrjám. Allt í kring eru skógivaxnar hæðir með vel merktum göngustígum, ólíkt geðslegra umhverfi en olíupálmarn- ir allt í kring um þjóðgarðinn. Þeim Regnskógar hitabeltisins eru taldirvera heim- ili yfir helmings allra dýra- og jurtategunda jarðarinnar. Þeír hafa dafnað og þróast í tugmilljónir óra ó meðan ísaldar- jöklar hafa reglulega lagt dauða hönd ó tempruðu löndin ó norð- ur- og suðurhveli. Regnskógarnir hafa verið líftrygging jarðarinnar og helsta orkuver þróunarinnar, þangað sem meðal annars maður- inn ó ættir sínar að rekja. Ef við eyðum þessum fóstur- stöðvum okkar - sem tæki um 40 ór miðað við núverandi af- köst - myndum við ekki einung- is valda stórkostlegri röskun ó gróðurfari, veðurfari og vatnabú- skap jarðarinnar með ófyrirsjóan- legum afleiðingum. Við hefðum valdið aldauða milljóna lífsforma, sem væri umfangsmeiri en þegar risaeðlurnar dóu út og væri eitt versta ófall sem lífið ó jörðinni hefði nokkru sinni orðið fyrir í þriggja milljarða óra sögu sinni. Frá frumskógi til eyðimerkur . Kosta Ríka var regnskógi vaxin milli fjalls og fjöru þegar fyrstu Evrópumennirnir komu þangað fyr- ir nærri 500 árum. Þrátt fyrir að hart hafi verið gengið á-hann býr þetta litla land — sem er um helm- ingur íslánds að stærð — yfir fjöl- breyttara dýra- og jurtalífí en flest önnur svæði á jörðinni. A nesi á stærð við hálfan Reykjanesskagan'n er að finna fleiri fuglategundir en í Bandaríkjunum og Kanada sam- anlagt. Eyðingin er alis staðar sjáanleg þegar ferðast er um fjöllótt landið. Skógartætlur hanga í hæðum og hlíðum, ekki ósvipað og í Þórsmörk, þó að bæði landslagið og gróðurfar- ið sé stærra í sniðum. í hæðar- hryggjunum sést í moldarbrúna kviku landsins, sem verður roföflun- um auðveld bráð þegar hlíf tijánna nýtur ekki lengur við. Beitilandið rýrnar á örfáum árum og því verð- ur sífellt að ganga á skóginn. Að vísu er hægt að Iengja nýtingartíma landsins í nokkur ár með sífellt Bölvaldurinn. Beljur á beit í stærri skammti af tilbúnum áburði, en ofnotkun á honum hefur drepið líf í mörgum ám og vötnum og eyðilagt flest eða öll kóralrif undan ströndum landsins. Kosta Ríku-búar eru farnir að gera sér grein fyrir að skógareyð- ingin er orðin meira böl en blessun. Um 11% landsins hafa nú verið tekin frá sem þjóðgarðar og um fjórðungur þess nýtur einhvers kon- ar verndar. Þetta er nærri því að vera einsdæmi í heiminum. Eyðingin heldur áfram utan verndarsvæðanna, en þess hefur verið gætt að hvert eitt af hinum fjölbreytilegu vistkerfum landsins sé varðveitt. Ef í harðbakkann slær ættu þjóðgarðarnir að minnsta kosti að verða lifandi „söfn“ um veröld sem var, eins og Bæjarstaða- skógur er sýnishorn af óskemmdu íslandi. Chris Wille, bandarískur blaðamaður og umhverfísverndar- sinni, sem nú býr á Kosta Ríku, telur að nautgripaeigendur muni þrýsta á að fá að félla verndaðan skóg eftir fimm ár eða svo. Það muni hins vegar líklega bera lítinn McDonalds í miðborg San José. Eru hamborgararnir ógnun við lífkeðju jarðarinnar? I sem leiðist hefðbundinn strandlifn- aður til lengdar geta valsað þar um og skoðað dýra- og jurtalíf staðar- ins, sem er sannkallað undur. Stórvaxnar ígúana-eðlur baka sig í sólinni á ströndinni eða bíta lauf uppi í tijánum. Þolinmóðir nátt- úruskoðendur sitja hjá blómum í von um að sjá kólibrífugla og fiðr- ildi í návígi. Vinsælastir allra eru samt aparnir, sem eru óhræddir við frændur sína og þiggja jafnvel var- færnislega ávexti úr höndum þeirra. Strandgestir flykkjast að tijánum þegar apahópar fara hjá til að fylgjast með ótrúlegri. fími þeirra þegar þeir sveifla sér milli greina með fjórum höndum og gri- prófu. Hvíthöfða-apar eru líka ein- staklega greindarlegar skepnur, og maður spyr sig ósjálfrátt hver sé að fylgjast með hveijum þegar maður horfist í augu við þá. Sænsk börn kaupa regnskóg Það er auðvelt að skilja hvers vegna sólþyrstir norðurhvelsbúar koma til Manuel Antonio, en frið- landið í Monteverde, eða Græna- fjalli, dregur að sér annars konar .ferðamenn. í Monteverde er að finna svokallaðan skýjaskóg, eða þokuskóg, en aðeins eru fimm slík- ir verndaðir í heiminum og er Monteverde talinn best varðveitti og aðgengilegasti af þeim öllum. Skógurinn er í 1500-1800 metra hæð, í fjallshryggjunum sem skilja að vatnasvæði Antlants- og Kyrra- hafsins. Atlantshafsmegin og áveð- urs hangir eilíft ský sem vökvar skóginn með fínum úða, en hinum megin er þurrara og sólríkara. Þokuskógurinn er undarleg ver- öld, og það er auðvelt að ímynda sér að hann hafi lítið breyst frá því að risaeðlurnar réðu ríkjum. Allir tijábolir eru þaktir grænum mosa og sníkjuplöntum, og sumir eru umluktir vafningsviði eins og kyrki- fíkjunni, sem klifrar upp eftir stofn- inum, breiðir úr sér þegar hún nær upp í Ijósið og drepur stoðtréð að lokum. Risaburknar og aðrar ljós- fælnar plöntur una sér vel fyrir neðan laufkrónur tijánna. Það er erfiðara að sjá en heyra dýralífið í þokunni, en það dregur samt ekki úr áhuga hinna fjölmörgu fuglaskoðara, sem þramma um með kíki og reyna að bera kennsl á ein- hveija af hinum 320 tegundum staðarins. Draumurinn er að sjá Quetzal-fuglinn, sem Aztekar töldu heilagan, og margir telja fegursta fugl Ameríku. Hann er skærgrænn með eldrauða bringu og hálfs metra langar stélfjaðrir til skrauts, og er orðinn svo sjaldgæfur að aðeins eru tveir stórir stofnar eftir; í Monte- verde og á fjalli einu í Guatemala. Monteverde var óþekktur sem ferðamannastaður fyrir nokkrum árum, en nú heimsækja 20.000 manns staðinn árlega og fer fjöldi þeirra ört vaxandi. Friðlandið er líka frábært dæmi um hvað sam- vinna innfæddra og erlendra nátt- úruverndarmanna, og alþjóðlegt átak geta verið árangursrík. i Stærstur hluti friðlandsins hefur i verið keyptur af nautgripabændum fyrir fé sem hefur verið aflað með söfnunum í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Ekra lands kostar 60 dollara — eða um 3.600 krónur — og fá „eigendur" skjal í hendur til stað- festingar kaupunum, en þeir fela síðan náttúruverndarsamtökum að sjá um vernd og rekstur svæðisins. Hluti af Monteverde hefur verið nefndur „regnskógur barnanna", þar sem hann var keyptur fyrir fé sem skólabörn í Svíþjóð söfnuðu og sendu til Kosta Ríku. Ávextir og eðluborgarar Slík viðleitni er virðingarverð, en hún leysir þó varla allan vanda regnskóganna. íbúar þriðja heims Ianda hitabeltisins verða að reyna að finna leiðir til að nýta auðlindir regnskóganna á hagkvæman hátt. Rannsóknir hafa Ieitt í Ijós að vel nýttur regnskógur getur gefið af sér allt að tvöfalt meira verðmæti en nautgripir af beitilandi, með því að rækta þar ávexti og hnetur og nýta harðviðar- og gúmmítré. Það mun hins vegar væntanlega taka einhvern tíma að hrinda ,slíkum búskap í framkvæmd í stórum stíl og á meðan mun skyndigróðasjón- armið skyndibitaiðnaðarins verða ofan á. Nautgriparækt er fimmti arð- bærasti atvinnuvegurinn í Kosta Ríku, en hún er gífurlega landfrek. Tæpar 3 milljónir nautgripa bíta yfir þriðjung landsins. Frjósamasti jarðvegurinn — sem fær reglulega steinefna„vökvun“ frá átta virkum eldfjöllum — hefur fyrir löngu verið tekinn frá fyrir kaffi- og banana- rækt, og því hafa nautabændur fárra kosta völ en að ryðja nýjan s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.