Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 C 13 Viðurlög — sem heimilt er að beita fanga fyrir brot á reglum fangeis- ins eru talin áminning, svipting réttinda sem fangar annars almennt njóta samkvæmt lögunum eða reglugerðum, svipting vinnulauna og einangrun í allt að 30 daga. LÖGFRÆÐI/:>Vo/ á mannréttindasáttmála Evrópu? Agaviðurlög ífangelsum ÞANN 16. febrúar sl. stóð Orator, félag laganema við Háskóla ís- lands, fyrir stuttu málþingi um meðferð opinberra mála á íslandi. Meðal þeirra sem tóku til máls á málþinginu var Örn Clausen hæstaréttarlögmaður. Hann gerði m.a. að umtalsefni nýleg lög um fangelsi og fangavist, nánar tiltekið 1.48/1988, einkum ákvæðin um viðurlög við agabrotum fanga. Akvæðin um agabrot fanga og öryggi í fangelsum er aðallega að finna í IV. kafla laganna. Þar er að finna fyrirmæli um upptöku ýmissa muna sem fangar hafa í fórum sínum éða komast yfir síðar, þar á meðal eru vímuefni. Þá er að finna heimildir til að leita á föngum og taka úr þeim þvag og blóðsýni ef grunur leikur á að þeir hafi á sér eða innvortis efni eða hluti sem þeim er bannað að hafa í fangelsi. I 26. gr. kemur fram hvers kyns viðurlögum heimilt er að beita fanga fyrir brot á reglum fangels- ins. Þar eru talin áminning, svipt- ing réttinda sem fangar annars almennt njóta samkvæmt lögunum eða reglugerðum, svipting vinnu- launa og einangrun í allt að 30 daga. Það voru einkum ákvæðin um einangrun sem ollu hæstaréttar- lögmanninum heilabrotum. í 3. mgr. 26. gr. segir að sá tími sem farigi er í einangrun teljist ekki til refsitímans. Nánari fyrirmæli um þetta er síðan að finna í 6. mgr. 26. gr. þar sem segir: „Einangrun má ekki lengja fangavist um meira en þriðjung dæmds refsitíma, nema samþykki Fangelsismála- stofnunar sé fengið og aldrei um meira en helming. í 4. mgr. kemur fram að forstöðumaður fangelsis ákveði viðurlög. Áður en hann tek- ur ákvörðun ber honum að ganga úr skugga um hvernig broti var háttað með því að yfirheyra fang- ann og með annarri rannsókn eftir aðstæðum. Þess ber að geta að brot fanga innan fangelsisveggj- anna getur að sjálfsögðu verið þess eðlis að það sé sjálfstætt hegningarlagabrot, en um meðferð þess eftir almennum reglum um meðferð sakamála. Það er eðlilegt að menn spyiji hvort framangreind ákvæði fang- elsislaganna séu samrýmanleg grundvallaiTeglum opinbers réttar- fars hér á landi og hvort ekki sé hreinlega um að ræða brot á mann- eftir Davíð Þór Björgvinsson réttindasáttmála Evrópu. í því sambandi má einkum benda á tvennt. í fyrsta lagi þá reglu að einangiunarvist sem forstöðumað- ur stofnunar hefur ákveðið_ skuli ekki teljast til refsitímans. í öðru lagi gera framangreindar reglur ekki ráð fyrir neinum málskots- rétti til handa fanganum, hvorki til dómstóla né annarra stjórn- sýsluaðila, né er mælt fyrir um rétt hans til að hafa sér til fullting- is lögfræðing. Þegar fyrrnefnda atriðið er skoðað frekar er ljóst að það felur í sér að fanga er ák- vörðuð refsivist af forstöðumanni stofnunar án þess að fjallað sé um málið fyrir dómstólum. Þau ákvæði mannréttindasátt- málans sem hér koma til skoðunar eru einkum 5. og 6. gr. I a-lið 1. tl. 5. gr. er gert ráð fyrir að því aðeins verði menn sviptir frelsi að um sé að ræða „löglegt varðhald manns sem dæmdur hefur verið sekur af þar til bærum dómstóli". Af öðrum ákvæðum 5. gr. er ljóst að gert er ráð fyrir því sem megin- reglu að menn verði ekki sviptir- frelsi nema menn eigi þess kost að fá skorið úr um lögmæti frelsis- skerðingarihnar af þar til bærum dómstól. í c-lið 1. tl. 6. gr. segir að hver maður sem borinn er sök- um um refsivert athæfi skuli hafa rétt til að veija sig sjálfur eða kjósa sér veijanda. Hafi hann ekki efni á því að greiða fyrir lögfræðiaðstoð skal hann fá hana ókeypis, ej' rétt- arsjónarmið krefst þess“. í ljósi þess sem hér hefur verið sagt verð- ur að teljast hæpið að framan- greind ákvæði fangelsislaganna séu samrýmanleg ákvæðum mann- réttindasáttmála Evrópu. Frá gildistöku núgildandi laga hefur einangrun verið beitt nokkr- um sinnum án þess að hún teldist með refsitímanum. Það er í sam- ræmi við orðalag ákvæðisins, sem virðist gera ráð fyrir því sem meg- inreglu að einangrun dragist ekki frá refsivist. Því má segja að for- stöðumenn fangelsa og Fangelsis- málastofnun hafi ekki átt um neitt að velja í þessu efni. Það er tíma- bært að löggjafínn taki lagaákvæði þessi til endurskoðunar. \\S\HOÍ./Talaþeir mörgum tungum? Mállýskur háhyminga HÁHYRNINGAR eru áhuga- verðar skepnur sem búa yfir margvíslegum hæfíleikum sem lengi hafa vakið áhuga manna. Sérstaklega áhugaverð er spurningin um hæfileika þess- ara skepna, svo og annarra hvalategunda, til þess að tjá sig og hafa annarskonar samskipti sín á milli. I dag eru flestir fræðimenn sammála um að hvalir geti skipst á upplýsing- um, jafiivel þó ágreiningur sé um það hvort um sé að ræða vitræn eða eðlislæg samskipti. Nýlegar niðurstöður kanadiska vísindamannsins Johns Fords munu líklega varpa nýju ljósi á ýmsa þætti þessa vandamáls. Ford hefur komist að því að háhyrningar „tala tungum“ sem geta verið svipaðar mállýsk- um eins tungumáls eða jafn ólíkar og tvö fjarskyld tungumál. Niður- stöður þessar skipa háhyrning- urh í þann fá- menna flokk spendýra sem geta frá sér hljóð sem eru ekki ákveðin á grund-^ velli erfða. John Ford sem starfar í sædýrasafninu í Van- couver og hefur rannsakað há- hyrninga í meir en áratug segir að mállýskur dýranna saman- standi af blístri og köllum sem þau nota til að hafa samskipti sín á milli neðansjávar. Þessi hljóð eru allt annars eðlis en hljóðbylgj- urnar sem háhyrningar nota til staðsetningar hluta með bergmál- smiðun. Háhyrningar eru stærstu með- lirnir höfrungaijölskyldunnar. Þeir eru í flestum höfum heimsins og eru til að mynda mjög algeng- ir við strendur Islands og Kanada. Ford hefur fylgst sérstaklega náið með ákveðnum hópi háhyrninga sem telur u.þ.b. 350 dýr sem eftir dr. Sverri Ólafsson dvelja um allt árið við Vancouve- reyjar við vesturströnd Norður- Ameríku. Hópurinn skiptist í tvö samfélög sem búa í stöðugu ná- grenni hvort við annað og talar Ford um þau sem norður- og suð- urhópinn. Hóparnir tveir eru misstórir, 16 fjölskyldur í norðurhópnum en einungis þijár í þeim syðri. Vistar- svæði hópanna eru nokkuð vel afmörkuð og dvelur norðurhópur- inn á svæðinu frá vesturströnd Vancouver-eyja og norður af landamærum Alaska. Suðurhóp- urinn dvelur nær eingöngu í Ge- orgíu-sundi á milli Vancouver- eyja og meginlands Kanada og alla leið suður af Gray’s Harbour við Aherdeen á vesturströnd Kanada. Flest hljóð sem háhyrningar senda frá sér eru á því tíðnibili sem mannlegt eyra getur greint. Þetta gerir upptöku hljóðanna auðveldari en ella, en hún var framkvæmd með neðansjávar- hljóðnema sem komið var fyrir rétt undir yfirborði sjávar. Hljóðin voru síðan send í gegnum magn- ara áður en þau voru tekin upp á segulband. Ford hefur tekist að flokka hljóð hópanna í mismunandi „mál- lýskur". Hann hefur komist að því að hver fjölskylda gefur frá sér að meðaltali 12 aðskilin hljóð- merki sem eru mismunandi frá fjölskyldu til fjölskyldu. Eins eru þessi hljóð mjög frá- brugðin þeim hljóðum sem aðrar hvalategundir senda frá sér. Hver hvalur getur framkallað allan hljóðforðann sem er einkennandi fyrir þá fjölskyldu sem hann til- heyrir. Flest hljóðmmerki eru not- uð einungis innan ákveðinnar fjöl- skyldu jafnvel þó stundum séu örfá hljóðmerki sameiginleg með tveimur eða fleiri fjölskyldum. Hver kynslóð einnar fjölskyldu virðist læra hljóðmerkjaforðann frá eldri kynslóðum og því telur Ford að fjölskyldur sem búa yfir nokkrum sameiginlegum hljóð- merkjum séu af sama stofni. Á grundvelli mögulegra þróunar- tengsla á milli mállýskna og fjöl- skyldna hefur Ford reynt að áætla hvað það tekur langan tíma fyrir ákveðna, sjálfstæða mállýsku að verða til. Hann telur að þetta taki mjög langan tíma, að öllum líkind- um margar aldir og því sé trúlegt að sumar mállýskur séu mörg þúsund ára gamlar. Enn sem komið er hefur Ford ekki tekist að finna ákveðin tengsl á milli hljóðmerkja og háttemis og getur því ekki, enn sem komið er, ráðið í hugsanlega merkingu þeirra. Þetta er það viðfangsefni sem hann langar að vinna að í framtíðinni. v_t HÁMARKSGREIÐSLUR vegna sérfræóilæknishjálpar Frá 1. maí 1990 til ársloka skulu hámarksgreiðslur sjúkratryggðra, annarra en elli- og örorkulífeyrisþega, vegna sérfræðilæknishjálpar, röntgengreininga og rannsókna, miðast við kr. 8.000,- Gegn framvísun kvittana fyrir greiðslum þessum hjá skrifstofu Tryggingastofn- unar ríkisins, Tryggvagötu 28, Reykjavík, fá sjúkratryggðir skírteini, sem undan- þiggja þá frekari greiðslum til áramóta. Kvittanir skulu, auk nafns útgefanda, bera með sér tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kennitölu hins sjúkratryggða. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.