Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 í fjöímiðlum ■ EIRÍKUR Jónsson, dagskrár- gerðarmaður á Aðalstöðinni, er nú í tveggja mánaða leyfi til að sinna ritstörfum. Önnur bók hans er nú í smíðum austur í Hallormsstaða- skógi þar sem hann dvelur í sumarbú- stað ásamt fjöl- skyldu sinni. Eins og kunnugt er skrifaði Eiríkur bók um Davíð Oddsson borgarstjóra er út kom fyr- irsíðust" iúl. Eiríkur vill ekkert láta uppi um ci'ni nýju bókarinnar, en að öllum l$k:udum er þar á ferðinni ann- aðhvort ævisaga eða heimildarit þó það sé ekki fuilsannað. Samkvæmt heimildum er það eitt víst að bók þessi mun ekki skrifuð í óþökk neins. Eiríkur heyrist ekki á öldum ljósvak- ans fyrr en í júlímánuði og nýja bók- in er væntanleg á næsta jólabóka- niarkað. Utvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar, Bjarni Dagur Jónsson, mun ieysa Eirík af hólmi á morgnana og fær morgunþátturinn nú töluvert annað yfirbragð. Hann verður lengdur um einn tíma og stendur því frá 7.00 til 10.00 og verðurýmsum smærri þátt- um fléttað inn í hann. Þannig mun Heiðar Jónsson snyrtir koma inn með þátt sinn „Heiðar, heilsan og hamingjan", Cecil Haraldsson flyt- ur morgunandakt og fenginn verður gestur dagsins til að líta yfir fréttir dagsins með Bjarna Degi. EIRÍKUR JÓNSSON FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Agaleysisdeild) Það á ekki af bandaríska geim- sjónaukanum Hubble að ganga ... Honum var gert skylt að finna ákveðnar þekkt- -ar stjörnur en honum mistókst verkið. — DV 9/5. Börn og ofbeldi: SKULD MANNSINS SKELLT Á SJÓNVARP í RANNSÓKN einni sem gerð var fyrir um einum og hálfum áratug voru börnum sýndar ofbeldisfullar teiknimyndir. Börnin voru í mis- miklu tilfinningalegu jalhvægi, — sum eðlileg, önnur sálarlega sködd- uð. I ljós kom að eftir „skemmtunina“ höfðu flest börnin betri stjórn á árásargirni sinni. Hins vegar þau börn sem voru í minnsta sálar- jafnvægi urðu ofbeldisfyllri og árásargjarnari og reyndu gjarnan að nota þau hin sömu brögð og sýnd voru í myndunum. En hvað segja þessar niðurstöður okkur? Fyrst og fremst það að sjónvarpið heldur aðstæður og persónugerð barnanna, sem mótast m.a. af heim- ili og foreldrum. Einn kunnasti barnasáifræðingur okkar tíma, Bruno Bettelheim, sem lifði af dauðabúðir nasista en féif fyrir eigin hendi fyrir tæpum tveimur mánuðum, heldur því einmitt fram í síðustu bók sinni að hin raunverulega hætta við sjónvarp sé ófullkomleiki mannsins. Það er mikill misskilningur að áhrif kláms og ofbeldis í sjónvarpi á börn séu sannan- leg. Niðurstöður rannsókna stang- ast mjög á og sjaldnast staðfesta þær orsakatengsl. Kennirigar sem settar hafa verið fram um áhrif sjónvarpsáhorfs á hegðun barna byggja á ályktun- um og túlkunum, — umræða um þessi mál á því að vera rökræða sem vísar út í hafsauga kreddum á borð við það að mikið gláp á glæpi eða kossaflans örvi óhjákvæmilega áhorfendur til þess sama athæfis. Bettelheim bendir á að siðferðis- postular (má lesa sem Konur gegn klámi) hafa alltaf haft horn í síðu þess forms vinsælla afþreyingar- menningar sem eru hvað nýjust og mest áberandi. Hann segir að form fjöldamenningar sé litið grunsemd- araugum þangað til annað nýrra og „verra“ kemur fram á sjónar- sviðið. Hann bendir á máli sínu til stuðnings að kvikmyndir og teikni- myndablöð hafi .verið mannskemm- andi þar til sjónvarpið kom til sög- unnar. Þeir fullorðnu sem ólust ekki upp við tiltekinn miðil, og þekkja því ekki af eigin raun hvern- ig unnt er að njóta hans á sak- lausan hátt, eru iðulega fyllri vand- BAKSVIÐ eftir Ágeir Fridgeirsson Böm verða að þroska rátta afstöðu til of- beldis. Leiðin til þesserekki ad loka augunum fyrir því Búi foreldrar börnum þær aðstæður að þau horfi sleitu- laust á klám og ofbeldi án þess að ræða við þau um siðgæði inn- taksins, er hægt að kenna imbakassanum um efáhorfið hefúr miður góð áhrif. g4rans!“ hrópaði hetjan g er hræddur um að ég verði að hallast á sveif með þessum löndum okkar sem seilast til pennans annað slagið til þess að viðra þá bjargföstu skoðun sína hér á síðum Morgun- blaðsins meðal annars að þýð- endum sjónvarpsefnis (og myndbanda og kvikmynda raunar líka) séu ærið mislagð- ar hendur skulum við segja. Að vísu er ég ekki jafnsáttur við þá alla, þessa sínuddandi en einlægu varðhunda íslensks máls ef svo mætti orða það. Sumir gætu að skaðlausu tamið sér ögn meiri hógværð og umburðarlyndi, einn eða tveir virðast hálf- gerðir sérvitringar og svo eru menn á stundum ákafari en góðu hófi gegnir og sjá fyrir bragðið óþarflega marga drauga í óþarflega mörgum hornum. En svona á heildina litið er samt mörg athuga- semdin þessara manna bæði gagnleg og tímabær; og ef .einhveijum finnst nuddið þreytandi á stundum og jafn- vel jaðra við þráhyggju þá mega menn ekki gleyma því að auk þess sem sjónvarpið er vitanlega eitthvert magn- aðasta fræðslutækið sem sög- ur fara af þá getur það því miður líka verið eitt svæsn- asta forheimskunartólið. Ef við látum augljósar þýð- ingarskekkjur liggja á milli hluta að sinni þá hygg eg að það ergi mig einna mest, hve sumir þýðendur hafa ömur- legt málskyn. Hér eru þó þýð- endur myndbanda (sem sýn- ast á stundum nánast jafn- margir böndunum) yfirgengi- lega verstir. Hroðinn sem þeir bera á borð fyrir okkur sumir getur raunar naumast heitið íslenska. Og ef einhver and- varpar nú að vissulega sé þetta alveg satt en að við þessu sé bara ekkert að gera, þá svara ég þvf til að það mætti að minnstakosti skikka útgefendur ósómans til þess að merkja hann rækilega höf- undunum og heist að gera þeim að birta flennistórar myndir af þeim að auki, öðr- um til viðvörunar. — Og segið svo að ég hafi ekki sjálfur tamið mér þá hógværð og umburðarlyndi sem ég var að ýja að hér efra að menn skyldu hafa að leið- arljósi. Það er of algengt að þýð- endur sjónvarpsefnis geri lítinn sem engan greinarmun á leiknu efni annarsvegar og svo á hinn bóginn á fræðslu- þáttum ýmiskonar og afþrey- ingar. Þeir virðast alls ekki átta sig á því hvílíkur regin- munur er á rituðu máli og töluðu — nema þeir kæri sig þá kollótta. Sjónvarpspersóna sem tjáir sig á ritmáli kemur vitaskuld sjálfkrafa ankanna- lega fyrir. „Sveinninn er ég elska var farinn er ég kom,“ láta þýðendur af þessu tagi aumingja veslings hijáðu stúlkukindina emja gegnum táraflóðið eða því sem næst. En það er af mér að segja að þegar manneskjurnar á Skjánum byija að þylja okkur raunir sínar með fyrrgreind- um hætti þá hneigist ég til þess að forða mér í háttinn. Stundum er það í þokkabót á okkur lagt að þýðandinn sé haldinn þvílíkri ofurást á „vönduðu“ máli að maður gæti þessvegna legið í bælinu árið um kring. Sá forhertasti sem ég man eftir í svipinn, en nú virðist að vísu sestur í helgan stein, hafnaði „töku- orðum“ eins og þau lögðu sig. Ég stóð hann meira að segja oftar en einu sinni að því að afneita sígarettunni. „Gefðu mér vindling," urruðu morð- ingjarnir hans samviskusam- iega þegar þeir voru ekki að kála náunganum. Þá er þess að geta að hundeltur flótta- maður í harðsoðnum reyfara var látinn hrópa „árans“ fyrir skemmstu þegar útlitið var sem svartast; hvað er að sönnu ugglaust góð og gild íslenska en féll samt ekki að mínu viti beinlínis að efninu eins og flís að rass, svona miðað við aðstæður og per- sónur. í þessari sömu mynd seild- ist hinn háttprúði þýðandi líka til orðsins „ginnhelgur". „Réttur okkar er ginnhelgur," var einn hinna ofsóttu látinn veina í örvæntingú sinni þeg- ar hringurinn þrengdist enn. Ég ætla að þetta sé svo sem líka hin dægilegasta íslenska rétt einsog áranið. En skelfing verður dramatíkin samt kostuleg í spennumynd af þessu tagi þegar garparnir taka til við að beija lóminn á þennan hátt. Og hve margir þeirra sem sátu við sjónvarpið þetta kvöld skyldu hafa snúið sér að sessunaut sínum og spurt hæversklega: „Þú ert ekki með Blöndat á þér?“ Nú fer ég senn að hætta. Svona í lokin langar mig samt að koma þeirri eindregnu skoðun minni á framfæri að sæmileg þekking á tungumál- inu, sem þýtt er úr, ásamt með skammlausum tökum á móðurmálinu, dugi þýðandan- um skammt ef hann er ekki líka allvel lesinn og þá ekki síst í mannkynssögu. Menn skyldu að minnstakosti þekkja takmörk sín og vera ólatir við að slá upp í kunn- ingjum og fræðiritum. Það gengur til dæmis ekki í sjón- varpsmynd um grimmdarverk nasistanna að rugla saman böðlum og fórnarlömbum. Það er einfaldlega of nötur- legt. „Kapo“ var sá fanga- búðalimur kallaður sem settur var yfir þjáningabræður sína sem einskonar flokksstjóri; en hann var fangi einsog þeir allt um það. í íslenska textan- um með fyrrgreindri mynd hétu þessir veslingar „fanga- búðastjórar"! En það er mál að slá botn- inn í þetta einsog ég sagði áðan. Naumast þarf að taka fram að þama innanum og' samanvið í þýðendaskaranum er vitanlega margt góðra manna. Þeir hæfu mega ein- faldlega gjalda skussanna, hvað er svosem ekki nýtt. Þessum mönnum til hug- hreystingar — og ennfremur til þess þeir fyllist nú ekki minnimáttarkennd og fari jafnvel á taugum — skal hér- með játað undanbragðalaust, að stéttin undirritaðs og sú sem kennd er við blaðamenn á svosem líka sína vandræða- gemsa. Hér er nýjasta afrekið eins sem stóð víst í þeirri trú að hann væri að böggla saman slarkfærri setningu: „Um það hvort til standi að Reykjavíkurborg byggi gleryfirbyggingu yfir torgið segir Þorvaldur það ekki standa til.“ Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.