Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990
„Að hittast og gleðjast hér um
fáa daga. Að heiisast og kveðjast
það er lífsins saga.“
Já, svona er lífið, maður fæðist
til að deyja en enginn veit, sem
betur fer, hvenær kallið kemur. Nú
hefur mín hjartfólgna bróðurdóttir,
SigríðurH. Sigurð-
ardóttir kennari
Sissa eins og hún var ávallt kölluð,
kvatt þetta jarðneska líf, og horfið
á fund feðra sinna, þar sem flestir
trúa að okkur sé búinn staður hins
eilífa lífs. Sissu frænku mína rnat
ég mikil, og kom þar margt til. Ég
kynntist henni sem ungri stúlku,
og fylgdist með henni um langan
tíma, og mat ástríki hennar og
mannkosti meir eftir því sem árin
urðu fleiri. Sigríður Halla fæddist
í Kúvíkum í Reykjafirði 17. júlí
1932. Húr. var dóttir hjónanna Inu
Jensen, sem nú sér á eftir sínu
fyrsta barni, og Sigurðar Péturs-
sonar, en- hann lést 1972. Þeim
hjónum varð 9 barna auðið og var
Sissa þeirra fyrsta barn. En í Ijöl-
skyldunni voru þau reyndar 10, því
Sigurður átti dótturina Erlu, og var
með henni ög Sissu sterk vináttu-
og skyldleikabönd alla tíð, eins og
reyndar fjölskyldunnar allrar.
Afi Sissu, Carl Fr. Jensen kaup-
maður á Kúvíkum, hafði mikið dá-
læti á þessari dótturdóttur sinni,
sem barni og ungri stúlku, kom þar
margt til, hún bar nafn konu hans
og var honum mjög elskuleg sem
barn og ung stúlka alla tíma þar
til hann lést.
Þegar foreldrar Sissu fluttu inn
á Djúpavík, var Sissa meir og minna
hjá afa sínum, meðan hann var á
Kúvíkum, og er það skoðun mín
að samneytið við hann hafi mótað
hana mjög og má það merkilegt
vera, eins og aldursmunur þeirra
var mikill, en þar réð mestu ástríki
Carls til þessarar ungu stúlku, og
greind þeirra beggja til að skilja
ólík tímaskeið þeirra.
Sissa var gædd gáfum og hugur
hennar að barnaskólanámi loknu,
stefndi til frekara náms. Hún naut
þar áeggjan og stuðnings foreldra
sinna og einnig síns eigin dugnað-
ar. Hún fór í Héraðsskólann að
Laugarvatni og Gagnfræðaskóla
Ingimars Jónssonar í Reykjavík.
Þá gerðist hún kennari í Hrísey,
og þar tók hún þá ákvörðun að
menntast enn frekar, og hóf nám
í Kennaraskólanum, þar sem hún
útskrifaðist 1954. í Kennaraskólan-
um var ungur maður frá Akureyri
einnig við nám, Friðbjörn Gunn-
laugsson, þau felldu hugi saman,
og gengu í hjónaband 2._ október
1954 hér á Patreksfirði. Á því ári
varð mikil breyting á kennaraliði
við Barna- og unglingaskólann á
Patreksfirði, og réðust þá til skólans
meðal annars þau Sigríður og Frið-
björn, og voru þau bæð velllátnir
kennarar öll þau ár sem þau störf-
DA SKUTMtU.,
VIRÐIS/HIKIHN í ViSiHN
Mörg fyrirtæki og fjölmargir
iönaóarmenn hafa nýttsér.
/ • frádráttarbæran _
viröisaukaskattinn auk lága
verósins á LADA SKUTBÍL og ^
, eignast frábæran vinnubíl,
‘ rúmgóöan og kraftmikinn.
\Aörir telja hann einn af hentugri -
• fjölskyldubílum, sem í boði eru.%
\ v- • — N •
.x Tökum gamla bílinn uppínyjan
og semjum um eftirstöðvar, -
Opið laugardaga frá kl. 10-14.
: \ • •v \ • .
VeMstiLM
Staðgr. verð
1300 SAFÍR 4ra g ..371.269,-
1500 STATION 4ra g ....429.763,-
1500 STATION LUX 5 g.... ....467.045,-
1600 LUX 5 g ....454.992,-
1300 SAMARA 4 g.( 3 d... ....449.277,-
1300 SAMARA 4 g., 5 d... ....492.349,-
‘1500 SAMARA 5 g., 3 d. ....495.886,-
‘1500 SAMARA 5 g., 5 d. ....523.682,-
1600 SP0RT 4 g 678.796,
1600 SP0RT 5 g ....723.289,-
‘„Metollic" litir kr. 11.000,-
Ofangreint verð er miðað við að
bifreiðarnar séu ryðvarðar og tilbún-
ar til skróningar.
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur
S í M1: 62 84 50
Aðalfundu
Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn
þriðjudaginn 15. maí í Súlnasal Hótels Sögu
Dagskrá:
Kl. 10.45
Kl. 11.00
Kl. 11.45
Kl. 12.15
Kl. 13.15
Kl. 15.30
Kl. 16.30 Fundarslit.
Kjörfundur beinna meðlima
Fundarsetning
Ræða formanns, Einars O. Kristjánssonar.
Ræða sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ásgrímssonar.
Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta.
ÍSLAND OG EVRÓPA
- Evrópska efnahagssvæðið, staða og horfur.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra.
- Danmörk í sameinaðri Evrópu.
Jörgen Rönnest, forstöðumaður alþjóðadeildar
Vinnuveitendasambands Danmerkur.
- Afstaða norskra atvinnurekenda til Evrópubandalagsins.
Vidar Lindefjeld, yfirmaður skrifstofu norsku
atvinnurekendasamtakanna í Briíssel.
- Umræður og fyrirspurnir.
- Ályktun aðalfundar um Evrópumálin.
Framsaga: Pórarinn V. Þórarinsson, framkvstj. VSÍ.
Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár og önnur
aðalfundarstörf.
Einar 0. Kristjánsson Halldór Ásgrimsson
Jón Baldvin Hannibalsson Jörgen Rönnest
uðu hér, eða til ársins 1959, en þá
gerðist Friðbjörn skólastjóri Barna-
og unglingaskólans á Stokkseyri
og síðar Grunnskóla Grindavíkur.
Öll þessi ár var Sissa í fullu kenn-
arastarfi, og stóð við hlið manns
síns í því að þeirra störf mættu
verða sem affarasælast, þeim er
þeirra nutu. Á árunum 1977-78
dvöldu þau hjón í Englandi, og voru
við frekara nám í sérkennslugrein-
um.
Sissa var mikilhæf kona, óþreyt-
andi dugnaður hennar, og mann-
kostir nutu sín vel meðal allra sem
hún umgekkst. Hún var vinsæl,
einkum og sér í lagi meðal nemenda
sinna. En skjótt skipast veður í
lofti, um nokkuð langan tíma gekk
hún ekki heil til leiks. Heilsa henn-
ar bilaði og um margra ára tímabil
var hún oft á sjúkrahúsum eða
heilsuhælum. Hún var í eðli sínu
ekki manneskja þeirrar gerðar að
gefast upp, en varð þó að lúta því
að lokum.
Eftirlifandi börn þeirra Sissu og
Friðbjörns eru: Sveinbjörg Anna,
Gunnlaugur Helgi, Álfheiður Freyja
og Ása Fönn.
Kæri vinur minn, Friðbjörn, og
mágkona, ína Jensen. Fátækleg orð
mín megna ekki mikils á stund sem
nú. Eitt lauf hefur fallið úr barna-
hópnum þínum ína mín. Minning-
árnar standa eftir, um þetta lauf,
þær eru margar, fagrar og bjartar.
Við hjónin og börn okkar færum
þér, Ina mín, og börnum þínum
okkar dýpstu samúð, og einnig þér,
Friðbjörn minn, og börnum ykkar
og barnabörnum fyllstu samúð á
sorgarstund.
Kristur sagði: „Ég er ljós heims-
ins. Hver sem fylgir mér, mun ekki
ganga í myrkri, heldur hafa ljós
lífsins.“
Á hinstu stundu sendir morgun-
sól frænku minni og eftirlifandi
ástvinum hennar ylmjúkar sólar-
kveðjur þessarar jarðar. Su sólar-
Rveðja speglar fegurð sálar hennar
og veitir henni fylgd til sólarland-
anna eilífu.
Hafi Sissa þökk fyrir samfylgd-
ina.
Ágúst H. Pétursson
Mig langar í fáum, fátæklegum
orðum að minnast Sigríðar Sigurð-
ardóttur, og þakka henni samfylgd,
nábýli og ómetanlega viðkynningu.
Kynni okkar spanna rétt rúman
áratug og hófust, er þau hjónin
Sigríður og Friðbjörn Guðlaugsson,
bæði kennarar að mennt, fluttu í
hús það, sem undirrituð býr í. Al-
kunna er, að í litlum sambýlishúsum
skiptir miklu gott samkomulag.
Strax varð mér ljóst, að betri ná-
granna hefði ég ekki getað kosið
mér. Bæði hjónin og börn þeirra
öll einkenndi ljúfmennska, hjálp-
semi og elskusemi. Þau hjón voru
afar samhent og bæði áttu sér
mörg hugðarefni, en það sem skip-
aði stærstan sess í tómstundum
Sigríðar var brids, og er mér tjáð,
að þar hafi farið með eindæmum
fær spilakona, glögg og minnug.
Fyrir mörgum árum tók þess að
gæta að Sigríður hafði afar veilt
hjarta og voru sjúkrahúslegur henn-
ar ófáar af þessum sökum. En kon-
an, sem mætti mér á stigapallinum,
bauð mér inn til sín, eða leit við
hjá mér, var ávallt brosleit og hnar-
reist og lét hvergi deigan síga. Við
hlið hennar stóð ætíð Friðbjörn,
styrkur sem klettur.
Veikindi hafa líka á stundum
hrjáð þá, er þetta ritar. Aldrei varð
betur ljóst en þá hvílíkt lán það var
að eiga slíka granna sem þau Sigríði
og Friðbjörn, sem af ósérhlífni,
kunnáttu og natni veittu þá bestu
umönnum, sem unnt vaéri að kjósa
sér.
Komið er að kveðjustund. Þótt
ljóst mætti vera, að hjarta Sigríðar
þyldi vart fleiri áföll, kom andláts-
fregnin mér í opna skjöldu.
Að leiðarlokum vil ég enn færa
fram mínar dýpstu þakkir fyrir alla
alúð, nærfærni, hjálp og gleði, sem
ég varð aðnjótandi frá Sigríði. Slíkt
verður í raun aldrei fullþakkað.
Friðbirni og börnunum sendi ég
mínar einlægustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Elísabet