Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAI 1990 C 5 Svartir eru skamm- lífari Barnadauði meðal svertingja í Bandaríkjunum er helmingi meiri en meðal hvítra landa þeirra að því er fram kemur í opinberri könnun og niðurstöð- urnar eru almennt þær, að mun- urinn á heilsufarsástandi þessara tveggja kynþátta verði æ meiri. Meðalævilengd Bandaríkja- manna yfirleitt hefur hækkað með ári hvetju og nú er minna um alls konar kvilla en áður fyrr. Á þessum sama tíma hefur æviskeið svartra karlmanna hins vegar stöð- ugt verið að styttast og það er margfalt líklegra, að svart fólk falli fyrir morðingjahendi eða verði fórn- arlamb alnæmisins. Könnunin eða skýrslan, Heilsufar Bandaríkjamanna árið 1989, var birt fyrir skemmstu og dr. Louis Sullivan heilbrigðisráðherra lýsti hneykslun sinni og óánægju með, að það, sem hann kallaði „lífsháttaval“, skyldi eiga sök á 50- 70% ótímabærra andláta. I skýrslunni segir, að á árinu 1987 hafí dánartíðni hvítra barna verið 8,6 af 1.000, heldur minni en árið áður, en þá var dánartíðni svartra barna 17,9 af 1.000. Dr. Sullivan sagði, að rannsóknir bentu til, að hvernig sem háttað væri aldri, menntun, hjúskapar- stöðu og aðgangi að læknishjálp þá væru svartar mæður helmingi líklegri en hvítar til að eiga börn undir eðlilegri fæðingarþyngd en það á ekki minnstan þátt í barna- dauðanum. Aðeins 60% svartra mæðra, þeirra, sem eru af Indíána- ættum eða komnar frá Rómönsku Ameríku, ganga til læknis fyrir barnsburð en 80% hvítra mæðra. Fram til 1988 minnkuðu lífslíkur svartra karlmanna þijú ár í röð og það árið lifðu þeir að jafnaði í 65,1 ár en hvítir karlmenn í 72,2 ár. Svipaður munur var á meðalævi- skeiði svartra kvenna og hvítra. Á árinu 1987 voru myrtir 85,6 svartir karlmenn af hveijum 100.000 eða rúmlega sjö sinnum fleiri en hvítir karlmenn. í skýrslunni segir, að svertingjar, sem eru 12,5% Bandaríkjamanna, hafi verið 29% allra alnæmissjúkl- inga, sem greindir voru árið 1988 og þetta hlutfall fer hækkandi. í september síðastliðnum voru börn undir 13 ára aldri, sem sýkt voru af alnæmi, að 55% svertingjar. Hreinsunarátak í Reykjavík: Hverfafélög- in fá 500 þús- undtilátaksins BORGARRÁÐ hefur ákveðið að veita 500- þúsund krónur til stuðnings íbúasamtökum og hverfafélögum í borginni vegna hreinsunar- og fegrunardaga sem fara fram í flestum hverfúm borgarinnar nú í maímánuði. Vorhreingerningardagar eru haldnir í maí í flestum hvérf- um borgarinnar á vegum íbúasam- taka, hverfafélaga og nokkurra foreldrasamtaka. I lok þeirra eru víða haldnar vorhátíðir í hverfun- um, þar sem börn og fullorðnir safnast saman og grilla, fara í leiki og fleira þess háttar. Styrkurinn, sem áætlað er að skiptist niður á 12 hverfafélög, er veittur í framhaldi af hreinsunar- átaki Reykjavíkurborgar 1988— 1989 og miðast við þátttöku í kynningum og auglýsingum, grill- veislum, leiktækjum og hljóðkerfi í tengslum við hreinsunardaga og hverfahátíðir tengdar þeim. Þarftu aö stækka vió þig ? Við höfum ákveðið að bjóða þeim, sem þurfa að stækka við sig, aukna þjónustu til þess að spara þeim sporin og fyrirhöfnina. SWiá Œíii ÞHITA Hli Mk Þú kemur með gömlu tölvuna. Við metum hana og tökum upp í á markaðsverði. Nýju tölvuna færðu svo á því verði, sem þú hefur rétt á, (svo sem fyrirtækj asamninginn) að frádregnu verði gömlu tölvunnar. Að sjálfsögðu bjóðum við síðan greiðslukjör á eftirstöðvunum. Einfaldara getur þetta ekki verið! . Munið að síðustu forvöð að panta í næstu afgreiðslu eru Radíóbúöin hf. Sími: (91) 624 800 Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavík ■MHnMRinHniiiHnHnBHMiRiHni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.