Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 9
C 9 hana í nokkra mánuði áður en hún kom fyrst fram. Það út af fyrir sig var nýjung í íslensku dægurtónlist- arlífi, að eyða löngum tíma í æfing- ar áður en lagt var af stað. Hann flutti með sér nýja siði og kom á reglulegum æfingum, en fram að því höfðu venjuleg smábönd ekkert verið að spekúlera í svona ná- kvæmnisatriðum heldur hóuðu menn sig saman og spiluðu það sem þeir kunnu og höfðu kunnað frá barnsaldri jafnframt því sem þeir kipptu inn einu og einu nýju lagi. En KK rak sextettinn eins og stífasta fyrirtæki og lagði jafnmikla áherslu á útlit hljómsveitarinnar og innihald tónlistarinnar sem hún flutti. Styrkur Kristjáns lá því kannski fyrst og fremst í skipulagn- ingunni og hann vissi nákvæmlega hvernig þetta átti að vera. Við sótt- um mikið til hans, allir sem vorum Jijá honum, og þetta varð okkur mikill músíkskóli því hann kunni líka að laða fram hæfileika hvers og eins og ná því besta út úr mönn- um sem hægt var. Hann örvaði mann til dæmis til að skrifa útsetn- ingar og ég efa að ég væri enn að útsetja hefði hans áhrifa ekki notið við á þeim tíma sem maður var hvað móttækilegastur." - Einhvern tíma var mér sagt að eina af skýringunum á því hversu vandaður KK-sextettinn var á sírium tíma mætti rékja til þéss að þú og Jón bassi hefðu verið í stöð- ugri samkeppni um að koma með sem bestar útsetningar. „Þetta er nú áreiðanlega eitthvað málum blandið. Ég minnist þess ekki að við Jón höfum nokkurn tíma verið að keppa hvað þetta snerti enda unnum við mikið og vel sam- an. Og það var ótrúlega lítið um ríg á milli manna í KK-sextettnum. Hann var hreinlega ekki til þann tíma sem ég var í hljómsveitinni. En við Jón útsettum mikið og ég fékk að valsa svona á milli og taka það sem mig langaði til, en Jón aftur á móti var hörkuduglegur við að útsetja það sem við þurftum nauðsynlega að vera með og hann gerði það mjög vel. Það var unnið skipulega að öllum hlutum og til dæmis þegar rokkið kom fram á sjónarsviðið, á miðjum starfsferli KK sextettins, var tekið faglega á því máii. Ég minnist þess að þegar kvikmyndin með rokkar- anUm Tommy Steele var tekin til sýninga í Austurbæjarbíói þá höfð- um við æft upp ellefu lög úr mynd- inni. Raggi Bjarna átti innangengt í bíóið og hafði fengið að taka upp lögin úr myndinni þegar hún var prufusýnd. Síðan settumst við niður við að skrifa og æfa og vorum með allt klárt þegar myndin var frum- sýnd. Þetta sýnir svolítið hversu fagmannlega tekið var á málum í KK. Á þessu tímabili vorum við annars vegar með þessi rokklög sem vinsælust voru hveiju sinni og hins vegar „standarda" og við vomm með svo mikið af lögum að ég efa að nokkur íslensk hljómsveit hafí í annan tíma haft úr eins fjölbreyttu lagavali að moða. Það var mark- visst unnið að því að gera þetta eins vel úr garði og framast var kostur og þarna var mikið og gott mannval í gegnum árin.“ Ákvað að snúa við blaðinu „Það var vissulega spennandi og skemmtilegt fyrir unga menn að fá tækifæri til að taka þátt í þessu, en þetta hafði líka sínar skuggahlið- ar. Brennivínið var aldrei langt undan og á þessum árum tíðkaðist talsvert að hljóðfæraleikarar hefðu vín um hönd í starfi og margir fóru illa út úr því. Brennivínið var hins vegar algjör bannvara í KK sext- ettnum og stíft tekið á því, en engu að síður fundu menn ýmsar leiðir framhjá reglunum og því verður ekki á móti mælt að ég notaði ansi mikið brennivín á þessum árum og svo síðar, í öðrum hljómsveitum sem ég spilaði með. Það kom líka að því að maður ofgerði sér og því fylgdi þunglyndi og svartsýni sem er eitt af einkennunum. Þá ákvað ég að snúa við blaðinu. Það átti ser að vísu nokkurn aðdraganda. Ég hafði af og til hitt nokkra kunningja mína á götu, káta og uppveðraða, nýkomna úr svokallaðri meðferð á Freeport- sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Mér fannst merkilegt að sjá umskiptin á þessum mönnum, sem áður höfðu verið þekktir fyrir óreglu, og ein- hvern veginn hefur þetta sest í mig. Svo er það ári síðar, eftir eitt leiðindatímabilið þegar ég var alveg búinn að fá nóg, að ég tek upp símtölið og bið um aðstoð. Þá komu nokkrir kunningjar að vörmu spori og það skipti engum togum að ég var kominn til Bandaríkjanna eftir tvo daga. Ég verð nú samt að játa að það runnu á mig tvær grímur fyrsta daginn sem ég vaknaði þarna á spítalanum, við vein og skræki í einhveijum útlendum körlum. Og ég fór að hugsa um hvern andskot- ann ég væri nú búinn að koma mér í, munstraður á geðveikraspítala í annarri heimsálfu. Kjarkurinn var ekki upp á marga fiska á því augna- bliki, en svo komu tveir íslenskir strákar inn til mín og róuðu mig niður þannig að ég fékk kjarkinn aftur, að svo miklu leyti sem það er hægt við slíkar aðstæður. Menn eru nú yfirleitt ekki mjög borubratt- ir á svona hæli. En ég ákvað að ganga í gegnum þetta prógram og taka það eins og háskólanám. Ég var samviskusam- ur og lét ekkert framhjá mér fara, fékk mér stóran doðrant og glósaði í hann hvert einasta orð. Síðan ætlaði ég að velja hvort ég vildi þetta eða ekki. Svo útskrifaðist ég rétt fyrir jól og kom heim á Þorláks- messu, alveg óskaplega glaður eins Svanhildur og Gaukur frá tímum Sextetts- ins á sjöunda ára- tugnum. KK-sexteftinn á árunum 1956-57. Frá vinstri: Árni Scheving (víbrafónn), Kristján Magnússon (píanó), Jón Sigurðsson (bassi, útsetningar), Kristján Kristjánsson hljómsveitar- stjóri (saxafónn), Guðmundur Steingrímsson (trommur), Ólafur Gaukur (gítar, útsetningar) og Sigrún Jónsdóttir söngkona. og gefur að skilja og ég hef verið það síðan í vaxandi mæli. Þetta var árið 1977 og ég verð að segja, að síðan hefur mér fundist lífið verða skemmtilegra með hveijum einasta degi sem líður. Ég hef aldrei átt jafngott líf eins og nú og hvað brennivínið áhrærir þá hef ég verið svo heppinn að ég hef aldrei, og ég segi það satt, ekki eitt augna- blik, fundið til löngunar að taka glas síðan.“ Góð blanda Sextett Ólafs Gauks var stofnað- ur 1965 og naut talsverðar hylli, ekki síst vegna sjónvarpsþáttanna „Hér gala Gaukar“, auk þess sem hljómsVeitin gaf út nokkrar hljóm- plötur með lögum sem mörg hver náðu miklum vinsældum. Gaukur segir að sextettinn hafi verið eins konar tilraun til að brúa bilið á milli poppsins og hinnar hefð- bundnu danstónlistar. Hann fékk til liðs við sig yngri menn, sem vakið höfðu athygli í poppbransan- um svo sem Rúnar heitinn Gunnars- son og Pál trommuleikara Vil- hjálmsson, í bland við skólaða hljómlistarmenn á borð við Carl Möller og Andrés heitinn Ingólfs- son. Söngkona sextettsins var Svanhildur Jakobsdóttir, eiginkona Ólafs, og margir fleiri komu við sögu: „Þetta var fyrst og fremst dans- hljómsveit og til að vera gjaldgeng- ur á markaðinum varð maður auð- vitað að vera með nýjustu lögin líka. Ég hafði alltaf gaman af að spila með þessum strákum og held að þetta hafi verið ágæt blanda. Við æfðum mjög reglulega og héldum þessu vel vakandi, skiptum reglu- lega um einkennisföt og á hveiju ári var farið í myndatöku. Auk þess að spila hér heima, bæði í veitinga- húsum í Reykjavík og vítt og breitt um landið, fórum við til útlanda og spiluðum meðal annars í nokkra mánuði í Þýskalandi. Á hveiju sumri, í ein tíu ár að minnsta kosti, var farið í hringferð um landið með skemmtidagskrá og við spiluðum mikið á svokölluðum héraðsmótum. Auðvitað bar margt við á þessum ferðum, og væri hægt að segja margar sögur af því. Eitt sumarið keyptum við okkur bíl, sem rúmaði alla hljómsveitina og „draslið“ svo- nefnda, sem eru hljóðfærin og per- sónulegur farangur. Við gerðum þetta auðvitað til að lækka ferða- kostnaðinn og ég ók bílnum, sem var hinn ágætasti farkostur af Ford gerð. Ég held að það hafi verið í einni af fyrstu ferðunum, að við vorum á leið frá Hornafirði til Djúpavogs, langt frá allri manna- byggð að því er okkur fannst, þeg- ar við heyrum gríðarlegan hvell framantil í bílnum. Við vorum Sann- færð um að nú væri þessu lokið, bíllinn brotinn og við myndum ekki skemmta neitt það kvöldið. Við ákváðum þó að reyna að aka áfram, í fyrsta gír, og freista þess að kom- ast til byggða. Við vorum rétt kom- in yfir næstu hæð, svona um 200 metra, þegar við komum auga á bóndabæ rétt við veginn, og ókum lúshægt heim að bænum í þeirri von að fá þar lánaðan síma til að aflýsa ballinu um kvöldið og gera aðrar ráðstafanir. Á hlaðinu tók bóndinn á móti okkur og við sögðum farir okkar ekki sléttar. En hann virtist ekki taka þetta mjög nærri sér, gekk fram fyrir bílinn og kíkti undir hann. „Það er farið auga- blað,“ sagði hann sallarólegur. „Ég skipti bara um það fyrir ykkur.“ Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin eyrum því að í ljós kom ‘ að þessi bóndi stundaði vélaviðgerðir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGIÍR 13. MAl 1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.