Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 LÆKNISFRÆÐI / L/ sjávardrífan köld? Röntgen og nób elsverölaunin SÆNSKI uppfinningamaðurinn og dínamít-auðkýfingurinn Alfred Nobel mælti svo fyrir i erfðaskrá sem hann lét gera 1895, þá 62 ára gamall, að með eignum hans yrði stofnaður sjóður. Arlega skyldi svo vöxt- um af fénu skipt í fimm jafha hluta og varið til að verðlauna þá sem öðrum fremur hefðu afirekað eitthvað gagnlegt í þágu mannkynsins. Nobel dó 1896 og á fimmtu ártíð hans 10. desember 1901 var verðlaununum úthlutað í fyrsta sinn. Wilhelm Röntgen eðlisfræðingur í Miinchen hlaut þau fyrir að hafa ellefu árum áður uppgötvað geislana sem við hann eru kennd- ir. Aðrir verð- launahafar voru hollenski efna- fræðingurinn Jacobeus van’t Hoff, þýski læknirinn Emil von Behring og franska skáldið Sully-Prudhomme. Norska Stór- þingið úthlutar fimmta hluta sem er verðlaun fyrir störf í þágu friðar. Fyrsta árið fengu þau tveir menn, Svisslendingurinn Henri Dunant sem stofnaði Rauða krossinn og Frédéric Passy, franskur hagfræðingur og friðarsinni. Sá háttur var á hafður í fyrstu að halda nöfnum verðlaunahafa stranglega leyndum þar til á sjálfan hátíðisdaginn. Röntgen fékk bréf frá Vísindaakade- míunni í Stokkhólmi dags. 17. nóv. 1901 þar sem honum er trúað fyrir því að hann hljóti verðlaunin en um leið er hann beðinn þess lengstra orða að minnast ekki á það við nokkurn mann. Þeir í Stokkhólmi vænta þess a& hann geri þeim þann heiður að taka sér ferð á hendur til Svíþjóðar og veita verðlaunun- um viðtöku. Ef hann skyldi ekki eiga heimangengt yrðu þau send honum hinn 11. des. í lok bréfs- ins er minnt á að Nóbelsstofnun- in ætlist til að verðlaunahafi haldi fyrirlestur í Stokkhólmi. Wilhelm Röntgen hraus hugur við að þurfa að ferðast svona langt norður á bóginn en vildi þó ekki bregðast trausti Svíanna eða sýna þeim minnsta vott ókurteisi. Hann skrifaði því þakkarbréf og kvaðst mundu koma á tilsettum tíma en taldi sér hentara að flytja fyrirlestur- inn síðar, öðru hvoru megin við áramótin eða jafnvel næsta vor. Ferðin til Svíþjóðar var erfið, einkum sjóleiðin frá Sassnitz til Trelleborgar á Skáni. „Öldurnar skvettust yfir skipið og ég hélst ekki við ofan þilja nema stutta stund,“ skrifaði hann síðar. Verðlaunin voru afhent með mik- illi viðhöfn, ræðuhöldum, kór- söng og hljóðfæraslætti. Sá sem talaði um uppgötvun Röntgens spáði því að geislar hans yrðu þegar fram liðu stundir til margra hluta nytsamlegir. Hann sagði meðal annars: „Ef byssu- kúla eða nál fara á kaf í líkams- vefina koma þæn fram sem skuggi á ljósmyndaplötu. Það liggur í augum uppi að slíkt hef- ur þýðingu fyrir skurðlækna og gerir þeim ýmsar aðgerðir mikl- um mun auðveldari." Röntgen hélt heimleiðis dag- inn eftir. Hann var í sjöunda himni yfir verðlaununum og kunni vel að meta þann heiður sem honum var sýndur. En fyrir- lesturinn sem hann átti að halda varð hálfgert vandræðamál. Ein- hverra hluta vegna sló hann þeim áætlunum á frest æ ofan í æ. Loks á haustdögum 1902 virðist hann hafa ákveðið að láta til skarar skríða og ráðgerðu þau hjónin að leggja af stað frá Múnchen 10. október. En daginn áður kom bréf frá Stokkhólmi og í því stóð „vitaskuld haldið þér því aðeins þennan fyrirlestur hér að þér viljið það sjálfur, því að samkvæmt reglugerðinni er það æskilegt en ekki óhjákvæmi- legt“. Þetta orðalag greip hann fegins hendi og svaraði með símskeyti þess efnis að hans væri ekki von. Svo fór um sjó- ferð þá. eftir Þórarin Guónason SÁLARFRÆÐI///7Urí/t) stjómar forlögunumf Mýtur um manninn MARGT ber við á mannsævinni. Hveijar eru orsakir þess sem fyrir fólk kemur? Hvað veldur því að líf manna tekur eina stefnu en ekki aðra? Hvernig stendur á því að sumir eiga velgengni að fagna alla tíð, ævi þeirra er stráð sifelldum „höppum"? Oðrum aftur á móti lánast fátt, sífelld mistök og ólán virðist einkenna líf þeirra. Líkleg- ast verður flestum svars vant andspænis svo viðurhlutamiklum spurn- ingum og sýnir það okkur betur en margt annað hversu fátt við vitum í raun af því sem mestu máli skiptir um mannlífíð. Itilraunum manna til svara sveifl- ast þeir gjarnan frá tilviljanatrú til örlagahyggju. Annars vegar er litið svo á að rás lífsins sé ekkert annað en röð tilviljana, sem menn túlka svo eftir á, hver eftir sínu hugarfari. Hins vegar er sú skoðun að allt sé fyrirfram ákvarðað, öllu skipað niður og engu verði breytt. Það ræðst svo af þeim trúarkerfum sem menn aðhyllast hvernig menn útfæra nánar eða skýra þessa ör- laga- eða forlagahyggju. Allt eru þetta þó vitaskuld einungis meira og minna vanburða hugsmíðar, eins konar skot út í óvissuna. En í þessu lítt numda landi mannlegra svipti- vinda eru þó þrátt fyrir allt nokkrir gróðurblettir. Sumt er hægt að skilja eðlilegum skilningi án þess að leita þurfi á náðir hins „yfirnáttúrulega". Raunin er sú að ekki þarf nema tiltölulega fáa atburði sömu eða skyldrar tegundar til þess að fólk fari að trúa því að um ófrávíkjanlegt lögmál sé að ræða. Nokkur óhöpp í röð eða atvik sem fólk telur sér andstæð geta dugað til þess að fólk fari að halda að það sé fætt undir ein- hverri óheillastjörnu og hér eftir muni flest ganga andhælis. Og þetta er auðvelt. Því að þegar þessi trú, hugboð eða grunur hefur á annað borð fest rætur verður það til þess að fólk tínir úr atvikum lífs síns allt það sem miður fer til þess að staðfesta trú sína, en gengur fram hjá hinu sem horfir til hins betra. Ekki er víst að þeir atburðir séu færri þegar öll kurl koma til grafar. Verra er þó að einatt eru atburðir sem hvorki eru góðir né slæmir í sjálfu sér túlkaðir sem andstæðir. Smátt og smátt getur þetta leitt til bölsýni og neikvæðrar afstöðu, sem eitrar líf manna og getur gert það næsta dapurlegt. En sem betur fer er einnig önnur hlið á þessu máli. Alveg á sama hátt og tiltölulega fáir andstæðir Það ræðst af þeim trúarkerfum sem menn aðhyllast hvernig menn útfæra nánar eða skýra örlaga- eða forlagahyggju. eftir Sigurjón Bjömsson I I.WVSIII HÁRFÍN LÍNA Shampoo • næringar • froða • gel • spray • gloss Amaró, Akureyri Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði Apótek Ólafsvíkur Ársól, Efstalandi 26, Reykjavík Apótek Blönduóss Apótek Vestmannaeyja Cossa, Kaupgarði, Kópavogi Dalvíkur apótek Gloría, Samkaupum, Njarðvík Hafnar apótek, Höfn, Hornafirði ísadóra, Austurstræti 8, Reykjavík ísold, Aðalgötu 3, Sauðárkróki Lyfsalan, Hólmavík Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi K.Á., Selfossi Krisma, Skeiði, ísafirði Miðbær, Vestmannaeyjum Mirra, Hafnarstræti 17, Reykjavík Mirra, Laugavegi 61-63, Reykjavík Nana, Hólagarði, Reykjavík Nana, Völvufelli 19, Reykjavík Nes apótek, Neskaupstað Rangár apótek, Hellu Rangár apótek, Hvolsvelli Regnhlífabúðin, Laugavegi 11, Rvík. Róma, Glæsibæ Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76, Rvík Sara, Bankastræti 8, Reykjavík Sápuhúsið hf., Laugavegi 7, Rvík Smart, Hólmgarði 2, Keflavík Snyrtihöllin, Garðabæ Snyrtistofa Sigríðar Guðjóns, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi Soffía sf., Hlemmi, Reykjavík Stykkishólms apótek Spes, Kleifarseli 18, Reykjavík Serína, Kringlunni, Reykjavík Tarý, Rofabæ 39, Reykjavík Vesturbæjar apótek, Reykjavík Forval hf., Skútuvogi 10 D, 125 Reykjavík, sími 91-68 73 70 og 68 65 70 atburðir geta ýtt ..undir bölsýnt lífsviðhorf eins geta nokkur „góð“ atvik stuðlað að því að menn fari að trúa því að þeir séu fæddir und- ir heiilastjörnu eða njóti einhverrar dulinnar verndar og að þeim muni allt ávallt ganga í haginn og Tara vel. Þetta bjartsýnisviðhorf er alls ekki sjaldgæft. Fólk trúir því þá að hvað sem fyrir kemur, jafnvel óhöpp og mótlæti, muni verða því til góðs, a.m.k. muni það leiða til aukins þroska. Fólk sem þetta við- horf hefur á jafnan góða ævi, enda þótt reynslan sýni að það hefur alls ekki alltaf mátt þola minna en aðrir. Nú er það reyndar alltof einfeldn- isleg skýring að halda því fram að það sé einungis röð skyldra atburða sem valdi þessum ólíku lífsviðhorf- um. Sjálfsagt er það ekki nema ytra byrðið. Þegar betur er skoðað er líklegt að grunnur þessara við- horfa sé lagður snemma í bernsku með því trausti á sjálft sig og til- veru sína — eða hinu gagnstæða — sem barnið fær. Sennilega er full ástæða til að leggja áherslu á þá skýringu. Þá er einnig hugsanlegt að bjartsýnis- eða svartsýnisvið- horf, trú á velgengni og gæfu eða hið gagnstæða geti verið fylgifiskur sumra fjölskyldna, jafnvel mann fram af manni. Mikilvægast af öllu er þó að gera sér ljóst, að með gaumgæfilegri skoðun á sjálfum sér og viðhorfum sínum er mögulegt að rétta stefn- una af til mikilla bóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.