Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 19
C 19 ----\ MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 Ég vil í fáum orðum minnast systur minnar, hennar Sissu. Ég minnist best áranna á Stokkseyri þegar ég var barn og unglingur, að alltaf fannst mér gaman að koma austur og finna hlýjar móttökur af hennar hálfu. Hún Sissa var ein- staklega barngóð og blíð, og skildi okkur alltaf sama hvað kom upp á milli okkar barnanna, og ekki stóð á henni að taka þátt í leik og starfi með okkur. Ég fór mikið austur til hennar í öllum skólaleyfum eins og unnt var, og minnist ég þeirra stunda með hlýhug og vil ég þakka Sissu þær hamingjustundir sem hún veitti mér. Elsku Bjössi, Dista, Freyja, Gulli og Ása, megi Guð veita ykkur styrk í sorgum ykkar, og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg Tíminn er skammtaður. Hann er allt í einu búinn, vegferðinni á þess- ari jörð er lokið. Manneskjan er farin yfir landamæri lífs og dauða. Vinir sitja eftir hissa og sorgbitnir. Þeir hafa ekki gert sér grein fyrir, að hratt flýgur stund. Ja, okkur er skammtaður tími, hveiju og einu. Það er gömul og kunn staðreynd sem við í rauninni vitum öll um. Samt er þessi stað- reynd alltaf að koma okkur á óvart. Við höfum kannski árum saman verið á leiðinni að heimsækja vin okkar, til þess að eiga með honum ómetanlega samverustund, rifja upp gömul og góð kynni, blása í gíæður vináttu, sem þrátt fyrir allt lifir góðu lífi í huga okkar og hjarta. En heimsóknin dregst frá einum degi til annars. Leiðin er svo stutt, alltaf hægt að fara þetta. Svo er tíminn allt í einu liðinn, lífshlaupið á enda og heimsóknin sem alltaf var geymd til morguns, af því að leiðin var svo stutt, hún verður aldrei farin. Tíminn var skammtaður og við vissum ekki hvenær kallið kæmi. Þetta flaug í gegn um huga minn laugardagskvöldið 5. maí, þegar Friðbjörn vinur minn og skólabróðir hringdi í mig og sagði mér lát konu sinnar en vinkonu minnar og skóla- systur, — hennar Sissu. Samúð, söknuður og sorg — orð- vant. Þannig vaj' það þá og þannig er það enn. NÚ er bara eftir að þakka og kveðja. Sigríður Halla Sigurðardóttir hét hún fullu nafni. Hún fæddist í Kúvíkum í Strandasýslu hinn 17. júlí 1932, dóttir hjónanna ínu Jen- sen Sigvaldadóttur og Sigurðar Péturssonar póst- og símstöðvar- stjóra á Djúpuvík, síðar útgerðar- manns í Reykjavík. Sigríður, eða Sissa eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í stórum systkinahópi og naut ástríkis og umönnunar ágætra foreldra. Fyrstu árin var hún mikið hjá afa sínum Carli Friðrik Jensen kaupmanni í Kúvíkum og sú taug varð traust og sterk sem tengdi þau ávallt sam- an. Snemma komu í ljós ágætir námshæfileikar Sissu og löngunin til þess að nema og læra. Umhverf- ið í kring um hana, menn og mál- efni, atvik og atburðir vöktu spurn- ingar sem kröfðust svara. Hún vildi skilja lögmál þess sem hafði gerst og var að gerast. Og það breyttist ekkert fram á hinsta dag. Álltaf vildi hún fræðast og síðán miðla öðrum þeim fróðleik og lífsreynslu sem hún hafði öðlast hveiju sinni. Að loknum barnaskóla lá leið hennar í héraðsskólann á Laugar- vatni og þaðan lauk hún gagn- fræðaprófi vorið 1950. „Snemma beygist krókurinn til þess er verða vill,“ segir máltækið. Haustið 1950 fer Sissa til Hríseyjar og kennir við barnaskólann þar skólaárið 1950-51. Haustið 1951 kemur Sissa svo í Kennaraskólann og sest þar í 2. bekk. Þar hófust kynni okkar og vinátta, sem ég þakka nú að leiðar- lokum. Þessi bekkur okkar í Kennara- skólanum verður ávallt í hugum okkar bekkjarsystkinanna merki- legasti bekkurinn sem uppi hefur verið í veraldarsögunni, bekkur drauma og vona æskumannsins, bekkur vina sem lifðu og hrærðust í kviku hins daglega lífs, bekkur ærsla og áræðis, bekkur þar sem allir stóðu saman og allar voru vin- ir sem höfðu svo mikið að gefa hveijir öðrum frá degi til dags. Þetta var Bekkurinn með stórum staf. Það var mikið spjallað á þessum árum, spurt og spáð. Og bráðlega skipaði Sissa góðan sess í hópi þess- ara vina og bekkjarsystkina. Hún var glöð og kát, spurul og leitandi, hiklaus og hlý í athöfn og orði, góður félagi, vinur sem hald var í. Þetta fundum við fljótt og kunnum vel að meta. Friðbjörn Gunnlaugsson var einn af okkur í bekknum. Fljótlega felldu þau Sissa hugi saman og bundust þeim böndum, sem entust þeim gegn um lífið. Þá og alltaf síðan hafa þau þolað saman sætt og súrt, verið hvort öðru stoð og stytta í ólgusjó lífsins. Þær voru ófáar stundirnar, sem ég og aðrir bekkjarfélagar nutu gestrisni og samveru við þau hjóna- leysin í litlu íbúðinni sem þau Sissa og Bjössi leigðu á Hverfisgötunni, þegar við vorum í 3. og 4. bekk Kennaraskólans. Þar fór mörg um- ræðan fram og ekki voru menn allt- af á eitt sáttir um lífið og tilver- una. En um eitt var ekki að efast: Við ætluðum okkur öll góðan hlut í því að frelsa heiminn, takast á við vandamál samfélagsins, láta gott af okkur leiða. Þetta voru góðir dagar, dagar vona og vonbrigða, skina og skúra. Við vorum lifandi ungt fólk, sem lét sig varða um veröldina, þar sem tilfinningin logaði, þar sem sárs- aukinn og gleðin vógu salt, — þar sem samkenndin og vináttan skip- aði fyrirrúmið. Sissa og Bjössi. Þetta var eitt af þeim samheitum sem bekkurinn átti, skynjaði og skildi, var þakklát- ur fyrir og vildi ekki missa. Þetta allt viljum við þakka nú. Sigríður lauk kennaraprófi 1954 og síðan lá leið þeirra Friðbjarnar SJÁ BLS 22C Glymur - Broadway Hvað er lofgjörðartónlist? Lifir Jesús raunverulega í dag? Velkominn á samkomu Vegarins í kvöld kl. 20.30. Árangursrík þrif - án vatns... Bláu og gulu rykdulurnar Rykdulurnar eru skemmtileg nýjung til þrifa á hörðum gólfum t.d. parketgólfum, einnig á húsgögn og þ.h. Rykdulurnar fjarlægja ryk, ló og önnur bakteríumenguð óhreinindi. Heildsölubirgðir BURSTAGERÐIN HF. Smiðsbúð 10,210Garðabæ, sími 91-656100. Rykdulurnar eru seldar í flestum matvöru- og byggingavöruverslunum. TIL HAMINGJU MEB LUKKUFEROIR FARKLUBBSIHS Costa del Sol Mallorca Öræfi íslands Danmörk Benidorm Hringferð um Island Hér eru 8 af 11 heppnum vinningshöfum Lukkuferða að fá miðana sína afhenda. Farklúbbur Félogs íslenskra feróaskrifstofa ísamvinnu vió: Samvinnuferöir/Landsýn - Urval/Utsýn - Veröld/Polaris - Feröaskrifstofuna Atlantik - Feröaskrifstofuna Sögu - Feröaskrifstofu Reykjavíkur og Ferðaskrifstofu Guömundar Jónassonar dregiö út lukkuferöir farklúbbsins. EINSTÖK HLUHNINDIFARKORTA VISA Dregið var úr nöfnum allra FARKORTA - GULLKORTA VISA íslands og bauðst ellefu korthöfum að kaupa sér sextán sólarferðir (flug og gisting), tvær Kaupmannahafnarferðir (flug og bíll) og fjórar innanlandsferóir fyrir tvo á aðeins 30 krónur. Næstu Lukkuf eróir verda dregnar út i haust og þá veróur dregió um borgarferóir á 30 krónur. Kannið hvort ferð í næsta VISA banka eða sparisjóð eftir FARKORTI sé ekki ferð sem borgar sig. FARKORT FÍF Fullkomið greiðslukort og meira til alls staðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.