Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 SOLSTOFUR Sól og gróður allt árið í EINANGRUÐUM ELITE-SÓLSTOFUM Framleiddar í stærðum: 9,1-15,4 og 24,3 ferm. Möguleikar á öðrum stærðum samkv. sérpöntun. Auðveldar í uppsetningu - Hagstætt verð. HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR NÁNARI UPPLÝSiNGUM sindraAstálhf Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 UMHVERFISMÁL//W segja skoóanakannanir? Ábyrgð og hugarfar & greinilega ekki upp á pallborðið. Þeir sem vildu ekki afsala sér einkabíl og nota almenningsvagna í staðinn voru 42%, þeir sem gátu hugsað sér það þótt með tregðu væri voru 23%. Þeir sem vildu eiga kost á almenningsvögnum í vissum tilvikum voru 21%. Þeir sem vildu láta almenningsvagna nægja voru 10%. Næsta spurning var: Notarðu almenningsvagna? Svör: 10% oft, 10% stundum, 24% sjaldan, 56% aldrei. Spurt var hvort viðkomandi hefði nokkurn tíma vakið athygli ókunnugra, sem fleygðu rusli á al- mannafæri, á því að hann/hún væri þar með að spilla umhverfinu? Helmingur aðspurðra svaraði ját- andi. Rúmlega helmingur hafði hætt að kaupa vörur frá framleið- anda sem vitað var að lét sér meng- un umhverfis litlu varða. Þá voru menn spurðir hvort þeir teldu að hægt væri að koma í veg fyrir umhverfisspjöll án þess að breyta lífsstíl til muna. Já, sögðu 19%, 37% sögðu að það væri hægt á vissum sviðum, 43% töldu svo ekki vera. Er rétt að gefa umhverfismálum þann forgang að einhveijir kunni að verða atvinnulausir og ríkisút- gjöld aukist var spurt. Þeirri spurn- ingu svöruðu 23% játandi, 40% sögðu já, að nokkru, 26% sögðu nei. í skoðanakönnuninni voru menn beðnir að nefna þann þátt umhverfismála sem þeir hefðu mestar áhyggjur af. Flestir höfðu mestar áhyggjur af ofnýtingu nátt- úruauðlinda eða 67%. Síðan var röðin þessi: Vatnsmengun 57%, gróðureyðing 51%, krabbamein 49%, eyðing ozon-lagsins 49%, mengun andrúmsloftsins 46%, eyð- ing regnskóga 45%, súrt regn 35%. Þessar tölur tala sínu máli þótt þær séu ekki neinn endanlegur sannleik- ur. En það getur verið fróðlegt að fylgjast með þróun í slíkum skoð- anakönnunum og gera samanburð á milli ára. í framhaldi af þessu mætti minn- ast á niðurstöður úr skoðanakönnun sem gerðar voru hér á landi af Gallup á íslandi varðandi eitt helsta umhverfisvandamál okkar, nefni- lega gróðureyðinguna. Skoðana- könnunin var gerð í tilefni „Ataks um landgræðsluskóga 1990“. Ur- takið var 1.000 manns 15 ára og eldri á landinu öllu. 70% vildu styðja átakið, 2% höfðu þegar gert það, en 28% kváðust ekki ætla sér það. Þá voru menn beðnir að gefa þessu átaki einkunn á bilinu 0-10, þar sem 0 þýddi að slíkt átak hefði lítið sem ekkert gildi og 10 að það hefði mjög mikið gildi. Þegar með- aleinkunn allra svara var reiknuð út kom í ljós að meðaleinkunn var 8,8. Það er góð 1. einkunn sem bendir til þess að almenningur ber traust til þess að árangur náist og líka traust til sjálfs sín, því í þessu tilviki er það almenningur sem á að vera virkur þátttakandi og bera sína ábyrgð. Þar er hið rétta hugar- far fyrir hendi. MARGT bendir til að stjórnvöld víða um heim séu farin að rumska vegna hinnar alvarlegu stöðu sem ríkir í umhverfismálum — segja má að sums staðar séu þau beinlínis í brennidepli. I einræðisríkjum Austur-Evrópu hefur ástand í þessum málum verið vægast sagt hryllilegt eins og nú er að koma í ljós þegar fréttir eru farnar að berast þaðan. En segja má að það sé fyrsta skref í rétta átt, þegar farið er að viðurkenna staðreyndir og horfast í augu við vandann. Umhverfismál hafa svo sem ekki haft neinn forgang hjá stór veldum hins vestræna heims fram til þessa þótt ástandið í þeim efnum sé betra en þar austur frá. Þau mál færast þó stöðugt ofar á verkefnalista ríkisstjórna og er ekki seinna vænna. En að- gerðir stjórnvalda nægja þo ekki ein- ar. Skipanir og lögboð að ofan eru eftir Huldu Valtýsdóttur ekki lausnarorðin. Þessum málum verða aldrei gerð sæmileg skil nema með virkri þátttöku almennings í flestum tilvikum. Menn mega svo sem segja að til þurfi hugarfarsbreytingu í einhveij- um skilningi, en hún á að gerast með staðreyndaöflun, fræðslu og kynningu á hinum óijúfanlegu nátt- úrulögmálum sem maðurinn verður að hlíta. Sumir telja að langan tíma taki að koma þessum staðreyndum til skila svo að árangur náist — menn tileinki sér ekki ný viðhorf eða hugmyndir á þessu sviði á ör- skotsstund. Það má vera. En hvert lítið spor í rétta átt er fagnaðar- efni. Umhverfismál eru líka sem betur fer skemmtilegt hugðarefni — stundum erfið viðfangs en líka stundum auðveld. Stjórnvöld í hveiju landi bera auðvitað höfuðábyrgð á framvindu mála á þessu sviði, en menn skyldu ekki gleyma þeirri miklu ábyrgð sem hvílir á herðum almennings. Með það í huga getur verið áhuga- vert að glugga í niðurstöður skoð- anakönnunár sem bandaríska blað- ið, USA TODAY, stóð að nýlega um umhverfismál og hvernig þau snúa að hinum almenna borgara þar í landi. Úrtakið náði til 850 manna víðsvegar um Bandaríkin og spurn- ingunum var svarað í síma. Talið er að niðurstöðutölum geti skeikað um 3,5%. Spurningarnar eru að sjálfsögðu miðaðar við bandarískt þjóðfélag og ber að taka tillit til þess. Þá verður og að hafa í huga að þeir sem svöruðu ekki eru ekki taldir með í útkomunni. Þessar töl- ur tala þó sínu máli. Flestir voru þeirrar skoðunar að umhverfismál ætti hver og einn að láta sig varða og hver og einn ætti að bera sína ábyrgð. 59% voru þeirr- ar skoðunar. Hinum fannst slík mál ættu að vera í höndum stjórnvalda eða opinberra stofnana. Meirihlutinn var reiðubúinn að skerða lífskjör sín til þess að unnt væri að veita meira fé til umhverfis- verridar af hálfu hins opinbera. 63% voru því fylgjandi, 26% andvígir. Orkusparnaður er ofarlega á baugi þar í landi, upphitun og loftræsting. Svörin við spurningunni um hvort menn væni reiðubúnir að spara á þessu sviði voru þannig: 30% vildu leggja á sig að spara í verulegum mæli, 53% vildu spara að nokkru, 9% vildu spara en bara lítið og 4% ekkert. Fræðsla um skaðsemi úðabrúsa vegna eyðingar ozon-lagsins hefur greinilega komist til skiia. 75% nota ekki slík/tól, en 17% láta sér fátt um finnast. Hugmyndir um að nota almenningsvagna í ríkara mæli en nú tíðkast í stað einkabifreiða eiga ibúé i Oslo Til leigu frá 3. júní til 1. september eða skemur nýstandsett ca. 55 fm2 íbúð, hentug fyrir ein- stakling eða par. Leigist með eða án húsbúnaðar. Upplýsingar í símum 72973 og 72410. SINFÓNÍUHLJÓMSVEITISLANDS TÓNLEIKAR í HÁSKÓLABÍÓI fímmtudaginn 17. maí kl. 20.30. Viðfangsefni: Beethoven: Leonora forleikur nr. 3 Beethoven: „Ah, perfido“ konsertaría Einsöngvari: Sophia Larson Beethoven: Sinfónía nr. 9 Sophia Larson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes, Guðjón Óskarsson. Söngsveitin Fílharmónía Kórstjóri: Úlrik Ólason Stjórnandi : Petri Sakari Ath.: Tónleikarnir verða ekki endurteknir Aðgöngumiðasala í Háskólabíöi frá kl. 13-17 alla virka daga. Sími 622255.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.