Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 21
lætingar og efasemda um ágæti miðilsins en aðrir. Fantasían er öllum mjög mikil- væg að áliti Bettelheims og hefur svo verið í aldanna rás. Ofbeldisfull- ar fantasíur, sem í gegnum söguna hafa verið eðlilegur hluti afþreying- armenningar, voru af forn-gríska heimspekingnum Aristoteles taldar nauðsynlegar til þess að slaka á tilfinningalegri spennu, — þær voru hluti af kaþarsis eða hreinsuninni. Bettelheim bendir réttilega á að ofbeldi hafi fylgt bókmenntum mannskyns allt frá örófi alda og nefnir dæmi eins og Gamla testa- menntið, grísku harmleikiiia og Shakespeare. Bettelheim segir að mörg börn njóti ekki einungis árás- argjarnra fantasía heldur þarfnist þau þeirra. Þau þurfa að fá útrás fyrir óæskilega tilfinningu án þess að skaða nokkurn og hana geta þau fengið m.a. með því að horfa á of- beldi í sjónvarpi. Bettelheim leggur mikla áherslu á leiðsagnarhlutverk foreldra og aðstandenda barna. Hann telur það mjög mikilvægt að foreldrar horfi á sjónvarp með börnum sínum og fordæmir þá iðju að nota sjónvarp sem barnapíu. Hann telur að varla sé til sá þáttur eða mynd sem börn geti ekki lært eitthvað af með að- stoð fullorðinna, nema þau séu í ójafnvægi, hrædd eða reið, eins og bent var á í upphafi. Bettelheim telur það mjög mikilvægt að börn þroski með sér rétta afstöðu til of- beldis og, hann leyfir sér að efast um að besta leiðin til þess sé að loka augunum fyrir því. Með hliðsjón af þessum hug- myndum Bettelheims þá er ljóst að umræðan hér á landi er á rangri braut. Oft er litið á sjónvarp sem einangrað fyrirbæri sem troði óæskilegu efni inn á blessuð börnin og því beri að vernda þau með boð- um og bönnum. Félagssálfræðileg gagnsemi ofbeldis í sjónvarpi hefur tæpast borið á góma en ef marka má Bettelheim þá 'er hún umtals- verð. Það sem skiptir þó mestu er að Bettelheim telur umræðuna um skaðsemi ofbeldis í sjónvarpi ein- kennast af því að fólk kennir sjón- varpinu um hluti sem í raun má rekja rætur til þess að hinir eldri vanrækja þá sem yngri eru. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er engum blöðum um það að fletta að per- sónuleiki og lífsgildi aðstandenda hafa margfalt meiri áhrif á líf og lífsviðhorf en nokkru sinni sjónvarp. Byggt á grein í Guardian Weekly, 25. mars 1990. Vandað efni er ekki vinsælast TÆPLEGA TVEIR þriðju sjónvarpsáhorfenda í Bret- landi mundu kæra sig kollótta eða láta sig það litlu skipta, ef ríkissjónvarpið BBC og sjónvarpssamsteypan ITV yrðu að hætta við að fram- leiða virt framhaldsleikrit í gæðaflokki eins og Spæjarann söngvísa og Dýrasta djásnið. Gæðaleikrit kosta um hálfa milljón punda í framleiðslu á klukkustund, en hver þáttur af innfluttri sápuóperu eins og Dallas kostar 40.000 pund. Greinilegur meirihluti studdi bann við sýningum á „bláum“ kvikmyndum í gervihnattasjón- varpi (62%) og 47% vildu aukið eftirlit með ofbeldi í sjónvarpi. Kvikmyndir voru vinsælasta sjónvarpsefnið (39%), en síðan komu ferðalög og náttúrulíf (26%), sápuóperur (24%), grínþættir (23%), íþróttir (22%) fréttir og fréttatengt efni (20%), leikrit (18%) og leikirýmiss kon- ar (15%). MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 C 21 Breytinga að vænta á Rás 1 með haustinu: 4 „ritstjórnir“ taka völdin Töluverðra breytinga er að vænta á Rás 1 með haustinu. Vinnuhópur dagskrárgerðarfólks hefur verið starfandi undanfarna mánuði og var honum falið að gera tillögur um áferðarbreytingu á Rás 1. Að sögn Ævars Kjartanssonar dagskrárgerðarmanns eru aðalbreytingarnar fólgnar í skipulagsbreytingum þar sem lögð verður sérstök rækt við virka daga. „Við erum eiginlega að leita að nútímalegri Rásar 1-áferð. Ætlunin er að efnið á Rás 1 verði unnið af nokkurs konar ritstjórnum sem taka munu að sér ákveðna tíma dagsins þannig að skapist meiri heildarsvipur en verið hefur. Þessar breytingar myndu kalla á aukna festu og meiri atvinnumennsku hvað vinnubrögð snertir," segir Ævai' Kjartansson dagskrárgerðarmaður. Litlar breytingar eru áætlaðar á síðkvöldum og uin helgar, en virkum dögum verður að líkinduin skipt upp á milli fjögurra svokallaðra ritstjórna. Ætlunin er að breytingar þessar taki gildi 1. október nk. Sumardagskrá Rásar 1 hefst um næstu mánaðamót og er þáttur í umsjá Ævars Kjartanssonar „Á aftni“ helsta nýjungin. Hann verður á dagskrá daglega kl. 18.00. Á þeim tíma munu dagskrárgerðarmenn Rásar 1 bregða sér úr húsi. Farið verður með þráðlausan sendibúnað í heimahús, á samkomur, æfingar eða út í náttúruna í leit að hugmyndum um lífið og tilver- una. Stuttir þættir um fugla landsins ásamt fróðleiks- Ævar Kjartansson molum um náttúruna verða fluttir virka daga kl. 11.53. Á kvöldin verð- ur sumarsagan á dágskrá kl. 21.30 og er það nýjung. Áður var Utvarps- sagan aðeins þtjú kvöld í viku. í jún- íbytjun verður endurfluttur lestur Halldórs Laxness á Birtingi og í kjöl- farið koma kunnar klassískar bók- menntir. „Sjónaukinn" kemur í stað Nátthrafnaþings á miðvikudags- kvöldum. Umsjón hefur Bjarni Sig- tryggsson og mun hann fjalla um erlend málefni. „Stjórnmál að sumri“ er þáttur þar sem rætt verður við þingmenn á heimavelli og reynt verð- ur að hefja umræðuna yfir dægur- pólitík liðins vetrar. Töluverðra breytinga gætir á laug- ardögum í dagskránni, en þá er lengdur barnaþáttur kl. 9.03 og garðyrkjuþáttur kl. 10.30. í þeim þætti verður m.a. farið í heimsóknir í sumarbústaði og rótað í mold- inni.„Vikulokin“ breyta um svip í höndum Bergljótar Baldursdóttut' í sumar. Menningarþátturinn Sinna verður endurvakinn kl. 14.00 á laug- ardögum, en hann hefur verið á dag- skrá Rásar 1 með hléum síðan 1986. Þá er ætlunin að endurvekja„laugar- dagsstemnminguna" í útvarpinu í suntar. Strax að loknutn kvöldfrétt- utn verður leikin létt tónlist í þættin- um Ábæti og síðan hefst Sumarvak- an kl. 20.00. Hún er arftaki Kvöldvö- kunnar að því leyti að einkum verður flutt innlent efni. Þá er í ráði að blása " lífi í frásagnarhefðina og fá fólk til að segja sögur. Að Sumarvökunni lokinni verður boðið upp á dansleik og mæðinni kastað yfir leiklesnum sakamálasögum. I iö erttm etns nrs; í suniiirskapi oo til þjvnustu reiðubúin \mtmannsstig I ■ Bernhoj'tstorfunni stmi 1SJ03 Veitingastiidur tnt'd ótuvntu ívuji. mánuð.-Uiugaril. kl. 11.30-23.30 oy' sunnuJ. kl. tS.00-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.