Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
VALHÖLL, Háaleitisbraut 1,3. hæð
Símar 679053 - 679054 — 679056
Utankjörstaðakosning fer fram íÁrmúlaskóla
alla daga frá kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema
sunnudaga frá kl. 14-18. Skrifstofan gefur
upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að
kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur.
Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við
skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag.
Við vorum að fá til landsins nýj a línu í íþróttaskóm
Stærðir 25-39.
Garfield-skórnir hafa slegið í gegn víða erlendis.
Dreifing:
ÍSLEHZKA VERZLUriARFÉLAGIÐ HE
UMBOÐS- & HEILDVERSLUN
BlLDSHÓFÐA 16 - PÓSTHÓLF 8016
128 REYKJAVÍK - SlMI: 68 75 50
Metsölublað á hverjum degi!
A FORNUM VEGI
;:ú'
Oddný Árnadóttir (t. v.) og Hreftia Frí- mannsdóttir fín- pússa boðhlaups- skiptingar á æfíng- unni á Valbjarnar- velli.
JÞ_
IR-stúlkur í Evrópu-
keppni félagsliða
Agnúar á
boðskapnum
Til Velvakanda.
að skipulag sem hinn litli trú-
arsöfnuður votta Jehóva hef-
ur byggt upp ér á landi, hefur stað-
ið sig vel og virðist ætla að stand-
ast tímans tönn. Þeir hafa í skipu-
lagi sínu svonefnda þjóna og öld-
unga auk brautryðjenda og boð-
bera og er þetta skemmtilegt fyrir-
komulag lítils safnaðar sem þó á
sér miklu fleiri fylgjendur erlendis
eins og kunnugt er. Biblíuþekking
þeirra verður ekki dregin í efa, en
á boðskap þeirra eru þó þeir agnú-
ar, sem hér verða taldir.
Hjálparstofnun kirkjunnar er
ekki sú púkastofnun peningaplokk-
ara sem þeir segja, heldur raun-
hæft framlag kristnaðs fólks til
bjargar bágstöddum. Sameinuðu
þjóðirnar með aðsetur í Ameríku
eru ekki sú samansöfnun stjórn-
málaóþokka sem þeir segja, heldur
vitrænn samsetningur margra
ólíkra þjóða til þess að varðveita
heimsfriðinn. Söfnun blóðs meðal
fólks til nota í slysa- og sjúkratil-
fellum er ekki illvirkjaframkvæmd,
heldur nauðsyn á framfara- og
tækniöld.
Það, að neita blóðgjöfum til
deyjandi fólks, er frekleg móðgun
við læknavísindi samtímans nú á
tímum líffæraflutninga. Að því
verða vottar Jehova að huga, vilji
þeir á annað borð samneyti við þá,
sem lífsanda draga. Þetta ætti
þeim þó ekki að verða ofviða, þar
sem stjórnunarráð þeirra hefur
samþykkt, að til að mynda geðlyf
til hjálpar geðsjúklingum séu ekki
af hinu illa og er það vel.
Björn Sigurjónsson
Afleiðingar
bjórdrykkju
Til Velvakanda.
vo mikil ölvun var í
Reykjavík í fimmtudagsnótt að-
fanga geymslur lögreglunnar
voru fullar út úr dyrum. Er þessi
frétt í miðri viku ekki mikið um-
hugsunarefni fyrir okkur Islendinga
og má ekki rekja þessi ósköp til
þess að bjórinn var leyfður? Þeir
sem ruddu honum braut inn í
landið sjá nú afleiðingar gerða sinna
eins og þeim var marg bent á.
Árni Helgason
Fijálsíþróttastúlkur úr íþróttafé-
lagi Reykjavíkur (ÍR) slógu
ekki slöku við á Laugardalsvellinum
í vikunni enda æfa þær nú af
krafti fyrir þátttöku í Evrópubikar-
keppni félagsliða. Fer mótið fram
í bænum Schwechat í Austurríki
eftir þrjár vikur. ÍR-stúlkumar
bijóta blað í sögunni því ekkert ís-
lenskt lið hefur áður tekið þátt í
keppni þessari, heldur ekki í karla-
keppninni.
Þ að er mikil stemnirig í félaginu
fyrir þátttökunni. Við tókum
ákvörðun um síðustu áramót, reikn-
uðum dæmið strax til enda og höf-
um unnið að ijáröflun síðan. Hún
hefur gengið vel og erum við búnar
að safna langleiðina fyrir farinu.
Það vantar samt herslumuninn,"
sagði Oddný Ámadóttir, fyrirliði
ÍR-kvenna og íslenska kvenna-
landsliðsins. Hún hefur verið ein
fremsta hlaupakona landsins í ára-
tug og lætur ekki deigan síga.
Boðið verður að ganga
hnökralaust á milli
Oddný var að æfa boðhlaups-
skiptingar á Valbjarnarvelli í Laug-
ardai ásamt öðrum Schwechat-för-
um ÍR en mörg stig geta unnist í
boðhlaupi gangi boðið greitt fyrir
sig og hnökralaust milli hlaupar-
anna. Síðan tóku við sérhæfðar
æfingar allt eftir því hveijar keppn-
isgreinar stúlknanna eru; kúluvarp,
grindahlaup, hopp og stökk, langir'
sprettir og stuttir. Góður andi ríkti
á æfingunni sem fór fram undir
vökulum augum þjálfaranna sem
fara með stúlknaliðinu til Aust-
urríkis, Stefáns Þórs Stefánssonar
og Gunnars Páls Jóakimssonar.
Auk þeirra vom tveir aðrir ÍR-þjálf-
arar að störfum á vellinum, Oskar
Thorarensen og Zsuzsa Nemeth.
Að sögn Oddnýjar fer Evrópubik-
arsmótið fram í Schwechat, sem
er útborg Vínar, austurrísku höfuð-
borgarinnar, sunnudaginn 3. júní.
Keppnislið frá 19 löndum hafa til-
kynnt þátttöku. „Stóra stundin
rennur senn upp og það ríkir til-
hlökkun í hópnum. Við ætlum að
reyna að gera okkar besta og verð-
Millilengda- óg langhlaupararnir
(f.v.) Bryndís Ernstdóttir, Hulda
Pálsdóttir og Martha Ernstdóttir
æfa úthaldið undir eftirliti
þjálfarans Gunnars Páls Jóak-
imssonar.
Yíkveiji
Ef berjast þarf fyrir góðu mál-
efni er gjarnan gert „átak“
því til styrktar. Má sem dæmi nefna
landgræðsluskóg, baráttu gegn
krabbameini, baráttu um bætta
umferðarmenningu og átak gegn
búðahnupli. Og nú virðist vera von
á enn einu „átakinu", það er átak
til að auka virðingu Alþingis. Annað
verður að minnsta kosti ekki skilið
af orðum forseta sameinaðs þings
við þinglausnir á dögunum.
Forsetinn kvartaði undan því að
þjóðin vissi minnst af því merka
starfi, sem á Alþingi væri unnið,
svo væri fjölmiðlunum um að
kenna, þeir birtu aðeins það sem
þeim þætti kræsilegast af því sem
fram færi í þingsölum og þar væri
hið neikvæða fyrirferðarmest. Allt
það þýðingarmesta fengi heldur
rýra umfjöllun.
xxx
skrifar
Virðulegur forseti þingsins er að
minnsta kosti þeirrar skoðunar og
sá ástæðu til að agnúast út í það.
Hefur þingforsetinn sennilega orðið
þess var að virðing Alþingis sé eitt-
hvað í rénum. En að skella þar
allri skuld á fjölmiðla er út í hött.
Það er engin frétt þótt maður
eigi leið um Austurstræti settlegur
og prúður, en ef hann tekur upp á
því að sparka í vegfarendur og
kasta grjóti í rúður vekur það at-
hygli og frá því er skýrt. Sama er
upp á teningnum með alþingis-
menn. Til þess er ætlast af þeim
að framkoma þeirra öll sé í sam-
ræmi við virðingu Alþingis, þá virð-
ingu, sem þjóðin vill bera fyrir lög-
gjafarsamkomunni. Fari þeir síðan
að haga sér eins og götustrákar
hlýtur það að vekja athygli.
XXX
Vel má vera að hér sé einhver
slagsíða, minna sé að tiltölu
fjallað um það merka starf, sem
unnið er á Alþingi en hnökrana.
Nú efast enginn um að á Alþingi
sitja margir mætir karl ar og
konur og að framkoma mikiis meiri-
hluta þingmanna brýtur ekki í bága
við þær kröfur, sem almenningur
gerir til þeirra, en því miður er
ekki svo um þá alla. Það er aikunna
að ekki þarf nema einn gikk í
hveija veiðistöð.
Unglingarnir kvarta oft undan
því að þeir séu allir dæmdir eftir
framkomu örfárra ólátabelgja.
Sama má segja um alþingismenn,
ekki er sanngjarnt að þingið sé allt
dæmt eftir þeim örfáu, sem stuðla
að því að rýra álit þess.
XXX
Ekki verður af máli forseta sam-
einaðs þings ráðið að frétta
menn hafí skýrt rangt frá gangi
mála — enda ekki hægt þegar út-
varpað er eða sýnt í sjónvarpi úr
þingsölum. Það er efnisvalið sem
er gagnrýnt. Hvernig væri, í stað
þess að ráða aðila til þess að kynna
(fegra) störf Alþingis, verði haldið
námskeið fyrir þingmenn þar sem
þeim verði kennt að bera tilhlýði-
lega virðingu fyrir þinginu — og
sjálfum sér.