Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 C 35 Þeir gengu inn í liðsflutningaskipið G. G.M. Randall í einni röð og þótti gott að koma inn í hlýjuna. Það er ekki á hverjum degi sem menn rekast á skriðdreka við Reykjavíkur- höfii, en þessir biðu þess að verða flutt- ir um borð í liðsflutningaskipið, sem flutti landherinn á brott firá Islandi 3. mars 1960. Kuldanepjan næðir um hermennina, sem gengu í halarófu um borð í olíuskip er flutti þá út í liðsflutninga- skipið á ytri höfninni. SÍMTALID... ER VIÐ GUÐMUND H. SIGMUNDSSON, HJÁ INNKAUPASAMBANDIBÓKSALA Þúsund erlend blöð á mánuði Innkaupasamband bóksala, góðan dag! — Góðan dag, gæti ég fengið að tala við Guðmund H. Sigmunds- son? Já, Guðmundur hér. — Góðan dag, Andrés heiti ég Magnússon og er blaðamaður á Morgunblaðinu. Mig langar til þess að spyija þig hvað þetta sé eiginlega mikið á mánuði, sem berst inn í landið af erlendum blöðum og tímaritum ... Þetta eru um 800-1.000 titlar. Það rokkar nú svolítið eftir mán- uðum eins og gefur að skilja, því tímarit koma út með misjöfnum fresti. Síðan er líka hitt að mikill hluti þessara titla kemur ekki í mörgum eintökum og sum þeirra eru ekki keypt jafnoft og þau koma út. — Og hvaða blöð eru það, sem landinn kaupir? Það er með ólíkindum mikil breidd í því, en uppistaðan eru nú dönsku og skandínavísku viku- blöðin og síðan mánaðarrit frá Bretlandi og Bandaríkjunum. — „Dönsku blöðin", eru sumsé enn vin- sælust? Já, en þó þau séu ennþá vin- sælust hefur salan á þeim dregist hægt og hægt saman undanfarin tíu ár. Hins vegar hefur sala á blöðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi aukist mjög mikið. — En þú segir að margir titl- anna komi aðeins í nokkrum ein- tökum . . . Já. Það eru blöð, sem koma aðeins í kannski fimm eintökum. Þá er ég að tala um mjög sér- hæfð tímarit, til dæmis fyrir áhugamenn um járnbrautalestir eða eitthvað í þá veru. Burðarás- inn eru hins vegar svona 1-200 titlar. — Og hvaða blöð eru það? Það eru eins og ég nefndi, norr- ænu vikublöðin, og síðan blöð á ensku um ýmis málefni: fréttir, tónlist, listir, tækni og svo fram- vegis. Síðan má náttúrulega ekki gleyma aðalbiaðinu, sem er Andr- és Önd. Því hann er prentaður í Danmörku og fluttur hingað inn í rúmum 2.000 eintökum á viku. — Nú seljast ekki öll þessi blöð. Sitjið þið ekki uppi með gífurlega bunka af gömlum blöðum? Nei, þau fara á haugana og eru urðuð undir eftirliti. Erlendis fer þetta í pappírsendurvinnslu, en slíku er ekki enn til að dreifa hér. Sem er í sjálfu sér sárgræti- legt áð horfa upp á. An þess að ég viti það, gæti ég trúað að •þetta séu um 20 tonn á ári, sem fara bara á haug- ana. — Segðu mér, hvaða blöð og tíma- rit lest þú sjálfur? Ja, það er nú helst bara Mogg- inn. Það er nefni- lega þannig að maður á afar erfitt með að velja þegar maður hefur þetta úi’val í höndunum. Ég les þó yfirleitt Time og Newswe- ek, auk ýmissa tölvublaða, sem ég hef gagn og gaman af. Guðmundur H. Sigmundsson. Öxar við ána árdags í ljóma, upp rís hann Pétur og þjóðliðið allt. Fylfúll er Grána, falskt lúðrar liljóma, fullur er Gauti og öllum er kalt. Fram, fram, aldrei að víkja, fram, fram, bæði menn og fljóð. Ríðum yfir ána, rekum niður fána, ríðum, stríðum vorri þjóð. jóðskáldið Hannes Hafstein er sagður hafa ort þessar ljóðlín- ur en þær eru byggðar á ættjarðar- kvæði Steingríms Thorsteinssonar og sungnar með sama lagi eftir Helga Helgason. Bæði ljóðin voru frumflutt á Þingvallafundi 27. júní 1885. Þorvaldur Thoroddsen jarð- fræðingur greinir frá því í minning- um sínum að stúdentar hafi flutt ljóð Hannesar uppi á Almannagjá en kvæði Steingríms var aftur á móti sungið með lúðraþyt. Sjálfstæðisbarátta Islendinga Þingvallafundur þessi er talinn merkur atburður í sögu íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Þarna kom saman hópur ættjarðarvina og ræddi og ályktaði um íslensk frelsismál, endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1874, íslenskan fána, íslenskan jarl o.fl. Meðal forystumanna má nefna Jón Sigurðsson frá Gautlöndum alþingisforseta og Benedikt Sveinsson sýslumann og þingmann Þingeyinga. Björn Jónsson ritstjóri Isafoldar og bindindisfrömuður var einnig viðstaddur, — og að sjálfsögðu Pétur Jónsson frá Gautlöndum og „þjóðliðið“ sem var félagsskapur þjóðernissinnaðra Þingeyinga. Hannes Hafstein, þá lögfræði- nemi var viðstaddur flutning á kvæði sínu. Nú á tímum þykir rétt að geta þess til skýringar að Gauti er væntanlega Jón frá Gautlöndum en Pétur sonur hans drakk ekki áfenga drykki. Hin „fylfulla Grána" var norðlenskt verslunarfélag sem kennt var við skipið „Gránu“. Texti Hannesar var alþekktur í eina tíð en á síðari tímum hefur hann horfið í skuggann af ljóði Steingríms. En jafnvel herhvöt Steingríms sem landmönnum var eitt sinn svo töm á tungu er farin að fymast og einungis fyrsta versið yfirleitt flutt. Rétt þykir að textar Hannesar og Steingríms njóti jafnræðis. Þess verður þó að geta að viðkvæðið við ljóðið mun vera komið frá Helga Helgasyni: Öxar við ána árdags í ljóma upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit. Fram, fram, aldrei að víkja, fram, fram, bæði menn og fljóð, tengjumst trygðaböndum tökum saman höndum, stríðum vinnum vorri þjóð. Svo koma enn þijú vers. Þorvaldur Thoroddsen segir: „I enn meiri uppþembu- og fimbulstíl." Morgunblaðslesendur dæmi sjálfir: fjallhaukar skaka, flugvængi djarfa, frána mót ljósinu hvessa þeir sjón; Þörf er að vaka, þörf er að starfa þjóð sem byggir hið ískalda Frón. Fram, fram, o.s.frv. FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍÐ Öxar við ána Tvennum sögum fer afÞingvalla- ftmdi 1885 ... -----------Thorstcinsson Guð gaf oss vígi; grand ógnar lýði,— geigvænt er djúpið og bergveggur hár. Odrengskap, lygi, landsvika níði, lævísi, tvídrægni hrindum í gjár. Fram, fram o.s.frv. Varinn sé stáli, viljinn, og þreytum veginn, sem liggur að takmarki beinn. Hælumst í máli, minnst eða skreytum mát vort er skýlaust og rétturinn hreinn. Fram, fram o.s.fi-v. Afengismál Margir riðu til fundarins úr Reykjavík. Þar á meðal Benedikt Sveinsson og Þorvaldur Thoroddsen. Þorvaldur s'egir frá söngmennt sýslumannsins á leiðinni: „Þvers yfir alla Mosfellsheiði söng Benedikt sálmana: „Nú látum oss líkamann grafa“ og „Allt eins og blómstrið eina“. Þorvaldur greinir frá því að Benedikt hafi eins og ýmsum leiðtogum þjóðarinnar hætt til að fá sér fullmikið í staupinu á langferðum. Þoi’valdur Thoroddsen ségir svo frá fundinum: „Færð var slæm, kalt veður með skúrum og var æði óvistlegt á Þingvöllum þá sem oft áður á fundum, þegar ekki var blíðviðri, en ekkert skýli eða athvarf nema lek og ljeleg tjöld. Áfengi var nóg að fá, og tóku menn sjer duglega í staupinu til þess að taka úr sjer hrollinn. Þingvallasöngur Steingríms var sunginn og lúðrar þeyttir, og þóttu þeir æði hjáróma. Yfirleitt var öll vistarveran hin ömurlegasta fyrir fólkið.“ Björn Jónsson ritstjóri gerði lesendum sínum grein fyrir fundinum í blaði sínu 1. júlí. Frásögn Isafoldar rennir stoðum undir ummæli Hannesar Hafsteins um kulda á Þingvöllum,„talsvert óveður og ill færð“. Aftur á móti er ekki getið um áfengisdrykkju, nema: „Eptir litlar umræður var nær því í einu hljóði samþykkt þannig löguð ályktun. Fundurínn skomr á alþingi, að gera sjer allt far um, að afstýra ofnautn áfengra drykkja í landinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.