Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAI 1990 BAKÞANKAR x Krían er komin AUNAGREIÐENDUR Krían er komin og langar aö gogga mann í hausinn og mín vegna má hún það. Ég átti eitt sinn frænku sem flutti í sum- arbústað á vorin og þegar hún þurfti að halda að heiman var um kríubyggð og klappir að fara, á meðan sumar- vindurinn sló til skotthúfunni og peysufötunum arkaði hún yfir mýrlendi og bakka með steik- arapönnu á hausnum. Við biðum hennar í bíl á veg- kantinum. Við vorum öll að fara saman í bíó að sjá Yul Brynner í faróamynd. Skritið dæmi þessar faróamyndir. Yul Brynner stóð stífur í fylltum vagni og hvessti á mann augun lungað úr mynd- inni, i prógrammi mátti lesa þann fróðleik að þegar myndin var fest á filmu hefðu leikarar og aðrir viðloðandi hesthúsað 35.000 þúsund eplaskifum. Og hvað með ^ það, spyr maður þrjátíu árum ^ síðar. Mín æska var öll í litum. Þess vegna er hún frábrugðin fortíð íslands sem er í svarthvítu. Ég get sannað að ég fer ekki með fleipur, getur t.d. nokkur maður ímyndað sér konungskomuna árið 1921 í lit? Ekki minnsti möguleiki. Eg tel mig vera af síðustu kyn- slóðinni i sögu þessa lands sem lék sér með legg og skel. Slíkt bú sá ég síðast hér á landi vorið 1957, það má færa það í annála. ^ Frændi minn hafði verið i sveit sumarið áður og forframast. Hann kom þessu búi á fót. Úr sveitinni hafði hann með sér lær- bein úr nautgrip, þennan gríðarmikla legg kallaði hann vagnhestinn. Eftir að hafa tekið safnið á fjall, vorið 1957, skipt- umst við á um að þeysa yfir mó- ana með snæri í klofinu og bein þetta, vagnhestinn í eftirdragi. Þetta þætti fátækleg skemmtun í dag, maður lifandi. Mikið var ég standandi bit þeg- ar ég las um það fyrir stuttu að fornleifafræðingar hefðu fundið steinhellu í jörðu í Egyptalandi. Þegar spáð hafði verið í letrið kom í ljós að þar stóð; „Heimur versn- andi fer, foreldrar dekra börnin ■ sín.“ Enda fór það svo við vildum ekta nautgrip, frændi minn og ég, engan óekta vagnhest úr beini, takk. En hvert er ég að fara með þessari sumarsyrpu minni, jú, krian sem goggaði í steikarap- önnuna hjá frænku hefur vetur- setu hjá Egyptum þar sem stein- hellan fannst, þannig helst allt í hendur hér á jörðu, það er undar- legt en mér finnst sem fortíð Egypta hljóti öll að vera í lit, það gera faróamyndirnar með Yul Brynner og Herbert Lom. Við fengum nautið við frændi minn. Við vorum að sjóða kartöflur yfir opnum eldi, í málningardollu, við höfðum stolið þeim stærstu undan grösunum, við vorum að " bryðja þær hráar súrir í augum af reyk, þegar við sórum þess dýran eið að láta fjölskylduna skaffa okkur nautgrip eða deyja ella. Ég ætla ekki að segja frá þeim raunum sem við máttum þola áður en beljunni var skilað, en það er dagsatt, ég vakna einn morgun sumarið 1957 við baul fyrir utan og það var óskup eðli- legt, því fyrir utan stóð sú al- stærsta mjólkurkýr sem sögur fara af. Þeir höfðu rétt fyrir sér í Egypt- alandi fyrir þúsundum ára þegar þeir hjuggu í grjótið; vei, vei, for- eldrar dekra börnin sín, heimur versnandi fer. Skyldu þeir hafa trúað þessu með beljuna okkar, ég er viss um að þeir hefðu ekki tekið í mál að höggva það í grjót að tveim tíu ára strákum hefði tekist að suða sér út nautgrip, jafnvel þó svo Yul Brynner hefði *. rúllað að grjótnáminu í gullslegna tvíhjóla vagninum sínum, stút- fullur af eplaskífum og hvesst á þá augun. eftir Ólaf Gunnarsson GÍRÓ-NÝLEÐ VIÐ SKIL Á STAÐGREIÐSLUFÉ Kenmia'a frumtW siass*®* I Qjatödao4 e roánaöar sl6at StötnunA®_Jii 010126> ~sé5'n'^eL —-----------1 0910^311900> 9920490 0aose'nin® ssss \a0na<J,e' j-fO 900 m\ 3ÓHA5.S. GUOi-AO 0,0 \ ift skúuagötuJOO ' CJ sfe \ t ocyvOAV'* \\\\ R Staðgreiðsla með gíróseðli Um mánaðamótin apríl/ maí 1990 var tekin í notkun sérstök gíróþjónusta fyrir skil á staðgreiðslufé. Þetta nýja fyrirkomulag er til hagsbóta fyrir launagreiðendur þar sem greiðslustöðum fjölgar til muna. Tvœrtegundir gíróseðla Um tvenns konargíróseðla er að ræða vegna skila á stað- greiðslufé: • Gíróseðill S1: „Skila- grein vegna launa- greiðslna.“ Þennan gíró- seðil nota launagreiðendur þegar skilað er stað- greiðslufé sem haldið hefur verið eftir af launagreiðsl- um til starfsmanna. • Gíróseðill S2: „Skila- grein vegna reiknaðs endurgjalds.“ Þessi gíró- seðill er eingöngu notaður þegar skilað er stað- greiðslufé vegna reiknaðra launa launagreiðandans sjálfs. Fyrirfram áritaðir gíróseðlar Launagreiðendum berast fyrirfram áritaðir gíróseðlar með upplýsingum um greið- anda og greiðslutímabil. Ef áritaðir gíróseðlar berast ekki má nálgast skilagreinar hjá innheimtumönnum stað- greiðslu og greiða þar. Hvar má greiða? Með gírókerfi staðgreiðslu er launagreiðendum gert kleift að standa skil á greiðslu í öll- um bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Þessar greiðslu- stofnanir taka þó aðeins við gíróseðlum sem eru fyrirfram áritaðir af skattyfirvöldum en að öðrum kosti verður að inna greiðslu af hendi hjá inn- heimtumönnum staðgreiðslu. Gírókerfi staðgreiðslu nýtist ekki þegar misræmi er á milli greiðslu og þeirrar upphæðar sem tilgreind er á gíróseðlinum og það sama gildir ef gera þarf upp eldri skuld. í slíkum tilvik- um ber að snúa sér til inn- heimtumanna staðgreiðslu. Skilá sundurliðunum Auk innheimtumanna stað- greiðslu taka bankar, spari- sjóðir og pósthús á móti fylgi- gögnum með gíróskilagrein- um, þ.e. sundurliðun á stað- greiðslu launamanna. Launa- greiðendur eru jafnframt hvattir til að kynna sér kosti þess að skila þessum upplýs- ingum í tölvulæsu formi, já.e. á gagnamiðli. Gjaiddagi -eindagi Gjalddagi staðgreiðslufjár er 1. hvers mánaðar og ein- dagi 15. hvers mánaðar. Munlð að gera skil tímanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI HVÍTA HÚSI0 / SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.