Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 33
i2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið.
Valdið
til kjósenda
Idag er gengið til kosninga í
149 af 204 sveitarfélögum
landsins. Talið er að um 177.000
manns séu á kjörskrá í þessum
kosningum, sem snúast að sjálf-
sögðu einkum um það hveijum
kjósendur treysta best fyrir forsjá
heimabyggðar sinnar næstu fjög-
ur árin. Pólitísk áhrif úrslitanna
á stjórn landsmála verða hins
vegar óhjákvæmilega töluverð,
þar sem flokkarnir fá í kosning-
um skýra vísbendingu um stöðu
sína. Hún getur þó að sumu leyti
orðið óljós, þar sem í ýmsum kjör-
dæmum hafa þeir flokkar sem
starfa saman í ríkisstjóm, Al-
þýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Borgaraflokkur og Framsóknar-
flokkur, myndað kosningabanda-
lag gegn Sjálfstæðisflokknum.
Þá hefur Kvennalistinn sem
starfar í stjómarandstöðu á Al-
þingi með Sjálfstæðisflokknum á
stöku stað gengið til slíks kosn-
mgasamstarfs við ríkisstjómar-
flokkana.
Víða er hart barist um atkvæð-
in og þá einkum þar sem líkur
em á, að einn flokkur kunni að
geta velt meirihluta margra
flokka eða þar sem einn flokkur
hefur meirihlutastjóm sína að
verja. Nægir þar að nefna Kópa-
vog sem dæmi, þar sem sjálf-
stæðismenn gera sér rökstuddar
vonir um að geta ýtt meirihluta
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks til hliðar.
Athyglin beinist þó helst að
Qölmennasta sveitarféiaginu,
Reykjavík, þar sem nálægt
70.000 manns em á kjörskrá.
Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn
undir ötulli forystu Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra meirihluta að
veija. Nú em átta ár síðan sjálf-
stæðismenn endurheimtu þennan
meirihluta í Reykjavík eftir fjög-
urra ára forystu vinstri flokkanna
í borgarstjórn. Á þeim íjórum
ámm sannaðist réttmæti fullyrð-
inga sjálfstæðismanna um að
stjóm höfuðborgarinnar væri
betur komin í hendi eins flokks
en í höndum margra ólíkra flokka
og 'flokksbrota. Að þessu sinni
bjóða alls sjö flokkar eða samtök
fram lista í Reykjavík og hefur
þeim Qölgað um einn síðan 1986,
þótt það hafi verið mjög á dag-
skrá hjá andstæðingum sjálf-
stæðismanna á því kjörtímabili
sem nú er að líða að sameinast
um framboð gegn þeim. Að vísu
býður Alþýðuflokkurinn ekki
fram í Reykjavík að þessu sinni
heldur hefur samflot með hluta
Alþýðubandalagsins um lista Nýs
vettvangs. Kosningabaráttan
hefur leitt í ljós, að innan Nýs
vettvangs er síður en svo sam-
staða um mikilvæg borgarmál-
efni, þannig að sá listi er í raun
ekki annað en vinstri glundroðinn
í nýjum búningi.
Geir Hallgrímsson var farsæll
borgarstjóri sjálfstæðismanna á
árunum 1959 til 1972. í grein
hér við hliðina ræðir hann um
stjórnarhætti í Reykjavík undir
forystu Davíðs Oddssonar og seg-
ir meðal annars: „í ríkisstjórh á
stjómarandstaðan ekki sæti eins
og í borgarráði, sem fundar einu
sinni til tvisvar í viku árið um
kring. Atbeina þess þarf til þess
að ákvarðanir borgarstjóra öðlist
gildi. En það er til marks um
lýðræðisleg vinnubrögð Davíðs
borgarstjóra, að mér er nær að
halda að ágreiningsmálum í borg-
arráði og borgarstjóm fari fækk-
andi í stjórnartíð hans. Árangur
lýðræðislegrar forystu borgar-
stjóra er ekki síður athyglisverð-
ur í því hlutverki hans að leiða
borgarstjómarflokk sjálfstæðis-
manna. Davíð Oddsson tók við
forystu hans fyrir áratug. Hann
kann að skipta verkum með
mönnum og skapa heilbrigða
samvinnu þar sem gagnkvæm
heilindi og hollusta einkenna
samstarfið."
í þessum orðum er betur lýst
þeim anda sem ríkir í stjóm
Reykjavíkur en með því að skoða
þá skmmskældu mynd af henni,
sem andstæðingar sjálfstæðis-
manna hafa leitast við að draga
í kosningabaráttunni. Allir sem
það vilja sjá vita að Reykjavík
hefur verið vel stjómað undir
samhentri meirihlutastjóm sjálf-
stæðismanna. Hins vegar veit
enginn, hvað tæki við ef sundrað-
ur andstæðingahópur þeirra næði
undirtökunum. Morgunblaðið
tekur undir með Geir Hallgríms-
syni, þegar hann segir: „Slíkum
hræringi er ekki trúandi fyrir
fjöreggi Reykvíkinga og stjórn
höfuðborgarinnar."
Þátttaka í sveitarstjórnakosn-
ingum hefur dregist saman und-
anfarin ár. Þeirri þróun þarf að
snúa við og virkja sem flesta til
að móta sér skoðun á málefnum
eigin byggðar og hvernig stjórn
hennar sé best háttað. Þess
vegna skal hér með skorað á alla
sem kosningarétt hafa til að nota
hann og liggja ekki á liði sínu
fyrir þann málstað sem þeim
stendur næst. Má þar taka undir
lokaorð Davíðs Oddssonar borg-
arstjóra á forsíðu Morgunblaðs-
ins í dag: „Við skulum því í dag
segja afdráttarlaust okkar álit á
kjörstað en ekki ætla öðrum að
kjósa fyrir okkur. Við skulum
síst af öllu láta um okkur segja
á morgun: Þið sváfuð á verðin-
um.“
Festa og fijálslyndí
gegn sundrungn
eftir Þorstein Pálsson
Kosningamar sem fram fara í
dag eru þær fyrstu hér á landi
síðan Berlínarmúrinn féll. Við
göngum því að kjörborðinu í dag
hvort heldur er í bæjum eða sveit-
um landsins í ljósi mikilla umbrota
í stjómmálum.
Þær hræringar sem átt hafa sér
stað á alþjóðavettvangi eftir hrun
sósíalismans, fall jámtjaldsins og
opnun Berlínarmúrsins, hafa sett
svipmót sitt á stjómmálabaráttu
hvarvetna á Vesturlöndum. Þetta
hefur einnig gerst hér síðustu vik-
ur og mánuði í aðdraganda þeirra
kosninga sem fram fara í dag til
sveitarstjóma.
Málefnabarátta og æsingar
Sumum fínnst sem kosningabar-
áttan hafi að undanfömu verið í
daufara lagi. En slíkir dómar geta
verið margræðir. Sjálfstæðismenn
hafa jafnan kappkostað að heyja
kosningabaráttu á málefnalegum
grundvelli. Við höfum skírskotað
til grundvallarhugsjóna og til
ákveðinnar stefnumörkunar um
málefni næstu framtíðar. Við höf-
um þar að auki ekki þurft að vera
hræddir við dóm reynslunnar um
verk þeirra sem kjömir hafa verið
til trúnaðarstarfa á vegum flokks-
ins._
Á hinn bóginn hefur það jafnan
einkennt málflutning vinstri
manna í kosningum að þeir hafa
þyrlað upp moldviðri og búið til
æsingamál. Með þeim hætti hefur
þeim oft og einatt tekist að fylla
kosningabaráttuna tilfínningahita.
í kosningabaráttunni nú hefur
sannarlega örlað á hefðbundnum
vinnubrögðum vinstri manna af
þessu tagi.
Gömlu vopnin bíta ekki lengur
Vinstri flokkamir eru í svo veikri
stöðu eftir fall sósíalismans að
þeir hafa augljóslega ekki haft
sama afl og fyrr til þess að bregða
á loft hefðbundnum vopnum sínum
í kosningabaráttu. Þessi gömlu
kosningavopn virðast ekki bíta
lengur. Að minnsta kosti verður
ekki séð að framsóknarmenn eða
frambjóðendur Nýs vettvangs í
Reykjavík hafí styrkt stöðu sína
eða unnið á með gamaidags vopna-
burði af þessu tagi.
Ef til vill lýsir það best varnar-
stöðu sósíalista og vinstri manna
íkosningabaráttunni að Þjóðviljinn
— þetta gamla brýni pólitískra
æsinga — gat ekki í síðasta tölu-
blaði, sem út kom fyrir kjördag,
ijallað um málefni kosninganna.
Fátt varpar skírara ljósi á þá stað-
reynd að gömlu sósíalistarnir hafa
í reynd viðurkennt að baráttan
fyrir sósíalismanum er nú tilgangs-
laus með öllu.
Kjölfesta gegn glundroða
Oft áður hafa vinstri menn efnt
til mikillar umræðu um nauðsyn
sameiningar til þess að beijast
gegn Sjálfstæðisflokknum og hug-
myndum hans. Margsinnis hefur
vinstri hreyfíngin verið klofín í
herðar niður með háfleygum yfir-
lýsingum sameiningarhugsjónar-
innar. Sú umræða sem fór af stað
um sameiningu vinstri manna í
kjölfar þess að sósíalisminn féll
fyrir austan jámtjald hefur leitt til
þess í Reykjavík að framboð á
vinstri vængnum hafa aldrei verið
fleiri og sundurlausari.
Málefnalega sterk staða sjálf-
stæðismanna í höfuðborginni og
traust forysta Davíðs Oddssonar
borgarstjóra hefur gert það að
verkum að kosningabaráttan hefur
að stórum hluta verið innbyrðis
átök milli þeirra flokka sem í ann-
an tíma hafa þó ekki talað meir
um sameiningu og samstöðu. Ef
til vill er það þess vegna sem sum-
um þykir baráttan hafa verið
bragðdauf.
Hvarvetna í heiminum hafa þau
miklu alþjóðlegu umbrot sem við
höfum orðið vitni að undanfarin
misseri haft þau áhrif að sósíalista-
flokkar og vinstri flokkar hafa
markvisst og skipulega reynt að
tileinka sér fijálslynd viðhorf. Hér
hefur allt annað verið upp á ten-
ingnum. íslensku vinstri flokkarnir
hafa brugðist við með gagnstæðum
hætti.
Á móti tímans straumi
Framsóknarmenn eru nú for-
ustuafl í hefðbundinni vinstri stjóm
sem beitt hefur 30 ára gömlum
úrræðum í efnahagsmálum. Þau
fela það eitt í sér að taka erlend
lán til þess að fresta því að taka
á vandamálum og viðfangsefnum
líðandi stundar. Gjaldþrot milli-
færslusjóðanna upp á 5 milljarða
króna er ljósasta dæmið þar um.
Alþýðubandalagið hefur engst
sundur og saman undanfama mán-
uði. Það hefur ekki getað gert upp
sakir við fortíð sína né heldur
horfst í augu við nýjan veruleika.
Alþýðuflokkurinn er sennilega
eini stjómmálaflokkurinn í veröld-
inni sem hefur sveigt til vinstri í
kjölfar þeirra umbrota sem átt
hafa sér stað. Hann treysti sér
ekki til þess að bjóða fram í höfuð-
borginni. Flokksforustan sem nú
horfír einvörðungu til vinstri virð-
ist á þessum fijálslyndistimum
styðja úthlaupslið alþýðubanda-
lagsmanna. Hvar annars staðar
ætli það hefði gerst?
Sums staðar úti á landsbyggð-
inni hefur vinstri mönnum á hinn
bóginn tekist að mynda sameigin-
lega lista. Þeir em mjög augljós-
lega til marks um það hversu al-
þýðuflokksmenn og framsóknar-
menn skynja ekki þá nýju strauma
sem nú em í stjómmálum.
Boðskapur sjálfstæðismanna
Sveitarstjómarkosningarnar
snúast vitaskuld fyrst og fremst
um það að velja menn til fomstu
í málefnum bæjanna og einstakra
sveita. Hvarvetna þar sem sjálf-
stæðismenn hafa haft meirihluta
eða sterka áhrifastöðu hefur ijár-
málastjórnin verið traust og örugg.
Reykjavíkurborg hefur verið
skýrasta dæmið um það hvemig
unnt er að byggja upp blómlegt
sveitarfélag ef ábyrg, fijálslynd
viðhorf fá að ráða ferðinni.
Þorsteinn Pálsson
„Málefiialega sterk
staða sjálfstæðismanna
í höfuðborginni og
traust forysta Davíðs
Oddssonar borgár-
stjóra hefiir gert það
að verkum að kosninga-
baráttan hefur að stór-
um hluta verið innbyrð-
is átök milli þeirra
flokka sem í annan tíma
hafa þó ekki talað meir
um sameiningu og sam-
stöðu.“
Þar hefur verið sýnt fram á að
unnt er að treysta fjármálalegar
undirstöður án skattahækkana.
Þar hafa verið sköpuð skilyrði
fyrir blómlegu atvinnulífi í höndum
einstaklinga og samtaka þeirra.
Þar hefur verið strengt traust
öryggisnet í þágu þeirra sem höll-
um fæti standa eða til að hlúa að
nýjum borgurum sem era að vaxa
úr grasi.
Þar hefur verið byggt upp öflugt
menningarlíf, og jöfnum höndum
lögð rækt við foman menningararf
og nýsköpun í listum.
Það er í þessum anda sem sjálf-
stæðismenn vinna hvar sem þeir
Ráðríkur borgarstjóri
eftir Geir
Hallgrímsson
Davíð borgarstjóri er ráðríkur,
segja andstæðingar hans. Mér er
næst að halda að þeir hafí í þeim
efnum töluvert fyrir sér. En ég
held líka, að enginn valdi vanda
borgarstjórastarfsins nema hann
sé hæfilega ráðríkur. Og ég vil
leggja víðtækari skilning í orðið
„ráðríkur“ en andstæðingar borg-
arstjórans okkar. Ég tel það Davíð
borgarstjóra okkar Reykvíkinga til
gildis að vera einmitt ríkur af ráð-
um við úrlausn vandamála og við-
fangsefna, sem við borgarstjóra
blasa á hveijum tíma. En umfram
allt skiptir það máli að Davíð Odds-
son er óvenjulega ráðagóður mað-
ur.
Af reynslu minni sem borgar-
stjóri dáist ég að Davíð fyrir
margra hluta sakir og ekki síst
fyrir það að hafa leyst ýmis þau
mál, sem lengi hafa verið á dag-
skrá okkar Reykvíkinga.
Davíð borgarstjóra er talið til
áfellis að byggja Perluna, en menn
muna ekki að hönnuðir Hitaveit-
unnar í lok kreppuáranna og byij-
un 2. heimsstyijaldarinnar gerðu
ráð fyrir slíkum útsýnis-, athafna-
og veitingastað á hitaveitugeym-
unum í Oskjuhlíð, svo að það er
ekki vonum fyrr að þessi fram-
kvæmd verður að veraleika. Það
er líka misskilningur að fram-
kvæmdin komi aðeins fáum útvöld-
um til góða, heldur verður hún
öllum borgarbúum og gestum
þeirra til ánægju og upplyftingar
og borginni til vegsauka.
Einmitt vegna þess að ég átti
þátt í því að fresta ráðagerðum
um ráðhús í norðurenda Tjarnar-
innar á sínum tíma, met ég kjark
og áræði Davíðs borgarstjóra mik-
ils að gera ráðhúsið að veraleika.
Það er sannfæring mín, að óleyst
hefði ráðhúsmálið lagst á sálu okk-
ar Reykvíkinga og að fallegu ráð-
húsi byggðu muni gagnrýnisrödd-
um fækka og þær hverfa eins og
reynslan hefur sýnt um önnur fyrri
ágreiningsmál. Einkavæðing Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur og stofnun
Granda hf. var slíkt ágreinings-
mál. Bæjarútgerð Reykjavíkur var
heilög kýr, sem ekki mátti raska.
í stað milljónatuga árlegra út-
gjalda úr borgarsjóði til BUR fást
„ Af reynslu minni sem
borgarstjóri dáist ég að
Davíð fyrir margra
hluta sakir og ekki síst
fyrir það að hafa leyst
ýmis þau mál, sem lengi
hafa verið á dagskrá
okkar Reykvíkinga.“
samsvarandi tekjur í borgarsjóð
nú af söluverði og rekstri Granda
hf. Mér tókst að vísu ekki að koma
þessari einkavæðingu í fram-
kvæmd. Einmitt þess vegna dáist
ég því meir að framkvæmdasemi
Davíðs borgarstjóra og borgar-
stjómarflokks sjálfstæðismanna,
enda minnist ekki minnihluti borg-
arstjórnar einu orði lengur á þetta
fyrrum uppáhalds gagmýnisefni
sitt.
Ráðríkur borgarstjóri? Já, sem
betur fer. Einræðisherra? Nei.
Geir Hallgrímsson
Menn sem gera því skóna gleyma
því að stjórnskipulag Reykjavíkur-
borgar gerir ekki ráð fyrir að borg-
arstjóri hafi sjálfstætt fram-
kvæmdavald án atbeina borgar-
ráðs og borgarstjórnar eins og ráð-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
33^
starfa, í stóram bæjum eða litlum .
sveitum. Auðvitað era verkefnin
mismunandi og aðstæðurnar ólíkar
en grundvallarviðhorfin hvarvetna
þau sömu. Sundrað vinstri fylking
stendur andspænis þessum verkum
og þeim traustu fijálslyndu við-
horfum sem að baki búa.
Hvað hefði orðið um
Munchausen sköllóttan?
Þessar kosningar verða jafn-
framt prófsteinn á það hvernig
íslendingar bregðast við nýjum
straumum í alþjóðamálum þar sem
frjálslynd sjónarmið hafa verið að
ryðja sér til rúms og miðstýringar-
hugmyndir sósíalista og vinstri
manna að víkja til hliðar. Kosning-
amar verða einnig prófsteinn á það
hvaða hug fólkið í landinu ber til
núverandi vinstri stjómar.
Vinstri stjómin er tímaskekkja
í einhverju mesta umróti í stjórn-
málum á síðari áratugum. Það er
hægt að senda þeim flokkum sem
að henni standa skýr og ótvíræð
skilaboð um það að íslendingar
vilji taka eins og aðrar þjóðir þátt
í þeirri markvissu fijálsræðisþróun
sem nú á sér stað og er grundvöll-
ur nýrrar framfarasóknar til
bættra lífskjara.
Vinstri flokkamir minna mig um
margt á Miinchausen barón sem
frægur var að endemum. Hann var
öðram mönnum vaskari og frækn-
ari að eigin sögn eins og vinstri
menn í fjölmiðlum nútímans. Kunn
er sagan þegar Munchausen ætlaði
að hleypa hesti sínum yfir fenið
en náði ekki alla leið og greip til
þess ráðs að draga sjálfan sig og
hestinn upp á hárinu.
Guðmundur Finnbogason heldur
því fram á einum stað að Mun-
chausen sæti enn í feninu ef hann
hefði verið sköllóttur. Vinstri
flokkamir á íslandi minna mig
einna helst á Munchausen sköllótt-
an í feninu og kjósendur geta í dag
gert þá mynd að veruleika.
Til forystu og þjónustu
Með því að gera þennan dag að
bláum degi um land allt kjósum
við ábyrgð í stað skrams, frj áls-
lyndi og athafnafrelsi einstaklinga
í stað miðstýringar. Þannig kjósum
við menningarlega reisn í borg,
bæjum og sveitum landsins. Fyrir
þann málstað bjóða sjálfstæðis-
menn sig fram til forystu og þjón-
ustu.
Höfundur er formaður
Sjilfstæðisflokksins.
herra jgetur í mörgum tilvikum
beitt. I ríkisstjórn á stjórnarand-
staðan ekki sæti eins og í borgar-
ráði, sem fundar einu sinni til tvisv-
ar í viku árið um kring. Atbeina
þess þarf til þess að ákvarðanir
borgarstjóra öðlist gildi. En það
er til marks um lýðræðisleg vinnu-
brögð Davíðs borgarstjóra, að mér
er nær að halda að ágreiningsmál-
um í borgarráði og borgarstjórn
fari fækkandi í stjórnartíð hans.
Árangur lýðræðislegrar forystu
borgarstjóra er ekki síður athyglis-
verður í því hlutverki hans að leiða
borgarstjórnarflokk sjálfstæðis-
manna. Davíð Oddsson tók við for-
ystu hans fyrir áratug. Hann kann
að skipta verkum með mönnum
og skapa heilbrigða samvinnu þar
sem gagnkvæm heilindi og hollusta
einkenna samstarfíð. Samstarfið í
borgarstjórnarflokki sjálfstæðis-
manna í Reykjavík er til fyrirmynd-
ar, en fulltrúar minnihlutaflokk-
anna í borgarstjórn berast á bana-
spjót við sín eigin flokkssystkini
og fulltrúa annarra minnihluta-
flokka. Slíkum hræringi er ekki
trúandi fyrir fjöreggi Reykvíkinga
og stjórn höfuðborgarinnar.
Borgarstjóri og borgarstjómar-
meirihluti sjálfstæðismanna hafa
haldið vel á málum borgarbúa,
sinnt sókn í félagsmálum og
menntamálum jafnhliða stórfram-
kvæmdum á öllum sviðum á grand-
velli trausts fjárhags, sem lofar
góðu í framtíðinni.
Starfsfólk Rásar 1 og 2 sér um kosningavöku í kvöld og verður útvarpað fram undir morgun.
Kosningavaka verður í út-
varpi fram undir morgun
KOSNINGAVAKA verður í út-
varpi og sjónvarpi í kvöld vegna
s veitarstj órnarkosninganna.
Fyrr í dag verða stuttir fréttatím-
ar á Stöð 2, á hádegi og aftur
síðdegis en kosningavakan hefst kl.
22 og era útsendingarnar ótraflað-
ar. Ríkissjónvarpið sjónvarpar
fyrstu fréttum kl. 15.45 en kosn-
ingavakan hefst kl. 22.30. í útvarpi
hefst kosningavakan á Rás 1, kl.
22 og kl. 23 hefst Kosningapopp á
Rás 2, með léttri tónlist og sam-
tengdum fréttum á Rás 1. Reiknað
ér með að útsendingar standi fram
undir morgun eða þar til síðustu
tölur hafa borist frá Reykjavík.
Hjá Bylgjunni verður sá háttur
hafður á að Sigursteinn Másson
fréttamaður verður með aðstöðu hjá
Stöð 2 og sendir út tölur jafnharðan
og þær berast og einnig viðtöl við
talsmenn flokkanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Starfefólk Stöðvar 2 var í gær í óða önn að undirbúa kosningasjónvarp-
ið sem hefet klukkan 22 í kvöld.
Nemendur 6. bekkjar barnaskólans við gróðursetningu.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Skólanemar við ofróðursetningn
Selfossi. O O
NEMENDUR í barnaskólanum á
Selfossi hafa notað góðviðrisdag-
ana að undanförnu til gróður-
setningar í bæjarlandinu. Gróð-
ursett hefur verið í skjólbeiti
undir umsjón garðyrkjustjóra
bæjarins.
Hjá skógræktarmönnum á Sel-
fossi eru uppi áform um stórfellda
gróðursetningu á skógræktarsvæði
þess í Hellislandi utan Ölfusár og
ennfremur í Þjórsárdal. Reynt verð-
ur að höfða til almennings um ac^
taka þátt í þessu verkefni.
- Sig. Jóns.