Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 34
$4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Nýtt afl á Seltjarnarnesi gagnrýnir hreinsun strandlengjunnar: Hollustuvemd ríkisins mjög sátt við framkvæmdirnar - segir Ólafiir Pétursson hjá Hollustuvernd „VIÐ TELJUM að þessar framkvæmdir sem eru í gangi uppfylli fullkom- lega það sem að er stefht með mengunarvarnareglugerð og höfum gefið okkar álit á þessum framkvæmdum og erum mjög sáttir við þær,“ sagði Ólafur Pétursson hjá Hollustuvernd ríkisins um útrás hol- ræsa norðan við Seltjarnarnes. Sú útrás er hluti af heildarverkefni um hreinsun strandlengjunnar í Reykjavík með þátttöku nágrannasveitarfé- laga. í dreifibréfi frá framboði Nýs afls á Seltjarnarnesi, sem dreift var í gær, er því haldið fram, að mikilli mengun sé með þessu veitt frá 70 þúsund manna byggð í sjóinn við strönd Seltirninga. Sigurður Skarp- héðinsson aðstoðargatnamálastjóri í Reykjavík segir þennan málflutn- ing vera staðleysu eina. I dreifibréfi Nýs afls er gagnrýnt á þessum stað og gefið í skyn að harðlega að holræsið sé leitt í sjóinn heilsufari Seltirninga sé með því Morgunblaðið/Emilía „fórnað fyrir skólpvanda Reyk- víkinga.“ Þar segir einnig: „Við þekkjum særokið á Seltjamarnesi - Sjálfstæðismenn ætla að blanda af- falli Stór-Reykjavíkursvæðisins sam- an við það.“ Áætlað er að útrás holræsisins fari þijá og hálfan kílómetra út frá hreinsistöð við Eiðsgranda. Ólafur Pétursson segir að ekki sé endanlega ákveðið hve langt þurfi að fara út með lögnina og að hægt sé að halda áfram með hana iengra ef í ljós kemur að þess þurfi. Hann segir Hollustuvemd mjög sátta við þá áætlun kem nú er unnið eftir. „Þá er um að ræða að mengun fari ekki yfir þau mengunarmörk sem í reglu- gerðinni era og við trúum því að það muni ekki gerast. Það er auðvitað talsvert mikil mengun beint yfir opi lagnarinnar, en hún þynnist síðan út. Væntanlega hafa menn áhyggjur af hver hún verður þegar hún er komin upp að landi, að hún geti orðið yfir einhveij- um mörkum. Reynist þetta verða þannig, þá verður bara að taka á því og fara lengra út með lögnina,“ segir hann. Ólafur segir að í mengunarvama- reglugerð séu ákvæði um tvenns konar svæði. Annars vegar svæði þar Kort frá gatnamálastjóranum í Reykjavík yfir dreifingu gerlameng- unar frá holræsum. Sigurður Skarphéðinsson segir þetta kort sýna meiri mengun en verði að jafnaði við ströndina, þar sem það er miðað við aðfallsstraum. FRAMTÍÐARSÝN: Reiknuð gerlamengun við aðfallsstraum I logni sem mældur gerlafjöldi í 100 millilítr- um skuli vera minni en 1.000. Hins vegar eru svæði, þar sem gerlar eigi að vera færri en 100 í 100 millilítr- um. Utan innstu svæðanna tveggja, eins og þau era sýnd á kortinu, sé því gerlafjöldinn undir þeim mörkum sem sett era í mengunarvarnareglu- gerð. Á svæðum sem mælast með gerlamengun undir 100 gerlum í millilítra megi stunda matvælaiðnað og skipuleggja útivistarsvæði. „Það eru allt að því sundstaðlar,“ segir Ólafur, „þannig að þegar gerlafjöld- inn er kominn undir tíu, þá er um- hverfið orðið algjörlega Hreint." Sigurður Skarphéðinsson segir þessa gagnrýni vera algjöra stað- leysu og miðaða við verstu hugsanleg skilyrði. “Þama verður lögn sem verður þrír og hálfur kílómetri á lengd og við höfum fengið staðfest hjá Hollustuvemd ríkisins að þetta uppfylli þær kröfur sem nýsett meng- unarvarnarreglugerð setur, en hún er talin vera mjög ströng. Eg vil flokka það undir móðursýki að láta svona, égtel að þetta sé staðleysa." Sigurður staðfestir að ekkert sé því til fyrirstöðu að leggja lögnina lengra út ef þörf krefji. Hins vegar kveðst hann vera ákaflega vantrúað- ur á að til slíks komi. Vel verður þó fylgst með gerlafjölda þegar safn- lögnin er komin í gagnið og við brugðist í samræmi við niðurstöður mælinganna. Sigurður segir að kort það, sem er í dreifibréfinu, gefi ekki rétta mynd af dreifmgu gerlameng- unarinnar, þar sem það sé miðað við verstu aðstæður, það er sterka norð- anátt og aðfallsstraum. Ferðavörur verða kynntar, sýndar og seldar í Ferðamarkaðnum í Skeifúnni um helgina. Ferðamarkaður ópinn um helgina STÓR ferðavörusýning verður haldin hjá Ferðamarkaðnum, Skeifunm 8c, helgina 26. og 27. maí. Um leið verður boðið til veislu, þar sem grillað markaðslamb og RC-cola verða á boðstólum. Til sýnis verður m.a. fullbúið glæsi- legt sumarhús frá Þýskalandi, hjól- hýsi, fortjöld, tjöld, viðlegubúnaður, Paradiso-fellihýsin, sem eru uppsett á aðeins hálfri mínútu og sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður, garðhús- gögn, gasvörar og fjölbreytt úrval af vörum í sportið og ferðalagið. Tekin era í umboðssölu fjórhjól, tjaldvagnar, hjólhýsi, mótorhjól, kerr- ur, bátar, snjósleðar og margt fleira. Einnig er í boði ný þjónusta, að inn- rétta ferðabíla. (Fréttatilkynning) FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 25. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meöal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 72,00 50,00 63,98 39,960 2.556.491 Þorskur (smár) 32,00 32,00 32,00 2,733 87.456 Ýsa 69,00 59,00 65,76 36,838 2.422.498 Karfi 30,00 20,00 28,30 11,345 321.090 Ufsi 26,00 15,00 23,66 4,177 98.842 Ufsi (smár) 15,00 15,00 15,00 0,293 4.395 Steinbítur 49,00 20,00 31,96 1,333 42.595 Langa -37,00 37,00 37,00 1,119 41.409 Lúða 285,00 105,00 207,46 • 0,331 68.668 Koli 25,00 13,00 13,62 1,691 23.031 Keila 8,00 8,00 8,00 0,115 920 Skata 5,00 5,00 5,00 0,026 130 Skötuselur 115,00 115,00 115,00 0,035 4.025 Blandað 46,00 46,00 46,00 0,010 460 Samtals 56,72 100,007 5.672.010 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 85,00 52,00 67,24 34,775 2.338.201 Þorskur (ósl.) 50,00 50,00 50,00 3,029 151.450 Ýsa 85,00 40,00 62,74 38,560 2.419.338 Karfi 38,00 20,00 31,98 18,003 575.738 Ufsi 30,00 30,00 30,00 6,327 189.819 Steinbítur 37,00 33,00 38,96 0,535 20.843 Langa 40,00 36,00 39,35 3,955 155.640 Lúða 210,00 120,00 158,63 1,172 185.910 Grálúða 56,00 55,00 55,66 18,437 1.026.135 Skarkoli 16(00 16,00 16,00 2,095 33.520 Keila 5,00 5,00 5,00 0,176 880 Rauðmagi 80,00 18,00 32,14 0,114 3.664 Skata 65,00 65,00 65,00 0,183 • 11.895 Skötuselur 300,00 300,00 300,00 0,280 84.000 Undirmál 30,00 22,00 26,86 3,339 89.680 Blandaö 15,00 15,00 15,00 0,041 615 Samtals 55,62 131,021 7.287.328 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 91,00 35,00 55,73 47,798 2.663.651 Ýsa 77,00 35,00 63,31 24,069 1.523*742 Karfi 33,00 17,00 23,84 0,234 5.578 Ufsi 29,00 10,00 28,54 1,841 52.535 Steinbítur 31,00 10,00 16,97 2,397 40.686 Langa 43,00 15,00 31,92 0,364 11.620 Lúða 245,00 205,00 236,21 0,091 21.495 Skarkoli 35,00 31,00 31,05 1,395 43.313 Keila 8,00 8,00 8,00 1,442 11.536 Undirmál 21,00 21,00 21,00 0,376 7.896 Blandað 5,00 5,00 5,00 0,251 1.255 Samtals 54,61 80,273 4.383.802 Morgunblaðið/PPJ HL 1 l Éni JSE| ’ i O V J *•*■■** ** r Z- 1 ■ 'M * 4 J TVmíí „KjÍij Fjöldi manns skoðaði flugvélina í kvöldsólinni á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld. Gömul sprengjuflugvél skoðuð Mannmargt var á Reykjavíkur- flugvelli að kvöldi uppstigningar- dags, en Ijöldi manna dreif að að skoða gamia herflugvél frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar sem þá var nýlent. Vélin sem var á leiðinni frá Bandaríkjunum til Hollands kom hingað frá Narss- arssuaq á Grænlandi eftir þriggja GENGISSKRÁNING Nr. 97 25. maí 1990 Kr. Kr. TolF Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Gengi Dollari 59.99000 59,90000 60,95000 Sterlp. . 101,56000 101,83100 99.40900 Kan. dollan 50,65700 50,79200 52,35600 Dönsk kr. 9,39910 9,42420 9,52720 Norsk kr. 9.28780 9.31260 9,32670 Sænsk kr. 9,86190 9,88820 9,98530 Fi. mark 15,25880 15,29950 15.32750 Fr. franki 10,62430 10,65260 10,79910 Belg. franki 1.73750 1.74210 1,75520 Sv. franki 42,21670 42,32930 41,76660 Holl. gyllini 31,78700 31,87180 32,22650 V-þ. mark 35,74340 35,83880 36,24740 ít. líra 0,04871 0,04884 0,04946 Austurr. sch. 5,08240 5,09590 5,15060 Port. escudo 0.40590 0,40700 0,40930 Sp. peseti 0,57340 0,57500 0,57370 Jap. yen 0,40078 0,40184 0,38285 írskt pund 95,90900 96,16500 97,16300 SDR (Sérst.) 79.24440 79.45570 79.33130 ECU, evr.m. 73,53270 73,72890 74,12430 Tollgengi fyrir maí er sölugengi 30. apríl. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. og hálfs tíma flug en þar lenti vélin til að taka eldsneyti vegna mótvinds sem hún hreppti á flug- leiðinni frá Gæsaflóa í Labrador í Kanada til Reykjavíkur. Flugvél þessi var gömul sprengju- vél af gerðinni North American B-25 „Mitchell", smíðuð árið 1944 og framleidd af sömu verksmiðjum og framleiddu P-51 „Mustang" og T-6 „Harvard". Alls voru smíðaðar um 11.000 flugvélar af þessari gerð og voru þær fyrst og fremst notaðar sem léttsprengjuvélar, eða „light bomber" á ensku. North American B-25 var skírð „Mitchell" í höfuðið á hershöfð- ingjanum Billy Mitchell en hann var frumherji á sviði hernaðarflugs og mjög umdeildur meðal samtíma- manna sökum róttækra skoðana sinna um notkun flugvéla á ófrið- artímum. Flugvélar þessar voru not- aðar á öllum vígstöðvum í síðari heimsstyrjöldinni en eitthvert mesta afrek þeirra í baráttu bandamanna við óvinina unnu þær skömmu eftir að Bandaríkin gerðust aðilar að hild- arleiknum. Það var í apríl árið 1942 að sveit sextán Mitchell-véla undir forystu Jimmy Doolittle hershöfð- ingja hóf sig til flugs af flugvélamóð- urskipinu „Hornet“ um 1.250 km undan ströndum Japans og réðst á skotmörk í Tókýó og nágrenni. Árás- in olli ekki miklu tjóni á jörðu niðri en hafði samt sem áður veraleg áhrif á framgang mála. Hún varð til þess að Japanir héldu eftir heima fyrir fjölda orrastuflugvéla sem hefðu annars verið sendar til annarra vígstöðva og veiktu þeir þar með hernaðarstyrk sinn á ýmsum her- teknum svæðum. Árásin hafði einnig veraleg áhrif heima fyrir í Banda- ríkjunum, einmitt þegar verst gekk, með því að sanna fyrir almenningi að hægt væri að koma höggi á óvin- irtn í austri. Það er hópur Hollendinga sem hefur keypt þessa gömlu sprengju- flugvél og hyggst gera hana upp og mála í litum samskonar vélar sem þjónaði hollenskri flugsveit í konung- lega breska flughemum á dögum síðari heimsstyijaldar. Verður henni flogið á flugsýningu í Hollandi og víðar í Evrópu en gamlar flugvélar sem þessar eru sívinsælar meðal áhorfenda á flugsýningum víða um lönd. Við brottförina frá Reykjavík að morgni föstudagsins til nýrra heimkynna vélarinnar í Eindhoven í Hollandi renndu flugmennirnir vél- inni lágt eftir flugbrautinni í kveðju- skyni en fjöldi Reykvíkinga fylgdist með flugtakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.