Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990
„Mer er iiía vi& aé Mr<x, án f>ess
ai> hxuf>iXr ne-itt. ”
Ást er.. .
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
° 1990 Los Angeles Times Syndicate
525 _
Ég vann ...
Það var ekkert pláss eftir í
bílskúrnum...
Er hljómburðurinn nógu góður?
Til Velvakanda.
Þótt ég búi neðst í Hlíðunum
er ég í Hallgrímskirkju. Hvers
vegna? Jú, vegna þess að síra Jak-
ob Jónsson breytti sóknarmörkum
til þess að tilheyra sjálfur sínu eig-
in prestakalli.
Eg er ekki kirkjurækin, en fór
þó til vígslu Hallgrímskirkju. Ég
heyrði ekki eitt orð af því sem þar
fór fram. Skýring: Hátalarakerfi
kirkjunnar er ekki komið í nógu
gott lag, stendur til bóta fljótlega.
Ég fór við jarðarför, heyrði ekki
líkræðu prestsins. Skýring: Því
miður heyrist svona illa á vissum
stöðum kirkjuskipsins þegar kirkj-
an er hálftóm.
Aftur fór ég til jarðarfarar.
Kirkjan var meira en fullsetin, fólk
stóð. Sama sagan endurtók sig,
allt tal prestsins rann saman í óm.
Engin leið að heyra orðaskil.
Eg kom leið og sár í vinnuna
beint frá útförinni. Þar sagði mér
kona sem mikið sækir kirkjutón-
leika að það væri þyngra en tárum
tæki að þessi kirkja, sem hljómlist-
armenn hefðu bundið svo miklar
vonir við, væri óhæf til tónleika-
halds sökum lélegs hljómburðar.
Skýring: Vanþekking Guðjóns
Samúelssonar. Kirkjuskipið væri
svo mjótt og hátt að allur tónn
leitaði bara upp. Helst hafi komið
til tals að setja tréhlera á veggina
til að beina hljóðinu niður. Eg sel
þessa sögu sem ég keypti.
En á sjálfri mér hef ég reynt í
3 skipti að heyra ekki til prests-
ins. Nú stendur til að kaupa í
Hallgrímskirkju kirkjuorgel fyrir
60 til 70 milljónir. Söfnun er í
gangi þar sem fólki er boðið upp
á að kaupa pípur í orgelið frá
tveimur upp í hundrað þúsund
krónur stykkið.
Ég heyri sjálf kirkjuorganistann
Hörð Áskelsson segja í útvarpi að
ef þetta orgel kæmi í kirkjuna,
mundu heimsfrægir listamenn
verða fúsir til að koma hér til tón-
leikahalds, og, ef ég man rétt, að
þetta yrði besta kirkjuorgel á Norð-
urlöndum. Hann var spurður hvort
ekki væri í mikið ráðist? Svarið tók
hann eftir síra Jakobi Jónssyni:
„Þú kaupir ekki trilluvél í togara.“
Nú vil ég spyija organistann og
óska svars:
1. Er það rétt að hljómburður
Hallgrímskirkju sé eins afleitur
og ég hef hér lýst?
2. Ef ekki, hvernig stendur þá á
því að ég og aðrir kirkjugestir
höfum þessa sorglegu reynslu?
3. Finnst organistanum ef til vill
ekkert mál að hið talaða orð
komist til skila?
4. Er með nokkru móti hægt að
afsaka það að byggja 60 til 70
milljóna króna orgel í kirkju
með afleitan hljómburð?
Ég álít að ég og aðrir í þessum
söfnuði eigi rétt á nákvæmum
svörum.
Unnur Konráðs
Gullgröftur í kvóta smábáta
Til Velvakanda.
Gullgröftur í kvóta smábáta,
hann er yfirstaðinn, stóð stutt yfir
en þó nógu lengi til að margir sitja
uppi með sárt ennið. Margir líka
græddu. En báðir hóparnir þegja
þunnu hljóði. Vegna hvers? Er það
vegna þess að þar heldur á málum
vinsælasti stjórnmálamaður þjóð-
arinnar og ekki má á gljáann halla?
Það hefði heyrst hljóð úr horni ef
slíkur gullgröftur hefði átt sér stað
í húsnæðiskerfinu. Mér er málið
svolítið skylt því sama og engu
munaði að ég fengi að gjöf kvóta
upp á 85,5 tonn með báti sem ég
hætti við að kaupa á síðustu stundu
á 5,5 milljónir króna. Nokkrum
dögum eftir að ég hætti við varð
kvótinn á þessum bát tíu milljóna
króna virði. Ég hefði líka getað
selt hann frá ári til árs á 20 kr.
kílóið. Það hefði verið ágætis
lífeyrir eða rúmar 1,7 milljónir á
ári. Ég fór á skrifstofu sjávarút-
vegsráðuneytisins viku eftir að
kvótafrumvarpið fór í gegn og bað
um prentað mál um breytingu á
kvótamálum viðvíkjandi bátum
undir 10 tonnum. Ekki til stafur
um það, mætti reyna eftir viku.
Síðan var haldið áfram að pússa
neglur og litið á mig augum sem
sögðu: Hvað ert þú að þvælast
hér? Viltu eitthvað upp á dekk?
Nei, ég kom mér út.
Áður en kvótafrumvarpið fór í
gegn vissi enginn hvað myndi ske
ef það færi í gegn. Einn sagði
þetta, annar hitt. Ég held að eng-
inn hafi nennt að lesa það til hlítar.
Bátasalar hefðu þó allavega átt
að gera það til að upplýsa væntan-
lega kaupendur og seljendur um
hvað gæti verið í aðsigi, þ.e. þessi
mikla breyting á framseljanlegum
og óframseljanlegum kvóta. Þetta
var ekki áhugavert hjá blaðamönn-
um eða fréttamönnum. Þeir höfðu
nóg annað að fjalla um, svo sem
að það væru 7.000 gyðingar í
Frakklandi. Þeir leiðréttu það nú
og sögðu að það hefðu átt að vera
7 milljónir, frétt vegna vanhelgun-
ar á grafreit gyðinga þar í landi.
Önnur frétt var að rörin sem írak-
ar eru að kaupa í stóru fallbyssuna
sem á að drepa gyðinga, væru 40
metrar að þvermáli. Þetta var ekki
leiðrétt og var fréttaþulan mjög
ábúðarfull yfir metrunum sínum
sem áttu að vera sm. En nú eru
þulumar ekki lengur þulur heldur
fréttamenn. Þulurnar voru aflagð-
ar en hefur það lagast? Nei, það
hefur versnað. Vegna þess að þul-
urnar geta síað og leiðrétt vitleys-
urnar frá, allavega athugað málið.
Það væri nú meiri byssan, 40 metr-
ar að þvermáli rörin. Maður sýpur
hveljur.
K.S.
HÖGNI HREKKVISI
Víkveiji skrifar
Við flesta bandaríska háskóla
tíðkast það við skólaslit og
brautskráningu nemenda, að fá ein-
hvern frægan mann úr atvinnulífi,
listum eða stjórnmálum til að
ávarpa samkomuna. Keppast
bandarískir háskólar um að yfir-
bjóða hvern annan með frægu fólki
við slík tækifæri. Oft færa þessir
ræðumenn nemendum boðskap,
sem að öðru jöfnu heyrist ekki í
háskólunum eða þá að hlutirrtir eru
skoðaðir frá öðrum sjónarhóli en
vant er. Víkveiji heyrði fyrir
skömmu frá áhrifamikilli ræðu sem
flutt var við brautskráningu við-
skiptamenntaðs fólks frá banda-
rískum háskóla. Ræðumaðurinn,
kunnur stjórnandí úr kvikmynda-
iðnaði, sagði þessu fólki, sem kosið
hefur sér fjármála- og viðskipta-
stjórnun að lífsstarfi, að mælikvarði
velgengni þeirra fælist ekki í hagn-
aði eða peningum yfirleitt, heldur
hvernig þeim tækist að samræma
vinnuna góðu fjölskyldulífi. Þessi
ábending nær auðvitað til fleiri en
fólks í viðskiptum. Um leið ogójafn-
vægi kemst á miili starfs og fjöl-
skyldu mun hvort tveggja líða fyrir
það, bæði fjölskyldan og vinnan.
Þetta á auðvitað ekkert frekar við
um stjórnendur eða frammámenn
fremur en venjulegt fólk. Hins veg-
ar ættu stjómendur e.t.v. að velta
þessu meira fyrir sér, en þeir yfir-
leitt gera, því að hlutverk þeirra
er að hvetja annað fólk til dáða og
laða fram það besta í hveijum og
einum. Til að fólk skili óaðfinnan-
legu verki þarf því að líða vel og
vera í góðu jafnvægi.
xxx
essi sami ræðumaður sagði
einnig sögu af stjórnanda,
sem var að taka við fyrirtæki. Fyrir-
rennari hans setti hann inn í starf-
ið og að lokum sagði hann honum,
að í neðstu skrifborðsskúffunni
væru þijú umslög, merkt 1, 2 og
3. Ef reksturinn gengi illa að loknu
einu ári skyldi hann opna fyrsta
umslagið, og sömuleiðis hin tvö ef
reksturinn gengi illa eftir tvö og
þijú ár. Ef vel gengi, ætti hann
hins vegar aldrei að opna umslögin.
Skemmst er frá því að segja að
reksturinn gekk hörmulega hjá hin-
um nýja framkvæmdastjóra og að
loknu fyrsta árinu opnaði hann
fyrsta umslagið. I því var miði sem
á stóð: „Kenndu fyrri stjórnanda
um.“ Hann gerði það og komst
þannig upp með að halda starfínu
áfram. Að loknum tveimur árum
hafði ástandaði ekkert lagast og
opnaði hann því annað umslagið. I
því stóð: „Kenndu um almennum
samdrætti í þjóðarbúskapnum".
Áfram hélt hann starfinu þrátt fyr-
ir gjörsamlega mislukkaðan rekstur
og eftir þrjú ár las hann skilaboðin
frá fyrri stjórnanda: „Byijaðu að
undirbúa. þijú bréf til næsta fram-
kvæmdastjóra.“ Þessa sögu mætti
svo auðvitað einnig yfirfæra á
stjórnmálamenn, svona í tilefni
dagsins.