Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Grissom til Vals Magnús Matthíasson með næsta vetur David Grissom, Bandaríkjamað- urinn sem lék með Reyni Sand- gerði í úrvalsdeildinni síðasta vetur, hefur gengið til liðs við Val. Hann leikur með liðinu næsta vetur og leysir af hólmi landa sinn, Chris Behrends. Ekki hefur verið ákveðið hver þjálfar liðið en Jón Steingríms- sön, formaður körfuknattleiksdeild- ar Vals, sagði að stefnt væri að því að fá góðan þjálfara frá Austur- Evrópu til að stjórna liðinu næsta vetur. Valsmenn náðu ekki í úrslita- keppnina síðasta vetur og sagði Jón að það hefðu verið nokkur von- brigði. „Við ætlum að setja á fullan kraft enda alls ekki sáttir við geng- ið í vetur,“ sagði Jón. Vaismenn hafa fengið annan sterkan leikmann, Magnús Matt- híasson, bróðir Matthiasar sem fyr- ir er hjá Val. Magnús, sem er rúm- ir tveir metrar á hæð, lék reyndar tvo leiki með Val í vetur og stóð sig mjög vel. Grissom er þriðji útlendingurinn sem verður áfram á íslandi. Patrick Releford, sem lék með Njarðvík, fer til Þórs og Sovétmaðurinn Anatólíj Kovtoúm verður áfram með KR. Olafurtil UMFG? ÆT Olafur Gottskálksson, leikmað- ur ÍBK í körfuknattleik og markvörður KR í knattspyrnu, leik- ur líklega með Grindavík í úrvals- deildinni í körfuknattleik. „Ég veit ekki hvort ég held áfram í körfunni en ef ég geri það þá fer ég líklega til Grindavíkur," sagði Ólafur. „Ég er mikið að velta því fyrir mér að einbeita mér að fótboltanum og þrátt fyrir að körfuboltinn sé mjög góð æfíng þá er alltaf hætta á meiðslum,“ sagði Ólafur, en hann missti af leikjum KR í Reykjavíkur- mótinu eftir að hafa kviðslitnað í körfubolta með ÍBK. „Ég er spenntastur fyrir Grindavík. Gunnar [Þorvarðarson] er kominn þangað sem þjálfari og líklegast að ég fari þangað, haldi ég áfrarn," sagði Ólafur. Arnór Guðjohnsen kemur heim í dag til að æfa með íslenska landslið- inu fyrir leikinn gegn Albaníu á miðvikudag. Tap hiá Teka KRISTJÁN Arason var aðeins skugginn af sjálfum sér þegar T eka Santander tapaði með tveggja marka mun, 24:22, fyrir Drott f rá Svíþjóð í fyrri úrslita- leik liðanna í Evrópukeppni bik- arhafa. Kristján náði sér ekki á strik í leiknum. Hann lék í sókninni fyrstu 15 mínúturnar, en aðeins í vörninni eftir það. Greinilegt var að meiðsli sem hann á við að stríða í öxl háðu honum mikið. Drott byrjaði bet- ur og komst í 8:4, en Teka, með landsliðsmanninn Javier Cabanas í fararbroddi, náði að jafna 10:10 fyrir leikhlé. Teka náði eins marks forystu 13:12 í upphafi síðari hálfleiks, en eftir það hafði Drott undirtökin og sigraði 24:22. Mats Olsson, sænski landsliðs- markvörðurinn í liði Teka, reyndist Þorsteinn Gunnarsson skrifar frá Sviþjóð löndum sínum erfiður. Varði eins og berserkur og var ásamt Cabanas besti maður liðsins. „Ég sagði fyrir leikinn að við hefðum efni á því að tapa með tveggja marka mun og það gekk eftir. Við erum með sterk- an heimavöll, höfum aðeins tapað einum leik á heimavelli í tvö ár,“ sagði Mats Olsson. Heimsmeistarinn Ola Lindgen í heimaliðinu Drott reyndist Spán- veijum erfiður í sínum síðasta heim- aleik með Drott. Hann leikur næsta vetur með Dutenhofen í Vestur- Þýskalandi. Hann gerði 9 mörk. „Við fórum illá að ráði okkar, misst- um niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik. Það verður því þung- ur róður á útivelli, en við erum með mjög leikreynt lið sem hefur alltaf leikið mjög vel að heiman,“ sagði Lindgren. Mörk Drott: Lindgren 9, Magnus Andersson 7/3, Göran Bengtsson 5, Magnus Veberg 2 og Jörgen Abrahamsson 1. Mörk Teka: Jose Villalda 7/2, Cabanas 6/1, Rofes 3, Melo Munez 3, Julian Ruiz 2 og Castro Echaburu 1. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ 7TAllir klárir í slaginn" - segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ ÍSLENDINGAR mæta Albaníu ífyrsta leik sínum í undan- keppni Evrópukeppninnará Laugardalsvelli á miðvikudag. Reiknað er með að allir sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir helgi verði klárir í slag- inn. m Islenska landsliðið mun koma saman til æfinga í dag. „Það eru allir klárir í slaginn," sagði Sævar Jónsson (Val), Olafur Þorðarson (Brann), Pétur Ormslev (Fram), Þorvald- ur Örlygsson (Nott. Forest), Pétur Péturs- son (KR), Guðmundur Torfason (St. Mirr- en), Eyjólfur Sverrisson (Stuttgart) og Arnór Guðjohnsen (Anderlecht). Eggert Magnússon, formaður KSI. En óvíst var talið að Gunnar Gíslason og Sigurður Grétarsson gætu leikið. „Gunnar er orðinn góður af meiðslunum og það er níutíu prósent öruggt að Sigurður verði með,“ sagði formaðurinn. Arnór Guðjohnsen kemur til landsins í dag, en hann var í vikufríi á Kýpur. Atli Eðvaldsson er væntalegur heim á morgun og Ólafur Þórðarson kemur á mánu- dag þar sem hann á að leika með Brann á sunnudag. Hinir „útlend- ingarnir" í-hópnum eru þegar komnir heima. Landsliðið er annars skipað eft- irtöldum leikmönnum: Markverðir: Bjami Sigurðsson, Val og Birkir Kristinsson, Fram. Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson (Genglebirci), Guðni Bergsson (Totten- ham), Gunnar Gíslason (Hacken), Kristján Jónsson (Fram), Ormarr Örlygsson (KA), HANDBOLTI / EVROPUKEPPNIN ípfém FOLK ■ EFTIR miklar deilur hefur ver- ið ákveðið að keppni Banda- ríkjanna og Evrópu um Ryder- bikarinn í golfi 1993 fari fram á Belfry-vellinum í Englandi. Til stóð að leika á Club de Campo- vellinum á Spáni en samtök evr- ópskra atvinnukylfinga, PGA, töldu hann ekki nógu stóran. Þó er talið að næsta keppni í Evrópu, árið 1997 fara fram á vellinum. Næsta keppni fer fram eftir tvö ár á Kiawah Island-vellinum í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum. ■ ÞAÐ þótti tíðindum sæta að enginn, af þeim 58.000 áhorfendum sem fylgdust með úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða, var hand- tekinn fyrir eða eftir leikinft. Viður- eign AC Mílanó frá ítaliu' og Benfica frá Portúgal fór fram í Vínarborg og þótti löggæsla, jafnt sem framkoma áhorfenda, til fyrir- myndar og lofa góðu fyrir heims- meistarakeppnina sem hefst eftir tvær vikur. ■ DRAGOSLAV Sekularac, þjálfari júgóslavneska knattspyrnu- liðsins Rauðu Stjörnunnar, segist ætla að hætta þjálfun liðsins. Hann var nýlega dæmdur í sjö leikja bann í Evrópukeppninni í knattspyrnu og segist ekki sjá tilgang í að halda áfram með liðið geti hann ekki stjórnað því frá varamannabekkn- um. ■ WALTER Meeuws, fyrrum þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðsins St. Truiden. ■ STEFAN Schwarz, landsliðs- maður Svía sem leikur með Malmö FF, leikur með portúgalska liðinu Benfica næsta keppnistímabil. Kaupverðið er talið nema um 80 milljónum íslenskra króna. Schwarz, sem er aðeins 21 árs, mun því leika með löndum sínum, Mats Magnusson og Jonas Thern. Þjálfari Benfica er einnig Svíi, Sven-Göran Eirkisson. Schwarz leikur í stöðu vinstri bakvarðar og er í 22ja manna HM-hópi Svía á Ítalíu. ■ MATTHEW Le Tissier, sem leikmenn ensku 1. deildarinnar kusu efnilegasta leikmann deildar- innar í vetur, hefur gert nýjan þriggja ára samning við Southamp- ton og þar með kveðið niður þær sögur um að hann sé á leið til er- lends félags. íþróttir helgarinnar Knattspyrna Laugardagur 3. deild: Nesk. Þróttur-BÍ.................kl. 14.00 Kópav. ÍK-Völsungur..............kl. 14.00 Akureyri TBA - Einherji...kl. 14.00 4. deild: Valh. Grótta - Reynir.........kl. 14.00 Njarv. UMFN - Snæfell.....kl. 14.00 Gervig. TBR-Ægir................kl. 14.00 Keflav. Hafnir - Víkingur Ól. ...kl. 14.00 Leiknisv. Leiknir - Hverag.kl. 14.00 Kópav. HK - Skallagrímur...kl. 17.00 Laugal. UMSE-b - Austri R.kl. 14.00 Hrísey Narfí-Magni..............kl. 14.00 Krossm. HSÞ-b - SM..............kl. 14.00 Staðarb. KSH - Neisti............kl. 14.00 Fáskrúðsv. Leiknir- Austri E. .kl. 14.00 Frjálsíþróttir Meistaramót Islands í fijálsíþrótt- um, fyrri hluti, fer fram á Varmár- velli i Mosfellsbæ um helgina. Keppni hefst kl. 14.00 báða dagana. Keppt verður f tugþraut, sjöþraut, 4 X 800 m boðhlaupi karla, 3 X 800 m boð- hlaupi kvenna, 5.000 m hlaupi kvenna og 10.000 m hlaupi karla. Landsbankahlaupið fer fram í dag. Halaupið er fyrir krakka 10 til 13 ára og er hlaupið frá nær öllum stöðum þar sem bankinn hefur útibú og hefst kl. 11.00. Golf Dunlop-mótið í golfi fer fram á Hólmsvelli f Leiru í dag og á morgun. Þetta er annað stigamót sumarsins. A morgun, sunnudag, verður fyrsta opna golfmótið í Grafarholti, Lac- oste-mótið, sem er 18 holu höggleikur með forgjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.