Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 64
Engum líkur LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/RAX Góðviðri íHafharfírði Börnin hafa óspart notað góða veðrið undan- I í gær í nýju sundlauginni í Hafnarfirði og farna daga til útileikja. Pjölmörg börn voru | nutu langþráðrar sólar eftir langan vetur. Tafir á leiguflug- ferðum Flugleiða vegna millilendinga Farnir að kanna aðra möguleika, segir forstjóri Samvinnuferða TAFIR hafa orðið á leiguflugferðum Flugleiða fyrir íslensku ferðaskrif- stofurnar að undanfdrnu, þar sem flugmenn hafa ítrekað tekið þá ákvörðun að millilcnda á Bretlandseyjum á heimleið frá Spáni. „Þetta 'er auðvitað óþolandi fyrir farþega okkar og þýðir þriggja til fimm tíma seinkun. Við erum þegar farnir að kanna hvaða aðra möguleika við höfum með sólarlandaflug, þar sem þetta er alls ekki það sem við sömd- um um við Flugleiðir," sagði Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða- /Landsýnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Helgi sagði að Samvinnuferð- ir/Landsýn væru ekkert einsdæmi í þessum efnum og sólarlandafarþegar annarra ferðaskrifstofa hefðu orðið fyrir samskonar óþægindum. „Þetta er allt annað en við erum búnir að semja um og selja. Við hljótum í framhaldi þessa að óska eftir endur- skoðun þessara leiguflugssamn- inga,“ sagði Helgi og bætti við að Arnarflug gæti nú annast sólar- landaflug, án þess að svona truflanir þyrftu að koma til. Kristján Egilsson formaður FÍA Grumir um misnotkun 4 ára barns MAÐUR á þrítugsaldri hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag, grunaður um kynferðislega misnotkun á 4 ára dóttur sinni. Maðurinn hefur neitað ásökununum. Skipaður héraðsdómari í Skaga- fjarðarsýslu kvað upp gæsluvarð- haldsúrskurðinn síðastliðinn sunnu- dag, en hinn grunaði býr í sýsl- unni. Máiið kom til kasta lögregl- unnar eftir að móðuramma telpunn- ar fór með hana í læknisskoðun, vegna kvartana barnsins. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri alrangt að flugmenn væru með hægagang í starfi. „Það háttar þannig til að reglur nánast alls staðar í heiminum takmarka flug. Fiug til sólarlanda falla utan þeirra öryggismarka sem sett hafa verið í flestum nágrannalöndum okk- ar. Við getum einfaldlega ekki farið eftir viðskiptahagsmunum Flugleiða í þessum efnum, öryggið verður að vera númer eitt,“ sagði Kristján. í kjölfar samninga í fyrra, var ákveðið að skipa nefnd beggja aðila sem semdi nýjar flugvakta- og hvíldartímareglur. í niðurstöðu nefndarinnar tekið ákveðið mið af þeim reglum sem í gildi eru hjá Luft- hansa, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Kristján sagði að sú viðmiðun gengi ekki upp, þar sem ekkert nætui’flug væri hjá Luft- hansa. Eðlilegra væri að miða við öryggisreglur á Norðurlöndum, en því hefðu Flugleiðir alfarið hafnað. Björn Theódórsson framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt gild- andi reglum væri ekki hægt að fljúga til sólarlanda og heim aftur án þess að millilenda á heimleið, eða skipta um áhöfn á Spáni. „Við höfðum hins vegar vonast eftir því að ná öðru vísi samningum við flugmenn, en það hefur ekki gengið eftir," sagði Björn og bætti við að Flugleiðir hefðu talið að niðurstaða nefndarinnar sem starfaði í fyrra, hefði gefið fyrirheit um breytt fyrirkomulag. Davíð Oddsson borgarstjóri: Einstæð móðir geti valið að vera hiá börnunum sínum Morgunblaðið/Einar Falur. Kosið í gærkvöldi. DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri sagði í sjónvarpsumræðum í gær- kvöldi, að kostnaður við stefhumarkandi ákvörðun sjálfstæðis- manna um greiðslur til foreldra sem kysu að hafa börn sín heima í stað þess að setja þau á dagvistarstofhanir, færi eftir því, hve skrefið væri stigið hratt. Nefiidi hann sem dæmi að það kostaði borgina og einstæða móður tæplega 800 þúsund krónur á ári að vista í heildagsvistun tvö börn hjá borginni. Spurði borgarstjóri, hvort ekki kynni að vera betra að þessi einstæða móðir fengi þessar 800 þúsund krónur sjálf til ráðstöfunar og tæki þá ákvörð- un um það sjálf hvort hún notaði peningana til að greiða fyrir Jlagvistun eða yrði heima. Taldi borgarstjóri að þarna kæmu skattaleg atriði einnig til athugunar og einnig að taka barnabæt- ur, sem nú er skipt niður á sextán ár, og setja þær niður á við- kvæmasta aldur barna. í umræðunum um dagvistar- málin sagði Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, að spyija ætti fólk, hvort það vildi sleppa leik- fckólarými fyrir 5.000 krónur á mánuði, sem væri hin raunveru- lega fjárhæð sjálfstæðismanna. Elín Ólafsdóttir, Kvennalistanum, sagðist efast um að tillögur borg- arstjóra væru raunverulegur kost- ur en hún væri hlynnt því að for- eldrar gætu verið sem lengst með ungum börnum sínum. Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, minnti á tillögu sem hún hafði flutt í borgarstjórn um sjóð til styrktar foreldrum sem vildu vera heima hjá börnum sínum. Siguijón Pét- ursson, Alþýðubandalagi, taldi börn hafa rétt til þess að komast á leikskóla. Áshildur Jónsdóttir, Flokki mannsins, fagnaði hug- mynd sjálfstæðismanna, hún hefði sjálf hreyft svipuðu fyrir síðustu kosningar. Kjartan Jónsson, Grænu framboði, sagði að dagvist- armál ættu að vera í höndum hverfisstjórna með fijálsar hend- ur. Auk dagvistarmála ræddu frambjóðendurnir undir stjórn fréttamannanna Gunnars E. Kvar- ans og Jóhanns Haukssonar um miðbæ Reykjavíkur, og sagði borgarstjóri í þeim umræðum, að það myndi kosta um 300 milljónir króna að leggja nýjan flugvöll sem dygði fyrir umsvif einkaflug- manna. Deilt var um hve fram- kvæmdafé borgarinnar á ári væri mikið. Taldi Siguijón Pétursson að það væri rúmlega þrír milljarð- ar en Ólína Þorvarðardóttir að fjárhæðin næmi fimm milljörðum. Davíð Oddsson sagði að tala Ólínu væri fjarri lagi. Hann sagði þann galla á tillögum vinstri manna um auknar framkvæmdir borgarinnar að þær myndu tvöfalda starfs- mannafjölda borgarinnar og setja haha á hausinn. Þá var einnig rætt sérstaklega um umhverfismál og urðun sorps. Sjá einnig ummæli frambjóð- enda á bls. 26. Kosning utan kjörfiindar: Meiri þátttaka nú en 1986 Kosningaþátttaka utan kjörfundar í Reykjavík var heldur meiri nú en fyrir siðustu sveitarstjórnarkosn- ingar. Ekki fengust nákvæmar tölur um kjörsókn \ gærkvöldi, en starfsmenn borgarfógeta- embættisins í Reykjavík, á kjör- stað í Ármúlaskóla, töldu að um fimm þúsund manns hefðu kosið utan kjörfundar. Fyrir síðustu kosningar kusu 4.560 manns utan kjörfundar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.