Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . Nýtum pappírinn Borgari hringdi: „Nú er verið að afhenda nýju símaskránna. Mér finnst að fólk ætti ekki að fá nýju síma- skránna nema það afhendi þá gömlu. Pappírinn mætti svo end- urvinna og gæti eitthvert líknar- félag fengið hagnaðinn. Mér skilst að það fari um 200 tonn af pappír í símaskránna á hveiju ári.“ Góðir þættir Kona hringdi: „Ég vil þakka Gísla Rúnari og Eddu fyrir frábæra þætti á Eff Emm sem heita Kaupmaður- inn á horninu. Þetta eru mjög góðir þættir og vona ég að þau haldi áfram með þá.“ Ljótar sögur Lesandi hringdi: „Það hefur borið á því í kosn- ingabaráttunni núna að komið er á kreik ljótum sögum um þá sem skipa flokkslistana og fjöl- skyldur þeirra eru jafnvel einnig teknar fyrir. Þessi söguburður er ómerkileg iðja og þykir mér ósmekklegt af fólki að taka þátt í svona söguburði.“ Kirkju í Garðabæ Sigurður Jónsson hringdi: „Ég vil gera það að kosninga- máli að reist verði glæsileg kirkja á góðum stað í Garðabæ sem fyrst. Einnig mætti gera það að kosningamáli að fækkað verði umferðartálmum hér í bænum en þeir eru allt of marg- ir.“ Kettlingar Þrír átta vikna kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 16514. Streita Ellilífeyrisþegi hringdi: „Hvemig ætlar Nýr vettvang- ur að lækna streituna hjá þeim sem reka fyrirtæki sem beijast í bökkum? Ráðstöfim til óþurftar Til Velvakanda. Aldraðir Kópavogsbúar fengu orðsendingu frá bæjarráði Kópa- vogs í janúar sl. Þar var þeim til- kynnt að einstaklingar, sem ættu þak yfir höfuðið og höfðu að und- anförnu fengið niðurfellingu á fasteignagjöldum, að hluta eða fullu, hefðu nú ekki lengur sömu fríðindi, þ.e. að nú yrði niðurfell- ingin miðuð við lægri tekjumörk en áður var. Þetta þýddi að marg- ir ellilaunamenn, sem áður höfðu fengið 70% niðurfellingu fengu nú aðeins 30% og aðrir sem höfðu verið með 100% niðurfellingu fengu nú aðeins 70%. Þessi ráð- stöfun kemur sér illa þar sem elli- laun rýrna í gildi með hveiju ári sem líður. Það vita þeir best, sem úr þeim þurfa að spila. Kópavogsbær hefur verið talinn í fararbroddi hvað snertir félags- mál og aðbúð að öldruðum. Hér skýtur því dálítið skökku við, og kom þetta mörgum á óvart. Meg- um við búast við fleiri slíkum ráð- stöfunum? Aldraður Kópavogsbúi Hef opnað lækningastofu á Háteigsvegi 1, Reykjavík. Tímapantanir í símum 622121 og 10380. Halldór Baldursson, dr. med. Sérgrein: Bæklunarlækningar. Innilega þakka ég öllum vinum mínum og vandamönnum.sem glöddu mig á sjötugs af- mœli mínu 17. maí með gjöfum, heimsóknum,' árnaðaróskum og geröu mér daginn ógleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. María Gunnarsdóttir, Ásgarði 75. Cfþú átt happdrættisnúmer ---3- ■ i aukaleiknum og greiddir gírósedilinn fyrir miðnætti miðvikudoginn 23. mai máttu sækja aukavinninginn, MHsubishi Colt 1300 GL, þegar þér hentar. Þú hefur líka hlotið samskonar bifreið í vinning ef þú átt happdrættisnúmer 1715529 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnæfti 2. maí; ef þú átt happdrættisnúmer 1651597 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti 9. maí, eða ef þú átt happdrættisnúmer 1637260 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti 16. maí. Misstu ekki af Aukaleiknum! Mundu að greiða gíróseðilinn sem fyrst til að eiga kost á aukavinningi í hverri viku! Næst verður dregið um aukavinning miðvikudaginn 30. maí. Ástandið í Austur-Evrópu Til Velvakanda. Ég hef í mörg ár haldið því fram að ríkisfjölmiðlarnir hafi látið sitja á hakanum, að fræða fólk um ástandið í Austur-Evrópu. Nú ný- lega fékk ég sönnun fyrir þessu. Þar sagði sá sem talað var við að sannleikurinn um ástandið í Austur-Evrópu hefði komið eins og reiðarslag yfir hugsjónamenn, eins og hann orðaði það því þegar loksins lokinu af stjórnarfari kommúnismans var lyft af, þá kom í ljós ormagryfja og má það til sanns vegar færa. Að búa við ómennsk lífskjör má líkja við orma- gryfju. , Ekki lét viðmælandinn 1 ljos nokkra skoðun á breytingunni sem orðin er í Austur-Evrópu en bætti við að „hugsjónamennirnir“ hefðu miklar áhyggjur af því að fólkið í Austur-Evrópu vildi markaðs- hyggju. Hvað á fólk sem hefur ekki mátt um fijálst höfuð stijúka í áratugi og liðið hefur skort líka að hugsa? Vonast það ekki til að frelsið sé það besta? Líka heyrði ég í útvarpinu að hneykslast var á því hvað almenn- ingur væri fáfróður um Austurlönd fjær. Eru ekki gömlu menningar- þjóðir Evrópu nær okkur? Þar urðu umbrotatímar á dögum Klirústsjovs og þáverandi valdha- far á Vesturlöndum bundu miklar vonir við fall Stalíns. En hveijar urðu breytingarnar? Ríkisútvarpið getur bætt úr fráfræði þjóðarinnar varðandi Austur-Evrópu með því að láta lesa í útvarpið Valdið og þjóðin eftir Arnór Hannibalsson, sem út kom hjá Helgafelli 1964. Þar er greint svo frá hlutunum að allt stendur sem stafur á bók og ekki er hægt að rengja neitt hans orð. Ég lofa því að enginn verður ósnortinn af þeim fróðleik ogjafn- vel „hugsjónamenn“ líka. Húsmóðir ¥ erslunarrekstur Óskað er eftir tilboðum í kaup á verslunarrekstri, ásamt innréttingum og tækjum, á Furugrund 3, þar sem rekin var verslun Grundarkjörs hf. Á sama stað er til sölu lager úr versluninni, sem seldur verður úr þrotabúi Grundarkjörs hf. í vsamráði við skiptarétt Kópavogs. Húsnæði verslunarinnar er jafnframt til sölu eða ieigu til langs tíma. Tilboð sendist til undirritaðra fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. maí 1990. * Upplýsingar ekki veittar í síma. Lögmenn við Austurvöil, Pósthússtræti 13, pósthólf 476, 121 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.