Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 59

Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . Nýtum pappírinn Borgari hringdi: „Nú er verið að afhenda nýju símaskránna. Mér finnst að fólk ætti ekki að fá nýju síma- skránna nema það afhendi þá gömlu. Pappírinn mætti svo end- urvinna og gæti eitthvert líknar- félag fengið hagnaðinn. Mér skilst að það fari um 200 tonn af pappír í símaskránna á hveiju ári.“ Góðir þættir Kona hringdi: „Ég vil þakka Gísla Rúnari og Eddu fyrir frábæra þætti á Eff Emm sem heita Kaupmaður- inn á horninu. Þetta eru mjög góðir þættir og vona ég að þau haldi áfram með þá.“ Ljótar sögur Lesandi hringdi: „Það hefur borið á því í kosn- ingabaráttunni núna að komið er á kreik ljótum sögum um þá sem skipa flokkslistana og fjöl- skyldur þeirra eru jafnvel einnig teknar fyrir. Þessi söguburður er ómerkileg iðja og þykir mér ósmekklegt af fólki að taka þátt í svona söguburði.“ Kirkju í Garðabæ Sigurður Jónsson hringdi: „Ég vil gera það að kosninga- máli að reist verði glæsileg kirkja á góðum stað í Garðabæ sem fyrst. Einnig mætti gera það að kosningamáli að fækkað verði umferðartálmum hér í bænum en þeir eru allt of marg- ir.“ Kettlingar Þrír átta vikna kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 16514. Streita Ellilífeyrisþegi hringdi: „Hvemig ætlar Nýr vettvang- ur að lækna streituna hjá þeim sem reka fyrirtæki sem beijast í bökkum? Ráðstöfim til óþurftar Til Velvakanda. Aldraðir Kópavogsbúar fengu orðsendingu frá bæjarráði Kópa- vogs í janúar sl. Þar var þeim til- kynnt að einstaklingar, sem ættu þak yfir höfuðið og höfðu að und- anförnu fengið niðurfellingu á fasteignagjöldum, að hluta eða fullu, hefðu nú ekki lengur sömu fríðindi, þ.e. að nú yrði niðurfell- ingin miðuð við lægri tekjumörk en áður var. Þetta þýddi að marg- ir ellilaunamenn, sem áður höfðu fengið 70% niðurfellingu fengu nú aðeins 30% og aðrir sem höfðu verið með 100% niðurfellingu fengu nú aðeins 70%. Þessi ráð- stöfun kemur sér illa þar sem elli- laun rýrna í gildi með hveiju ári sem líður. Það vita þeir best, sem úr þeim þurfa að spila. Kópavogsbær hefur verið talinn í fararbroddi hvað snertir félags- mál og aðbúð að öldruðum. Hér skýtur því dálítið skökku við, og kom þetta mörgum á óvart. Meg- um við búast við fleiri slíkum ráð- stöfunum? Aldraður Kópavogsbúi Hef opnað lækningastofu á Háteigsvegi 1, Reykjavík. Tímapantanir í símum 622121 og 10380. Halldór Baldursson, dr. med. Sérgrein: Bæklunarlækningar. Innilega þakka ég öllum vinum mínum og vandamönnum.sem glöddu mig á sjötugs af- mœli mínu 17. maí með gjöfum, heimsóknum,' árnaðaróskum og geröu mér daginn ógleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. María Gunnarsdóttir, Ásgarði 75. Cfþú átt happdrættisnúmer ---3- ■ i aukaleiknum og greiddir gírósedilinn fyrir miðnætti miðvikudoginn 23. mai máttu sækja aukavinninginn, MHsubishi Colt 1300 GL, þegar þér hentar. Þú hefur líka hlotið samskonar bifreið í vinning ef þú átt happdrættisnúmer 1715529 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnæfti 2. maí; ef þú átt happdrættisnúmer 1651597 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti 9. maí, eða ef þú átt happdrættisnúmer 1637260 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti 16. maí. Misstu ekki af Aukaleiknum! Mundu að greiða gíróseðilinn sem fyrst til að eiga kost á aukavinningi í hverri viku! Næst verður dregið um aukavinning miðvikudaginn 30. maí. Ástandið í Austur-Evrópu Til Velvakanda. Ég hef í mörg ár haldið því fram að ríkisfjölmiðlarnir hafi látið sitja á hakanum, að fræða fólk um ástandið í Austur-Evrópu. Nú ný- lega fékk ég sönnun fyrir þessu. Þar sagði sá sem talað var við að sannleikurinn um ástandið í Austur-Evrópu hefði komið eins og reiðarslag yfir hugsjónamenn, eins og hann orðaði það því þegar loksins lokinu af stjórnarfari kommúnismans var lyft af, þá kom í ljós ormagryfja og má það til sanns vegar færa. Að búa við ómennsk lífskjör má líkja við orma- gryfju. , Ekki lét viðmælandinn 1 ljos nokkra skoðun á breytingunni sem orðin er í Austur-Evrópu en bætti við að „hugsjónamennirnir“ hefðu miklar áhyggjur af því að fólkið í Austur-Evrópu vildi markaðs- hyggju. Hvað á fólk sem hefur ekki mátt um fijálst höfuð stijúka í áratugi og liðið hefur skort líka að hugsa? Vonast það ekki til að frelsið sé það besta? Líka heyrði ég í útvarpinu að hneykslast var á því hvað almenn- ingur væri fáfróður um Austurlönd fjær. Eru ekki gömlu menningar- þjóðir Evrópu nær okkur? Þar urðu umbrotatímar á dögum Klirústsjovs og þáverandi valdha- far á Vesturlöndum bundu miklar vonir við fall Stalíns. En hveijar urðu breytingarnar? Ríkisútvarpið getur bætt úr fráfræði þjóðarinnar varðandi Austur-Evrópu með því að láta lesa í útvarpið Valdið og þjóðin eftir Arnór Hannibalsson, sem út kom hjá Helgafelli 1964. Þar er greint svo frá hlutunum að allt stendur sem stafur á bók og ekki er hægt að rengja neitt hans orð. Ég lofa því að enginn verður ósnortinn af þeim fróðleik ogjafn- vel „hugsjónamenn“ líka. Húsmóðir ¥ erslunarrekstur Óskað er eftir tilboðum í kaup á verslunarrekstri, ásamt innréttingum og tækjum, á Furugrund 3, þar sem rekin var verslun Grundarkjörs hf. Á sama stað er til sölu lager úr versluninni, sem seldur verður úr þrotabúi Grundarkjörs hf. í vsamráði við skiptarétt Kópavogs. Húsnæði verslunarinnar er jafnframt til sölu eða ieigu til langs tíma. Tilboð sendist til undirritaðra fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. maí 1990. * Upplýsingar ekki veittar í síma. Lögmenn við Austurvöil, Pósthússtræti 13, pósthólf 476, 121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.