Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 29 Vestmannaeyjar: 500 manns í grillveislu sj álfstæðismanna Vestmannaeyjum. MIKIÐ LÍF hefiir verið í kosn- ingaundirbúning-i hjá sjálf- stæðismönnum í Eyjum. Sæl- kerakvöld var haldið á miðvik- dagskvöld og á fimmtudag var slegið upp mikilli grillveislu á planinu framan við Asgarð, félagsheimili sjálfstæðisfélag- anna. Sjálfstæðismenn hafa undir- búið kosningarnar síðustu vikur. Kaffifundir hafa verið á hverjum morgni þar sem fjöldi fólks hefur hist og drukkið saman morgun- kaffi. A miðvikudagskvöld var slegið upp sælkerakvöldi þar sem 30 konur sáu um matseldina. Á annað hundrað manns mættu til veislunnar og var sungið og trall- að fram eftir nóttu að Eyjasið. Á fimmtudag var slegið upp grill- veislu á planinu framan við Ás- garð, félagsheimili sjálfstæðisfé- laganna. Þar grilluðu frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins pyls- ur sem gestum var boðið upp á. Um 500 manns komu til grill- veislunnar og ríkti sannkölluð karnivalstemmning í góðviðrinu sem lék við veislugesti. Sigurgeir tók meðfylgjandi myndir í grillveislunni sem Sjálf- stæðisflokkurinn bauð til. Grímur BMW 3-SERÍAN BÍLAR MEÐ SÉRSTÖÐU Öryggi, þægindi, afl og styrkur ásamt útlisfegurð sem gleður jafnvel hið vandfýsnasta auga: öll þessi atriði sam- | tvinnuð í eina glæsilega heild veita BMW 3-bílunum sér- i stöðu. Þegar þú velur einn þeirra sem farskjóta þinn markar þú eigin sérstöðu. Hátækni og sú athygli, sem hvert ein- astasmáatriði í hönnun sérhversbílsfær, skýra frá bært gengi og sívaxandi vin- sældir BMW um heim allan. Innan 3-seríunnar hefur hver bíll líka sína eigin sér- stöðu. BMW 316i, og 318i eru búnir 4ra strokka vélum, ná- skyldum hinni voldugu og háþróuðu 12 strokka vél sem knýr BMW 750il_. í 318is er hin nýja 136 hestafla, 16 ventla vél sem byggð er á 20 ára reynslu í fjölventlatækni. Ef sér- krafa þín er um ómælt afl og afburðasnerpu þá er BMW 318is bíllinn fyrir þig. í BMW 320i og 325i eru 6 strokka vélar, rómaðar fyrir kraft og þýðan gang og í BMW 325iX bætist við sítengt al- Af englum og keltum drif. Ef sérkrafa þín er um það besta og ekkert minna, þá eru þetta bílar fyrir þig. í BMW 324d og 324td eru dísilvélar, hljóðlátar og slag- Sýning í Bogasal Þjóðminjasaftis íslands SÝNINGIN „Afcnglum og kelt- um — English and Celtic Arte- facts and Influence" — verður opnuð laugardaginn 26. maí í Bogasal Þjóðminjasafhsins. Þar verða, eins og nafiiið gefúr til kynna, sýndir enskir og keltn- eskir munir úr eigu safhsins. Eru þeir frá ýmsum timum, þeir elstu frá 8.-10. öld. Meðal sýningargripa eru enskar altaristöflur úr alabastri frá 15. öld, hinar mestu gersemar. Þá verða til sýnis varðveittir hlutar af gullsaumuðum skrúða frá Hól- um í Hjaltadal frá dögum Guð- mundar góða; höklar þrír talsins frá Skálholti, Odda og Njarðvík. Einnig eru á sýningunni tvö íslensk útsaumsverk frá 17. öld, sem bera ensk einkenni. Vatnslita- myndir^ úr leiðöngrum Englend- inga á íslandi fyrr á öldum, silfur- munir og fleiri góðir gripir. Prentuð hefur verið sýningar- Morgunblaðið/RAX Unnið að undirbúningi sýningarinnar á Þjóðminjasafninu. skrá þar sem gestir geta fræðst um sýningargripina. Sýningin stendur til september- loka og er opin eins og aðalsalir Þjóðminjasafnsins kl. 11-16 alla daga vikunnar nema mánudaga. (Fréttatilkynning frá Þjóðminjasafhi lslands) mjúkar, sparneytnar og langlífar. Ef þú hefur akstur að at- vinnu eða ert einfaldlega einn þeirra sem eru inni í leyndar- dómum dísilvélanna, þá eru þetta bílar fyrir þig. Allar þessar vélarstærðir fyrir ofan 316i fást einnig í skutbíl sem flytur þig, farþega þína og farangur með fyllstu þægindum án þess að nokkru sé fórnað. Veldu þér bíl úr BMW 3-seríunni sem hæfir þér og þörfum þínum í fyllsta trausti þess að BMW uppfyllir allar kröfur þínar um öryggi, þægindi, afloglýtalausan frágang. Reynsluakstur færir þig í allan sann- leika um það sem þig grunar nú þegar: BMW er engum líkur. Bílaumboðið hf KRÓKHÁLSI 1. REYKJAVlK, SlMI 686633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.