Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 29

Morgunblaðið - 26.05.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 29 Vestmannaeyjar: 500 manns í grillveislu sj álfstæðismanna Vestmannaeyjum. MIKIÐ LÍF hefiir verið í kosn- ingaundirbúning-i hjá sjálf- stæðismönnum í Eyjum. Sæl- kerakvöld var haldið á miðvik- dagskvöld og á fimmtudag var slegið upp mikilli grillveislu á planinu framan við Asgarð, félagsheimili sjálfstæðisfélag- anna. Sjálfstæðismenn hafa undir- búið kosningarnar síðustu vikur. Kaffifundir hafa verið á hverjum morgni þar sem fjöldi fólks hefur hist og drukkið saman morgun- kaffi. A miðvikudagskvöld var slegið upp sælkerakvöldi þar sem 30 konur sáu um matseldina. Á annað hundrað manns mættu til veislunnar og var sungið og trall- að fram eftir nóttu að Eyjasið. Á fimmtudag var slegið upp grill- veislu á planinu framan við Ás- garð, félagsheimili sjálfstæðisfé- laganna. Þar grilluðu frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins pyls- ur sem gestum var boðið upp á. Um 500 manns komu til grill- veislunnar og ríkti sannkölluð karnivalstemmning í góðviðrinu sem lék við veislugesti. Sigurgeir tók meðfylgjandi myndir í grillveislunni sem Sjálf- stæðisflokkurinn bauð til. Grímur BMW 3-SERÍAN BÍLAR MEÐ SÉRSTÖÐU Öryggi, þægindi, afl og styrkur ásamt útlisfegurð sem gleður jafnvel hið vandfýsnasta auga: öll þessi atriði sam- | tvinnuð í eina glæsilega heild veita BMW 3-bílunum sér- i stöðu. Þegar þú velur einn þeirra sem farskjóta þinn markar þú eigin sérstöðu. Hátækni og sú athygli, sem hvert ein- astasmáatriði í hönnun sérhversbílsfær, skýra frá bært gengi og sívaxandi vin- sældir BMW um heim allan. Innan 3-seríunnar hefur hver bíll líka sína eigin sér- stöðu. BMW 316i, og 318i eru búnir 4ra strokka vélum, ná- skyldum hinni voldugu og háþróuðu 12 strokka vél sem knýr BMW 750il_. í 318is er hin nýja 136 hestafla, 16 ventla vél sem byggð er á 20 ára reynslu í fjölventlatækni. Ef sér- krafa þín er um ómælt afl og afburðasnerpu þá er BMW 318is bíllinn fyrir þig. í BMW 320i og 325i eru 6 strokka vélar, rómaðar fyrir kraft og þýðan gang og í BMW 325iX bætist við sítengt al- Af englum og keltum drif. Ef sérkrafa þín er um það besta og ekkert minna, þá eru þetta bílar fyrir þig. í BMW 324d og 324td eru dísilvélar, hljóðlátar og slag- Sýning í Bogasal Þjóðminjasaftis íslands SÝNINGIN „Afcnglum og kelt- um — English and Celtic Arte- facts and Influence" — verður opnuð laugardaginn 26. maí í Bogasal Þjóðminjasafhsins. Þar verða, eins og nafiiið gefúr til kynna, sýndir enskir og keltn- eskir munir úr eigu safhsins. Eru þeir frá ýmsum timum, þeir elstu frá 8.-10. öld. Meðal sýningargripa eru enskar altaristöflur úr alabastri frá 15. öld, hinar mestu gersemar. Þá verða til sýnis varðveittir hlutar af gullsaumuðum skrúða frá Hól- um í Hjaltadal frá dögum Guð- mundar góða; höklar þrír talsins frá Skálholti, Odda og Njarðvík. Einnig eru á sýningunni tvö íslensk útsaumsverk frá 17. öld, sem bera ensk einkenni. Vatnslita- myndir^ úr leiðöngrum Englend- inga á íslandi fyrr á öldum, silfur- munir og fleiri góðir gripir. Prentuð hefur verið sýningar- Morgunblaðið/RAX Unnið að undirbúningi sýningarinnar á Þjóðminjasafninu. skrá þar sem gestir geta fræðst um sýningargripina. Sýningin stendur til september- loka og er opin eins og aðalsalir Þjóðminjasafnsins kl. 11-16 alla daga vikunnar nema mánudaga. (Fréttatilkynning frá Þjóðminjasafhi lslands) mjúkar, sparneytnar og langlífar. Ef þú hefur akstur að at- vinnu eða ert einfaldlega einn þeirra sem eru inni í leyndar- dómum dísilvélanna, þá eru þetta bílar fyrir þig. Allar þessar vélarstærðir fyrir ofan 316i fást einnig í skutbíl sem flytur þig, farþega þína og farangur með fyllstu þægindum án þess að nokkru sé fórnað. Veldu þér bíl úr BMW 3-seríunni sem hæfir þér og þörfum þínum í fyllsta trausti þess að BMW uppfyllir allar kröfur þínar um öryggi, þægindi, afloglýtalausan frágang. Reynsluakstur færir þig í allan sann- leika um það sem þig grunar nú þegar: BMW er engum líkur. Bílaumboðið hf KRÓKHÁLSI 1. REYKJAVlK, SlMI 686633

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.