Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 31 Njósnir í NATO; Reuter Afríkudrottningin dregin í land Báturinn sem Humphrey Bogard sigldi í myndinni „Afríkudrottning- in“ er hér dreginn í land eftir að leki hafði komið að honum. Bátur- inn var einn af 50 smábátum, sem sigldu um Ermarsund á fimmtudag í tilefni þess að hálf öld var þá liðin frá því Bretum tókst að bjarga meginhluta liðs síns í franska hafnarbænum Dunkirk undan tangar- sókn Þjóðveija. Verkföll í Póllandi: Kommúnístar ábyrgir fyrir ólgunni í landinu Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Morgunblaösins. SENDIHERRA Lúxemborgar í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins (NATO), Guy de Muyser, hefúr neitað að hafa afhent sovéskum ' embættis- mönnum trúnaðarskjöl, e_n þær sakir voru bornar á hann í síðasta mánuði. Muyser segist hafa látið Sovétmönnum í té upplýsingar sem ætlaðar voru til dreifingar á meðal almenn- ings. Muyser sagði af sér sem sendi- herra Lúxemborgar hjá NATO þegar öryggisþjónusta bandalags- ins tók að rannsaka hugsanlegan þátt hans í njósnum fyrir Sovétrík- in. Muyer var um árabil sendiherra í Moskvu. í yfirheyrslum á fundi utanríkisnefndar þingsins í Lúx- emborg neitaði hann að hafa farið ferðir til Moskvu án þess að láta vita af þeim í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Muyser segist hafa farið til Sov- étríkjanna, árið 1986, og þá hafi hann verið til þess hvattur af Carr- ington lávarði, þáverandi fram- kvæmdastjóra NATO. Carrington hafi haft mikinn hug á að fá frek- ari upplýsingar um umbætur Míkhaíls Gorbatsjovs á sovésku þjóðfélagi. I þessari ferð segist Muyser hafa búið í sendiráði Lúx- emborgar í Moskvu og hann hafi tilkynnt utanríkisráðherra Lúxem- borgar um ferðina strax að henni lokinni. Muyser viðurkennir að hafa afhent Sovétmönnum gögn sem varða NATO en segir að þau hafi engan veginn verið trúnaðar- mál, þetta hafi frekar verið upplýs- ingar ætlaðar almenningi. rétti tíminn til að reyna sig! verkalýðsins í pólitískum tilgangi. Hann sakaði Alfred Midowicz, formann stærsta verkalýðsfélags Póllands, OPZZ, sem á árum áður laut stjórn kommúnista, um að vilja með þessum hætti koma í veg fyr- ir að umbótastefna samsteypu- stjórnar Samstöðu skilaði árangri. Walesa hefur frestað fyrirhugaðri heimsókn sinni til Norðurlanda og talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði hugsanlegt að hætt yrði við heim- sókn Tadeusz Mazowiecki forsæt- isráðherra til Frakklands sem hefj- ast átti á mánudag. Sendiherrann neitar sakar- giftunum - segir Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu Varsjá. Reuter. VERKFALL járnbrautarstarfsmanna í Póllandi er farið að hafa víðtæk áhrif í þjóðfélaginu eftir að hafa staðið í sex daga. í gær lagðist kolaútflutningur að mestu af er verkfallsmenn lokuðu járn- brautarleiðum til hafiiarborganna Gdynia og Gdansk. Lech Wa- lesa, leiðtogi Samstöðu, sagði í gær að „borgarastríð" gæti brotist út í landinu linnti verkföllunum ekki og lýsti yfir því að félagar í kommúnistaflokknum gamla væru ábyrgir fyrir ólgunni í landinu. Á fimmtudag runnu viðræður stjómvalda og verkfallsmanna út í sandinn vegna deilna um fundar- Þetta eru fyrstu alvarlegu vinnudeilumar í landinu síðan lýð- ræðislega kjörin stjómvöld tóku við í Póllandi fyrir níu mánuðum. Verkfallsmenn krefjast 20% launa- hækkana þannig að laun þeirra verði tíu prósentum hærri en með- alllaun sem nú em 932.000 zlotí á mánuði (tæpar 6.000 ísl. kr.). Þeir era ósáttir við efnahagsað- gerðir Samstöðustjórnarinnar sem leitt hafa til þess að verðlag hefur hækkað gífurlega. Talsmaður verkfallsmanna sagði að allt efna- hagslíf landsins myndi stöðvast ef stjórnvöld féllust ekki á viðræður um kröfur þeirra. Á miðvikudag sendi Walesa verkfallsmönnum orðsendingu og sagði að kröfur þeirra væru réttmætar en aðferð- irnar rangar. í lýðræðisríkjum væru verkföll neyðarúrræði og samningar hefðu ekki verið reynd- ir til þrautar. staðinn. Walesa sagði síðan á fundi með blaðamönnum í gær að fyrrum félagar ' í kommúnistaflokknum gamla væru að nýta sér bág kjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.