Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 ÁLIT TALSMANNA MINNIHLUTAFLOKKANNA í REYKJAVIK Morgunblaðið snéri sér í gær til manna í efstu sætum á listum minnihlutaflokkanna í Reykjavík og innti þá álits á stöðunni á loka- spretti kosningabaráttunnar: Kjartan Jónsson Grænu framboði: Bjartsýn á að koma inn manni KJARTAN Jónsson efsti maður á lista Græns fram- boðs í Reykjavík, seg- ir að lokaprett- ur kosninga- baráttunnar fyrir borgar- stjórnarkosningarnar leggist mjög vel í aðstandendur fram- boðsins. „Lengi framan af vissu fæstir af því að við værum til, en nú vita nær allir af okkur. Og við höfum fengið mjög góðar undir- tektir eftir framboðsþátt í Stöð 2 í vikunni, þar sem okkar maður kom mjög vel fyrir. Við erum því orðin mjög bjartsýn á að koma að manni," sagði Kjartan. Hann sagði þetta aðallega vera málstað framboðsins að þakka en einnig hefði það komist mjög skýrt til skila að Grænt framboð væri öðruvisi afl í pólitík en fólk ætti að venjast. Sigurjón Pétursson Alþýðubandalagi; Hætta á að Guðrún nái ekki kosningu SIGURJÓN Pétursson borgarfulltrúi og efsti maður á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, seg- ir að Alþýðu- bandalagið eigi verulega undir högg að sækja í borgarstjórnar- kosningunum. „Ég tel vera hættu á því að Guðrún Ágústsdóttir nái ekki kosningu í borgarstjórn. Við þurf- um því á hveiju einasta atkvæði að halda til að tryggja hennar kjör. Ég tel að hún sé að keppa við annars vegar krata og hins vegar sjálfstæðismann," sagði Sigutjón. Aðspurður sagðist hann eiga við Bjama P. Magnússon þegar hann talaði um krata. Siguijón sagði að kosningabar- áttan hefði farið allt of seint í gang, og í raun ekki verið í gangi nema rúma viku. „Það er of stutt- ur tími fyrir okkur sem ráðum ekki yfír öflugu málgagni. Það hefði vantað viku í viðbót til að rétta hlutinn enn betur, en ég tel að við höfum unnið verulega á á síðustu dögum,“ sagði Siguijón. Þegar hann var spurður hvers vegna hann teldi kosningabarátt- una seina af stað, sagði hann að þar réðu helst stóru fjölmiðlamir og ef til vill Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn almestu. Elín G. Ólafsdóttir Kvennalista: Finnum hlý- hug í okkar garð „VIÐ finnum hlýhug í okkar garð þar sem við komum og síðustu daga hef ég verið að verða bjart- sýnni á útkomu okkar í kosn- ingunum," seg- ir Elín G. Ólafsdóttir, sem skip- ar efsta sæti Kvennalistans i Reykjavík. „Framan af var kosningabar- áttan frekar daufleg en nú síðustu daga hefur aukið líf færst í hana,“ segir Elín. „Það er ljóst að sú umræða, sem farið hefur fram í fjölmiðlum að undanfömu hefur aukið svolítið áhuga fólks,.en það er áhyggjuefni, ef fólk sýnir ekki áhuga á því að taka þátt í mótun nánasta umhverfis síns. Á hitt ber að líta, að fólk er kannski orðið ofmettað af umfjöllun um stjóm- mál í fjölmiðlum. Sjónvarpsút- sendingar frá Alþingi hafa orðið tíðari á undanfömum ámm og sífellt er verið að taka viðtöl við sömu mennina, oft án þess að þeir hafi .nokkuð markvert til málanna að leggja." Elín bætir við, að það kunni að þurfa að taka til athugunar, hvort setja beri reglur um skoð- anakannanir. „Skoðanakannanir geta verið mjög skoðanamyndandi og haft áhrif á fylgi bæði hinna stærstu flokka og smæstu. Víða erlendis er til dæmis bannað að birta niðurstöður skoðanakann- anna tveimur vikum fyrir kosn- ingar.“ Elín segir að konur í Kvenna- listanum hafi haft mjög gaman af að vinna í þessari kosningabar- áttu. „Við höfum fundið fyrir hlý- hug frá fólki þar sem við komum og að málflutningur okkar nýtur stuðnings og það er auðvitað mjög uppörvandi. Síðustu daga hef ég orðið bjartsýnni á útkomu okkar í kosningunum en tel að umræður eins og hafa farið fram síðustu daga hefðu þurft að standa leng- ur. Við hefðum kannski þurft viku í viðbót,“ segir Elín G. Ólafsdóttir. Áshildur Jóns- dóttir Flokki mannsins: Fólk er sam- mála okkur og vill breyt- ingar ÁSHILDUR Jonsdóttir, sem skipar efsta sæti á fram- boðslista Flokks manns- ins við borgar- stjórriarkosn- ingarnar segist hafa fundið í kosningabaráttunni að fólk sé sammála málflutningi fram- bjóðenda fiokksins og vilji breytingar á stjórn borgarinn- ar. „í þessari kosningabaráttu höf- um við farið víða og fengið góðar undirtektir," segir Áshildur. „Okkur hefur þótt þetta skemmti- legt, enda finnum við að sjónar- mið okkar eiga virkilega hljóm- grunn hjá fólki. Á því hefur orðið veruleg breyting frá því fyrir fjór- um árum. Fólk er sammála mál- flutningi okkar og vill breytingar, en hins vegar er dapurlegt að heyra hve margir eru vondaufír um að hægt sé að koma þeim í framkvæmd.“ Áshildur segir, að frambjóðend- ur Flokks mannsins hafi farið á vinnustaði og dreift bæklingum á götum. „Við höfum verið þar sem fólkið er, enda erum við sjálf okk- ar miðill í þessari baráttu og fólk hefur tekið okkur vel. Það er hins vegar erfitt að segja til um úrslit kosninganna. Fyrir um það bil viku gáfu skoðanakannanir til kynna að helmingur kjósenda væri óákveðinn og það sýnir auð- vitað óánægja með stjórn borgar- innar. Ég er ekki trúuð á að meiri- hluti sjálfstæðismanna falli, en það skiptir miklu máli hveijir eiga fulltrúa í borgarstjóm auk Sjálf- stæðisflokksins og ég vona að við verðum í þeim hópi,“ segir Áshild- ur Jónsdóttir. Sigrún Magnús- dóttir Frámsókn- arflokki: Vona að mál- flutningur okkar skili árangri „ÉG geri mér grein fyrir að það er á brat- tann að sækja fyrir okkur en vona að mál- flutingur okkar skili árangri," segir Sigrún Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Sigrún segist sjald- an hafa fundið jafn góðan anda í kosningabaráttu flokksins og nú og auðvelt hafi verið að fá fólk þar til starfa. „Kosningabaráttan fór óvenju seint af stað nú í vor. Ég hef margoft áður tekið þátt í kosn- ingabaráttu framsóknarmanna hér í borginni og ég minnist þess ekki að hún hafi áður hafist jafn seint. I raun byijaði enginn flokk- ur baráttu sína fyrr en þingi lauk 5. maí. Hins vegar hefur þessi kosningabarátta verið mjög skemmtileg að undanfömu. Hún hefur sjaldan verið jafn lífleg hjá okkur framsóknarmönnum og nú og óvenju góður andi hefur verið ríkjandi." Sigrún segist bíða jafn spennt eftir úrslitum kosninganna og aðrir borgarbúar. Útkoma fram- sóknarmanna í skoðanakönnun- um hafi ekki verið í samræmi við það sem hún hafi fundið í barát- tunni. „Ég vona að málflutningur okkar skili árangri, en geri mér hins vegar grein fyrir því að það er á brattann að sækja í þessum kosningum," segir Sigrún Magn- úsdóttir. Kristín Á. Ólafs- dóttir Nýjum vett- vangi: Höfiim ástæðu til að vera full bjartsýni „Ef marka má þá strauma og þær viðtök- ur sem við höf- um fundið fyrir síðustu dagana höfum við ástæðu til að vera full bjart- sýni,“ _ sagði Kristín Á. Olafsdóttir, sem er í 2. sæti á lista Nýs vettvangs aðspurð um hvernig kosning- arnar leggist í hana. „Að vísu eigum við ekkert tryggt bakland þar sem þetta er ný hreyfing. Það er ekki hægt að spá í hlutina út frá gengi í síðustu kosningum, en undirtektirnar gefa mér ástæðu til þess að hlakka til að geta starfað með Guðrúnu Jónsdóttur, arkitekt, í borgarstjórn næstu fjögur árin og ég ætla mér að leyfa mér að gæla við að hrafninn okkar fljúgi líka inn,“ sagði Kristín ennfremur. Hún sagði að það væri ljóst að Nýr vettvangur væri helsti val- kostur fólks við Sjálfstæðisflokk- inn. „Ég held að það hafi sýnt sig rækilega í skoðanakönnunum undanfarið og maður hittir mjög margt fólk sem er okkur sammála um að það sé mjög mikil nauðsyn að búa til sterkan valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr vett- vangur býður sig fram til að vera sá valkostur," sagði Kristín. Þegar þú kýst. . . 15 heilræði til ungra kjósenda 0 Þú mátt kjósa, ef þú ert 18 ára 26. maí 1990, á kjördag. 0 Þú kýst á þeim stað, sem þú áttir lögheimili 27. apríl 1990, en hafir þú flust innan Reykjavíkur eða þíns sveitarfélags ertu skráðurþar sem þú áttir heima 1. desember 1989. 0 Þú kýst í skólanum í þínu hverfi. 0 Þú kýst í þeirri skólastofu, þar sem kjördeild þinnar götu er. 0 Þú segir fyrst heimilisfangþitt og síðan til nafns, þegarþú kemur inn í kjördeildina. 0 Þú færð kjörseðilinn afhentan af kjörstjórn. 0 Þú greiðir atkvæði þitt í kjörklefa í stofunni. 0 Þú setur x framan við hókstaf þess lista, sem þú ætla að styðja. 0 Þú mátt breyta röð frambjóðenda á þínum lista með því að setja tölustafina 1, 2, 3... fyrir framan nöfn þeirra. 0 Þú skalt ekki strika yfir nafn á einum lista og setja x á annan, með því ógildir þú atkvæði þitt. 0 Þú brýtur seðil þinn einu sinni saman og setur hann í innsiglaðan kjörkassann. 0 Þú færð allar frekari upplýsingar hjá kosningaskrifstofum stjórnmálaflokkanna. 0 Þú skalt neyta atkvæðisréttar þíns, því þannig hefur þú áhrif á stjórn málefna byggð- ar þinnar. 0 Þú skalt kjósa þann stjórnmálaflokk, sem tryggir örugga framtíð þína og þinna. Guðrún Helgadóttir styður Nýjan vettvang GUÐRÚN Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík og forseti sameinaðs Alþingis lýsti því yfir í Þjóðviljanum á fimmtu- dag að hún muni kjósa H-lista Nýs vettvangs en ekki G-lista Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórnarkosningunum í dag. Guðrún Helgadóttir segir í Þjóð- viljagreininni að hún hafi tekið þessa ákvörðun að vandlega yfir- lögðu ráði vegna þess að þeir félag- ar hennar sem fylkja liði um Nýjan vettvang standi sér mun nær í við- horfum til nútímastjórnmála en innsti kjarni Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Guðrún segist hafa sannfærst endanlega um ágæti þessarar ákvörðunar eftir að hafa lesið grein eftir Siguijón Pétursson borgarfull- trúa Alþýðubandalagsins, þar sem hann hafi grímulaust boðað klofn- ing Alþýðubandalagsins sem stjóm- málaafls; samstarf vinstriflokkanna í Reykjavík kalli hann „óvinafagn- að“ og formann Alþýðubandalags- ins „íhaldsafl". Guðrún segist ekki hafa í hyggju að kljúfa Alþýðubandalagið heldur vilji hún vinna með öllum sem vilja breyta áherslum í meðferð fjármuna Reykvíkinga. Og hún treysti félög- um sínum á H-listanum betur til þess en félögum sínum á G-listan- um. Siguijón Pétursson oddviti Al- þýðubandalagsins í Reykjavík sagði við Morgunblaðsins sagði það greinilegt að menn væru að gera það upp við sig hvort þeir styddu Alþýðubandalagið eða annan lista sem væri bræðingur úr mörgum flokkum. „í sjálfu sér er ekki annað hægt en fagna því; þá veit maður hvar maður héfur þá,“ sagði Sigur- jón. Þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Guðrúnar undirstrikaði ekki klofning flokksins, sagði hann að framtíðarsýn Guðrúnar væri fylking með Alþýðuflokki og Borg- araflokki. „Framtíðarsýn okkar hinna er Alþýðubandlagið og þær hugsjónír sem það hefur staðið fyr- ir og stendur enn fyrir,“ sagði Sig- uijón Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.