Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Sleipnir og viðsemjendur: Eng’inn fund- ur í 10 daga „AÐGERÐIR fara að verða nokk- uð freistandi," sagði Magnús Guðmundsson formaður Bif- reiðasljórafélagsins Sieipnis um stöðu samningamála í samtali við Morgunblaðið. Félagsmenn í Sleipni veittu stjórn félagsins heimild til þess boða verk- fall fyrir um mánuði. „Við héldum langan fund með vinnuveitendum fyrir 10 dögum, en það kom ekkert úr þeim fundi. Ríkissáttasemjari kvaðst þá myndu boða okkur aftur til fundar innan hálfs mánaðar. Fari ekki að verða af því, munum við sjálfir fara fram á fund.“ Að- spurður um aðgerðir félagsins, sagði Magnús að sá tími væri að koma að aðgerðir af hálfu félags- manna hefðu hvað mest áhrif. Ef ekki færi að draga saman með Sleipni og viðsemjendum, hlyti að fara að líða að verkfallsaðgerðúm. Frá slysstað í Teigurium aðfaranótt fimmtudags. Morgunblaðið/Júlíus 5 slösuðust í árekstri FIMM slösuðust, þar af einn mik- ið, í árekstri tveggja bíla á mót- um Hraunteigs og Gullteigs að- faranótt fimmtudags. Slysið varð um klukkan 2.40 og með þeim hætti, að amerískum fólksbíl, Oldsmobile, var ekið norð- ur Gullteig og í hlið Toyota-bíls, sem var ekið vestur Hraunteig. Samkvæmt almennum umferðar- rétti hefði ökumaður Oldsmobile- bílsins átt að víkja. Við áreksturinn kastaðist Toyotan á kyrrstæðan jeppa og hann kastaðist á næsta kyrrstæða bíl. Oldsmobile-bíllinn snerist hins vegar á veginum og lenti á ljósastaur. í Toyota-bílnum voru, auk öku- manns, fjórar stúlkur. Þrjár þeirra slösuðust, en ekki alvarlega. Öku- maðurinn slasaðist hins vegar mik- ið og var m.a. talinn lærbrotinn. Fá þurfti björgunarbíl slökkviliðs- ins á vettvang til að losa manninn úr flakinu. Ökumaður Oldsmobile- bflsins slasaðist lítillega. VEÐURHORFUR í DAG, 26. MAÍ YFIRLIT í GÆR: Skammt suðvestur af Reykjanesi er 1.028 mb hæð sem þokast austur. Lægðardrag yfir austanverðu landinu þokast suðaustut. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt eða suðaustan gola. Þykknar smám saman upp sunnan- og vestanlands er líður á daginn en iéttskýjað norðanlands og austan. Hiti 0-6 stig í nótt en 8-14 á morgun. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustlæg átt og hlýnandi veður. Rign- ing eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnanátt og milt veður. Skúrir um landið sunnanvert, en þurrt og víða bjart veður norðanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Hlti veður Akureyri 9 léttskýjað Reykjavik 8 léttskýjað Bergen 6 hálfskýjað Helsinki 14 skýjað Kaupmannahöfn 14 skýjað Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 4-3 þoka Ósló 14 hálfskýjað Stokkhólmur 8 skúr Þórshöfn 9 skýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 13 skýjað Barcelona 23 mistur Berlín 14 skýjað Chicago 13 rigning Feneyjar 23 téttskýjað Frankfurt 15 skýjað Glasgow 14 hálfskýjað Hamborg 14 skýjað Las Palmas 23 léttskýjað London 14 skýjað Los Angeles 14 heiðskírt Lúxemborg 15 hálfskýjað Madríd 23 skýjað Malaga 22 skýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 10 léttskýjað NewYork 14 hálfskýjað Orlando 22 léttskýjað París 17 léttskýjað Róm 23 skýjað Vín 14 rigning Washington vantar Winnipeg 12 heiðskírt Fíkniefiiamál: Einn verið dæmdur vegna óþekkts efiiis TVEIR menn viðurkenndu fyrir nokkru að hafa flutt hvítt duft til landsins frá Hollandi, í þeirri trú að það væri kókaín. í dóm- um Hæstaréttar er að fínna eitt dæmi þess að maður hafi verið dæmdur fyrir innflutning á efiii, sem hann taldi vera fíkniefiii, þó það væri ekki sannað við efriagreiningu. Dómur Hæstaréttar er frá 1972. Maður nokkur var ákærður fyrir að hafa flutt LSD til lands- ins. Hann var sýknaður í undir- rétti, þar sem ekki þótti sannað við efnagreiningu að um LSD hefði verið að ræða. Hæstiréttur tók undir það að ekki væri unnt að færa sönnur á hvert efnið væri, en hins vegar hefði maðurinn sjálf- ur talið sig vera að flytja inn LSD. Hann var því dæmdur fyrir tilraun til brots. Mál mannanna tveggja, sem hafa játað innflutning á hvítu dufti frá Hollandi, sem síðar reyndist staðdeyfilyf, hefur ekki borist embætti ríkissaksóknara. Ákvörð- un um hvort þeir verða ákærðir liggur því ekki fyrir. Garðabær: 5 millj. til sumarvinnu skólafólks BÆJARRÁÐ Garðabæjar samþykkti á frindi sínum s.l. þriðjudag að veita aukalega 5 milljónum króna til sumar- vinnu skólafólks. Jafnframt var samþykkt að beina því til sljómvalda hvort ekki væri að vænta framlags úr ríkis- sjóði eins og síðastliðið sumar vegna vanda skólafólks. Að sögn Ingimundar Sigur- pálssonar bæjarstjóra, sækja mun fleiri um sumarvinnu hjá bænum en í fyrra og eiga 40 ungmenni enn eftir að fá vinnu. í sumar verða því samtals 107 í vinnu á vegum bæjarins, íþróttahöll í Kópavogi: Yfirlýsing' ft*á Gunnari Birgissym Morgunblaðinu barst í gærkvöldi eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnari Birgissyni, sem skipar efeta sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi: í gærkvöldi var dreift í hús í Kópavogi flugmiða. Þar segja höfundar, að Vogar, blað Sjálf- stæðismanna, dreifi fölsuðum teikningum og birta aðra teikn- ingu af íþróttahöllinni, sem þeir segja rétta. Teikning Voga er teikning sömu arkitekta frá því í febrúar 1990, sem var grund- völlur samningsins við ríkið. Nýja teikningin er því augljós- lega teiknuð síðar og hefur hvergi verið birt opinberlega fyrr. Á henni hefur húsið verið hækkað um 1.30 metra, efri svöl- um verið lyft um 34 sm og fremsta sætaröð þar færð fram um 64 sm. Auk þess er gólfi hallarinnar lyft um 23 sm. Allt þetta er gert til þess að bæta sjónlínu frá fyrri teikningu. Það er því búið að stækka húsið frá fyrri teikningu, sem var grundvöllur að samningum við ríkið um fasta fjárupphæð. Húsið er því þegar orðið dýrara. Allar fullyrðingar Voga um, að húsið uppfylli ekki kröfur byggingareglugerðar um sam- komuhús og kröfur brunamála- samþykktar um rýmingarleiðir, standa óhaggaðar. Sama máli gegnir um stuðning Sjá lfstæðis- flokksins við byggingu íþrótta- hallar í Kópavogi með betri samningi við ríkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.