Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Tónlistarskóli Kópavogs hélt tónleika þar sem eingöngu voru flutt íslensk verk. 466 nemendur við Tón- list arskóla Kópavogs 466 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur og þar af voru 117 í forskólanum. Nokkrir menntaskólanemar stunduðu tónlistarnám sem valgrein. Á síðastliðnu hausti var haldið námskeið fyrir fullorðið fólk. Nám- skeiðið var í fyrirlestraformi og Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið gegnheilar útiflísar á ótrúlegu verði. 20x20, fullt verö 2.573. Nú á kr. 1.796 m2 30x30, fullt verð 2.900. Núá kr. 1.966 m2 Ávallt ódýrar flísar! # ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 SÍMI 686755 tilgangur þess var að þjálfa fólk í að hlusta á tónlist. Kennt var í byijendaflokki og einnig í fram- haldsflokki fyrir þá sem verið höfðu áður. Tónleikahald er jafnan ríkur þáttur í starfi skólans. Pyrir utan opinbera jóla- og vortónleika voru haldnir ijölmargir tónleikar innan skólans fyrir nemendur og ættingj- ar þeirra. Auk þess komu nemend- ur fram við önnur tækifæri s.s. á vegum félagsstarfs aldraðra, við kirkjulegar athafnir og á sameigin- legum tónleikum með nemendum úr Tónlistarskóla Garðabæjar og eru þessi atriði árvissir viðburðir. í tilefni af 35 ára afmæli Kópa- vogskaupstaðar stóð skólinn fyrir tónleikum þar sem eingöngu voru flutt íslensk verk og vonandi verð- ur framhald á því. Til að auka tengsl heimilanna og skólans eru haldnir sérstakir foreldradagar, þar sem aðstandendum gefst kost- ur að ræða við kennara nemand- ans. Um leið fara miðsvetrarpróf fram. Skólanum lauk með vorpróf- um og vomámskeiði fyrir böm og var það haldið til kynningar á for- skólanámi. Kennarar við skólann vom 36 á þessu starfsári og þar af vom 13 í fullu starfí. Skólastjóri Tónlistarskóla Kópa- vogs er Fjölnir Stefánsson. (Fréttatilkynning.) VERTU ÁHYGGJUIAUS MEÐAN BÖRNIN BAÐA SIG! Danfoss baöblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigið og skrúfar frá - Danfoss held- ur hitanum stöðugum. Öryggishnappur kemur í veg fyrir að börnin stilli á hærri hita en 38°C. Danfoss fæst í helstu byggingavöruverslunum um allt land. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI 624260 LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA „Ríkið, það er ég Nokkur orð í tilefiii greinar menntamálaráðherra eftirRagnar Júlíusson Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, geysist fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu hinn 23. þ.m. og er mikið niðri fyrir. Tilefnið er að sögn grein mín um skólamál í sama blaði hinn 17. þ.m. Við lestur greinar menntamála- ráðherra hvarflaði hugurinn ósjálf- rátt til frásagna af Sólkónginum í Versölum, sem mælti hin fleygu orð: „Ríkið, það er ég“ — og taldi sig hafinn yfír alla gagnrýni. Í upphafí greinar sinnar sakar ráðherra mig um árásir á mennta- málaráðuneytið og fræðslustjórann í Reykjavík og nefnir máli sínu til stuðnings stofnun skólamálaráðs í Reykjavík og svonefnt Öldusels- skólamál. Þama er undarlegur mál- atilbúnaður á ferð en því miður ekki nýr af hálfu Svavars og hans kump- ána. í fyrrnefndri grein minnist ég ekki einu orði ■ á fræðslustjórann í Reykjavík né ræðst með nokkrum hætti á menntamálaráðuneytið. Hins vegar leyfí ég mér að gagnrýna ráð- herrann sjálfan fyrir skerðingu á við- miðunarstundaskrá grunnskólans og miðstýringar- og forræðishugmyndir hans sem endurspeglast í frumvarpi til nýrra grunnskólalaga. En það er auðvitað bannað eins og hjá Sólkóng- inum forðum. Ráðherrann er hafinn yfír gagnrýni. Auðvitað veit ráðherrann upp á sig skömmina varðandi skerðingu viðmiðunarstundaskrárinnar og grípur því til örþrifaráða til að drepa málinu á dreif. En hann hittir sjálfan sig fyrir. Með lögum nr. 8/1986 um sveitar- stjómarmál er sveitarstjómum heim- ilað að stofna til hverrar þeirrar nefndar eða ráðs um einstök sveitar- stjórnarmál sem þær sjálfar kjósa. Stofnun og starfsemi skólamálaráðs Reykjavíkur er því ekki háð sam- Ragnar Júlíusson „ Auðvitað veit ráð- herrann upp á sig skömmina varðandi skerðing-u viðmiðunar- stundaskrárinnar og grípur því til örþrifa- ráða til að drepa málinu á dreif. En hann hittir sjálfan sig fyrir.“ þykki Svavars Gestssonar — og að halda því fram að skólamálaráð hafí enga lagalega stöðu er undarleg lagaskýring. En vitanlega vill Svavar og skoðunarbræður hans og systur ekki una því að sveitarfélögin hafí nokkurt sjálfstjórnarvald heldur skal málum þeirra miðstýrt af ríkisvald- inu, eins og berlega kemur fram í fmmvarpi til nýrra grunnskólalaga. Það er skoðun mín að sveitarstjórn- imar eigi að hafa heimild til þess að skipta sveitarfélögunum upp í skólahverfi kjósi þau það — en það á ekki að skylda þær til þess með lagaboði eins og menntamálaráð- herra vill. Það voru einmitt slíkar miðstýringar- og forræðistilhneig- ingar sem ég var að gagnrýna í grein minni þótt ráðherra láti sér sæma að snúa út úr því á sinn sérkennilega hátt. Þá nefnir ráðherra hið svonefnda Ölduselsskólamál og er þá fyrst kom- inn út á verulega hálan is. Öldu- selsskólamálið er nefnilega dæmigert fyrir þær forræðishugmyndir sem ' hrjá Svavar Gestsson. I því máli var ráðherravaldi beitt gegn vilja meiri- hluta sveitarstjórnar sem sýnir svo ekki verður um villst að gagnrýni mín á meintar miðstýringar- og for- ræðistilhneigingar ráðherrans á við full rök að styðjast. Ráðherrann spyr í grein sinni hver sé stefna mín í skólamálum. Eg hélt nú sannast sagna að hann þyrfti ekki að spyija að því. Ég fylgi Sjálf- stæðisflokknum að málum og skóla- málastefna þess flokks er skýr. Hún grundvallast á raunverulegum vald- dreifíngarhugmyndum og er því and- stæða þess miðstýringarvalds sem ráherrann er fulltrúi fyrir, þess mið- stýringarvalds sem Reykvíkingar munu hafna í borgarstjórnarkosning- unum í dag. Höfundur er formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur og skipar 21. sæti & D-iista Sjálfstæðisflokks við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Ragnar Júlíusson óskaði birtingar á meðfylgjandi grein til þess að koma á framfæri athugasemdum við grein eftir Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sem birtist hér í blaðinu sl. miðvikudag. Þar sem þetta tölublað Morgun- blaðsins kemur út á kjördag veitti hann samþykki sitt til þess, að menntamálaráðherra kæmi að svari í sama blaði. Biitist það svar hér einnig. Ritstj. Skólastjóri á hálum ís eftir Svavar Gestsson Skelfing er að vita til þess að formaður fræðsluráðs í einu fræðsluumdæmi landsins og þvi fjölmennasta skuli ekki hafa neina skólastefnu aðra en þá sem flokkur- inn hefur. Svona hugmýndafræði var lögð niður erlendis fyrir löngu. Hann telur að Ölduselsskólamálið sé slæmt mál til vitnis um vinnu- brögð undirritaðs. Þá voru foreldrar og íbúar hverfís og starfsmenn skólans látnir ráða úrslitum. Það er hættulegt að mati Ragnars. Það er ekki að undra þegar menn hafa meirihlutafrekjuna að grundvallar- hugmyndafræði. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það hafí verið rétt þegar ég setti Reyni Daníel fyrir ári og skipaði hann svo fyrir nokkrum dögum sem skólastjóra Ölduselsskóla. Hins vegar skil ég reiði Ragnars Júlíussonar og sárindi. Hann hefur reynt allt hvað hann getur til þess að rægja menntamálaráðuneytið í minni tíð. Það verður stöðugt erfið- ara eftir því sem stefna okkar um eflingu grunnskólans er fram- kvæmd markvissari skrefum; nú síðast með því að lengja skóladag yngstu barnanna strax í haust. Höfiindurer menntamálaráðherra. Svavar Gestsson ÞÚ KEMST miim á H HEKLAHF Laugavegi 170 -174 Simi 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.