Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAI 1990 Hættuleg vinna barna takmörkuð FYRIR þinglok samþykkti Alþingi breytingar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum sem miða að þvi að tak- marka vinnu barna og ungmenna við hættulegar aðstæður og er miðað við 17 ára aldur. Nú er skýrar en áður kveðið á um hvers konar vinnu heimilt er að ráða börn og ungmenni til. í 60. grein laganna segir: „Böm yngri en 14 ára má ekki ráða nema til léttra, hættulítilla starfa. Ekki má láta böm á aldrinum 14 og 15 ára, né heldur þau sem yngri eru, vinna við hættulegar vélar og við hættu- legar aðstæður." Samkvæmt skráðum slysum hjá Vinnueftirlitinu hafa alvarlegustu slysin á bömum og ungmennum orðið við landbúnaðarvélar og fisk- vinnsluvélar. Bygging aldraðra við Skúlagötu: Byggðaverk 116,7 milljónir kr. Á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt tillaga Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar, um að taka tilboði Byggðaverks hf., 116,7 milljónir, í 1. áfanga að byggingu aldraðra við Skúla- götu. Sex tilboð bárust í verkið. Tilboð Byggðaverks hf. er 68,4% af kostnaðaráætlun 1. áfanga en í honum felst vinna við grunn hússins og uppsteypa á bifreiðageymslu við fyrirhugaðar íbúðir aldraðra við Lindargötu. Önnur fyrirtæki sem buðu í verkið vom: Fjarðarrnót hf., Röst hf., Ármannsfell hf., ístak hf. og Sveinbjöm Sigurðsson. á að gott væri að mæta snemma á kjörstað til að forðast bið. Sjá nánar auglýsingu um kjör- staði og kjördeildaskiptingu á bls. 17. TVEIR unglingspiltar réðust á tvo litla drengi á Skarphéðins- götu síðdegis á uppstigningar- dag, börðu þá og rændu af þeim 300 krónum. Unglingarnir gengu að drengjun- um, tóku þá hálstaki og hirtu af þeim aurana. Gengu síðan í skrokk á þeim og börðu með krepptum hnefá í maga. Málið var kært til lögreglu sem leitar piltanna. Þeir eru taldir vera um 15 ára gamlir. Kosningahandbók fylgir Morg- unblaðinu í dag. Sjá blað Cl-12. Unglingar rændu börn Gott kosn- ingaveður um land allt GÓÐU og björtu veðri er spáð um land allt í dag, á kosningadaginn. Fremur svalt verður snemma morg- uns en hlýnar um miðjan dag. Hiti verður þá 8-14 stig. Svalara verður þegar líður á kvöldið. Fólk hvatt til að hafa með sér persónuskilríki KOSIÐ verður á sextán stöðum í borginni í borgarstjómarkosn- ingunum í dag miUi kl. 9 og 23. Á kjörskrá eru um 71.338 manns. í kosningunum 1986 í Reykjavík voru 66.529 manns á kjörskrá. Þeim hefur nú fjölgað í 71.338 og eru þá ekki með taldir þeir sem kært hafa sig inn á kjörskrá síðustu vikur. Þeir sem kosningarétt hafa eru allir þeir sem lögheimili hafa í Reykjavík og eru 18 ára eða eldri. Aðeins þeir sem eru orðnir 18 ára á kjördag hafa kosningarétt; ekki er nóg að verða 18 ára á árinu. Kjörstaðir eru á sextán stöðum: Álftamýrarskóla, Árbæjarskóla, Austurbæjarskóla, Breiðagerðis- skóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Foldaskóla, Langholtsskóla, Mela- skóla, Miðbæjarskóla, Sjómanna- skóla, Ölduselsskóla, Elliheimilinu Grund, Hrafnistu DAS og Hátúni 12. Kjörstaðir voru 15 í síðustu kosningum, en nú hefur Foldaskóli bæst við. Kjördeildir eru samtals 98 og hefur þeim fjölgað um 10 frá síðustu kosningum. I samtali við Morgunblaðið, sagði Guðmundur Vignir Jósefsson, for- maður yfirkjörstjómar í Reykjavík, að rétt væri að minna fólk á að hafa með sér persónuskilríki á kjör- stað, því verið gæti að fólk væri beðið um að gera grein fýrir sér. Einnig vildi hann benda kjósendum Magni Kristjánsson, skipstjórí á Neskaupstað: Treysti sjálfstæðismönnuin vel til forystu í bæjarfélaginu „MÉR sýnist að á D-iista sé margt af góðu og dugmiklu fólki og ég treysti því vel til að hafa forustu í þessum bæ næsta kjörtíma- bil,“ segir Magni Kristjánsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Neskaupstað, í Norðfirðingi blaði sjálfstæðisfélaganna þar í bæ, sem kom út í gær. Magni var áður fiokksbundinn alþýðubandalags- maður en gagnrýnir nú stjórn bæjarins, sem hefúr verið í höndum hans gamla fiokks. „Við vini mína í Alþýðubandalaginu vil ég segja þetta: Það verður enginn héraðsbrestur þó þið takið ykkur fi"í frá því að hafa vit fyrir okkur í 4 ár.“ Magni Kristjánsson fer nokkr- kringum Svavar Gestsson og Ólaf um orðum um upplausn Alþýðu- bandalagsins og segir meðal ann- ars: „Alþýðubandalagið er í mol- um og ekki séð annað en það sé mikið mál að raða því saman aft- ur þannig að það geti orðið afl á landsvísu. Stærstu brotin eru í Ragnar. Þessir hópar talast ekki við nema með hótunum eða skæt- ingi: Guðmundur Joð sá sitt óvænna og yfirgaf fleyið. Sigutjón Pétursson og hans lið í Reykjavík er á góðri leið með að þurrka gjör- samlega út fylgi AB þar á bæ með þröngsýni og kreddufestu. Þingmenn flokksins róa hver með sínu lagi og fæstir í takt. Skúli Alexandersson er í andstöðu við allt sem flokkurinn kemur nálægt í sjávarútvegsmálum. Þingmaður- inn okkar, Hjörleifur [Guttorms- son] er nánast genginn í Kvenna- listann og á móti flestu sem flokk- urinn gerir á þingl og í ríkis- stjórn. Það er eiginlega spuming um hver týndi hveijum. Týndi ég flokknum eða týndi flokkurinn mér?“ Þessu næst víkur Magni að bæjarmálum og segir að hann vilji sjá breytingar. „Mér finnst þessum bæ hafa hrakað á marga lund upp á síðkastið. Það örlar hvergi á sókn eða frumkvæði af hálfu bæjaryfirvalda.“ Magni bendir í þessu sambandi á atvinnumálin, sjávarútveginn og höfnina. Hann telur að meirihluti Alþýðubandalagsins sé andsnúinn einkarekstri og að engin end- urnýjun eða sókn sé í sjávarút- vegi. „Það er alveg sama þó nýju fotin keisarans séu dregin fram . . . Því miður er hér um hnignun og kyrrstöðu að ræða og mál til komið að menn átti sig á þeirri staðreynd," segir Magni Kristj- ánsson. Reykur stígur frá húsinu við Eyrarveg. Á innfelldu myndinni býr slökkviliðsmaður sig undir að fara inn í húsið. Eldur í húsi á Siglufírði: Morgunblaðið/Matthías. Maður um áttrætt hlaut brunasár ELDUR kom upp í húsi við andliti og höndum og var eldurinn upp á efri hæðinni, að talsverðar skemmdir urðu á báð- Eyrarveg á Siglufirði laust fluttur á sjúkrahúsið á staðn- því er talið er út frá rafmagni. um hæðum hússins af reyk og efitir hádegið í gær. Maður um um. Slökkviliðinu á Siglufirði gekk vatni. áttrætt brenndist nokkuð á Húsið er tvær hæðir og kom greiðlega að slökkva eldinn en Borgarstjórnarkosningar í dag: Kosið á sextán stöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.