Morgunblaðið - 26.05.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 26.05.1990, Síða 1
96 SIÐUR B/C/LESBOK 117. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 Préntsmiðja Morgunblaðsins Sveitarst]' órnakosningar í dag: Kosið til 149 sveitarstjórna GENGIÐ er til sveitarstjórnakosn- inga í dag í öllum 30 kaupstöðum landsins og 119 hreppum. Þann 9. júní næstkoniandi verður siðan kosið í 50 hreppum. I fimm hrepp- um kom aðeins eitt framboð fram og eru sveitarstjórnir þeirra því sjálfkjörnar. Alls er því á árinu kosið til 204 sveitarstjórna. Á kjör- skrárstofiium Hagstofu Islands vegna sveitarstjórnakosninganna eru 180.235 menn. Flestir eru í Reykjavík, 71.338. Kosningarétt eiga þeir íbúar sveitarfélaga sem orðnir eru 18 ára á kjördag. Sveitarstjórnirnar, sem kosið er til nú, eru 19 færri en í kosningunum 1986, þegar kosið var til 223 sveitar- stjórna. Hins vegar eru kaupstaðir nú sjö fleiri en þá var. í kaupstöðum eru boðnir fram alls 115 listar. Sjálfstæðisflokkurinn (D- listi) hefur hreinan meirihluta í sjö kaupstöðum: Reykjavík, Seltjamar- nesi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Stykkis- hólmi, Olafsfirði og Hveragerði. Þá hefur fiokkurinn meirihluta í Grund- arfírði og Tálknafirði. Alþýðuflokk- urinn hefur meirihluta í einum kaup- stað, Keflavík, og Alþýðubandalag í einum, Neskaupstað. I íjórum kaup- stöðum vantar Sjálfstæðisflokkinn einn mann til að vinna meirihluta: Njarðvík, ísafirði, Vestmannaeyjum og á Dalvík, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn býður fram í samstarfi með óháðum. í fimm sveitarfélögum kom aðeins fram einn listi, sem þar af leiðandi varð sjálfkjörinn. Það var í Andakíls- hreppi í Borgarfirði, Rípurhreppi og Hofshreppi í Skagafirði, Þórshafnar- hreppi í N-Þingeyjarsýslu og í Skaft- árhreppi í V-Skaftafellssýslu. Morgunblaðið/RAX Bjart yfír Reykjavík. Matvæli hömstruð í Sovétríkjunum: Námameim hóta verkföll- um komi til verðhækkana Kjörfundur hefst í kaupstöðum ýmist klukkan 9 eða 10 í dag og er heimilt að hann standi til klukkan 23 í kvöld. Moskvu. Reuter. TALSMENN Rukh, samtaka I þjóðernissinna í Ukraínu, höfðu í gær eftir frammámönnum kola- | námamanna á Donetszk-svæðinu að boðuðum verðhækkunum á lífsnauðsynjum yrði svarað með Davíð Oddsson borgarstjóri: Engan má vanta Þegar kosningabaráttan var á enda í gær sneri Morgunblaðið sér til Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra og efsta manns á D-lista sjálfstæðismanna í Reykjavík, og leitaði álits hans. Borgarstjóri sagði: „í dag lýkur stuttri en snarpri kosningabaráttu og borgarbúar fá tækifæri til að fella dóm sinn um störfin í borgarstjórninni síðastliðin fjögur ár. Og um leið til að varða veginn fyrir framtíðina. Það tækifæri ættu allir að nota. Hver kosningabarátta hefur sín sérkenni. Ég mun lengi Davíð Oddsson borgarstjóri. minnast þessarar, ekki síst vegna mikils hlýhugs, velvildar og vináttu sem ég fann fyrir svo víða er ég varð snögglega að gera hlé á baráttunni vegna óvæntra veikinda. Sagan kann of mörg dæmi þess að sigursæl lið hafa orðið illa úti einungis vegna þess að einhvers staðar var sofið á verðinum. Borgin okkar er í sókn á öllum sviðum. Þeirri sókn má ekki glutra niður. Við skulum því í dag öll segja af- dráttariaust okkar álit á kjör- stað en ekki ætla öðrum að kjósa fyrir okkur. Við skulum síst af öllu láta um okkur segja á morgun: Þið sváfuð á verðin- um.“ verkfollum. Einnig kom firam að forsætisráðherra lýðveldisins, Vítalíj Masol, hefði lýst andstöðu við efnahagstillögur Moskvu- stjórnarinnar sem Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra kynnti á fimmtudag. Þar er gert ráð fyrir hægfara breytingum í átt til markaðskerfis. Ryzhkov taldi brýnt að útskýra tillögurnar fyrir almenningi en sagðist myndu fara frá ef þingmenn Æðsta ráðsins felldu þær. Fréttir bárust af gífurlegu matvæla- hamstri í helstu borgum Sov- étríkjanna efitir að greint var frá tillögunum; í Moskvu voru jafiivel hillur í stórverslunum tómar. Yfírvöld í Moskvu hafa ákveðið að frá sunnudegi skuli takmarka viðskipti við þá sem sannað geti búsetu sína í borginni. Ukraínsk stjórnvöld sögðu að dagleg sala á bökunarhveiti í höfuðborginni Kíev hefði aukist úr 80 tonnum í 500 tonn frá því efnahagstillögurnar voru kynntar. Fulltrúi Rukh sagði að til greina kæmi að námamenn efndu til að- gerða um öll Sovétríkin gegn nýju lögunum. „Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munum við öll svelta,“ hafði fulltrúinn eftir tals- manni námamannanna. Á síðast- liðnu ári lögðu mörg hundruð þús- und námamenn í Ukraínu, næst- fjölmennasta lýðveldi Sovétríkj- anna, niður vinnu ásamt starfs- bræðrum sínum í Síberíu og lömuðu um hríð athafnalíf í landinu. „Ég starfa ekki til þess eins að halda í stöðu mína,“ sagði Ryzhkov forsætisráðherra á blaðamanna- fundi. „Ef ég verð þess var að þjóð- in treystir mér ekki, nú jæja, þá mun ég segja af mér af fúsum og fijálsum vilja.“ Ryzhkov sagði að helstu atriði áætlunarinnar yrðu rædd til þrautar á opinberum vett- vangi og ef til vill borin undir þjóð- aratkvæði. Róttækir umbótasinnar í Æðsta ráðinu hafa gagnrýnt til- lögur stjórnarinnar harðlega fyrir að ganga of skammt og krafist atkvæðagreiðslu um vantraust á stjórnina. Einn þeirra sagði að til- lögurnar 'ættu ekkert skylt við markaðskerfi. Margir segja að búast megi við ólgu hjá almenningi ef undirstöðu- matvörur á borð við brauð, sem verður þrefalt dýrara, hækka en aðgerðirnar eiga að taka gildi í júlí. Samkvæmt tillögunum á þó að bæta neytendum upp allt að 70% hækkananna með beinum greiðsl- um. Verðlag á ýmsum matvælum hefur verið óbreytt í landinu áratug- um saman og bændur fóðra stund- um svínin á brauði. Sjá „Gorbatsjov teflir harðlínumanni fram gegn Jeltsín" á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.