Morgunblaðið - 28.06.1990, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
Landbúnaðarráðherra um deilumar á Mógilsá:
Samskiptin voru
orðin óbærileg
Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra sendi í gærkvöldi
frá sér yfirlýsingu varðandi lausnarbeiðni fráfarandi forstöðumanns
Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Jóns Gunnars
Ottóssonar, og ummæla hans og annarra í Ijölmiðlum af því tilefni.
Segir ráðherra þessi ummæli vera „síendurteknar rangfærslur og
órökstuddar fullyrðingar", sem ekki sé rétt að láta ósvarað öllu leng-
Steingrímur segir, að málið sé í
hnotskurn það, að starfsmaður hafi
sagt upp vegna óánægju með að-
stæður á vinnustað og á uppsögnina
hafi verið fallist. Þar með hefði
málið átt að vera úr sögunni en sú
hefði ekki orðið raunin á. Rekur
ráðherra síðan gang málsins, sem
hafi byijað fyrir ári með deilum
Álviðræður;
Granges
staðfestir
áhuga á
þátttöku
ÞRIGGJA daga fúndi viðræðu-
nefhda iðnaðarráðherra og Atl-
antsáls lýkur í dag. Að sögn Jóns
Sigurðssonar iðnaðarráðherra
átti hann fimd með Per Olof Ar-
onsson forstjóra Granges í gær,
sem staðfest hefði áhuga fyrir-
tækisins á að halda áfram í Atl-
antsálshópnum, en eins og komið
hefúr fram þá hefúr bandaríska
fyrirtækið Alcoa lýst áhuga á að
kaupa Granges.
Iðnaðarráðherra sagði að Arons-
Jóns Gunnars og fyrrverandi skóg-
ræktarstjóra, Sigurðar Blöndals.
Þá hafi ágreiningur um yfirvinnu-
reikninga og risnu komið til og seg-
ir Steingrímur, að þrátt fyrir miklar
tilraunir til að miðla málum hafi
hvorki gengið né rekið í samskipt-
unum við Jón Gunnar. Hafi hann
loks gengið svo langt í vetur og vor
að' neita tilvist skógræktarstjóra
sem yfirmanns síns.
Ráðherra segir, að skógræktar-
stjóri hafi séð sig knúinn til að
senda Jóni Gunnari áminningarbréf
og ráðuneytið einnig í apríl sl. I
kjölfar úttektar á Mógilsárstöðinni
hefði verið ákveðið að staðfesta
fyrra skipulag en tryggja um leið
faglegt sjálfstæði stöðvarinnar og
hefði Jón Gunnar verið beðinn álits
á þeirri niðurstöðu. Segir
Steingrímur, að því hafi verið svar-
að með nýju uppsagnarbréfi.
„Til að gera langt mál stutt var
ósköp einfaldlega það ástand sem
orðið var í samskiptum Rannsókn-
arstöðvarinnar á Mógilsá við ýmsa
aðra aðila sem sú stofnun verður
að eiga gott samstarf við orðið
óbærilegt,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon landbúnaðarráðherra
m.a. í yfirlýsingunni og tekur fram,
að deilan við Jón Gunnar Ottósson
hafi ekki snúist um fagleg vinnu-
brögð í skógræktinni, heldur hvort
menn vilji eða vilji ekki læra af
reynslunni.
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
DYLAN VEL FAGNAÐ ÍHÖLLINNI
Tónleikar bandaríska tónlistarmannsins Bobs Dylans, sem voru eins konar Listahátíðarauki, voru haldnir
í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nánast uppselt var á tónleikana og munu um 2.900 áheyrendur hafa verið
í Höllinni. Bubbi Morthens hitaði upp einn með gítarinn og stuttu eftir að hann hafði loktö leik sínum kom
Dylan á svið með þriggja manna sveit sinni og hóf sveitin leik sinn stundvislega kl. 22. Áhorfendur voru
vel með á nótunum ailan tímann, enda lék Dylan mikið af lögum frá upphafi ferils síns. Dagskráin skiptist
í rafmagnaða kafla og kafla þar sem einungis var leikið á órafmögnuð hljóðfæri, en alls lék Dylan 17 lög og
tvö uppklappslög, í nærfellt tvær klukkustundir. Létu áheyrendur hrifningu sína óspart í ljós. Þess má geta
að Dylan greip til reiðhjóls er hann fór frá Hótel Edju niður brekkuna að Laugardalshöllinni.
son
hefði tjáð sér að þátttaka
Gránges í Atlantsálshópnum hefði
gert það áhugaverðara fyrir Alcoa
að eignast fyrirtækið, og fullur
áhugi væri fyrir því hjá Gránges
að halda áfram þátttöku.
Aðspurður um hvort rætt hefði
verið um ákveðið orkuverð til Atl-
antsáls innan ríkisstjórnarinnar
sagðist hann ekki vilja staðfesta
það að svo stöddu, en sagði að
hann hefði gert þar grein fyrir þeim
hugmyndum um orkuverð, sem uppi
væru í viðræðunum.
Ráðherrar funda með forsvarsmönnum BHMR;
Byijað að tölvuvinna launa-
greiðslur vegna mánaðamótanna
FORSVARSMENN Bandalags
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna hittu forsætis-, við-
skipta- og Qármálaráðherra að
máli í gær, þar sem rætt var
um leiðir til lausnar þeim
ágreiningi sem er á milli aðila
túlkun á kjarasamningi
um
Reykjavíkurborg:
Stöð 2 óskar eftir ábyrgð
á 200 milljóna króna láni
STÖÐ 2 hefúr farið fram á það við Reykjavíkurborg að hún ábyrgist
200 milljóna króna lán sem fyrirhugað er að taka og endurgreiða á 5
árum. Borgarráð fjallaði um málið í vikunni en frestaði afgreiðslu þess
til næsta fúndar.
í bréfi sem Þorvarður Elíasson
sjónvarpsstjóri skrifaði Davíð Odds-
syni borgarstjóra fyrir hönd stjómar
Stöðvar 2, segir að mikil skuldsetn-
ing og litlar veðhæfar eignir setji
félaginu þröngar skorður, einkum
vegna þess að lánastofnanir hafi
gert þá kröfu til félagsins að það
tryggi lánsviðskipti sín mun betur í
framtíðinni en gert hefði verið. Jó-
hann J. Ólafsson stjómarformaður
Stöðvar 2 sagði við Morgunblaðið
að leitað hefði verið til Reykjavíkur-
borgar með þetta erindi vegna þess
að Stöð 2 væri fyrirtæki í Reykjavík
og flestir sem við það störfuðu
byggju á höfuðborgarsvæðinu. Þá
væri Reykjavíkurborg mjög hliðholl
einkarekstri.
Davíð Oddsson sagði við Morgun-
þlaðið að ijtálið hefði verið lagt fram
fresta afgreiðslu þess til næsta fund-
ar „Það er enginn vafi i mínum huga
að það þarf að fara mjög varlega í
svona hluti og þessi beiðni verður
að hafa mikla sérstöðu ef á að taka
henni jákvætt. Fulltrúar Stöðvar 2
vekja raunar athygli á því að þeir
eru með eitt af fáum fyrirtækjum í
beinni samkeppni við ríkisfyrirtæki,
sem er með óbeina ríkisábyrgð á öllu
sem þar er gert. Þeir segja í sínu
bréfi að borgin sé eini opinberi aðil-
inn sem hafi bolmagn á móts við
ríkissjóð," sagði Davíð.
Hann sagði aðspurður að sveitar-
félög hefðu áður haft heimildir til
að veita fyrirtækjum fulla ábyrgð á
lánum, og sveitarfélög úti á landi
hefðu gert það í ríkum mæli, en
Reykjavíkurborg hins vegar í litlum
mæli og þá helst í tengslum við út-
-f- tergarraði -eg -rætt- en- ák veðið- að- - -gerð- eg-kirkjubyggingar. - -
Jóhann J. Ólafsson er einnig for-
maður Verslunarráðs. Þegar hann
var spurður hvort það samrýmdist
stefnu Verslunarráðs að einkafyrir-
tæki leitaði eftir opinberri skuldar-
ábyrgð, sagði hann að það gæti ver-
ið í mörgum tilfellum. Þarna væri
um að ræða tímabundna lausn, með-
an Stöð 2 væri að ná sér upp úr
erfiðleikum, og tilgangurinn væri að
styrkja einkareksturinn.
í bréfinu til borgarstjóra kemur
fram, að fyrstu fjóra mánuði þessa
árs hafi rekstur Stöðvar 2 skilað 59
milljónum króna í rekstrarafgang
fyrir vexti og afskriftir, og heildar-
skuldir félagsins séu nú um 1.000
milljónir króna. Rekstrarafkoman sé
því örugg en útvega þurfi ábyrgðir
ef halda eigi up_pi öflugri innlendri
dagskrárgerð. I rekstrarreikningi
fyrir áðurnefnt tímabil kemur fram
að tekjur námu alls 365,4 milljónum
en gjöld 346,3 milljónum. Fjár-
magnsgjöld nema 37,8 milljónum og
tap tímabilsins var því 18,7 milljónir
-kr-óna.-------------------------------
BHMR og ríkisins, en ríkið hef-
ur frestað gildistöku hluta
samningsins á grundvelli I.
greinar hans. Páll Halldórsson,
formaður BHMR, segir að ekk-
ert handfast hafi komið út úr
þessum fúndi, en bindur vonir
við að lausn fínnist fyrir 1. júlí
þegar leiðréttingarnar eiga að
taka gildi. Launadeildin hefúr
lagt línurnar varðandi tölvu-
keyrslu launagreiðslna vegna
mánaðamótanna og sömu sögu
er að segja hjá Reykjavíkur-
borg, en að sögn Jóns Kristjáns-
sonar skrifstofusljóra tæki leið-
réttingarkeyrsla launa eina
viku væri ákvörðun tekin um
það.
Páll sagði það ljóst að við út-
færslu á samningi yrðu aðilar að
koma sér saman. Ef yfirlýsing
kæmi frá ríkisstjórninni fyrir mán-
aðamót myndi það koma í veg
fyrir að málið kæmi til kasta dóm-
• stólanna. Það væri í sjálfu sér allt-
af hægt að setja aukalaunakeyrslu
af stað og hefði oft verið gert.
„Við erum að reyna að fá þennan
samning til að virka. Ef það geng-
ur ekki munum við vísa málinu til
Félagsdóms," sagði Páll.
Samkvæmt kjarasamningnum á
nefnd, sem gera á samanburð á
kjörum háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna og þeirra sem starfa
á almennum markaði, að skila af
sér áliti fyrir 1. júlí, en nefndin á
, að meta tilefni til launaleiðrétt-
- inga: -Skili -nefndin- -ek-k-i -af-sér--á -
réttum tíma eru refsiákvæði og
eiga þá laun að hækka um einn
og hálfan launaflokk frá 1. júlí eða
sem samsvarar 4,5%.
Páll sagði að nefndin myndi
væntanlega koma saman til fund-
ar í dag. Aðspurður kvað hann það
sitt mat að nefndin gæti skilað
af sér fyrir 1. júlí. Yrði ekki sam-
komulag um alla þætti málsins
ætti að vísa þeim þáttum sem
ágreiningur væri um til gerðar-
dóms, og þá væri Ijóst að nefndin
gæti ekki skilað af sér fyrir tilsett-
an tíma. Ekki hefði reynt á hvort
samkomulag gæti tekist í nefnd-
inni, en krafa yrði sett fram um
að ákvæði samningsins yrðu virt
ef nefndin skilaði ekki af sér eins
og hún ætti að gera.
Samkvæmt kjarasamningnum
áttu nefndir einnig að vinna nýtt
námsmat og meta ábyrgð í starfi.
Samkomulag hefur tekist um nýtt
námsmat, en nefndin sem fjallar
um ábyrgð í starfi hefur ekki lok-
ið störfum. Samkvæmt samningn-
um átti álit hennar að liggja fyrir
1. apríl.