Morgunblaðið - 28.06.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
Aftnælisgangan Reykjavík - Hvítárnes:
- Laugarvatnsvellir
Gjábakki
eftir Sigurð
Kristinsson
Sjöundi áfangi afmælisgöngu
Ferðafélags íslands verður sunnu-
daginn 1. júlí og hefst kl. 13 við
Umferðarmiðotöðina. Ekið verður
að Gjábakka, sem er eyðibýli aust-
an Þingvallavatns og gengið það-
an til austurs um samfelld hraun
með allmiklum skógargróðri.
Leiðin er heldur í fangið en skóg-
argróðurinn minnkar um leið og
landið hækkar og er horfinn á
hæstu bungu. Hraunið er í dag-
legu tali nefnt Gjábakkahraun en
Þingvallasveitarmenn nefna
svæðið Hrafnabjargaháls. Vega-
gerðin nefnir veginn Gjábakka-
veg. Jarðfræðingar nefna hraunið
Eldborgarhraun syðra. Hefur það
runnið fyrir 9.300 árum frá Eld-
borgarröð milli Kálfstinda og
Hrafnabjarga. Frá henni rann
Eldborgarhraun nyrðra fyrir
6.300 árum og féll til vesturs
milli Hrafnabjarga og Tindaskaga
og niður á Skjaldbreiðarhraunið.
Leið okkar liggur um eitt hella-
auðugasta hraun landsins en að-
eins verður bent á Gjábakkahelli,
sem er 2 'h km austan við bæinn
og eru op hans rétt norðan við
veginn. Austan við hellinn er veg-
urinn samhliða grunnri hraunrás.
Margir skútar og brýr eru neðar-
lega í henni.
Eftir rúmlega stundargöngu er
komið á hæstu bungu vegarins
og er vert að skyggnast um til
flestra fjalla á Suðurlandi. Rétt
er þó að líta sér nær. Þarna ligg-
ur vegurinn yfir lítinn slakka og
er þar hluti gosrásar. Opnast hún
fram í mikla hrauntröð aðeins
austar og sunnan við veginn. En
200 m norðar sýnist vera dálítil
varða en er þó stútur á gíghelli
með myrkur í botni. Nefnist hann
Tintron og eru utan á honum
nokkrar litlar hraunpípur og má
rétt stinga handlegg þar inn. Allt
eru þetta hlutar gosrásar frá Eld-
borgunum vestan Kálfstinda.
Skammt til norðurs eru Dímonar
tveir en Reyðarbarmur beint í
austri.
Eftir neyslu nestis og náttúru-
skoðun er haldið áfram og verður
léttur undanhalli austur í Barma-
skarð. Nefnist Litli-Reyðarbarm-
ur sunnan þess en Vopnalág og
Kárahella austan þess. Hér opnast
útsýn yfir Laugarvatnsvelli og
Beitivelli sunnan þeirra. Eftir
heimsóknina til Ásgríms í Tungu
(Bræðratungu) riðu Brennu-Flosi
og menn hans »fram á Beitivöllu
og áðu þar; þá riðu að þeim flokk-
ar margir; var þar Hallur af Síðu
og menn hans.« (Njáls saga
CXXXVI. kapítuli). Beitivellir eru
áningarstaður á gamalli leið.
Gangan endar á því að líta í
hellinn við Laugarvatnsvelli, þann
sem síðasf var búið í á íslandi.
Hittumst heil.
Höfímdur er kennari.
HfíNS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT!
VERÐ AÐEINS KR
6.950.-
r i 1
lCHINONj
LÆSILEG
FRÁ
Fasfur fókus • Sjólfvirk filmufærsla
• SjQlfrakQri • Alsjólfvirkr flass • Lirhium rafhlaða
• Möguleiki ó dagserningu inn ó myndir • Eins órs óbyrgð
Nýútskrifaðir þroskaþjálfar.
Sextán þroska-
þjálfar útskrifaðir
BRYNDÍS Víglundsdóttir, skólasljóri Þroskaþjálfaskóla íslands,
brautskráði 16 þroskaþjálfa 18. maí sl.
Athöfnin fór fram í Norræna
húsinu að viðstöddum fjölda gesta.
Meðal þeirra sem fluttu ávarp voru
Haraldur Ólafsson, formaður skóla-
stjórnar, Margrét Ríkharðsdóttir,
formaður Félags þroskaþjálfa, og
Ragna Ragnarsdóttir, fulltrúi nýút-
skrifaðra þroskaþjálfa, Elísabet
Erlingsdóttir einsöngvari söng við
undirleik Krystynar Cortes.
Að lokinni athöfn í Norræna
húsinu var viðstöddum boðið til
kaffidrykkju í Þroskaþjálfaskólan-
um.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Toshikatsu Endo við eitt verka sinna í Hafnarborg.
Japanskur listamaður
sýnir í Hafnarborg
SÝNING á verkum japanska lista-
mannsins Toshikatsu Endo verður
opnuð í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar,
næstkomandi laugardag.
í fréttatilkynningu frá Hafnarborg
segir að norræná listamiðstöðin
Sveaborg í Finnlandi hafi skipulagt
sýninguna, og hafi hún þegar verið
sett upp þar og í listasafninu í
FLEXON
VESTUR-ÞÝSKUR
HÁGÆÐA
DRIFBÚNAÐUR
FLUTNINGSKEÐJUR
Allar stœrðir
Hagstœtt verð
Við veitum þér
allar tœknilegar
upplýsingar
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
SÍMI (91)20680- FAX (91) 19199
Malmö. Héðan fer sýningin svo til
Enie-Onstad-listamiðstöðvarinnar í
Noregi.
Fé til sýningarinnar' lagði Sa-
sakawa-stofnunin úr sérstökum sjóði
til eflingar samvinnu miili íslands
og Norðurlanda. Listamaðurinn kom
hingað síðastliðinn sunnudag í boði
stofnunarinnar og hefur haft umsjón
með uppsetningu verka sinna.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, mun opna sýninguna, sem
stendur til 22. júlí.
SUNBEAM GRILL
MEÐ F IÖLMÖRGUM FYLGIHLUTUM
I HÆSTA GÆÐAR0KKI
Ferðagasgrllllð
Fáift sendan (alenskan myndalista f póati
Krbtján^on hF
FAXAFENI 9 S. 91 - 67 88 00