Morgunblaðið - 28.06.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
Uppþvottavélar
Örbylgjuofnar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Þorsteinn Gylfason:
HELGASPJALL
i
Föstudaginn 2an marz síðastlið-
inn birtist í Þjóðviljanum mikil grein
eftir Helga Hálfdanarson og heitir
„Uppreisn við Skjálfanda“. Megin-
efni hennar er ítarleg frásögn af
þeirri uppákomu norður á Húsavík
kvöldið 26ta nóvember 1956 að
maður nokkur gekk í flokksdeild
Sameiningarflokks alþýðu, Sósíal-
istaflokksins þar á staðnum. Fékk
þessi sami maður flokksdeildina til
að leggja sjálfa sig niður þetta sama
kvöld, og segja sig þar með úr lög-
um við Sósíalistaflokkinn, en stofna
í þess stað nýtt félag félagshyggju-
manna á Húsavík. Þetta nýja félag
fordæmdi innrás Ráðstjómarríkj-
anna og leppríkja þeirra í Ungverja-
land þá um sumarið, og vítti Sósíal-
istaflokkinn fyrir að bregðast ekki
eins við þeim viðburðum. Allt þetta
samþykkti flokksdeildin einum
rómi, svo og ítarlega stefnuyfirlýs-
ingu þar sem lýst var yfir stuðningi
við lýðræði eins og það sem tíðkast
á Vesturlöndum á okkar dögum og
við friðargæzluhlutverk Sameinuðu
þjóðanna og margt fleira bæði fróð-
legt og markvert. Helgi nefnir ekki
þennan mann. Við skulum kalla
hann „HH“; það má til dæmis lesa
sem „Hrólfur Hrólfsson". Nú eða
„háttvirtur höfundur" ef menn vilja.
HH á sér þá sögu, ef marka má
frásögn Helga, að hafa verið ein-
dreginn sameignarsinni á yngri
árum eða „kreppukommi" sem
Helgi kallar svo. Svo eindreginn var
hann í sannfæringu sinni að hann
neitaði sér um að ganga í Sósíalista-
flokkinn þegar hann var stofnaður
upp úr Kommúnistaflokknum á
sinni tíð, því að hann þóttist aldrei
geta “skipað samúð sinni of langt
til vinstri. En í nóvember 1956
gengu Ráðstjómarríkin fram af
honum í fyrsta sinn, með ofan-
greindum afleiðingum. HH er með
öðrum orðum einn af þeim sameign-
arsinnum „sem biluðu í Ungó“ eins
og Þórbergur Þórðarson komst ein-
hvern tíma að orði. Framhald sög-
unnar varð svo það að forusta Sós-
íalistaflokksins í Reykjavík kom til
leiðar öðrum fundi í hinni fyrrver-
andi flokksdeild á Húsavík þar sem
úrsögnin úr flokknum var tekin
aftur og allt ómerkt sem hafði ver-
ið einróma samþykkt hinn 26ta
nóvember. Þess var að sjálfsögðu
gætt að boða ekki HH á þennan
fund; þess vegna kann ómerkingin
á fyrri samþykkt að hafa verið ein-
róma líka þótt Helgi geti þess ekki.
HH sagði sig þegar úr félaginu og
hefur verið utan flokka síðan.
II
Þótt þessi saga sé meginefnið í
grein Helga — og sé þar miklu
betur sögð en hér — þá þóttu mér
allt að því eins hnýsilegar ýmsar
skoðanir sem Helgi lætur þar sjálf-
ur í ljósi í eigin nafni. Þar skiptir
mestu sú skoðun að rússneska bylt-
ingin árið 1917 kunni að vera sam-
bærileg við frönsku byltinguna
1789 og að það sé eins víst að árið
2117 verði hennar minnzt með
sama brag og Frakkar höfðu á er
þeir minntust sinnar byltingar í
fyrra, með flugeldum, ræðuhöldum,
kampavíni og hvers konar yndis-
auka öðrum. Helgi virðist halda að
þau hátíðahöld verði engu minni í
Reykjavík en Moskvu, með því að
dijúgan þátt þeirra félagslegu
framfara sem orðið hafí á Islandi
síðan á kreppuárunum beri að rekja,
beint eða óbeint, til rússnesku bylt-
ingarinnar því hún hafi innblásið
íslenzka sameignarsinna sem aftur
eigi heiðurinn af hagvexti á ís-
landi. Velmegun íslendinga á okkar
dögum er sem sagt ekki sjávarafla
að þakka, eða því að ný tækni og
nýjar atvinnugreinar hafi rutt sér
til rúms, heldur er hún mikils til
verk HH og hans nóta, og jafnvel
HH eins því að hann munar ekki
um kraftaverkin eins og sést af
stjórnmálaafskiptum hans á
Húsavík. Kannski Helgi ætti að
segja þjóðinni hver maðurinn er.
Þá er ekki að vita nema hún vildi
reisa af honum styttu við hliðina á
Jóni Sigurðssyni og gera afmælis-
daginn hans að opinberum frídegi
með skrúðgöngum og flugeldasýn-
'ingum.
Ég ætla ekki að þræta við Helga
um sögulegar orsakir hagvaxtar og
annarra framfara á íslandi síðustu
sextíu árin. Það er hagfræðilegt
viðfangsefni, og ég er enginn hag-
fræðingur. Hins vegar vill svo til
að faðir minn og bróðir eru báðir
hagfræðingar, og ég er viss um að
þeir eru til í svoleiðis þrætu ef vel
er farið að þeim. Á hinn bóginn hef
ég lært mannkynssögu í mennta-
skóla, alveg eins og Helgi sjálfur,
og hef myndað mér- skoðanir, með
venjúlegum fyrirvörum, á hlutum
eins og stjómbyltingum í Norður-
álfu og Vesturheimi. Er skemmst
frá því að segja að mér virðast
skoðanir Helga á þeim efnum full-
komlega fráleitar. Og ég hygg að
Helgi muni sjá það í hendi sér ef
hann hugleiðir skólalærdóminn of-
urlítið nánar en hann gerði áður
en hann hann skrifaði „Uppreisn
við Skjálfanda".
III
Helgi er lýðræðissinni, eins og
ég er raunar líka. Hann trúir á það
sem hann kallar hið „sanna lýð-
ræði, sem við íslendingar erum að
leitast við að rækta, og gerum okk-
ur vonir um að fari síbatnandi“.
Hann trúir líka á það sem heitir
„velferðarþjóðfé]ag“ á síðustu
tímum og Norðurlöndin munu vera
frægust fyrir allra landa, og hann
kallar lýðræðið það afl sem eigi að
ríyggja velferðina. Nú veit hann
það vel að við lýðræðissinnar höfum
frönsku stjómbyltinguna 1789, svo
og ensku byltinguna 1689 og hina
amerísku 1776 á undan henni, í
heiðri vegna þess að í þessum bylt-
ingum varð lýðræðið til, og virðist
til viðbótar hafa farið síbatnandi
síðan ef út í það er farið. Þess vegna
var frönsku byltingarinnar minnzt
í fyrra, og ekki bara í Frakklandi
heldur víðar um lönd.
Hvaða sambærilega hugsjón við
lýðræðið getur Helgi nefnt og tengt
rússnesku byltingunni 1917? Hann
nefnir tvennt þessari byltingu til
lofs. Annað er það sem áður er að
vikið: að hún hafi verið „undanfari
flestra meiri háttar umbóta á kjör-
um alþýðu víðs vegar um Vestur-
Evrópu, einnig á íslandi." Hún hafí
verið „sigurinn á fátæktinni“ sem
Brynjólfur Bjarnason nefndi svo.
En það þarf engan hagfræðing til
að sjá það í hendi sér að rússneska
byltingin hefur engu ráðið um út-
rýmingu fátæktar á 20stu öld, að
mestu eða miklu leyti, í ljtlum hluta
heimsins þar sem við íslendingar
bemm gæfu til að búa. Útrýming
fátæktar í Ráðstjórnarríkjunum á
kreppuárunum var einkum í því
fólgin að myrða fátæklinga milljón-
um saman með köldu blóði. Það hét
á máli félaga Stalíns „bylting að
ofan“. Þykir Helga það trúlegt að
þeirrar byltingar verði sérstaklega
minnzt með flugeldum og
kampavíni?
Hitt lofsefnið um rússnesku bylt-
inguna hjá Helga er að Rússar hafi
ætlað sér að koma á jafnrétti. Hann
bætir við: „Og kannski komust þeir
furðu langt í því efni um skeið. En
það kom fljótt í Ijós, að ofætlun um
jafnrétti hlaut að kosta frelsi að
sama skapi.“ Hlaut að kosta, segir
hann eins og ekkert sé. Þetta sak-
leysislega sagnorð — hlaut — minnti
mig á gömul orðaskipti okkar
Helga, bæði opinber og einkaleg,
þegar hann varð sjötugur fyrir níu
árum. Þá komst hann svo að orði
við mig, ef ég man rétt, að frelsi
og jafnrétti væru eins og olía og
vatn og yrði ekki blandað saman
með góðu móti. Ugglaust hefur
hann ætlazt til að ég kyngdi þess-
ari samlíkingu orðalaust af því að
hann er lyfjafræðingur sem allt
veit um efni sem ég veit næstum
ekkert um. En samlíkingin, hversu
snjöll og hávísindaleg sem hún kann
að vera, sannfærði mig ekki þá og
gerir ekki enn.
Að algengustu orðanna hljóðan
er frelsi réttur og réttur frelsi. Ef
ég hef rétt til að leggja hjólinu
mínu upp við húsvegg á Grettisgötu
42, þá er ég ftjáls að því. Eins erum
Þorsteinn Gylfason
við Islendingar næstum öll jafn-
fijáls að því að taka þátt í kosning-
um til sveitastjórna og Alþingis
(aðeins fáein okkar hafa fyrirgert
því frelsi). Það merkir að við höfum
öll jafnan rétt til þess: þetta lýð-
frelsi heitir kosningaréttur á
íslenzku. Kvenfrelsi er það sama
og jafnrétti karla og kvenna. Að
minnsta kosti þætti mér fróðlegt
að sjá Helga sýna fram á það að
frelsi kvenna og jafnrétti karla og
kvenna hljóti að vera hvort á kostn-
að annars, og þessu tvennu verði
ekki með neinu móti blandað saman
fremur en olíu og vatni. Það getur
hann áreiðanlega ekki. Af því leiðir
að það er hrein firra að rússneska
byltingin hafi verið helguð hugsjón-
inni um jafnrétti sem hafí hlotið
að vera á kostnað frelsis.
Sannleikurinn er sá að franska
byltingin er fyrir lýðræðissinnum,
í krafti hugsjóna sinna um frelsi,
jafnrétti og bræðralag, einna sam-
bærilegust við það sem fæðing
Krists er fyrir kristnum mönnum.
Rússneska byltingin, og þeir ára-
tugir Ráðstjórnarríkjanna sem nú
eru senn taldir, verður aldrei sam-
bærileg við neitt skárra en svarta-
dauða.
IV
Helgi endar grein sína á þeirri
áskorun til Alþýðubandalagsins að
það birti „afdráttarlausa skilgrein-
ingu á því hugtaki, sem orðið „sós-
íalismi“ táknar þar í flokki“. Hall-
dór Laxness væri vís til að taka
undir þessa áskorun. Einhvers stað-
ar segir hann, að mig minnir í sam-
tali við Matthías Johannessen, að
orðið „sósíalismi" — sem ég þýði
með orðinu „félagshyggja" á
íslenzku — þurfí að skilgreina upp
á nýtt með reglulegu millibili. Þeim
skáldbræðrum sést yfir þann mögu-
leika að við leggjum orðið einfald-
lega niður — hættum að nota það
— alveg eins og við höfum lagt nið-
ur orðin „þversum" og „langsum"
(eða var það ,,krussum“?) í stjóm-
málabaráttunni.
Þar fór í verra, mun nú einhver
segja. Við þurfum þá líkast til að
leggja niður stjórnmálaflokkana í
Fallegustu íslensku
frímerkin 1989
EFNT var til skoðanakönnunar
um fallegasta islenska frímerkið
1989 eins og undanfarin ár. At-
kvæðaseðlar voru sendir þeim
sem fá tilkynningar um nýjar
útgáfúr frá frímerkjasölu Pósts
og síma og einnig lágu seðlar
frammi á öllum póstafgreiðslum
landsins. Velja skyldi þijú faileg-
ustu frímerkin.
Innkomnir seðlar voru um 3.000.
Fallegasta frímerkið var valið smá-
örk útgefín 9. október, myndefni
hluti landabréfs Olaus Magnus af
Norðurlöndum sem var útgefíð
1539 í Feneyjum, að verðgildi 130
krónur. í öðru sæti var frímerki þar
sem myndefni er fjallið Skeggi við
Arnarfjörð. Það var útgefíð 20.
september, að verðgildi 35 krónur.
Þriðja fallegast þótti frímerki með
mynd af sólskríkjum, útgefíð 2.
febrúar, að verðgildi 100 krónur.
Þröstur Magnússon teiknaði
frímerkin.
Alls bárust atkvæðaseðlar frá 51
landi, flestir frá Danmörku eða
538, Vestur-Þýskalandi 467, ís-
landi 332, Sviþjóð 329 og 290 frá
Noregi. Nöfn 25 verðlaunahafa
voru dregin úr öllum innsendum
seðlum. Verðlaunin voru eins og
áður eitt fyrstadagsumslag og fjög-
ur óstimpluð frímerki af öllum út-
gáfum 1990. Verðlaunahafar voru
fjórir frá Islandi og Svíþjóð, þrír frá
Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjun-
um en færri frá eftirtöldum löndum:
Danmörku, Noregi, Englandi,
Frakklandi, Spáni, Sviss og Indó-
nesíu.
Oi>VMS MACNUS SJÓKOKT OC LÝSINC NORÐLRLANDA • 13J9• HLUTI
NORRÆN FRlMERKIASÝNING REYKIAVÍK 27.-30. |ÚNÍ 1991 VERÐ KR 130
Frímerkin þrjú sem voru valin fallegustu íslensku frímerkin 1989.