Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
Hart deilt um verndun fána Bandaríkjanna:
Tillaga George Bush um
stj ómarskrárbreytiugu felld
Washington. Reuter.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings felldi á þriðjudag þá tillögu Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseta að stjórnarskránni yrði breytt í þá veru
að bannað yrði að bera eld að þjóðfánanum. í siðustu viku felldi full-
trúadeildin einnig breytingartillögu forsetans.
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað
upp þann dóm fyrir skemmstu að
alríkisstjórnin í Washington gæti
ekki verndað þjóðfánann með lögum
þar eð slíkt stangaðist á við þá grein
stjórnarskrárinnar er tryggði mál-
frelsi. Vakti þessi úrskurður mikla
athygli og heiftarlegar deilur bloss-
uðu upp.
Hinn 11. þessa mánaðar lagði
George Bush Bandaríkjaforseti til
að stjórnarskránni yrði breytt þann-
ig að bannað yrði að bera eld að
fána Bandaríkjanna en sú iðja hefur
löngum notið umtalsverðra vinsælda
þar vestra. Á fimmtudag felldi full-
trúadeild Bandaríkjaþings þessa til-
lögu og niðurstaðan varð hin sama
er hún var lögð fyrir öldungadeildina
á þriðjudag. 58 þingmenn (38
repúblíkanar, 20 demókratar)
greiddu atkvæði með tillögunni en
42 (35 demókratar, 7 repúblíkanar)
voru henni andvígir. Til að breyta
stjórnarskránni þurfa tveir af hverj-
um þremur þingmönnum beggja
deilda að leggja blessun sína yfir
slíka tillögu.
Robert Dole, leiðtogi Repúblík-
anaflokksins í öldungadeildinni,
hvatti ákaft til þess að breytingartil-
laga forsetans yrði samþykkt með
þeim orðum að þar með gæfíst þing-
mönnum tækifæri til að leiðrétta
Landskjálftinn í íran:
Sex fínnast á lífí
Teheran. Reuter.
SEX manns íundust í gær á lífí
undir rústum húsa sem hrundu
í landskjálftanum ógurlega í íran
fyrir viku.
Þetta voru gleðileg og uppörv-
andi tíðindi fyrir íranskar og alþjóð-
legar björgunarsveitir, sem hafa
grafið með höndunum í aurbley-
tunni og aðeins fundið örfáa á lífi.
í fyrradag voru björgunarmenn úr-
kula vonar um að fleiri fyndust lif-
andi í rústunum.
Frönsk björgunarsveit fann fer-
tuga móður og tólf ára gamlan son
hennar í þorpinu Kelishom í Gilan-
héraði. Bæði voru illa á sig komin
og send á sjúkrahús í höfuðstað
héraðsins, Rasht. í sama þorpi
fannst einnig gömul kona, sem
hafði legið í rústunum í sex daga
án þess að hafa orðið meint af. Þá
bjargaðist þriggja manna fjölskylda
í öðru þorpi, Jirandeh, í sama hér-
aði.
Nokkuð hefur verið um að fólk
hafi notfært sér ástandið á skjálfta-
svæðinu til að ræna fólk á vegunum
og stela úr yfirgefnum húsum. Ali
Khamenei, trúarleiðtogi írana,
hvatti til þess að fólkið yrði hand-
tekið og sótt til saka fyrir að reyna
að hagnast á óförum annarra.
mistök dómara hæstaréttar. George
Mitchell, þingleiðtogi demókrata,
kvaðst fordæma það athæfi að
brenna fána Bandaríkjanna en lagð-
ist gegn því að stjórnarskránni yrði
breytt. Sagði hann ástæðu til að
ætla að fleiri slíkar tillögur yrðu þá
lagðar fram og erfítt yrði að draga
skýrar markalínur.
Kosningar fara fram í Banda-
ríkjunum í haust og þykir sýnt að
vemdun fánans verði ofarlega á
baugi í baráttunni. Er einkum talið
að þetta mikla deilumál geti komið
sér illa fyrir nokkra ríkisstjóra demó-
krata er sækjast eftir endurkjöri.
Ennfremur fara fram kosningar til
fulltrúadeildarinnar en þar sitja 435
þingmenn auk þess sem þriðjungur
þingmanna öldungadeildarinnar
mun leita eftir umboði kjósenda til
áframhaldandi setu á þinginu í Was-
hington. F.r breytingartillaga forset-
ans var tekin fyrir í öldungadeildinni
sökuðu nokkrir þingmenn demó-
krata andstæðinga sína í röðum
repúblíkana um að freista þess að
gera verndun fánans að kosninga-
máli. Voru rök þeirra sú að ástæðu-
laust hefði verið að greiða atkvæði
um tillöguna þar eð hún hefði þegar
verið felld í fulltrúadeildinni.
CFE-viðræðurnar:
Afleiðingar skjálftans í íran
Yfirvöld í íran segja að 99% fórnarlamba landskjálftans i síðustu
viku hafi fundist. Hér er tjónið af völdum skjálftans tíundað:
Tjóniö
■ Heimilislausir: 100.000
fjölskyldur
■ Eignatjón: Miklar
skemmdir í um 350 bæjum
Tala látinna: 40.000 sam-
kvæmt Rauða krossi írans.
■ Slasaðir: Að minnsta kosti
60.000 manns
Eftirskjálftar ---------------------
Um 36 eftirskjálftar riðu yfir svæðið, nokkrir allt að 6 stig á Richter.
Þar af uröu 22 á einum sólarhring.
Styrkur -----------------------------------------------------------
Jarðskjálftar verða þegar landflekar mætast, spenna hleöst upp og
höggbylgjur myndast. Richter-kvarðinn er mælikvarði á þá orku sem
leysist þanrrig úr læöingi. Skjálftinn í íran mældist 7,3 stig.
Skjálfta-
miðja
Rasht. 5,7 st.
eftirskjálfti á
mánudag
■ 7stig: Alvar-
legur skjálfti, get-
ur valdið miklu
tjóni í þéttbýli
■ 8 stig: Mjög
alvarlegur skjálfti,
getur valdiö gífur-
legum skemmdum
Kelishom. Þar fannst
fólk á lífi í gær, 6 dög-
urr^ftri^kjálftanr^^
! Landreksflekar
íran er á tveimur
landreksflekum.
Skjálftar eru tíðir
við mót slíkra
fleka
HEIMILDIR: U.S. Geological Survey. frétttaskeyti
KRTN
Reuter
Ur til minningar um
fjöldamorðin íKína
Kínversk yfirvöld hafa gefíð kínverskum hermönnum úr til minning-
ar um fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í júní í fyrra. Á
úrinu er mynd af hermanni með hjálm, hliðinu að torginu, ásamt
áletruninni: „4. júní, 1989. Til minningar um þátt þinn í því að bijóta
á bak aftur uppreisn gagnbyltingarsinna.“ Hermennirnir drápu hundr-
uð eða jafnvel þúsundir manna, sem kröfðust lýðræðisumbóta í
landinu.
Tilslakanir Sovétmanna
auka líkur á samningi
Vínarborg. Reuter.
SOVÉTMENN hafa samþykkt tillögu um hvernig staðið skuli að
fækkun skriðdreka og brynvarðra liðsflutningavagna í Evrópu eftir
að lokið hefur verið gerð svonefnds CFE-sáttmála um niðurskurð
liðsaíla og vígtóla í álfúnni. Þykir þessi tilslökun Sovétstjórnarinnar
auka líkur á því að sáttmáli í þá veru verði undirritaður á þessu ári.
Vestrænir sendimenn er þátt
taka í CFE-viðræðunum í Vínar-
borg sögðu að Sovétmenn hefðu í
gær fallið frá áður yfírlýstri and-
stöðu við tillögu þá er fulltrúar
Frakka og Pólverja höfðu lagt fram
um leyfilegan hámarksfjölda skrið-
dreka og liðsflutningavagna og
hvaða farartæki skuli falla undir
þá skilgreiningu. Tillagan gerir ráð
fyrir jöfnuði á þessu sviði og verður
Varsjárbandalaginu og Atlants-
hafsbandalaginu hvoru um sig
heimilt að ráða yfir 20.000 skrið-
drekum og 30.000 brynvörðum liðs-
flutningavögnum. í viðræðunum
sem fram fara í Vínarborg með
þátttöku 35 ríkja austurs og vest-
urs hefur m.a. verið deilt um hvers
kyns farartæki og drápstól skuli
flokka undir hugtakið „skriðdreki".
Vestrænir embættismenn sögðu að
enn ætti eftir að ná sáttum um
hámarksfjölda stórskotaliðsvopna
INTERNATIONAL CLUB FOR THE WORLD'S RENEWAL
MexdynapodnbLÚ Knyö
cmopoHHUKOo M. C. Fop6c
«3A OBHOÍ3JIEHME MHP
CLUB FOR MICHAEL GORBACHEVS SUPPORTERS
Félag stuðnings-
manna Gorbatsjovs
Félag stuðningsmanna Míkhaíls Gorbatsjovs var stofnað í Bolshoj-
leikhúsinu í Moskvu í gær. Á myndinni stendur ungt fólk á svölum
leikhússins en Sovétleiðtoginn mætti ekki á stofnfundinn.
en töldu að það myndi reynast létt
verk. Viðræðurnar taka einnig til
flugvéla en þar mun mikið bera á
milli.
Stefnt er að því að ljúka gerð
CFE-sáttmálans í ár og sögðust
fyrrnefndir heimildarmenn ætla að
líkurnar á að því takmarki yrði náð
hefðu aukist. Er sáttmálinn liggur
fyrir er stefnt að því að leiðtogar
ríkjanna 35 komi saman til fundar
til að ræða nýja skipan öryggis-
mála í Evrópu.
Hvalveiði-
bannið gildi
til aldamóta
Genf. Reuter.
Náttúruverndarsamtökin
WWF hvöttu til þess í fyrradag
að hvalveiðibannið yrði fram-
lengt til aldamóta til að hvölum
í útrýmingarhættu fjölgaði.
„Það gæti haft hörmulegar af-
leiðingar ef banninu yrði aflétt,“
sagði Elizabeth Kemf, fulltrúi WWF
í Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC).
Ársfundur ráðsins verður í næstu
viku og verður þá rætt hvort fram-
lengja skuli bannið. Kemf sagði að
13.650 hvalir hefðu verið veiddir
frá því hvalveiðiráðið setti bannið
árið 1986. „Örlög hvalanna ráðast
á næsta fundi ráðsins þar sem Jap-
anir, Norðmenn og íslendingar hafa
beitt önnur aðildarríki gífurlegum
þrýstingi," bætti Kemf við.
ERLENT