Morgunblaðið - 28.06.1990, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1990
+
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JUNÍ 1990
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
V erðbólguhætta
Veruleg hætta er á, að verð-
bólga aukist á ný á næstu
mánuðum af tveimur ástæðum
fyrst og fremst. Hin fyrri er sú,
að fjölmargir aðilar í viðskiptum
og þjónustu eru áreiðanlega um
þessar mundir að leita að rök-
semdum fyrir verðhækkunum,
sem þessir aðilar telja óhjá-
kvæmilegar. Síðari ástæðan er
sú, að nýtt góðæri í sjávarút-
vegi, sem virðist vera í uppsigl-
ingu, getur orðið til þess að
auka spennu í efnahags- og
atvinnulífi, ef ekki er rétt á
haldið.
Á fyrstu þremur mánuðum
eftir að kjarasamningar voru
undirritaðir í febrúar voru verð-
hækkanir innan þeirra marka,
sem gert var ráð fyrir. Nú hafa
bæði aðilar samningsins og
ríkisstjórnin lýst áhyggjum yfir
því, að verðhækkanir fari yfir
þessi mörk á næstu mánuðum
og til umræðu eru ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir
það. Spyija má hins vegar,
hvort aðilar kjarasamningsins
og ríkisstjórn geri sér fyllilega
grein fyrir þeim mikla þrýst-
ingi, sem er á verðhækkanir hér
og þar í viðskiptalífinu, í stórum
fyrirtækjum og smáum.
Ein helzta röksemdin, sem
færð er fram fyrir hugsanlegum
hækkunum, eru breytingar á
gengi erlendra gjaldmiðla vegna
innbyrðis breytinga á gengi
þeirra og verðhækkanir erlend-
is. Önnur röksemd fyrir hækk-
unum er sú, að opinberir aðilar
hafi ekki sýnt gott fordæmi en
þess i stað hækkað margvíslega
þjónustu hjá sér.
Einkafyrirtæki hafa á und-
anförnum misserum unnið
markvisst að því að draga úr
rekstrarkostnaði og mörg þeirra
hafa náð miklum árangri í þeim
efnum. En auðvitað getur svig-
rúm þeirra verið takmarkað og
ekki er hægt að skera kostnað
niður endalaust. Það á ekki sízt
við um smærri fyrirtækin, sem
hafa minni möguleika á slíkum
niðurskurði en þau stærri.
Á hinn bóginri hljóta þeir,
sem nú leita leiða til þess að
hækka verð á vöru og þjónustu,
að gera sér grein fyrir afleiðing-
unum. Þær verða óhjákvæmi-
lega þær, að verðbólga eykst á
ný. Launþegar, sem hafa orðið
að þola gífurlega kjaraskerð-
ingu á síðustu tveimur árum og
féllust á síðustu kjarasamninga,
þótt þeir fælu í sér sáralitla
kjarabót allt fram á haustið
1991, hlusta ekki á tal atvinnu-
rekenda um launamál, ef verð-
bólgustíflan brestur af völdum
þeirra, sem stunda viðskipti og
þjónustu. Ný og alvarleg tilraun
til þess að hemja verðbólguna
verður þá ekki gerð næstu árin.
Aukinni verðbólgu fylgir um-
talsverð hækkun raunvaxta og
lán hækka á ný frá mánuði til
mánaðar svo nemur verulegum
upphæðum. Víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags hefjast
af fullum krafti og það þjóðfé-
lagsástand skapast á ný, sem
við þekkjum öll frá fyrri tíð.
Vilja menn kalla það ástand
yfir sig aftur? Vilja atvinnurek-
endur kalla þetta ástand yfir sig
aftur? Þegar þessir kostir eru
metnir hlýtur niðurstaða for-
ráðamanna fyrirtækjanna,
stórra og smárra, að vera sú,
að betri kostur sé að draga enn
úr útgjöldum, minnka umsvif
og gera aðrar þær ráðstafanir
sem duga, fremur en að hækka
verð. Eins og mál hafa þróazt
hvílir ábyrgðin á atvinnulífinu
að þessu Ieyti.
Ríkisstjórnin hefur með
framferði sínu ýtt undir kæru-
leysi í þessum efnum. Ríkis-
stjórnin hefur ekki gért neitt
stórt átak til þess að draga úr
umsvifum og útgjöldum ríkisins.
Hvað hefur ríkinu tekizt að
spara mikið með minni yfir-
vinnu? Hvað hefur ríkinu tekizt
að spara mikið með aðhaldi í
mannaráðningum? Hvað hefur
ríkinu tekizt að spara mikið í
óhóflegum ferðakostnaði opin-
berra starfsmanna? Hvað hefur
ríkinu tekizt að spara mikið í
óhóflegum risnukostnaði hins
opinbera? Það er tímabært að
ríkisstjórnin svari þessum
spurningum. Með aðgerðum eða
aðgerðaleysi skapar ríkisstjórn-
in það andrúm, sem getur skipt
sköpum.
Það eru batamerki í efna-
hagslífinu en þess verður líka
vart, að hinn almenni launþegi
tali um, að sá bati sé fyrst og
fremst í fjölmiðlum en ekki hans
eigin buddu. Og þetta er rétt.
Og það sem meira er: batinn
getur ekki komið fram í buddu
launþegans fyrr en ráðrúm hef-
ur gefizt til að borga niður
skuldir fyrirtækjanna og ríkis-
ins. Þegar fyrsti afrakstur þess
góðæris, sem er í aðsigi, kemur
í kassann verður hann að fara
til þess að greiða niður skuldir
þjóðarinnar. Þá fyrst, þegar það
hefur verið gert, geta launþegar
búizt við því að batinn segi til
sín hjá þeim. Þeir hafa hins
vegar ekki þolinmæði til þess
að bíða eftir því, ef þeir sjá
aðra aðila, eins og atvinnurek-
endur í viðskiptum og þjónustu,
hækka verð á vörum og þjón-
ustu af minnsta tilefni.
HEIMSOKN ELISABETAR II. BRETADROTTNINGAR
Gufiimökkur var
drottningu og
hertoga til trafala
BRETADROTTNING og eiginmaður hennar kynntust duttlungum
íslenskrar náttúru með óvæntum hætti í skoðunarferð um hvera-
svæðið í Krísuvík í gær. Þegar Elísabet II., Filippus prins, frú
Vigdís Finnbogadóttir forseti og fylgdarlið þeirra ætluðu að snúa
aftur til bifreiða sinna snerist vindur skyndilega til austlægrar átt-
ar svo gufustrók og vatnsúða lagði yfir gestina. Drottningin og
hertoginn vöknuðu nokkuð, en hennar hátign virtist skemmt yfir
þessu óvænta atviki.
Drottning, hertogi og forseti
komu til Krísuvíkur í blíðskapar-
veðri, um kl. 11.45, stundarfjórð-
ungi á undan áætlun. Þau gáfu
sér góðan tíma til að skoða svæðið
í fylgd' forseta. Drottningarhjónin
spurðu auðheyrilega margs, véku
af göngustignum, gaumgæfðu leir-
inn og hita vatnsins. Sérstaka at-
hygli vakti þó gufustrókur frá bor-
holu á svæðinu sem blæs stöðugt
af firnakrafti.
Eftir rúman stundarfjórðung
ætluðu gestirnir að snúa aftur til
bifreiðanna, sem biðu þess að flytja
drottninguna, hertogann og fylgd-
arlið þeirra til Keflavíkui’flugvall-
ar. Þá breyttist vindáttin. Gufu-
strókur úr borholunni lagðist yfir
hina tignu gesti og hamlaði för.
Filippus prins, sem klæddur var
dökkum jakkafötum, tók þó af
skarið. Hann braust gegnum
brennisteinsmettaðan vatnsúðann
í fylgd Helga Ágústssonar sendi-
herra og komu þeir votir út úr
mekkinum.
Meðan á þessu stóð sóttu
íslensku öryggisverðirnir einnota
regnkápur handa drottningunni,
forseta íslands og föruneyti þeirra.
Elísabet II. og frú Vigdís hlupu
fremstar í flokki gegnum gufu-
mökkinn og skýldu sér með svartri
regnhlíf, en fylgdarlið þeirra gekk
á eftir, með regnkápurnar á öxlum.
Fylgdarliði drottningar var
skemmt yfir þessu atviki og höfðu
margir Bretanna á orði að þess
hefði ekki verið getið í dag-
skránni. Eftir um hálftíma viðdvöl
í Krísuvík stigu gestirnir inn í bif-
reiðirnar og héldu til Keflavíkur-
flugvallar.
Vigdís forseti og Elísabet drottning fengu lánaðar regnhlífar og plastkápur til að verjast úðanuni í Krísuvík.
HHmbmí
Morgunblaðiö/Árni Sæberg
Gestirnir ánægðir með heimsóknina:
Vatnsúði sakar ekki á
svona fallegnm morgni
- sagði Bretadrottning á ílugvellinum
„HEIMSÓKNIN var frábær og kom ekki að sök að fá dálítinn vatnsúða
í Krísuvík á svona fallegum morgni," sagði Bretadrottning við íslenska
ráðamenn þegar hún kvaddi þá á Keflavíkurflugvelli í gær. Heimsókn
Elísabetar II. og Filippusar hertoga af Edinborg lauk skömmu eftir
hádegið. Ferð drottningar var heitið til Kanada með vél úr flughernum
þar í landi. Filippus prins settist hins vegar sjálfur við stýrið á lítilli
flugvél og tók steftiuna á England.
Drottningin og maður hennar
héldu frá borði snekkjunnar Britt-
aníu um tíuleytið í gærmorgun. Fyrst
var ekið í Fossvogskirkjugarð og
þaðan að Bessastöðum.
Sáu drottningu sína í fyrsta
sinn - á Islandi
A bílastæðinu við Bessastaði biðu
um 260 Bretar, Þjóðveijar og Hol-
Iendingar komu hinna tignu gesta.
Þetta voru farþegar rússneska
skemmtiferðaskipsins Karelya, sem
í gær lá í Reykjavíkurhöfn. Hópurinn
var af tilviljun staddur við Bessa-
staði á sama tíma og Bretadrottning.
Flestir ferðamennirnir voru komnir
af léttasta skeiði og margir hinna
bresku himinlifandi yfir að sjá nú
drottningu sína í fyrsta sinn.
Forseti íslands heilsaði drottningu
og Filippusi prins utan við Bessa-
staðastofu. Ekki var farið inn þar
sem endurbætur standa nú yfir á
húsinu. Þess í stað benti Vigdís gest-
unum á fjallasýn frá Bessastöðum
og gekk því næst með þeim til kirkj-
unnar. Þar beið á tröppunum herra
Ólafur Skúlason biskup íslands. „Þið
einfaldlega verðið að sjá kirkjuna,"
sagði biskup við bresku gestina, sem
heyrt höfðu um Bessastaðakirkju
kvöldið áður.
Þegar inn var komið las biskup
nokkur vers úr Davíðssálmum,
ávarpaði hópinn og flutti stutta bæn.
Hann kvaðst að lokum hafa blessað
gesti á íslensku. Að helgistundinni í
kirkjunni lokinni var ekið áleiðis til
Keflavíkurflugvallar, með viðkomu í
Krísuvík.
Á Keflavíkurflugvelli beið ellefu
manna heiðursvörður við flugvél
kanadíska hersins sem flutti drottn-
ingu yfir hafið. Bresku gestina
kvöddu Vigdís Finnbogadóttir forseti
íslands, Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra og Edda Guð-
mundsdóttir, Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra og Laufey Þorbjörns-
dóttir. Einnig kvöddu gestina Jpn
H. Bergs ræðismaður Kanada á ís-
landi og Gyða Thorsteinsson Bergs,
auk Grahams og Mary Mitchell
sendiherrahjóna Kanada á Islandi,
sem aðsetur hafa í Ósló.
Hertoginn settist við
stýri vélarinnar
Filippus prins kvaddi fyrst og
skundaði síðan til flugvélar sinnar
annars staðar á vellinum. Þar settist
hann sjálfur við stýri að sögn lög-
reglu og lagði þegar af stað til síns
heima. Með hertoganum flugu meðal
annars varautanríkisráðherra Bret-
lands og einkaritarar þeirra beggja.
Eftir að Elísabet II. hafði kvatt
gestgjafa sína á flugvellinum í gær
gekk hún upp í flugvélina og veifaði
af efstu tröppu. Ferð hennar hátign-
ar var heitið til Calgary í Kanada.
Hún heimsækir Alberta-fylki þar í
landi og kemur á heimleið á sunnu-
dag við í Ottawa-borg.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Elísabet II veifar í kveðjuskyni áður en hún stígur inn í flugvélina, sem flutti hana til Kanada.
Drottningin fljót að
sjá spaugilegn hliðina
*
- segir Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands
„BRETADROTTNING sér fljótt spaugilegu hliðina á málunum. Þótt
hún sé alin upp til þess að verða drottning, býr sitthvað undir áferðar-
prúðu yfírborði," segir Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands um kynni
sín af Elísabetu II. Bretadrottningu. Forsetinn hefur hitt Bretadrottn-
ingu nokkrum sinnuin og var henni málkunnug fyrir heimsóknina hing-
að til lands.
„Drottningin er mikil sómakona,“
segir Vigdís, „skemmtileg og við-
ræðugóð. Það er fjarska gaman að
ræða við hana í næði og greinilegt
að hún er ákaflega vel upplýst um
atburði líðandi stundar.
En drottningin og Filippus prins
eiga sitthvað fleira sameiginlegt. Þau
eru bæði gamansöm og sérstaklega
lagin við að brydda upp á samtölum.
Það heyrði ég vel þegar ég fylgdi
þeim milli staða í heimsókninni. Þau
virtust ákaflega óþvinguð meðan á
dvölinni hér stóð og fólk sem fylgdi
þeim hafði orð á að hér væri ekkert
í umhverfinu sem þjakaði."
Blaðamaður spurði Vigdísi Finn-
bogadóttur loks hvort drottningin
væri þá ekki eins fjarlæg og stillt
og oft virtist. Hún svaraði því til að
vitaskuld væri reisn yfir Bretadrottn-
ingu, en öll værum við mannlegar
verur.
„Það var létt yfir drottningunni,"
segir Vigdís. „Hún hafði gert sér í
hugarlund að sumt væri hér öðru
vísi en raun ber vitni. Þegar við kom-
um í reitinn sem nefndur hefur verið
Vinaskógur, leit drottning í kringum
sig og spurði mig hvar skógurinn
væri. Ég sagði henni að hann kæmi
með tímanum og við stilltum okkur
ekkert um að hlæja.“
Brezkir flölmiðlar:
*
Islandsferðar drottningar varla getið
Lögðu blómsveig
að minnismerki um
fallna hermenn
FYRSTI viðkomustaður Bretadrottningar og hertogans af Edinborg
á miðvikudagsmorgun var breski grafreiturinn í Fossvogskirkju-
garði. Elísabet II. og Filippus prins skoðuðu legsteina í grafreitnum
og lögðu blómsveig að minnismerki um fallna hermenn. Séra Arngrím-
ur Jónsson, prestur í Háteigskirkju, flutti stutta bæn á ensku.
Ásbjörn Björnsson forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur tók á
móti drottningu og manni hennar
við komuna í Fossvog. Pjöldi manna
stóð beggja vegna gangstígsins nið-
ur að grafreitnum. Börn úr Heyrn-
leysingjaskólanum í Öskjuhlíð, sem
veifuðu breskum fánum, og starfs-
fólk kirkjugarðanna, voru í hópi
áhorfenda. Filippus prins veitti
unglingunum sem starfa í kirkju-
garðinum í sumar sérstaka athygli.
Hann spurði hversvegna þau væru
ekki í skóla og fræddist um sumar-
vinnu íslenskra ungmenna.
Þá heilsuðu drottningin og her-
toginn Brian Holt ræðismanni sem
kynnti þau fyrir breskum og
íslenskum ríkisborgurum sem börð-
ust í síðari heimsstyijöldinni. Við-
staddir voru einnig íslenskir ríkis-
borgarar sem sæmdir hafa verið
heiðursmerkjum bresku krúnunnar.
„Þau voru ákaflega þægileg í
viðmóti og umgengni,“ sagði Ás-
björn aðspurður um hvernig drottn-
ingin og hertoginn hefðu verið í
viðkynningu. Hann sagði að hinir
tignu gestir hefðu lýst ánægju sinni
með þú rækt sem lögð væri við
umhirðu grafreitsins.
Elísabet II. og Filippus prins
gengu með Ásbirni og Richard R.
Best sendiherra stundarkorn um
grafreitinn og lásu á legsteinana.
Veitti drottning því sérstaka at-
hygli að nöfn norskra og sovéskra
manna voru letruð á nokkra þeirra.
Hertoginn furðaði sig einnig á því
hversu margir hermannanna hefðu
látist á sjúkrahúsi.
Séra Arngrímur Jónsson flutti
stutta bæn, en að því búnu lögðu
drottningin og eiginmaður hennar
blómsveig að minnismerki við graf-
reitinn, sem er hár steinkross.
Um 212 hermenn eru grafnir í
Fossvogskirkjugarði, þar af 198
breskir. Þorri þeirra hvílir í breska
grafreitnum, en um 40 nokkru vest-
ar. í grafreitnum hvíla einnig
norskir og nýsjálenskir hermenn,
auk eins Sovétmanns. Að sögn Ás-
bjarnar Björnssonar hefur stjórn
kirkjugarðanna náið samstarf við
breska sendiráðið um viðhald graf-
reitsins. Velunnarar hans hittast
ár hvert við stutta athöfn, á minn-
ingardegi, 11. nóvember.
St. Andrews. Frá Guðmundi II. Frímannssyni, frcttaritara Morgunblaðsins.
íslandsferðar Elísabetar Eng-
landsdrottningar hefur varla verið
getið í brezkum fjölmiðlum. Tvcir
útvarpsþættir voru þó um ísland
á rás 2 í brezka ríkisútvarpinu,
BBC.
Breiðsíðudagblöðin, sem eru betri
hluti brezkra blaða, hafa öll hirð-
síður, þar sem getið er um helztu
viðburði við hirðina þann daginn og
hvað hafi átt sér stað daginn áður.
Á þriðjudag var getið um það á hirðs-
íðunum, að Elísabet, drottning,
ásamt manni sínum, Filippusi Edin-
borgarprinsi, hefði haldið með fríðu
föruneyti í opinberar heimsóknir til
íslands og Kanada.
Eftir að hafa skoðað nánast öll
dagblöð á þriðjudag og miðvikudag,
þá er ljóst, að heimsóknar drottning-
ar er hvergi annars staðar getið.
Engin frétt er um heimsóknina og
engar greinar skrifaðar. Þetta á
bæði við um breiðsíðublöðin, The
Times, The Guardian og önnur slík,
og útbreiddari blöðin sem minni virð-
ingar njóta The Sun, The Daily Ma-
il, The Daily Mirror. Sömu sögu er
að segja um fréttir útvarps og sjón-
varps. Hvergi hefur fréttaritara
tekizt að finna frétt um heimsókn-
ina. Þó mun Magnús Magnússon
hafa sagt frá ferðinni í útvarpi.
Á þessu er ein mikilvæg undan-
tekning. Á rás 2 brezka ríkisútvarps-
ins, BBC, var fjögurra tíma dagskrá
á mánudag og þriðjudag um Island
í tengslum við ferð drottningar. John
Dunn sér um fasta þætti milli 5 og
7 síðdegis á rás 2 alla virka daga.
Báða daga sendi hann þætti sína
beint frá Islandi.
' Á þessum fjórum tímum tókst
honum að koma til skila miklum fróð-
leik um land og þjóð, leika íslenzka
dægurtónlist með annarri, og ræða
við fjölmarga menn og konur um
land og þjóð. Fyrri daginn ræddi
hann til dæmis við Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta íslands. Seinni daginn
kom hann til Vestmannaeyja, í
Svartsengi og ræddi við Þór White-
head, prófessor, um Jón Sigurðsson
og hlutverk hans. Vikið var að fjölda-
mörgu öðru báða dagana.
Það var þægileg tilbreyting, fyrir
íslenzk eyru að minnsta kosti, að
hlusta á karlakórinn Fóstbræður,
Pálma Gunnarsson og Mezzoforte
leika og syngja.
íslandsferðin hefur orðið að víkja
fyrir fréttum af sprengingunni í Carl-
ton-klúbbnum, velgengni enska
knattspyrnuliðsins, upphafi Wimble-
don-tenniskeppninnar, leiðtogafund-
inum í Dyflinni og áhyggjum af af-
leiðingum átakanna í Kanada um
Quebec á stöðu drottningar þar.
Um síðustu helgi birti blaðið
Yorkshire Evening Press, sem gefið
er út í tæplega 55 þúsund eintökuin,
umfjöllun um ísland í ferðablaði sínu.
Á.I
Frá minningarathöfti um brezka hermenn í Fossvogskirkjugarði.
Morgunblaðið/Arni Sæberg