Morgunblaðið - 28.06.1990, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990
Ef öllum afla yrði landað á fisk-
markaði gilti þar allt annað verð
- segir Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstj óri KEA
VILHELM Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa segist ekki hafa
orðið var við ólgu á meðal sjó-
manna á togurum félagsins
vegna þess að þeir fái ekki greitt
svípað fiskverð og gildir á fisk-
mörkuðum suðvestanlands.
Magnús Gauti Gautason kaupfé-
lagsstjóri KEA tók í sama streng,
en kaupfélagið á og rekur Út-
gerðarfélag Dalvíkinga. I frétt i
blaðinu í gær var sagt frá
óánægju á meðal sjómanna á tog-
urum, einkum ÚA og ÚD-togur-
unum og ráðagerðum um að-
gerðir þar sem þeir njóti ekki
hins háa fiskverðs fiskmarkað-
anna, en þessir togarar landa
öllum sínum afla heima til vinnslu
í frystihús útgerðanna.
Aðstæður fyrir álver við Eyjaflörð skoðaðar:
rætt um frekari greiðslur þar ofan
á. Hann sagðist telja viðmiðunina
við verð á fiskmörkuðum og í út-
flutningi skakka, einungis væri um
að ræða takmarkað magn sem land-
að væri á fiskmarkaði og flutt út
og hefði það í för með sér að verð-
ið væri hærra. „Ef við dembum öll-
um aflanum inn á markaðina er ég
hræddur um að verðið hrapaði og
mikill hluti aflans yrði ónýtur,“
sagði Magnús Gauti Gautason.
Vilhelm Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak-
ureyringa sagði að farið væri eftir
samningum á milli Landssambands
íslenskra útvegsmanna og viðkom-
andi stéttarfélags sjómanna. „Hvað
halda menn að gerist ef við myndum
landa öllum okkar afla á fiskmark-
aði? Ég er hræddur um að ef allir
lönduðu á þessa markaði yrði allt
annað verð í gildi þar en nú er,“
sagði Vilhelm.
Hann sagði að framan af síðasta
ári hefði 5-7% af heildaraflanum í
landinu verið landað á fiskmarkaði
og væri það skýringin á hinu háa
verði sem þar fengist. „Við höfum
ekki orðið varir við óánægju á með-
al sjómanna á okkar skipum vegna
þessa máls,“ sagði Vilhelm.
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Aðstoðarforstjórar álfyrirtækjanna þriggja í Atlantsál-hópnum skoða
aðstæður á Dysnesi við EyjaQörð í gær, ásamt Trond Bohler sérfræð-
ingi frá Nilu, en hin svokallaða Nilu-skýrsla um dreifingu hugsan-
legra mengunarefiia frá álveri er nú tilbúin og verður kynnt á morg-
un, föstudag.
Morgunblaðið/Rúnar Antonsson
Á skíðum!
Þó svo að kalt hafi verið í veðri norðanlaiíds síðstu daga og snjór
hafi fallið hafa menn ekki hugað að skíðum sínum enn. Þessi ferða-
maður, sem er farþegi í skemmtiferðaskipinu Vestfjorden, tók þó
fram skíðin og brá sér í létta ferð um bæinn þegar skipið hafði við-
dvöl á Akureyri í gær. Eins og sjá má á myndinni hafði hann allan
vara á og setti hjól undir skíðin.
"*■ Magnús Gauti Gautason kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga,
sem rekur Útgerðarfélag Dalvík-
inga, sagði að þessi umræða um
fiskverð væri út af fyrir sig ekki
ný og menn hefðu lengi vitað um
þessa viðmiðun á meðal sjómanna
um fiskmarkaðs- og útflutningsverð
annars vegar og hins vegar lág-
marksverð Verðlagsráðs. „Við höf-
um lagt á það áherslu að landa
afla okkar skipa heima til vinnslu
í eigin frystihúsum, það er stefna
~>'kaupfélagsins og hún stendur enn
óbreytt. Málið snýst um það að
halda uppi atvinnu í landi, auk þess
sem við teljum að mun meiri verð-
mæti skapist við það að fullvinna
fiskinn heima heldur en þegar hánn
er fluttur óunninn úr landinu,“
sagði Magnús Gauti.
Sjómenn á togurum ÚD fá greitt
heimalöndunarálag, en Magnús
Gauti sagði að ekkr hefði verið
Ekkí þyrfti að setja upp vothreinsi-
búnaði samkvæmt niðurstöðum Nilu
Kuldakastið norðanlands:
Kartöflubændur kvíðafiillir
„ÞAÐ eru margir kartöflubænd-
ur kvíðafullir, en þetta slapp til
í fyrrinótt,“ sagði Ólafur Vagns-
son ráðunautur hjá Búnaðarfé-
lagi Eyjafjarðar, en kuldakastið
sem gengið hefúr yfir Norður-
land síðustu daga getur ef allt
snýst til versta vegar haft veru-
lega slæmar afleiðingar fyrir
kartöfluræktendur.
Ólafur sagði að margir bændur
hefðu verið kvíðnir í fyrradag, en
þá hefði birt upp síðdegis og ekki
orðið af næturfrosti. Hins vegar
hefði næturfrosti verið spáð nú í
nótt og því væru menn hræddir við
afleiðingarnar.
„Samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef af svæðinu þá urðu
hvergi að kalla skemmdir á grösum,
en það er samt sem áður aldrei að
vita hvaða áhrif þetta kann að hafa.
Þetta kuldakast gæti haft slæmar
afleiðingar í för með sér, þar sem
fyrst var sett niður í vor eru grös
tálsvért' komin upp og ef frystir þá
held ég að kartöfluræktin sé dauða-
dæmd. Þetta er allt háð veðráttu
næstu dag og þó svo að allt dræpist
í dag, þá er enn möguleiki á að
plantan sé í fullu fjöri undir og rífi
sig upp,“ sagði Ólafur.
UM 40 umsóknir bárust frá há-
skólastúdentum um íbúðir á stúd-
entagörðum næsta vetur, en það
er talsvert umfram það sem hægt
er að taka við. Jón Þórðarson,
forstöðumaður sjávarútvegsdeild-
ar Háskólans á Akureyri, telur að
byggja þurfi 50 íbúðir á ári á
næstu þremur árum svo hægt
verði að útvega stúdentum við
skólann húsnæði í bænum.
í stúdentagörðunum Útsteini, sem
teknir voru í notkun fyrir síðasta
Kuldakastið hefur í för með sér
að sprettu seinkar og sagði Ólafur
að við því mætti varla þar sem
munar um hveija viku í okkar stutta
sumri.
skólaár, er pláss fyrir 34 fullorðna
einstaklinga. Alls var unnt að út-
hluta níu umsækjendum af 40 íbúð-
um eða herbergjum.
Leigumiðlun tekur til starfa á veg-
um Félagsstofnunar stúdenta í næstu
viku, en þegar hefur verið auglýst
eftir húsnæði. Á þann hátt hafa feng-
ist 8 íbúðir fyrir 15 einstaklinga. Enn
á eftir að útvega 28 stúdentum við
skólann húsnæði, en það þýðir á bil-
inu 10-15 íbúðir.
Yantar 150 stúdenta-
íbúðir á þremur árum
Niðurstöður Nilu-skýrslunnar um loftmengun frá álveri kynntar á morgun
NIÐURSTÖÐUR NILU-skýrslunnar svoköiluðu benda til að dreifing
flúors yrði svipuð í Eyjafirði yrði þar reist 200-400 þúsund tonna
álver og þegar miðað var við 130 þúsund tonna álver fyrir 5 árum.
Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar opinberlega á morgun, föstu-
dag, en í gær kom til Akureyrar sérfræðingur Nilu í veðurrannsókn-
um, Tront Bohler og var álviðræðunefnd sveitarfélaganna við Eyja-
fjörð lítillega greint frá niðurstöðunum.
Aðstoðarforstjórar álfyrirtækj-
anna þriggja sem mynda Átlantsál-
hópinn, bandaríska fyrirtækisins
Alumax, sænska fyrirtækisins
Grangers og Hoogovens, þess hol-
lenska, komu ásamt ýmsum aðilum
sem fara með umhverfismál á veg-
um fyrirtækjanna til Akureyrar í
gær. Þá var einnig með í för
íslenska stóriðjunefndin svokallaða.
Heimamenn tóku á móti þessum
aðilum og var farið í skoðunarferð
á þau svæði sem til greina koma
varðandi staðsetningu hugsanlegs
álvers í Eyjafirði, þ.e. Dysnes
skammt frá Hjalteyri og við Ár-
skógssand.
Sigurður P. Sigmundsson fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar sagði eftir heimsóknina
i gær að Eyfirðingar væru enn
bjartsýnir á að þeir væru inni í
myndinni hvað staðsetninguna
varðar, en á morgun, föstudag yrðu
væntanlega gefnar út yfirlýsingar
aðila um stöðu einstakra þátta í
viðræðunum um álver á Isiandi.
„Við bíðum bara spennt og fram-
hald okkar vinnu miðast við það sem
út úr þessum fundi kemur á morg-
un,“ sagði Sigurður.
Trond Bohler sérfræðingur hjá
Nilu var einn þeirra sem kom með
álviðræðuhópnum til Akureyrar í
gær, en Nilu-skýrslan svokallaða
sem gerir grein fyrir dreifingu
hugsanlegra mengunarefna er nú
tilbúin og verður kynnt á morgun.
Niðurstöður skýrslunnar eru á svip-
uðum nótum og niðurstöður fyrri
skýrslu Nilu um loftmengun hugs-
anlegs álvers í Eyjafirði, en fyrir
liggur skýrsla frá árinu 1985 sem
gerð var af sömu stofnun, en þá
\var miðað við 130 þúsund tonna
álver. Niðurstöður nýju skýrslunnar
sem miðar við 200 og 400 þúsund
tonna álver eru svipaðar og þeirrar
gömlu.
Fram kemur í skýrslunni að
mengun af völdum brennisteins er
minni en í fyrstu var talið og sagði
Sigurður að reiknað hefði verið með
að setja þyrfti upp vothreinsibúnað
yrði álver reist í Eyjafirði, en ekki
ef það yrði reist annars staðar.
Samkvæmt Nilu-skýrslunni þyrfti
hins vegar ekki að koma upp vot-
hreinsibúnaði í Eyjafirði.
Veiðarfærin
í skrúfuna
Kaldbakur EA fékk veiðar-
færi í skrúfúna þar sem hann
var að veiðum fyrir austan
land á mánudagskvöld.
Sólbakur EA kom Kaldbak
til aðstoðar og dró hann til
Fáskrúðsijarðar þar sem veið-
arfærin voru losuð úr skrúf-
unni. Skemmdir urðu ekki aðr-
ar en þær að veiðarfærin eru
ónýt.
„Það er alltaf hægt að búast
við þessu, en sem betur fer
hefur þetta ekki oft komið fyr-
ir okkar togara,“ sagði Vilhelm
Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa sem gerir togarana út.