Morgunblaðið - 28.06.1990, Side 34

Morgunblaðið - 28.06.1990, Side 34
34 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hnítur '¥K. mars - 19. apríl) Þú verður svolítið óþolinmóður framan af deginum en síðar slak- arðu á og þetta verður góður verk- dagur. Góðar fréttir berast er snerta fjölskylduna. Þér bjóðast aukastörf. , Naut (20. apríl - 20. maí) <tí% Reyndu að sýna ákveðnu barni meiri skilning. Þeir sem hafa list- ræna hæfileika verða ánægðir með það sem þeir eru að gera. Góður tími til skemmtana. %fj'viburar (21. maí - 20. júní) Þér gæti mislíkað dálítið við einn af vinum þínum. Þú ert að koma persónulegum málum þínum í lag og verður ánægður með árangur- inn í dag. Rétti tíminn til stórinn- kaupa. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >"$8 Þú flýtir þér ef til vill of mikið við að fá niðurstöðu í máli sem varðar vinnuna og frama þinn þar. Samstarfsmenn ættu að eiga góðan dag. Góðar fréttir gera kvöldið ánægjulegt. Ljón 123. júlí - 22. ágúst) Þeim sem eru á ferðalagi hættir við að eyða of miklu. Þér tekst að ljúka ýmsum hefðbundnum skylduverkum með ágætum hætti í dag. Kvöldið virðist heppilegt til að útkljá viðskiptamál. Meyja (23. ágúst - 22. september) Gættu þess að stofna þér ekki í skuldir núna. Að öðru leyti ætti dagurinn að verða ágætur. Þú átt skemmtilegan fund með vinum og kunningjum; hagnast á samskipt- um við annað fólk. 'Vog (23. sept. - 22. október) Þér hentar best að láta lítið fyrir þér fara í vinnunni í dag. Þú lýkur við ýmislegt sem hefur hlaðist upp hjá þér að undanförnu. Innra með þér er 'einhver óánægja vegna náins vandamanns. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Það verður mikið um erfíð verk- efni í vinnunni framan af deginum en seinna verður nægur tími til að slaka á og njóta lífsins. Þú ert að verða æ vinsælli! Bogmaóur ij^22. nóv. - 21. desember) jRO Þig langar til að reyna eitthvað nýtt og spennandi núna en þér bjóðast bestu tækifærin til að standa þig vel í vinnunni sjálfri. Leggðu þig fram og þú verður ánægður í kvöld með árangurinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það gæti hlaupið snurða á þráðinn milli einhvers úr fjölskyldunni og tengdafólks í dag. Nú er góður dagur til að skipuleggja ferðalag. Kvöldið er helgað ást og ein- drægni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Best er að gæta varfærni í sam- JJþandi við fjárfestingar í dag; hugs- aðu þig vandlega um. Mögulegt að óvæntir og ánægjulegir hlutir gerist í vinnunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mai-s) -ns*. Þú gætir lent í einhverri orðasennu vegna innkaupa í dag en að öðru leyti gengur þér allt í haginn., f kvöld er heppilegt að fara út með ástvíni. AFMÆLISBARNIÐ er hvort- tveggja í senn, sjálfstætt og sam- vinnuþýtt. Það veltir hlutunum oft vandlega fyrir sér og getur haft -*-mik!a tónlistarhæfileika. Stundum hættir því við að standa full fast á skoðunum sínum og þarf að varast hneigð til þrákelkni. Því tekst best upp þegar það þarf að nota andlega hæfileika sína. Góð menntun gerir því kleift að nýta þessa hæfileika til fullnustu. Stjörnuspána á aó lesa sem '*r*lœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 DÝRAGLENS GRETTIR ENGINN GErOK EINS V/EL /AF HUERNie ---- TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND „28. regla ... kúla ónothæf...“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vitlaust innkast hefur sést nokkrum sinnum á HM í knatt- spyrnu, þulum til mikillar undr- unar. Reyndur sagnhafi myndi aldrei kasta vitlaust inn í spilum af þessum toga: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁG62 V D5 ♦ ÁG42 *K64 Vestur Austur 4853 Mllll 47 V G743 ¥ 10982 ♦ D6 ♦ K109 ♦ DG105 ♦ 98732 Suður ♦ KD1094 VÁK6 ♦ 8753 ♦ Á Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Pass Útspil: laufdrottning. Með 2 gröndum stakk norður upp á slemmu í spaða og spurði um leið um stuttlit. Þrjú lauf sýndu einspil eða eyðu en síðan tóku við eðlilegar þreifingar. Þrátt fyrir kappnógan há- spilastyrk koma spilin illa saman og tveir tapslagir á tígul virðast yfirvofandi. Þó er nokkur vinn- ingsvon ef stífia er í tígullitnum. Best er að spila strax tígli í öðr- um slag upp á ás, áður en vörn- in fær tækifæri til að átta sig á spilinu. Ef véstur lætur lítinn tígul er björninn unninn. Sagn- hafi tekur trompin, hreinar út hliðarlitina og spilar svo smáum tígli frá báðum höndum. Vestur lendir inni og verður að gefa 12. slaginn með því að spila út í tvöfalda eyðu. Gamall og kunnugur gamb- ítur, þar sem aðalatriðið er að taka strax ásinn í innkastslitn- um, áður en vörnin skilur hvað er í vændum og hreinsar stífl- una. Á morgun munum við skoða aðra hlið á þessum gambít — sem við getum kallað til mála- mynda „vitlaust innkast". Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Camaguey á Kúbu í vor kom þessi staða upp í skák Kúbumannsins A. Gomez (2.390) og Portúgalans Damaso (2.385), sem hafði svart og átti leik. 18. - Hxb2! 19. Dxb2 - Rg4+! 20. Kg3 (20. fxg4 - Bxd4+ 21. Kg3 - He3+ er alveg vonlaust) 20. - Dd6+ 21. f4 - Bxd4 (Hót- ar 22. - He3+) 22. Hd3 - Rf2 og hvítur gafst upp. Damaso þessi sigraði á mótinu með 9 v. af 13 mögulegum, en spánski alþjóða- meistarinn Ochoa kom næstur með 8 v.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.