Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.06.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1990 35 Orðræðan og- samfélagið eftirSigurð Ingólfsson Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrunar- kona, ritar grein í Morgunblaðið 30. maí sl. Nokkur orð eru í greininni höfð um hversu rangt höfundi þyki að fara með mál það, sem greinin fjall- ar um, í fjölmiðla. Málið er vistun einhverfra unglinga á stofnun sem starfrækt er við Sæbraut 2. Ætlun mín með þessu bréfi er að benda á nokkur atriði í grein Guðrúnar Sverrisdóttur, hjúkrunarkonu, sem mér þykja athygliverð. Eitt stílbrigði sem Guðrún Sverr- isdóttir, hjúkrunarkona, temur sér felst í því að setja ýmis þau orð í gæsalappir sem hún vill vekja at- hygli á, eða að því er virðist, gera vafasöm. Þetta er algengt og frem- ur leiðigjarnt stílbrigði. Það jafn- gildir því þegar ræðuskörungar á málfundum og ræðukeppnum lyfta höndum og dilla tveim fingi'um beggja handa til að búa til gæsa- lappir í mál sitt. Yfirleitt er það gert til þess að - hæðast að ein- hveiju. Hér skulu nefnd dæmi. Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrunar- kona, ritar: „Á tæplega 3ja klst. „fræðslufundi“ nágranna Sæbraut- ar 2 ..Hér er gefið í skyn að lítil sem engin fræðsla hafi farið fram á fundinum sem að gagni mætti koma. Það áréttar hún með því að segja frá fundinum og því sem Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrun- arkona, kallar. „ . . . stefnu einhvers sænsks Söders um málefni ein- hverfra einstaklinga . . . Kannski eiga ráðamenn Sæbrautar 2 eftir að hugleiða eftir nokkur ár það misrétti sem við, nágrannarnir, höf- um verið beittir. Þá verður gamli Söder horfinn frá þessum kenning- um sínum eins og svo margir „Söd- erar“ í öðrum löndum hafa nú þeg- ar gert. En þessi tegund „geðveilu" gengur ekki í nábýli við aðra — því miður.“ Nú er ekki að fullu ljóst hvert ■ verið er að fara með þessum orðum. Það er í hnotskurn á þann veg að Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrunar- kona, telur að hún og aðrir sem búa í nábýli við umrædda stofnun, séu beittir misrétti með því að einstakl- ingum sem eru þar til dvalar er þröngvað upp á vitundarlíf hennar, nágrannanna og barna þeirra. Til þess að gera málflutning þeirra sem eru henni ósammála vafasaman beitir hún gæsalöppum og öðrum stílfræðilegum tækjum. Raunar hefði þessi grein Guðrúnar Sverris- dóttur, hjúkrunarkonu, sómt sér vel sem innlegg í ræðukeppni fram- haldsskólanna, lesin af tilheyrandi sannfæringarþunga. Nú skal vikið örlítið að því sem greinin fjallar um og tengist þeirri útilokun á orðræðu bijálseminnar og kúgun líkamlegra tjáskipta sem „Umræðuna á að fela, einstaklingana á að fela, en ekki er skiljan- legt hvar. Það er þó líklegt að ef farið væri að vilja karlveldisins fengi enginn að vita hvar.“ er eitt helsta einkenni vestræns samfélags. Sú útilokun og kúgun er oftast kennd við karlaveldi það sem óneitanlega er ríkjandi þáttur téðs samfélags. Þeir sem eru öðruvísi, þeir sem tjá sig á annan hátt en þeir sem kallast eðlilegir, eru lokaðir inni vegna þess að þeir ógna viðteknu valdkerfi. Valdkei'fið byggir á því að allir séu eins og að umræða um allt sem víkur frá því sé bæld. Guð- rúnu Sverrisdóttur, hjúkrunarkonu, þykir svívirðilegt að manneskja gangi um nakin eða geri þarfir sínar á götu, þar sem heilbrigður ein- staklingur sér til. Slíka hegðun þyk- ir Guðrúnu Sverrisdóttur, hjúkrun- arkonu, rétt að útiloka frá þeim sem eru heilbrigðir. Það er aftur á móti fyllsta ástæða til þess, samkvæmt Guðrúnu Sverrisdóttur, hjúkrunar- konu, að leyfa slíkum einstaklingum að athafna sig þar sem enginn sér eða eins og hún segir: „ ... þar sem hljóð þeirra heyrast ekki milli húsa og kynferðislegar athafnir þeirra sjást ekki úr næstu húsum og göt- um. 011 umhyggja og hugsun um heilbrigðu börnin í hverfinu virðist hafa gleymst, þegar unglingum, með þekkt og viðurkennt sjúklegt hegðunarmynstur, var valinn staður í íbúðarhverfinu. ; . . . Ég vil undirstrika, að ég og aðrir sem málið snertir, höfum fyllstu samúð með þessum skertu unglingum og þeirra aðstandend- um, en okkur er það ofviða, ekkert síður en þeim að búa við þetta ok.“ Þannig vill hún að börn geti vax- ið upp grunlaus um að öðruvísi fólk sé til, umræða um þá einstaklinga sem ráða sér ekki sjálfir er útilok- uð. Skertir unglingar eiga ekki til- verurétt innan heilbrigðs samfélags samkvæmt Guðrúnu Sverrisdóttur, hjúkrunarkonu. Þá ber að útiloka. Umræðan um þá á ekki að eiga sér stað á opinberum vettvangi heldur í bréfaskriftum milli heilbrigðra samfélagsþegna og ráðamanna. Orðræðuna á að útiloka eins og fólkið, eða eins og Guðrún Sverris- dóttir, hjúkrunarkona, ritar: „Það var aldrei ætlun mín að fjalla um málið opinberlega, hvorki í blöðum né sjónvarpi. Taldi ég það vera alltof viðkvæmt mál, vegna hegðunar þessara mikið skertu unglinga, sem hér um ræðir. Sér- staklega viðkvæmt og sorglegt fyr- ir foreldra, systkini og aðra að- standendur einhverfra barna og unglinga." Guðrún Sverrisdóttir, hjúkrunar- kona, gerir síðan lítið úr því „ . . . að úttala sig í því virta blaði Press- unni og á Stöð 2.“ Umræða um það sem á að vera leyndarmál er alltaf hættuleg og ógnandi þeim sem vilja halda sam- félaginu óbreyttu. Umræða um kynlíf væri ennþá felumál nema fyrir tilstilli breytingarafla, þeirra sem trúa því að heilbrigt samfélag sé samfélag óheftrar orðræðu. Á meðan skertir einstaklingar eru felumál sem samfélagið lokar í burtu, vill ekki kannast við að séu hluti af því sjálfu er umræðan um þá viðkvæm. Þannig er hugmynda- fræði karlveldis (sem finnst að því sé ógnað) og Guðrúnar Sverrisdótt- ur, hjúkrunarkonu, haldið við. Hún sækir jafnvel rök um að útiloka beri þessa einstaklinga í hugarheim þeirra sjálfra: „Nábýli við aðra skiptir þau ekki máli og er ekkert aðhald á hegðun þeirra." Sam- kvæmt þessum orðum væri réttast að loka þau inni í húsum þar sem enginn heilbrigður einstaklingur þarf að koma nálægt þeim, þar sem nábýli við aðra skiptir þau ekki máli. í öfgakenndri mynd hefur þessi hugmyndafræði verið við lýði á þann hátt að geðveikir, þroskaheft- ir og andlega vanheilir einstakling- ar eru enn lokaðir inni þar sem enginn þarf að sjá þá. Það er til dæmis gert í Rúmeníu. Þar þurfa heilbrigð börn ekki að „•. . . horfa upp á þetta sjúklega hegðunar- mynstur sjúkra unglinga mánuð eftir mánuð“. Raunar þarf varla nokkur að horfa upp á hegðunar- mynstrið yfirleitt, og veit varla að það er til. Það er þó ljóst af orðum Guðrúnar Sverrisdóttur, hjúkrunar- konu, að í sund með heilbrigðum eiga einhverfir ekkert erindi þar sem „tugum barna og fullorðinna er ekki vært í návist þeirra“. Samkvæmt orðum Guðrúnar Sverrisdottur, hjúki-unarkonu, skiptir nábýli við aðra þau „ ... ekki máli og er ekkert aðhald á hegðun þeirra". Það er ekki á hreinu hvert stofn- unina sem starfrækt er við Sæbraut 2 ætti að færa, en ekki óskar Guð- rún Sverrisdóttir, hjúkrunarkona, „ . . . íbúum annarra hverfa sambýl- ið við svona erfiða stofnun, því fer víðsfjarri". Umræðuna á að fela, einstaklingana á að fela, en ekki er skiljanlegt hvar. Það er þó líklegt að ef farið væri að vilja karlveldis- ins fengi enginn að vita hvar. Þann- ig myndu allir heilbrigðir einstakl- ingar losna við að horfast í augu við stóran hluta eigin samfélags., Ónefndur andlega vanheill hagyrð- ingur orti: Ég veit að fólk fyrir vestan það vill hafa stærra bil. Það heldur sinn hag vera bestan ef helst er ég ekki til. Höfiindur viimurá barnaheimili og er verðandi faðir. Þegar kemur að vali á veiði- vörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endurnýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Sértu að gera klárt fyrir væntanlegar veiði- ferðir skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara því Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. ULTRA Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á fisléttum en sérlega sterkum efnum ásamt nýjung sem stóreykur langdrægni hjólanna (ULTRA CAST). Þetta er meðal annars ástæðan til þess að æ fleiri veiðimenn treysta á Abu Garcia. SAbu Garcia Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00 Þol - þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framlcidd fyrir bárujárn og aðra utanhússfleti sem þarfhast varanlegrar vamar. Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í m /7/ æ 1 notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er fjölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað hús. — Það segir sig sjálft. tmimi em immm HWSIJMtgei AtKYSWMNWö Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Jlmálninghlf — það segir sig sjdlft —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.